Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.4.2009 | 07:28
ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT
FERÐ Á VESTFIRÐI Á ÓLAFSDALSHÁTÍÐ 10. ÁGÚST 2008 - TRIP TO WEST-FJORD IN ICELAND
Síðasta sumar fór ég í skemmtilegt flug með einum félaga mínum á Ólafsdalshátíð á Vestfjörðum í kaffi og kleinur. En félagsskapur sem var að gera upp gamla skólahúsið á staðnum var með samkomu í tilefni dagsins.
Hér er lent á fisi á veginum við Kirkjuna í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum á Vestfjörðum. Við félagarnir þurftum að fá bensín í Skriðulandi í Dalasýslu. Við vorum orðnir svo tæpir á bensíni að við völdum að aka veginn frekar en að fara loftleiðina síðasta spölinn að bensínstöðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Landing on site of the church Saurbaer in Dölum in Tjarnalundur on way to fest in Olafsdalur in West-fjord Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér stígur flugnemandinn Ingólfur Bruun út úr fisi sínu við bensínstöðina Skriðuland í Dalasýslu á leið sinni á Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá auglýsinguna um hátíðina Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008 á bensínstöðinni Skriðulandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eins og á öllum hefðbundnum alvöru hátíðum úti á landi, að þá eru veglegar veitingar að hætti heimamanna. Kökur og bakkelsi á íslenska vísu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Icelandic traditional cakes. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Gilsfjörður var einn af stærstu er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær til Akureyja milli Tjaldaness og Krókfjarðarness. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Gilsfjord in West-Fjord in Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til norðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Torfi Bjarnason Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Torfi Bjarnason og kona hans Ólöf Sakaríusdóttir settu á fót fyrsta landbúnaðarskólann á Íslandi um 1880 og ráku í 27 ár, oft við erfiðan fjárhag. Hér má svo sjá styttu sem var reist þeim til heiðurs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er svo einn stjórnmálafrömuðurinn, Einar Kristinn Guðfinnsson, að þruma yfir lýðnum síðasta sumar í Ólafsdal. Hann talaði líka mikið inni á þingi fyrir stuttu til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Annars má rekja nokkra fleirri til svæðisins sem eru í stjórnmálum. Eins og Gunnar I. Birgisson sem sá um að þvera Gilsfjörð. Dofri Hermannsson sem sá um að moka skít út úr fjárhúsi á einum bænum. Einnig er Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn með sumarhús þarna í sveitinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from an old school in Olafsdalur in Westfjord in north west of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá kort af Gilsfirði, Ólafsdal og hluta af Reykhólasveit á Vestfjörðum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Gilsfjord, Ólafsdal valley and part of Reykhólasveit in Westfjord on north west of Iceland (to view more picture: click image) Kjartan P. Sigurðsson

Hér má svo sjá meira af myndum af svæðinu og Vestfjörðum
http://www.photo.is/07/07/4/index_4.html
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/271979/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/274631
http://www.photo.is/07/07/4/index_35.html
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/640259/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/221241/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/235910
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262809
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270735
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/273972
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276232
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/287840
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/622792/a>
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651030
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651884
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/654610
![]() |
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 05:59
SVIPUR Á SAFNINU Á AKRANESI - MYNDIR OG KORT
Eins og fram kemur í fréttinni, að þá hafa fjórir breskir íhaldsmenn verið bendlaðir við kókaínneyslu og vafasama kynlífsathafnir með frægri vændiskonu Natalie Rowe að nafni. Hún er víst að gefa út bók sem fær víst breska Íhaldsflokkinn til að nötra. Fram kemur í fréttinni að vændiskonan hefur notast við svipur í athöfnum sínum þar sem háttsettir menn innan flokksins hafi verið skælandi á fjórum fótum fyrir framan drottninguna.
Þessi frétt fékk mig til að hugleiða það að Íslendingar hafa líka notað svipur í gegnum aldirnar í miklu mæli og var mér því hugsað til bloggs sem að ég skrifaði fyrir stuttu um þær deilur sem eru út af safninu á Akranesi þessa dagana. En þar er verið að einka-"vina"-væða safnið og má lesa nánar um málið hér:
http://www.visir.is/article/20090420/FRETTIR01/796686820
og hér:
http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/303930193/-1
En hér má svo sjá ýmsar útgáfur af íslenskum haganlega gerðum svipum. Ekki veit ég hvort að þessar svipur hafi svo verið notaðar í annarlegum tilgangi eða ekki. En eftir atburði síðustu mánaða, þá get ég ekki séð að íslenskir þingmenn séu neitt öðruvísi í háttum en þeir bresku. Nú er verið að kjósa þingheim í 109 daga sumarfrí og fær það mann til að hugleiða þau 109 kg af hvítu dufti sem voru nýlega gerð upptæk af lögregluyfirvöldum! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hýðingar með svipu (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er annars fín grein um málið fyrir þá sem hafa áhuga, Grundvallaratriði við hýðingar með svipu eða Hvernig á hýða einhvern svo hann biðji um meira: http://bdsm.is/1999/01/12/grundvallaratriði-við-hyðingar-með-svipu-eða-hvernig-a-hyða-einhvern-svo-hann-biðji-um-meira/
En svo við ræðum safnið nánar:
AKRANES - SÖFN
Akraneskaupstaður eða Skipaskagi stendur á vesturodda Akraness á Vesturlandi og liggur á milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Þar búa um 6500 íbúar.
Líklega er safnið á Akranesi þekktast fyrir þennan gamla uppgerða bát hér. Kútter Sigurfari, 86 smálesta eikarseglskip. Kútterinn er sá eini sem hefur verið varðveittur úr fyrri tíðar þilskipastóli Íslendinga og færður í upprunalegt horf, til minja um merkilegan kafla í skipa- og útgerðarsögu Íslands, skútuöldina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. Among the museum's more notable relics of early seafaring is a 125 year old fishing boat with full rigging, as well as the cutter "Sigurfari", an 86 tonne oak ship of 1885, the only fishing vessel of its kind preserved in Iceland. The Akranes Museum - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá gamalt trésmíðarverkstæði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The museum has a large collection of mostly 19th century tools and household objects that bear witness to farming, housekeeping and social conditions in the township and vicinity of Akranes. The Akranes Museum - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á safninu á Akranesi má sjá mikið úrval af tólum og tækjum sem læknar og ljósmæður notuðu hér fyrr á árum. _ Various tools for doctors in The Akranes Museum - Görðum Akranes (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. The museum has also rebuilt Iceland's oldest concrete house, built in 1876 -1882, as well as the township's oldest timber family house of 1875. - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Akranes er þekkt fyrir fiskveiðar og sjósókn. Á safninu á Akranesi má finna mikið magn af veiðafærum og búnaði frá fyrri tíð. Meðal annarra merkra gripa er gott úrval sjóminja, skipslíkön, áraskip frá árinu 1874, fallbyssa af varðskipi og togvíraklippur úr þorskastríðum Íslendinga við Breta. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. The museum has also rebuilt Iceland's oldest concrete house, built in 1876 -1882, as well as the township's oldest timber family house of 1875. - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo önnur blogg frá mér um Akranes http://photo.blog.is/blog/photo/entry/284603/
Hér má svo lesa nánar um Akranes http://is.wikipedia.org/wiki/Akranes
Hér má sjá kort af Akranesi, Akrafjalli og hvar safnasvæðið er (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Akranes, a small fishing town on vest coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

![]() |
Kynlífshneyksli í uppsiglingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2009 | 07:32
KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu
KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu - 14
Dagur - 14 / Day - 14 Fimmtudagur 1. jan. 2009
Zhu Jia Jiao, Quingpu China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Þar sem ferðasagan frá Kína var ekki lokið, að þá kemur framhald hér með fullt af nýjum myndum:
Dagurinn byrjaði með því að fara með lest á Stadium, en Heng vildi kynna sér aðstæður fyrir næstu samkeppni sem við vorum að spá í að taka þátt í. Hún plataði mig síðan rækilega. Sagði að við þyrftum að fara og kanna þorp fyrir utan borgina sem þyrfti að endurskipuleggja (kom svo í ljós að það var rétt að sumu leiti) og til þess þurfti að taka tvo strætisvagna. Sá fyrir var frekar hrörlegur og bílstjórinn skoraði ekki hátt fyrir stórhættulegt aksturslag. Ef vélin var ekki á yfirsnúning, þá var stigið svo harkalega á bremsuna að fólkið í vagninum mátti hafa sig alla við að halda sjó í látunum.
Næst komum við í nýlegt þorp (ca. 600.000 íbúar) og fórum við inn á lítinn veitingastað þar sem hitastigið var líklega við frostmark. Fengum okkur hádegismat sem voru súpur þar sem mátti finna í þurkaða svínapuru og svínamaga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
To keep food fress in China, the best way it to keep it live! A small resturant in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. There we got a delicious soup which include stomage and skin from pig! (to view gallery: click image)
Næst var haldið aftur út á götuna þar sem reynt var að finna vagn sem færi áfram á staðinn sem Heng var með í huga. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, enda allir vagnar troðnir út úr dyrum. Hér var ekki annað að gera en að treysta á frumskógarlögmálið og á milli þess sem að við hlupum á milli vagna, eltu okkur 2-3 betlarar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
In China they can easily handle rush-hour loads, they only put more people into the bus! A overloaded bus in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. (to view gallery: click image)
Að lokum komumst við inn í vel troðin strætó. Þar var ung og falleg kona sem réði þar ríkjum (ásamt bílstjóra) þar sem hún reyndi sem best hún gat að troða sem flestum inn í vagninn á hverri stoppustöð og alltaf tókst henni að troða fleirrum. Hún lét mig snúa mér 180° svo að það raðaðist betur inn í vagninn. Á meðan tróð hún sér á milli með seðlabúntið í annarri og rukkaði stíft með hinni. Gengið virtist vera mismunandi eftir því hver átti í hlut og rukkaði hún mig meira en aðra og líklega út af því að hún hefur séð að ég væri útlendingur. Ég skildi annars ekki orð af því sem að hún sagði. Þetta var annars mögnuð upplifun og náði ég videói af atburðinum og þessari óvenjulegu nálægð sem að ég lenti í við fjölda fólks. Ég mæli ekki með þessari reynslu fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd.
Hér er myndband sem að ég tók á síman hjá mér sem sýnir þegar aðstoðarkonan í vagninum fer á milli farþega og rukkar þá:
http://www.youtube.com/watch?v=uPrgqlfqZkM
Hálftíma síðar var þrýstingnum létt og við bárumst út úr vagninum með mannhafinu. Núna vorum við komin í gamalt þorp með þröngum götum.
Það fyrsta sem tók á móti okkur voru nokkrir dansandi kjúklingar sem búið var að hengja upp á þvottasnúru til þerris innan um annan nærfatnað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
It is winter, it is cold the trip with overloaded bus to the town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. The first to see was a strange things: 14 chicken legs hanging for drying on the washing lines with some bra and knickers! (to view gallery: click image)
Þetta var eins og að ferðast aftur í tímann. Þarna var allt orginal með gömlum húsum og allt var troðið af fólki! Í ljós koma að þetta var ferðamannaþorpið Zhu Jia Jiao með hundruðum smáverslanna í þessum þrögnu götum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
It was like going back in time. An old orginal Chines town, which now is very popular for the tourist to visit. Town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. (to view gallery: click image)
Hér er verið að baka risa pönnukökur. En það er gert á stórri eldavélahellu sem snýst á meðan skafið er með sköfu til að gera pönnukökuna þunna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Chinese Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (to view gallery: click image)
Ferðamönnum var jafnframt boðið og að sigla með gondólum með undirspili með rómantískri tónlist um síkin sem lágu allt um kring. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Boat trip in Zhou Zhuang close to Shanghai in China. (to view gallery: click image)
Þarna var mikið úrval af mat og öðru góðgæti ásamt flottu handverki. Heng viðurkenndi að hún hefði verið að plata mig, það átti EKKI að fara að leggja þennan stað niður og hanna einhverja stórborg í staðin, að vísu átti að hanna stórborg á stórt akursvæði sem tengja átti þetta litla þorp við borgina sem að við vorum ný komin frá! Næstu klukkutímarnir fóru síðan í að skoða ótrúlegt mannlíf og skraut.
Heng keypti lifandi fiska og skjaldböku sem hún henti svo í kanalinn fram af hárri göngubrú. Áður þurfti hún að labba hring í kringum tákn á miðri brúnni. Á meðan pössuðu 2 gamlar konur upp á að allt færi fram samkvæmt ritualinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng is throwing turtle and fish into the canal in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)
Þar sem lífeyrirskerfið er ekki sterkt í Kína, að þá þarf mikið að fólki að finna sér aðrar aðferðir til að komast af. Her er ein gömul kona að biðja um smá aur og bregst Heng vel við beiðni hennar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Old women in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)
Heimferðin var allt annar lúxus, fundum nýlega rútu sem var öll í leðri og flottheitum. Ferðin byrjaði rólega og hafði ég á orði að þessi bílstjóri kynni sko að keyra. En Adam var ekki lengi í paradís. Það færðist skyndilega mikið kapp í bílstjórann sem sönglaði hástöfum á milli þess sem hann byrjaði að æpa á farþeganna um að drífa sig nú fljótt inn eða út úr rútunni. En það var stoppað víða til að safna fólki í rútuna og það sem verra var að hann var í kappakstri við aðra rútu við að ná sem flestum farþegum inn á leiðinni og skiptust rúturnar um foristuna. Það kemur manni ekki á óvart að maður varð vitni að 2-3 árekstrum á dag. Líklega mætti bæta umferðarmenninguna töluvert en flautan er mikið notað samskiptsatæki í umferðinni.
Kvöldið endaði svo með ENN EINU MATARBOÐINU. Það var eitthvað um 20 réttir og má þar nefna lifandi rækjur í sojasósu, sterkt vín með sporðdreka, þunnar sneiðar í raspi.
En hér má svo sjá tillögur sem að við sendum inn í keppni sem tengdist gagnaöflun í þessari ferð:
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd) Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
![]() |
Erfitt ár fyrir Kínverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2009 | 21:08
ÉG VAR ÞARNA Í FYRRADAG!
En ég og konan höfum nýlokið 2ja vikna ferð um Egyptaland. Við vorum nákvæmlega á þessum sömu slóðum í upphafi og lok ferðarinnar.
Á þessari mynd má svo sjá stórt plan þar sem komið er með erlenda ferðamenn í rútuförmum til að skoða þessa frægu "Al Hussein mosque" og svo versla í Khan el-Khalili markaðinum í Kaíró

One of the busiest places in Cairo, particularly during Ramadan, is the Al Hussein area which includes the Khan el-Khalili market in Cairo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá inn í þessa frægu mosku "Al Hussein mosque". En aðeins karlmenn mega koma inn í þennan hluta moskunar.

Hussein Mosque is considered one of the most important mosques in Cairo and a beautiful Islamic monument. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég tók um 4000 myndir í þessari ferð og mikið af myndum af markaðinum "Khan el-Khalili" sem er einn sá magnaðasti sem að ég hef gengið í gegnum.
Annars er magnað að ferðast um Egyptaland og margt og mikið þar að sjá fyrir ferðamenn. En það var sjokk fyrir óvanan íslending eins og mig að sjá svona mikið af hermönnum sem voru bókstaflega út um allt með alvæpni. Á sumum vegaköflum voru hlið með hermönnum með 5 km millibili til að skrá og skoða alla umferð sem átti leið um. En ég mun reyna að koma fljótlega með myndir og ferðasögu úr þessari mögnuðu ferð.

![]() |
Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2009 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2009 | 22:25
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12
Dagur - 12 / Day - 12 Mánudagur 30. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Farið með mynd sem var um 400 Mb á stærð í útprentun á þann stað þar sem stóra myndavéabúðin er. Útkeyrslan kostaði ¥420 ásamt innrömmun, allt framkvæmt á meðan beðið er.

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. I got a good price for big format print out including framing. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan var ákveðið á síðustu stundu að fara með myndina í lest (250 x 60 cm) því hún passaði ekki inn í leigubílinn. Ekki annað hægt að segja en að það var frekar fyndið að ganga með þessa óinnpökkuðu risa mynd af Jökulsárlóni innan um mannlífið á götunni sem rak auðvita upp stór augu.

Ekki tók betur við þegar komið var niður í jarðlestastöðina. Það var Rush-hour og lestin sem að ég hugðist taka var troðin út að dyrum, tók ég því öfugan hring með lestinni. En Adam var ekki lengi í Paradís, því fljótlega fylltist þessi lest einnig og átti ég fullt í fangi með að verja viðkvæma myndina fyrir ágangi úr öllum áttum. The taxi was to small for my big panoramic picture so I had to take it on underground trip at rush-our time in Shanghai :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðin hafði gengið að óskum, en nú var farið blása og umferðin var þétt á götunni sem að ég þurfti að fara með myndina um og þegar komið var að hliði bakdyramegin inn á svæðið þar sem Heng býr, þá var ekki hægt að koma myndinni þar í gegn. Sá ég þá gat á girðingunni sem myndin rétt passaði í og fékk ég einn sem selur appelsínur til að rétta mér myndina í gegnum gatið.

Eftir það tóku við tvö varðhlið og svo rétt slapp myndin inn í lyftunna með því að skáskjóta henni horn í horn. Pabbi Heng tók á móti mér og varð að vonum hissa þegar ég birtist með þetta 2.5 metra ferlíki. Myndin var að sjálfsögðu drifin upp á vegg á besta stað í stofunni. I had a great fun with this big picture in the underground in Shanghai. Glacier lagoon Breidamerkurlon in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gömlu hjónin launuðu myndina með enn einni stórmáltíðinni sem var rauðvín ásamt svínaeyrum, krydduðum hænsnalöppum (uppáhald hjá Heng)

Heng's father was happy with the big panoramic picture from Iceland. and I got Shanghai pig ears and chicken legs and other delicious food as usual. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hrískaka, hvítt þykkt hlaup sem var eins og að tyggja skósól og svo gult brauð sem var líklega búið til úr sojabaunum.

Rice cake was thick as a chewing-gum and the yellow bread was mad of soya beans. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Varðandi þessa fínu risa panorama mynd, þá var mjög skrítið að sjá hana upp á vegg hjá Halldóri Sigurðssyni sem var í viðtali við CNN 1. og 2. feb. í þætti sem heitir iReport. Það væri fróðlegt að vita hvar hann hefur fengið myndina. Man ekki neitt sérstaklega eftir því að hann hafi falast eftir henni hjá mér! (En myndin er greinilega orðin fræg).
Kvöldið endar svo í 2ja tíma nuddi á nuddstofu í nágrenninu fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
![]() |
Tvöfalda útflutninginn til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 12:08
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - Metro lestakerfið - Matur - 5
Dagur - 5 / Day - 5
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Dagur-5
Nú er 23. des. 2008 og kvöldið áður var viðburðaríkt. En þá við fórum í Mall eða "litla verslunarmiðstöð"

Shanghai is hailed as the "Shopping Paradise" and "Oriental Paris". Offering some of the best shopping in the whole of China, Shanghai truly is a shopaholics dream (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
að lokinni verslunarferð var neðanjarðarlestin tekin heim á leið og var vel troðið og mátti sjá folkið ryðjast út úr yfirfullum lestunum á háanna tíma.

The Shanghai metro is one of the youngest in the world and among the most rapidly expanding. Total length of 227 km, with 161 stations and 8 lines! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En svona lestakerfi getur verið gríðarlega afkastamikið

Daily shanghai Metro ridership averaged 3.065 million in 2008 and set a record of 4.307 million on December 31, 2008. Fares ranged from 3 yuan for journeys under 6 km, to 8 yuan for journeys over 46 km. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar heim var komið, þá tók við að venju flottur kvöldverður. Kínverskt snakk er mjög fjölbreytt. Hér má sjá hnetur, sykurreyr og litlar mandarínur (allt borðað og börkurinn líka)

Þurkuð fiskbein var eitt það besta snakk sem að ég hef borðað (fín viðskiptahugmynd fyrir íslendinga) og svo er það meinholt. Shanghai dry fishbone snack! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Dagurinn byrjar rólega með flottum morgunmati að venju og núna með nýbökuðum grænmetisfylltum brauðbollum ásamt súpu og hrísgrjónafylltum bollum

I definitely love Shanghai breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tókum strætó niður í miðbæ. Hér má sjá verktaka vera að hreinsa strætó rétt á mean beðið er eftir því að fara í næstu ferð. Gaman var að fylgjast með mannlífinu út um gluggann á leiðinni sem tók rúma klukkustund. Það var ótrúlegt að sjá hverja risabygginguna á fætur annarri líða framhjá og hvernig búið var að lyfta upp heilu vega- og lestarkerfi sem sumstaðar var á mörgum hæðum.

Shanghai bus system. Shanghai has more than 1000 formal bus lines. Ordinary buses charge 1yuan (not more than 13km) or 1.5 (over 13km), and if air-conditioned, 2yuan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skoðuðum okkur um og litum í nokkrar búðir. Fengum okkur 5 rétta hádegismat og voru lappir af hænu inni í því prógrammi. Keyptum ýmislegt smávægilegt eins og snakk sem mikið er til af nema bara mun hollara en Íslendingar eiga að venjast. Þar var mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og annarri góðri hollustu. Fórum í tebúð, þegar aðrar þjóðir drekka kaffi þá drekka Kínverjar te og er mikil menning fyrir slíku.
Maður rakst reglulega á fátækt fólk sem var að betla. Oft eru það einstæðar mæður með börn sem eru ný komin utan að landi til að leita eftir nýju og betra lífi í stórborginni

I saw beggars on the streets everyday in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Máttur auglýsinganna er mikill í Shanghai borg. Það er meira að segja farið að borga sig að setja upp risa TV skjái eins og sjá má á þesari mynd með jöfnu millibili eftir endilangri götunni

Shanghai, city of advertisement :) You see advertising everywhere on cars, houses, ... even on ships and aircraft! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Merkilegt að sjá þessi risa steypuumferðarmannvirki á mörgum hæðum út um alla borg

Shanghai Concrete Industry is ... unbelievable! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við enduðum þó á Starbucks (fyrsta skiptið fyrir mig) og fengum okkur café latté og café með súkkulaði ásamt upphitaðri bollu. Þetta kom sér vel því að kuldinn var orðin óbærilegur eða um -5 °C.

Við stóðum okkur hreinlega af því að fara inn í búðir til að ná okkur í smá hita. Keyptum 3 bækur í einni risabókabúð. Magnað að sjá mikið úrval af ýmsum sérbókum um forritun, sérhæfð teikniforrit m.m. og þær voru ALLAR á Kínversku eins og aðrar bækur í búðinni. My first time in Starbucks was in Shanghai ... I have to say I luvvvvvvv (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar heim var komið, þá beið kvöldmatur klár sem voru rif og lambakjöt í súpu ásamt baunasallati.

The best Shanghai dinner. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Dagurinn hafði annars góðan endi, búið var að panta tíma fyrir okkur nuddstofu um kvöldið. Það fólst í baknuddi, fótnuddi og síðan heilnuddi. _ Byrjað var á því að setja fæturna í mjög heitt vatn í tréstamp til að mýkja húðina. Því næst voru fæturnir skafnir með tréhníf (til að fjarlægja óþarfa sigg). Næst var sett sterkt efni undir plast rétt fyrir neðan hnésbæturnar sem gerði það að verkum að það var eins og fæturnir loguðu á meðan á nuddinu stóð.

I got a great foot massage in Shanghai with hot bath and full body massage (2 hrs. program!) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nuddið tók 2 x 60 mín. og kostaði ¥100 (x17) og það lá við að það þyrfti að styðja mann út eftir alla þessa upplifun.
Kvöldmaturinn var svo að venju margrétta niðurskorin önd ásamt svínakjöti og allt á beinum sem að maður dundaði sér við að naga. Verð að viðurkenna að ég saknaði að fá ekki skötu :|

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
![]() |
Ár vinnusemi að ganga í garð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 07:52
KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3
Dagur - 3 / Day - 3
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.
Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.
Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.

Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.

Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).

... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð

Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).

En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.

Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!

Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!

Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.
Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.

Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.
Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.

Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.
Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).
Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.
Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum
Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.
Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.
Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.

Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.
Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.

Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.
Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!
Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.

27.10.2008 | 14:43
HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um
EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)
Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.
Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.
Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |

A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLAN
































B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR






















C) ORKUIÐNAÐURINN








































D) FERÐAÞJÓNUSTA

























































E) LANDBÚNAÐUR

































F) BYGGINGARIÐNAÐURINN













G) FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR SEM MÁ LEGGJA ÁHERSLU Á



















H) HUGBÚNAÐARIÐNAÐURINN













I) SKÓLAR OG KENNSLA



























J) HEILBRIGÐISKERFIÐ









K) SAMGÖNGUMÁL





















L) BANKASTARFSEMI






























M) TÆKNIIÐNAÐUR









N) NÝSKÖPUN OG HUGMYNDAIÐNAÐUR





































O) MENNINGARSTARFSEMI





O) TÓNLIST OG SÖNGUR












P) MYNDLIST, BÓKMENNTIR OG HANDVERK











R) LEIKHÚS









S) KVIKMYNDAGERÐ OG LJÓSMYNDUN


















U) ÍÞRÓTTASTARFSEMI













V) GREINAR SEM VERÐA ILLA ÚTI Í SAMDRÆTTI














W) BRUÐL OG SPARNAÐUR























X) ÚTRÁSIN





















Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL

































































































































































































































































Z) FJÖLMIÐLAR







































Þ) MANNLEG GILDI OG TRÚMÁL












































Æ) TIL AÐ LÉTTA LUND

































































Ö) GÓÐAR JÁKVÆÐAR FRÉTTIR AF NÝSKÖPUN, ÁHUGAVERÐUM FYRIRTÆKJUM OG FL.












Þeir sem vilja koma með nýjar hugmyndir og athugasemdir við einstaka liði, er bent á að notast við merkingu eins og þessa Q)


En eins og sjá má, þá er ýmislegt hægt að gera og möguleikar margir. En eins og venja er, þá er fullt af hugmyndasnauðum og tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum sem væru alveg vísir til að stökkva á eitthvað af þessum hugmyndum og gera að sínum. Það er í raun bara hið besta mál, enda veitir þeim ekki af þessa dagana en að lappa aðeins upp á ímyndina og sjálfstraustið. Verst er hvernig þeir æða út í hvert fenið eftir annað í fljótfærni.
EN NÚNA SKORA ÉG Á ALLA BLOGGARA OG ÞÁ SEM NENNA AÐ LESA SIG Í GEGNUM ÞESSA BLOGGFÆRSLU AÐ KOMA MEÐ 2-3 GÓÐAR HUGMYNDIR HVER OG FYLLA INN Í EYÐURNAR ÞAR SEM UPP Á VANTAR.
!!! ÞAÐ ÞARF AÐ ÝTA Á RELOAD TIL AÐ ENDURHLAÐA INN SÍÐUNA, EN SÍÐAN ER Í STÖÐUGRI UPPFÆRSLU !!!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekki allt kolsvart á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.12.2008 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (114)
14.10.2008 | 09:49
HÉR ERU MYNDIR AF MILLJÖRÐUNUM SEM HURFU!

Skrítið að Íslenskum ofurfjarfestum skuli ekki hafa dottið í hug að gera meira af því að fara á þyrlunni til að kaupa sér eina með öllu. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/08/2/pages/kps08081537.html
Hér er "frekar" látlaust og íburðarlítið hús við Þingvallavatn. Það eru margir útrásavíkingarnir að byggja sér hallir víða um land. Gaman væri að vita hvað þeir ná að eyða miklum tíma á ári í þessum húsum sínum?

Dýrustu lóðir fyrir sumarhús er að finna við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að fljúga yfir svæðið við Sogið og Þrastalund á leið á Selfoss. Eins og sjá má, þá verða sumarbústaðir auðmanna sífellt stærri og stærri.

Sumarbústaður af stærri gerðinni. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sumarbústaðurinn á suðurströndinni við sjóinn á frekar óvenjulegum stað. Ætli einhver útgerðargreifinn eigi þennan bústað? Nóg er af bátunum.

En þetta er annars skemmtilegur og fjölskylduvænn staður að koma á, ólíkt með margt annað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi Íslendinga. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ætli eigi svo þennan litla sæta og netta sumarbústað hér? Ég efa að það þurfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið þó bakkabróðir sé.

Hér er einn sumarbústaður með ÖLLU og ekkert til sparað í óhófi. Lágkúra, óhóf, bruðl flottræfilsháttur ... spurning hvernig á að flokka svona óráðsíu? Hver er svo að borga brúsann þegar upp er staðið? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallaþjóðgarðurinn hefur löngum verið vinsæll og eftirsóttur staður. Fyrst að einn bróðirinn byggir stórt í Fljótshlíðinni, þá getur hinn ekki verið minni maður. Þar er að vísu ekki lækur sem þarf að fara yfir til að sækja vatnið, heldur var notuð þyrla sem hjólbörur í samfellt 3 daga sem flaug frá morgni til kvölds við jarðvegsflutninga.

Heyrst hefur að reglugerðir um hámarks stærð á húsum hafi fljótt fokið út í veður og vind, enda margbúið að blessa útrásarvíkingana í bak og fyrir, bæði af forsetanum og BB. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/07/10/pages/kps07088166.html
Byko veldið hefur náð að koma ár sinni vel fyrir borð eftir gríðarlegan uppvöxt á húsnæðismarkaði Íslendinga. Sagt er að á meðan Kárahnjúkavirkjun kostaði 100 milljarða, þá hafi uppbyggingin á stórreykjavíkursvæðinu kostað 350 milljarða.

En hér var allt fjarlægt til að hægt væri að reysa höll fyrir hinn skjótfengna auð. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá jarðir nokkura auðmanna sem hafa plantað litlu sætu sumarhúsunum sínum á vinsælum stað í Fljótshlíðinni. Hér hefur m.a. stjórnmálaforinginn BB komið sér vel fyrir innan um hóp auðmanna.

Það kemur sér vel að boðleiðirnar séu stuttar og eins og sjá má, þá er skattpeningum þjóðarinnar greinilega vel varið. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þekktir þingmenn eins og BB hafa heldur ekki farið varhluta af græðgisvæðingunni. Nú dugar ekki þingmönnum lengur lítil sumarhús til afnota til að senda kjósendum sínum stöðu mála af þingi og af ferðum sínum um heiminn á bloggi sínu lengur

Mig grunar nú að Dabbi kóngur búi nú ekki mjög langt í ekki minni sumarbústað en BB. Hver segir svo að þingstörf borgi sig ekki? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önnur aðferð er að kaupa sér sveitabæ á rólegum og notalegum stað eins og þessum hér sem er á Barðaströnd á Vestfjörðum eins og Össur hefur gert. Ekki dugar að vera með lítið sumarhús á einum stað á landinu heldur þarf eitt hús á hvert horn landsins og síðan er notast við snekkju til að sigla á milli staða.

Heyrst hefur að öflugt eftirlitskerfi sem er í beinni tengingu við internetið sé á mörgum af þessum stöðum og er því hægt að fara á netið hvar sem er í heiminum og sjá hvort að einhverjir óboðnir gestir eru nálægir. Eins og sjá má, þá hafa verið útbúnar tjarnir fyrir endurnar. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er von að margur Íslendingurinn gráti þessa dagana þá fáránlegu stöðu sem hann er komin í. Hér er svo annar fallegur sveitabær sem hefur fengið andlitslyftingu. Bærinn er rétt áður en komið er að Geysi í Haukadal.

Því miður hefur mörgum ef betri jörðum landsins verið breitt í óðal fjárglæframanna og er nú svo komið að ungt fólk getur ekki lengur orðið hafið búskap þar sem verð á jörðum hefur snarhækkað svo mikið. En í dag eru víða góð tún í órækt og notuð sem beitaland fyrir hross. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er þetta nú allt alslæmt, en Íslenskir arkitektar og iðnaðarmenn hafa fengið botnlausa vinnu við að hanna og smíða þessi hús og ekki má svo gleyma öllum peningunum sem streyma í ríkiskassann! Gæti hugsast að þetta hafi allt verið gert fyrir lánsfé sem Íslendingar eru svo að súpa seyðið af þessa dagana!

Sum hús taka sig vel út, fallegur arkitektúr eins og þetta hér sem er í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það svo á Íslandi að þú ert ekki að meika það nema að þeir sem eru í kringum þig haldi að þú sért að meika það og því er þessi umgjörð sem þetta fólk er að reyna að skapa sér alveg bráðnauðsynleg - Eða er það ekki?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Viðræður við Rússa hefjast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (148)
13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)