EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-III 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Hér er verið að flytja sykurreyr. En Egyptaland er mikið landbúnaðarland þar sem mikið er ræktað af sykurreyr og sykurrófum meðfram öllu Nílarfljóti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloons over Sugar Cane, Egypt. Egyptians love sugar, and one of the things we saw them consuming quite frequently was fresh-squeezed sugar cane. Egypt ranks second following South Africa in sugar production among African. Sugar industry in Egypt started back in the year 710. The total production of sugar in Egypt in 2007–2008 is 1,582 million tonnes and the consumption is 2,485 million tonnes. (to view gallery: click image)




Fjöldi starfsmanna fylgir loftbelgnum eftir á litlum pallbíl. Einnig eru 2 litlir rútubílar ekki langt undan sem fylgja hópnum einnig eftir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Some balloons require a lot of people to operate. The air balloon team is following on 3 cars. 2 for picking up the tourist and one to take care of the balloon and the basket. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Tvær litlar rútur fylgdu einnig loftbelgnum til að ná í farþeganna í lok ferðarinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Two Minibus to pick up the customers and drive them back to the hotel. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Oft mátti sjá hvar verið var að brenna gömlum plöntuleyfum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old plants and trees need to be burnt to give space for new plants. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér eru nokkrir hvítir fuglar búnir að koma sér fyrir á greinum pálmatrés og nóta þess þegar morgunsólin kemur upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Birds and palm trees. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Skepnur og önnur húsdýr þurfa sinn mat eins og aðrir. Hér má sjá konu sem er að sinna gegningum snemma að morgni. Ég tók eftir því að oft er ekki mikið um girðingar, heldur er band sett utan um löppina á dýrinu þannig að það getur aðeins hreift sig takmarkað um svæðið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Village Women Giving Alms to the Cow. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér "smæla" (brosa) þrjár fallegar Egypskar blómarósir framan í loftbelgsfaranna. Gaman að skoða öll smáatriðin í myndinni. Ofn til að baka og svo öll áhöldin sem liggja eins og hráviður út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Three young women with smiling faces to the photographer. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Nú fer að líða að því að hópurinn komi inn til lendingar. Hér er karfan þegar farin að sleikja toppanna á sykurreyrnum sem mikið er af í Egyptalandi. Stefnan er sett á lítið svæði rétt hjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now it is time to landing after a successful flying with Hot Air Balloon just over the roofs of small town on the opposite site of Nile river close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Aðstoðarmenn koma hlaupandi til að taka á móti. En mikilvægt er að stoppa loftbelginn sem fyrst svo að karfan dragist ekki eftir jörðinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloon team came running to help for a save landing and keep the balloon in place. (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Grænn gróður,sykurreyr,rignir aldrei.eða misskyldi ég hér fyrr,bara fróðleiksfús góði.

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nei Helga þú misskildir ekki neitt.

Græni gróðurinn (að ofan er grænn) eins og sjá má á þessari mynd hér úr sömu seríu. Sykur er hægt að fá úr ýmsum plöntum og er sykurreyr ein af þeim.

Stofninn er ekki ósvipaður bambus. En miðjan er fyllt með safaríkum kjarna og er gríðarlega vinnsælt að kreysta safan úr stofninum í þar til gerðri rúllupressu (Sugar cane Juice Extractor). En plöntunni er rennt á milli tveggja kefla og kreistist þá sykraður safinn grænn á lit úr plöntunni. Þetta er mjög vinnsæll drykkur í Egyptalandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ástæðan fyrir því að Egyptar geta framleitt þessa safaríku plöntu, er sú að þeir hafa risa fljót sem heitir Níl. Hún er eins og lífæð í gegnum þetta auðna land. Á bökkum árinnar og út frá ánni hefur verið sett upp gríðarlega öflugt áveitukerfi þar sem framleitt er mikið magn af plöntum og ávöxtum. En eins og áður er sagt í blogginu hjá mér, að þá rignir nánast aldrei í Egyptalandi.

Á myndinni má sjá dælu sem dælir upp vatni inn á akranna og það svæði sem verið er að rækta upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.3.2009 kl. 06:06

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Já svona er heimurinn,Bello e vario(fallegur og fjölbreittur)

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband