LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-I 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Það vill svo til að ég og konan erum ný komin úr ferð frá Egyptalandi. Þó að það sé mikið til af spilltum stjórnmálamönnum (eins og þeir sem verið er að ræða um í fréttinni), að þá er margt þar merkilegt að sjá fyrir ferðamenn.

Upphaf þessa bloggs er að ég las fyrir stuttu skemmtilega sögu frá Ómari Ragnarssyni um hrakfarir hans í sínu fyrsta flugi með loftbelg.

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

Sagan Ómars rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var boðið í slíkt flug í Egypska bænum Lúxor fyrir stuttu af eineygðum og vægast sagt sérkennilegum hótelhaldara, Hassan að nafni (hægt að skrifa heila bók um karlinn).

Upphaflega átti ferðin að kosta 350 egypsk pund, en eftir skemmtilega rimmu við tvo hóteleigendur sem voru að bítast um okkur, að þá fengum við ferðina lækkaða niður í 200 egypsk pund á mann og umræddur Hassan endurgreiddi konunni minni 300 pund til baka þá um kvöldið og í kjölfarið grét hann stórum krókódílatárum og hélt mikla ræðu um hvað hann væri slæmur maður. En kvöldið var hin ágætasta skemmtun og verður lengi í minnum haft.

Loftbelgurinn átti að fljúga snemma næsta morgun yfir hluta af bænum Luxor sem liggur ofarlega upp með Nílarfljóti yfir á svæði sem oft er nefnt "staður hinna dauðu"! (þar sem sólin sest, vestan við ánna). Austan megin við ánna er svo bærinn Luxor (staður hinna lifandi þar sem sólin kemur upp).

Við þurftum að vakna kl. 5:00 og vera mætt á hótel Venus fyrir kl. 5:30 (Hótel Venus sem Hassan á sem að ég kalla oft Hótel Viagra). Þegar við komum niður í anddyrið á hótelinu okkar (Hótel Bob Marley House Hostel), að þá lágu þar 4 sofandi manneskjur. Ekki vildum við vekja neinn svo að við læddumst út á götu til að finna leigubíl (10 egypsk pund). Við komum tímalega á Hótel Venus þar sem rútubíll ók okkur svo áfram um borð í bát sem beið eftir okkur. Í bátnum var uppábúið borð með te og kaffi ásamt meðlæti sem gestir fengu á meðan siglt var með hópinn yfir ánna Níl. Í okkar hóp voru að mestu þjóðverjar frá skemmtiferðarskipi sem siglir reglulega með stóra hópa upp og niður Níl.

At 5:30 in the morning. A boat trip over Nile river to west bank at town Luxor in Egypt. On way to an Adventure Hot Air Balloon trip. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hinu megin við ánna biðu svo litlar rútur eftir okkur sem keyrðu á mikilli ferð með okkur í átt að fjöllunum (Valley of the Kings and Valley of the Queens) þar sem um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) eru ásamt nokkrum þekktum hofum. Ekið var að stóru bílaplani þar sem verið var að gera risastóran loftbelg kláran til flugs.

Loftbelgurinn lá á hliðinni og sáu fjórir stórir gasbrennarar um að hita upp loftið inn í belgnum. Byrjað var á því að fara yfir öryggisatriði varðandi flugtak og lendingu ásamt því að finna út þyngd á farþegum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er belgurinn búinn að lyfta sér upp og að verða klár. Það þarf mikið af fólki til að halda svona útgerð gangandi eins og sjá má á myndunnum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fljótlega varð loftbelgurinn klár og um 20 manna hópur kom sér fyrir í stórri körfunni. Flugtakið tókst vonum framar og liðum við í hægum morgunvindinum rólega upp í loftið á meðan flugmaðurinn hitaði loftið í belgnum.

Soon the Air Balloon trip could start when the air was getting hot enough to lift up those 20 people. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er svo loftbelgurinn komin á loft og eins og sjá má, þá eru fjöldi starfsmanna sem veifa

Hot air balloon flying is one of the oldest successful human-carrying flight technology. Around 20 people in the balloon basket. Total around 2 ton incl. basket! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er mynd sem að ég tók af einu frægasta hofi Egypta Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. Hofið er gert fyrir konu. Árið 1997 voru 58 ferðamenn og 4 Egyptar drepnir af öfgafullum trúmönnum. Drápin höfðu mjög slæm áhrif á ferðaþjónustu Egypta í mörg ár á eftir.

Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. In 1997, 58 tourists and 4 Egyptians where killed in this place. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hægt er að lesa meira um þetta fræga hof hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Deir_el-Bahri

Við vorum greinilega ekki þau einu sem voru að fara snemma í loftið á loftbelg þennan morgunninn. Hér má sjá 9 loftbelgi taka í loftið á sama tíma. Líklega hafa verið um ca. 20 loftbelgir sem tóku í loftið þennan morguninn.

Luxor is one of the most popular tourist place in Egypt. Nowadays it is very save to fly with an air ballon. Luxor area is probably one of the best you can find to make a save balloon flying. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við flugum í aflíðandi boga yfir nokkur hof og svo þorpið í átt að ánni Níl og síðan upp með ánni að vestan verðu. Sólin var að koma upp og greinilegt að fólkið í þorpinu var að vakna til lífsins. Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum. _

Í landi sem aldrei rignir, þá þarf varla að hafa áhyggjur af því að setja þak á húsið. En eins og sjá má á mörgum myndum, að þá er venja að ein hæð sé ókláruð á hverju húsi fyrir næsta fjölskyldumeðlim.

In country where you never get rain you have no need for roof. In muslim country you have always on floor ready for new family member. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér þarf líklega einn að taka aðeins til hjá sér. Það er ekki bara á Ísland sem hægt er að finna einhvern bónda sem nennir ekki að taka til mikið heima hjá sér.

One messy place. House on the west bank close to Luxor town. Picture taken from a hot air ballon tour. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég tók eitthvað um 400 myndir í þessari flugferð. Verð því að reyna að dreifa þessu myndabloggi á 2-3 blogg til að reyna að gera því góð skil

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.
mbl.is Eitt umtalaðasta dómsmál Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir


Fá ekki farþegar einhver fyrirmæli t.d. að tæma blöðrurnar,varla eru klósett um borð. Gott að ferðast svona með myndavélinni þinni vinur.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2009 kl. 06:53

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flugið tekur ekki svo langan tíma. En líklega eru þeir með flösku og annan búnað um borð til að taka á slíkum vandamálum. Ég var svo upptekin við að taka myndir af undirbúningnum að ég fékk ekki tíma til að hlusta á það sem flugmaðurinn hafði að segja hópnum í upphafi ferðarinnar. Þó náði ég því að fólk á að vera með bogin hné í lendingu, þ.e. ef hún skildi vera harkaleg.

Þetta er víst nútíma ferðamáti að ferðast í myndum á netinu. Internetið er að verða sífellt stærri hluti af okkar lífi og það stefnir í að við sækjum orðið flesta okkar þekkingu þangað.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.2.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband