Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleirri nýjar leiðir í ferðaþjónustu

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Prestnhjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mjög góð hugmynd.

samkvæmt þessu er þá gert ráð fyrir að rúta keyri fólk inn í botn hvalfjarðar og þaðan komi jeppar og fari með fólki uppá kaldadal.  munu þá rúturnur taka á móti fólkinu ?.  eða munu jepparnir aka með fólkið á gullfoss og þar taka rútur við fólkinu??.

 þú segir að Gullhringurinn sé 240 km.  ég skil ekki alveg hvernig þí færð þá tölu út.  samkvæmt landakorti ef að tölurnar eru lagðar saman þá eru hringuinn 261 km.

og ef að keyrt er hann á rútu þá er hann alltaf um 300 km, og er þá miðað við frá hóteli og til baka á hótel.  sama á við um ef ekið er t.d frá skipi og til baka. 

reyndar er inní þessari 300 km tölu að aka þarf frá upphafsstað rútufyrirtækis.

Gísli Reynisson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Gísli,

Ég er með þægilegt GPS kortaforrit sem er mjög nákvæmt með fjarlægðir. Ég skal reyna að fara aftur yfir þessar tölur við fyrsta tækifæri. En kílómetrarnir eru fljótir að koma þegar þarf að vera einhver bæjarakstur líka.

En það eru ekki vegir á sumum af þessum leiðum eins og staðan er í dag og varð ég því að búa þá vegi til.

Líklega er best að mæla allar svona leiðir út frá "0" punkt Reykjavíkur sem má sjá á stéttinni fyrir utan Kaffi Reykjavík niður í miðbæ.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.7.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Upphaflega hugmyndin var að opna leiðina niður í Hvalfjörð frá Kaldadal og inn að Presthnjúkum og niður á línuveg við Hlöðufell fyrir 4x4 umferð. Ef vel reynist, þá mætti lagfæra vegina þannig að almenn umferð kæmist líka um þá. Þetta er allt hægt með góðri samvinnu á milli hagsmunaaðila sem sjá um rútuflutninga, 4x4 ferðir, vélsleðaferðir, skíðaferðir, hundasleðaferðir, flug og jafnvel þyrluflug, allt í sama pakkanum. Þetta væri bara spurning um gott skipulag hjá þeim sem að verkinu koma.

Það er t.d. fáránlegt að stórir 4x4 háfjallajeppar á 46 tommu dekkjum séu að aka á malbiki 90% af tímanum. Til að byrja með væri hægt að vera með 4x4 áætlun á milli Presthnjúka og Gullfoss og svo sæju rútur um að aka fólki að og frá þeim stöðum. En best væri að vera með upphækkaða heilsársvegi á þessum stöðum þannig að þessar leiðir væru opnar fyrir allri umferð. Samt sem áður er fullt af vegaspottum fyrir 4x4 umferð út frá þessum stofnleiðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.7.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband