Færsluflokkur: Spaugilegt
9.5.2009 | 18:54
SAGAN ER SÖNN - FULLUR ÍBJÖRN Á HVERAVÖLLUM!
Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn

Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum

Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég mátti til með að birta þessar myndir aftur í tilefni dagsins. Hér má svo sjá 2 aðrar færslur um svipað efni:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/572482
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/391088
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ísbjörninn blekking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.4.2009 | 19:57
ÞINGMENN ÞURFA MEIRA KYNLÍF TIL AÐ ÖRVA ÞINGSKÖP!
ÞINGMENN ÞURFA MEIRA KYNLÍF TIL AÐ ÖRVA ÞINGSKÖP!
Ef Þingheimur Alþingis Íslendinga hefði verið svona sprækur eins og þessi gamli maður hér, að þá væri þjóðin örugglega í betri málum í dag. Þess í stað er verið að rífast og karpa um hvort að það eigi að banna súludans hjá Geira i Goldfinger eða hvort einhver bóndi austur á fjörðum megi hafa hreindýrakálf í garðinum hjá sér.
http://uk.reuters.com/news/video?videoId=102037
En núna eru að koma kosningar og það grátlega við þær er að í raun er verið að kjósa 63 þingmenn ásamt fullt af aðstoðarmönnum í 109 daga sumarfrí!
Ég bara spyr, því þarf allan þennan fjölda af ráðherrum, þingmönnum, aðstoðarmönnum, ráðuneytum, sendiráðum og ríkisstofnunnum ... og síðast þegar ég vissi hátt í 800 nefndir til að stjórna 320 þúsund manna þjóðfélag?
Á eyjunni Fjóni (Fyn) í Danmörku býr svipaður fjöldi af fólki. Ég er ansi hræddur um að margir myndu reka upp stór augu ef þeir sæju annað eins bruðl og vitleysu þar eins og er látið viðgangast á Íslandi.
Ég er á því að þetta sé aðeins of mikill lúxus. Er ekki bara allt þetta lið á fullu í því að hossa hvert öðru.
Annars var ég á skemmtilegum kosningafundi í Jónshúsi í gær og voru þingmenn flestra flokka mættir á staðin. Þetta er í fyrsta skiptið sem að ég fer á svona fund og verð ég að segja að þetta hafi bara verið hin ágætasta skemmtun þegar upp var staðið. Fróðlegt væri að vita til hvers þarf svo að senda fullt af liði á Norðurlandaráð með tilheyrandi dagpeningum og hóteluppihaldi og að sjálfsögðu allur kostnaður greiddur að auki þó svo að lögin kveði á um annað! En fundur Norðurlandaráðs var víst í gangi sömu dagana í Köben.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ofbeldi og skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 13:49
STÚDENTAKORT VIRKA VEL Í EGYPTALANDI!
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
Luxor - Viðureignin við Hassan Hóteleiganda - Mannlífið í Lúxor 14. Feb. 2009 Laugardagur
Fróðlegt er að lesa þessi stóru og alvarlegu tíðindi hvað varðar kerfisbilun hjá HÍ varðandi skráningu á "Stúdentakortum".
Það minnir mig á skemmtilegan atburð sem átti sér stað í ferð í Egyptalandi núna fyrir stuttu. En hægt er að sjá m.a. nýlegt blogg um flug með loftbelg á umræddu svæði í 4 færslum hér í blogginu á undan.
Í ferðinni var einn áfangastaðurinn bær sem heitir Luxor og liggur hann við ánna Níl.
Hér er stigið út úr gamalli næturlest í bænum Luxor snemma að morgni eftir að hafa ekið með lestinni frá Kaíró í um 9 klukkustundir. En það hentar vel og í leiðinni sparast hótel í eina nótt.

Sleeper train from Cairo to Luxor. "A first class night train" 9 hours trip! First-class overnight train from Ramses Station in Cairo incl. breakfast and lunch. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það voru nokkur atriði sem stóðu sérstaklega upp úr í þessari ferð og voru minnisstæð.
Það fyrsta er maður sem er mikið kvennagull, Hassan að nafni. Hann er víst ekki mikið fyrir augað enda eineygður og minnti meira á sjóræningja og rekur hann Hótel Viagra (Venus). Hann er Egypti giftur japanskri konu. Það merkilega við þennan auðuga hóteleiganda er að á meðan konan hans býr í Japan að þá rekur hann hótel sitt í Egyptalandi.

Eins og sönnum múslima sæmir, að þá var hann minnisstæður fyrir margt eins og að þegar við heimsóttum karlinn eitt skiptið, að þá gengu tvær japanskar ofurskutlur út úr svefnherberginu hans. En Japanir eru víst þekktir fyrir ansi skrautlegt líf í svefnherberginu og það á greinilega við Egypta líka. Aðra stundina þurftum við svo að hlusta á hann með tárin í auganu um hversu slæmur hann væri og hvað hann syndgaði mikið og að hann ætti engan vegin skilið sína góðu eiginkona í Japan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En umræddur Hassan er með lítið hótel sem nýtur mikillar vinsældar og hann beitir öllum brögðum til að ná í nýja viðskiptavini. En einn af hans útsendurum beið á lestarstöðinni til að fanga nýja ferðamenn sem koma grænir með lestinni frá Cairo á hverjum degi. Við urðum auðvita eitt af hans fórnarlömbum.

En þannig var að við höfðum óskað eftir því að það yrði náð í okkur á lestarstöðina frá hótelinu sem að við skráðum okkur á í gegnum netið (Hótel Bob Marley - Hotel Sherif). Við spurðum til vegar og hvort að umræddur útsendari væri að bíða eftir okkur og hann svaraði auðvita "já" en í stað þess að aka okkur á Hótel Bob Marley (Hotel Sherif), að þá var farið með okkur beinustu leið á Hótel Venus! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frá fyrstu mínútu var byrjað á að reyna að selja okkur alskyns pakka og ferðir og auðvita allt á uppsprengdu verði. En eins og gefur að skilja, að þá höfðum við lítinn verðsamanburð. Það var bókstaflega stjanað við okkur í einu og öllu og vorum við með einkabílstjóra í boði Hassan sem sá fyrir öllum okkar þörfum. Við féllumst að lokum á að kaupa af umræddum Hassan flug með loftbelg næsta dag fyrir 350 pund á mann ásamt því að fara í hálfs dags ferð yfir í Valley of Kings.
En áður vildi Hassan í sinni góðmennsku að við myndum útbúa "Teacher og Student Card" eða Kennara- og Stúdentakort til að fá aðgang inn á öll söfnin á hálfvirði!

En til að svo mætti verða, að þá þurfti að fara í passamyndatöku með tilheyrandi veseni. En það munar umtalsverðu í ferð til Egyptalands að hafa slíkan passa við höndina enda er ca. helmingur af "öllum" ferðakostnaði í Egyptalandi aðgangseyrir! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá starfsmann útbúa "stúdentakort" snarlega og virðist þetta vera mjög algeng þjónusta sem að veitt er ferðamönnum og margir nýta sér. Á eftir var ég svo orðin Prófessor Sigurdsson in Archeology og Heng Student ... :)

Eftir allar þessar sviptingar, að þá reyndi Hassan að fá okkur færð af ódýra hótelinu yfir á sitt, en konan mín lét sér ekki segjast og sagðist treysta umræddum Hassan svona rétt mátulega. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum vorum við keyrð yfir á upprunalega hótelið og mátti greinilega sjá að Hassan var ekki alveg sáttur við sitt hlutskipti í baráttunni við konuna mína. Við áttum síðan ágætt spjall við hóteleigandann á Hóteli Bob Marley og taldi hann það vera lítið mál að eiga við Hassan og sagðist geta útvegað okkur ferðina með lofbelgi fyrir 250 egypsk pund! Seinna kom í ljós að það var skollið á stríð milli þessa tveggja hóteleiganda um mig og konuna og að sjálfsögðu nutum við góðs af því í verulega lækkuðum verðum. Um kvöldið vildi konan fara til Hassan og heimta að fá endurgreitt fyrir loftbelgsferðina og kom þá í ljós að hinn hóteleigandinn var mættur á staðin og þeir greinilega góðir vinir. Hassan átti von á okkur og var komin með mótleik og bauð nú loftbelgsferðina á 200 pund á mann sem að við samþykktum ásamt fínum veitingum og skemmtilegu spjalli þá um kvöldið. En Hassan varð að viðurkenna að hann hefði aldrei lent í konu sem væri svona erfið í viðskiptum eins og konan mín! Hassan hafði fengið sér aðeins í tánna þetta kvöldið og varð því óvenju lausmáll og voru það ótrúlegar sögur sem fengu að flakka þetta kvöldið. En velsæmisins vegna læt ég þær sögur kjurt liggja að sinni (svona að hætti Davíð Oddsonar til betri tíma). En eitt vorum við þó sammála um, en það er að japanskar og kínverskar konur væru alveg sér á báti :)
Lífsspeki Hassans var ótrúleg og var þar greinilega reyndur og klár maður á ferð. Hann gagnrýndi egypskt kerfið og sá ég að margt sem hann benti á mætti yfirfæra yfir á Ísland þessa dagana. Hann talaði um hvernig embættismenn eins og tollarar snéru við öllum hans farangri þegar hann kæmi reglulega frá Japan og kallaði hann það helv. öfund í sinn eigin garð frá sínum samlöndum.
Hassan lét egypska karlmenn fá það óþvegið og byggði sína lífskoðun að sjálfsögðu á því að hann hafði ferðast víða um heim og séð hvernig aðrar þjóðir lifa. Það sama gilti um hinn hóteleigandann sem var ungur af árum og tjáði okkur að hann væri ný komin með visa til USA og væri að flytja þangað til Ameríska kærustu.
En ég held að Hassan sé einmitt málið fyrir þjóð eins og Egypta, hann lætur ekki berast með straumnum og er harður í að gagnrýna kerfið, en það er eitthvað sem veitir ekki af í Egyptalandi.
Það merkilega við þessa ferð er að allir vildu Egyptarnir fá að kaupa konuna mína. Enda eiga egypskir karlmenn því ekki að venjast að konur séu að standa uppi í hárinu á þeim í harðri samningagerð. Fyrir mig var þetta alveg sérstaklega skemmtileg upplifun að fylgjast með öllu þessu sjónarspili úr fjarlægð þar sem íslömsk og kínversk menning tókust á. Oftar en ekki komu þeir svo vælandi til mín eftir að hafa gefist upp á að semja við þessa erfiðu konu. En þá passaði ég mig á því jafnan að benda alltaf á hana og að ég væri alslaus og konan sæi um peningamálin.
En svo er það annað mál hvort að þessi kort sem greinin fjallaði um voru notuð í ferðinni eða ekki. Ég vil benda fátækum námsmönnum, kennurum og öðrum Íslendingum á að þetta getur verið ágætt mótvægi við allt það peningaplokk sem annars er látið viðgangast í þessu landi :)

Blogg um flugið sem Hassan útvegaði má svo sjá hér:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
![]() |
Þúsundum vísað úr HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.10.2008 | 09:49
HÉR ERU MYNDIR AF MILLJÖRÐUNUM SEM HURFU!

Skrítið að Íslenskum ofurfjarfestum skuli ekki hafa dottið í hug að gera meira af því að fara á þyrlunni til að kaupa sér eina með öllu. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/08/2/pages/kps08081537.html
Hér er "frekar" látlaust og íburðarlítið hús við Þingvallavatn. Það eru margir útrásavíkingarnir að byggja sér hallir víða um land. Gaman væri að vita hvað þeir ná að eyða miklum tíma á ári í þessum húsum sínum?

Dýrustu lóðir fyrir sumarhús er að finna við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að fljúga yfir svæðið við Sogið og Þrastalund á leið á Selfoss. Eins og sjá má, þá verða sumarbústaðir auðmanna sífellt stærri og stærri.

Sumarbústaður af stærri gerðinni. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sumarbústaðurinn á suðurströndinni við sjóinn á frekar óvenjulegum stað. Ætli einhver útgerðargreifinn eigi þennan bústað? Nóg er af bátunum.

En þetta er annars skemmtilegur og fjölskylduvænn staður að koma á, ólíkt með margt annað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi Íslendinga. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ætli eigi svo þennan litla sæta og netta sumarbústað hér? Ég efa að það þurfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið þó bakkabróðir sé.

Hér er einn sumarbústaður með ÖLLU og ekkert til sparað í óhófi. Lágkúra, óhóf, bruðl flottræfilsháttur ... spurning hvernig á að flokka svona óráðsíu? Hver er svo að borga brúsann þegar upp er staðið? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallaþjóðgarðurinn hefur löngum verið vinsæll og eftirsóttur staður. Fyrst að einn bróðirinn byggir stórt í Fljótshlíðinni, þá getur hinn ekki verið minni maður. Þar er að vísu ekki lækur sem þarf að fara yfir til að sækja vatnið, heldur var notuð þyrla sem hjólbörur í samfellt 3 daga sem flaug frá morgni til kvölds við jarðvegsflutninga.

Heyrst hefur að reglugerðir um hámarks stærð á húsum hafi fljótt fokið út í veður og vind, enda margbúið að blessa útrásarvíkingana í bak og fyrir, bæði af forsetanum og BB. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/07/10/pages/kps07088166.html
Byko veldið hefur náð að koma ár sinni vel fyrir borð eftir gríðarlegan uppvöxt á húsnæðismarkaði Íslendinga. Sagt er að á meðan Kárahnjúkavirkjun kostaði 100 milljarða, þá hafi uppbyggingin á stórreykjavíkursvæðinu kostað 350 milljarða.

En hér var allt fjarlægt til að hægt væri að reysa höll fyrir hinn skjótfengna auð. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá jarðir nokkura auðmanna sem hafa plantað litlu sætu sumarhúsunum sínum á vinsælum stað í Fljótshlíðinni. Hér hefur m.a. stjórnmálaforinginn BB komið sér vel fyrir innan um hóp auðmanna.

Það kemur sér vel að boðleiðirnar séu stuttar og eins og sjá má, þá er skattpeningum þjóðarinnar greinilega vel varið. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þekktir þingmenn eins og BB hafa heldur ekki farið varhluta af græðgisvæðingunni. Nú dugar ekki þingmönnum lengur lítil sumarhús til afnota til að senda kjósendum sínum stöðu mála af þingi og af ferðum sínum um heiminn á bloggi sínu lengur

Mig grunar nú að Dabbi kóngur búi nú ekki mjög langt í ekki minni sumarbústað en BB. Hver segir svo að þingstörf borgi sig ekki? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önnur aðferð er að kaupa sér sveitabæ á rólegum og notalegum stað eins og þessum hér sem er á Barðaströnd á Vestfjörðum eins og Össur hefur gert. Ekki dugar að vera með lítið sumarhús á einum stað á landinu heldur þarf eitt hús á hvert horn landsins og síðan er notast við snekkju til að sigla á milli staða.

Heyrst hefur að öflugt eftirlitskerfi sem er í beinni tengingu við internetið sé á mörgum af þessum stöðum og er því hægt að fara á netið hvar sem er í heiminum og sjá hvort að einhverjir óboðnir gestir eru nálægir. Eins og sjá má, þá hafa verið útbúnar tjarnir fyrir endurnar. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er von að margur Íslendingurinn gráti þessa dagana þá fáránlegu stöðu sem hann er komin í. Hér er svo annar fallegur sveitabær sem hefur fengið andlitslyftingu. Bærinn er rétt áður en komið er að Geysi í Haukadal.

Því miður hefur mörgum ef betri jörðum landsins verið breitt í óðal fjárglæframanna og er nú svo komið að ungt fólk getur ekki lengur orðið hafið búskap þar sem verð á jörðum hefur snarhækkað svo mikið. En í dag eru víða góð tún í órækt og notuð sem beitaland fyrir hross. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er þetta nú allt alslæmt, en Íslenskir arkitektar og iðnaðarmenn hafa fengið botnlausa vinnu við að hanna og smíða þessi hús og ekki má svo gleyma öllum peningunum sem streyma í ríkiskassann! Gæti hugsast að þetta hafi allt verið gert fyrir lánsfé sem Íslendingar eru svo að súpa seyðið af þessa dagana!

Sum hús taka sig vel út, fallegur arkitektúr eins og þetta hér sem er í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það svo á Íslandi að þú ert ekki að meika það nema að þeir sem eru í kringum þig haldi að þú sért að meika það og því er þessi umgjörð sem þetta fólk er að reyna að skapa sér alveg bráðnauðsynleg - Eða er það ekki?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Viðræður við Rússa hefjast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (148)
13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 09:53
NÝJU FÖTIN KEISARANS
Nú er vinsælt að koma með bækur til að gera upp spillingarmál af ýmsu tagi á Íslandi. Eftir einhvern ár, þá verður líklega hægt að næla sér í eintak af þessari bók. Bókin yrði líklega hin fróðlegasta lesning um Íslenskt samfélag eins og það er í dag.
Eins og sjá má, þá hefur Davíð náð að safna í kringum sig góðri og öflugri fylkingu af "Já"-liði og er jafnvel talað um náhirð í því sambandi.
Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Nýju fötin keisarans, Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. minni á tónleika með Bubba Morteins sem verður við Austurvöll fyrir framan Alþingishúsið klukkan 12:00 þann 8. október vegna efnahagsástandsins.
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 10.10.2008 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2008 | 15:26
HVOR ER MEIRI JÓKER DAVÍÐ EÐA GEIR

Smellið á félagana til að kynna ykkur málið nánar
Kjartan WWW.PHOTO.IS
![]() |
Krefjast þess að Davíð víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 11:19
MYNDIN FRÆGA - HÉR ERU RÁÐAMENNIRNIR
Stjórnmál snúast um völd. Vaxtastefna (valdastefna) Davíðs og Seðlabankans er að skila sér. Hvað er þægilegra en að láta Ríkið yfirtaka bankann og láta svo réttu aðilana stjórna bankanum.
Hvaða samkeppnisaðilar eru stærstu viðskiptavinir Glitnis?
Ég segi bara eins og gamla kerlingin "Svona á að fara að þessu strákar".
Við nánari skoðun á hinni frægu ljósmynd, þá hefur komið í ljós að það voru fleiri í bílnum, en með hjálp nútíma tækni þá komu þessir herramenn líka í ljós. Einnig fréttist af miklum óhljóðum úr skottinu á bílnum og vildu sumir meina að þar væri sjálfur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra niður komin!
Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kjartan Gunnarsson í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Ég heyrði að Össuri hefði verið troðið í skottið á bílnum því hann hefði verið svo óþekkur. Að vísu var pínu erfitt að loka skottinu en það hafðist þó að lokum þegar félagarnir tóku sig saman, allir sem einn og settust á skottlokið. Það er greinilega ýmislegt hægt þegar viljinn er fyrir hendi (Umrædd notkun á myndinni var veitt með góðfúslegu leifi Róberts Reynissonar stjörnuljósmyndara m.m.)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.9.2008 | 05:14
MYNDIN AF ÞEIM FÉLÖGUM SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF
Það virðist þurfa eitthvað mikið til að stjórnvöld vakni af þessum þyrnirósasvefni og nenni að fara að gera eitthvað. Við skulum vona að það sé ekki orðið um seinan.
En myndin af tveimur valdamestu mönnum þjóðarinnar segir margt. Vonandi er loksins komið eitthvað sem getur sameinað það fólk sem situr inn á hinu háa Alþingi Íslendinga annað en eftirlaunafrumvarp, aðstoðarmenn og löng og þægileg sumarfrí.
Síðast sást til Dadda og Geira með skottið á milli lappana á leið í langt frí og er óhætt að segja að þeir hafi litið vægast sagt flóttalega út til augnanna.

Dabbi og Geir á ofsa keyrslu á leið út á flugvöll þar sem einkaþota beið þeirra (smellið á mynd til að sjá fleiri skemmtilegar myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2008 | 14:04
GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR

Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér

Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra

Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þjóðverjar sækja í galdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |