Færsluflokkur: Umhverfismál

BRUNINN Í GRIKKLANDI 2007 - MYNDIR

BRUNINN Í GRIKKLANDI 2007 - MYNDIR

Ég var á ferðalagi í Grikklandi í janúar 2008 þegar m.a. jarðskjálfti uppá Mw6.2 að stærð reið yfir landið. Í þeirri ferð var ekið í gegnum svæði sem hafði lent í bruna skömmu áður. En í lok ágúst 2007, þá brunnu stórir skógar á svæði sem nefnist Peloponnese í Grikklandi. Þessi bruni er talin vera einn sá mesti skaði eða nattúruhamfarir sem gríska þjóð hefur lent í á sögulegum nútíma. Talið er að 84 hafi látist í þessum hamförum.

Hér gengur kona með staf eftir þjóðveginum í fylki sem heitir Taverna í Grikklandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Skyndilega komum við inn á svæði sem hafði greinilega orðið skógareldi að bráð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og sjá má á þessum myndum, að þá hafa eldarnir skilið eftir sig sviðna jörð og brunnin tré út um allt (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Í svona bruna, brennur allt sem brunnið getur og eyðileggingin getur orðið gríðarleg. Hér eru raflagnir og símalínur brunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og sjá má á þessu skilti, þá hefur það farið mjög illa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Annars er ein af mínum úppáhaldsmyndum úr þessari ferð af þessum bónda sem hér stendur með geitina sína í bandi úti í vegkanntinum. Hann virtist nú ekki vera alveg ánægður með að láta mynda sig þar sem hann stendur og er að passa upp á geitina sína. Ef vel er skoðað, þá má sjá að tréin eru brunninn sem eru fyrir aftann bóndann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from Greece, Greek forest fires summer 2007 in Peloponnese, Euboea. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson






Eftir þessa ótrúlegu ferð til Grikklands, þá útbjó ég myndband sem sett var inn á Youtube. Þar má hlusta á hið fræga lag úr myndinni ZORBA THE GREEK - Teach me dance þar sem Gríski leikarinn Anthony Quinn gerði garðinn frægann með leik sínum.

 

Zorba the Greek is a novel written by the Greek author Nikos Kazantzakis

http://www.youtube.com/watch?v=a26vV4HO2dk

Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar

2007 Greek forest fires In late August 2007, large parts of Peloponnese suffered from wildfires, which caused severe damage in villages, forests and the death of more than 60 people. The impact of the fires to the environment and economy of the region are still unknown. It is thought to be the largest environmental disaster in modern Greek history.

The 2007 Greek forest fires were a series of massive forest fires that broke out in several areas across Greece throughout the summer of 2007. The most destructive and lethal infernos broke out on August 23, expanded rapidly and raged out of control until August 27, until they were put out in early September. The fires mainly affected western and southern Peloponnese as well as southern Euboea. The death toll in August alone stood at 67 people. In total 84 people lost their lives because of the fires, including several fire fighters. Some of these firestorms are believed to be the result of arson while others were indeed the result of mere negligence. Hot temperatures, that included three consecutive heat waves of over 40 °C (105 °F),[9] and severe drought rendered the 2007 summer unprecedented in modern Greek history. From the end of June to early September, over 3,000 forest fires were recorded across the nation. Nine more people were killed in blazes in June and July. A total of 2,700 square kilometers (670,000 acres) of forest, olive groves and farmland were destroyed in the fires, which was the worst fire season on record in the past 50 years. Of the total of 2,700 km², 1,500 km² (370,000 acres) were burnt forests in Southern Greece alone. Many buildings were also destroyed in the blaze. The fire destroyed 1,000 houses and 1,100 other buildings, and damaging hundreds more.

Eftir að hafa ekið um þetta svæði, þá lá leiðin til Temple of Apollo Epicurius at Bassae, Megalopoli Power Plant og Ancient Epidaurus - Sanctuary of Asklepios.

Annars tók ég um 3000 myndir í Grikklandi áramótin 2007-2008 í umræddri ferð og mun ég reyna að birta eitthvað af þessum myndum hér á blogginu þegar tækifæri gefst til. Enski textinn með myndunum er frá wikipedia þar sem hægt er að fræðast nánar um þessi fyrirbæri sem myndirnar sýna.

Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þúsundir flýja skógarelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ - Myndir

FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ - Myndir

Hér er Ómar Ragnarsson að fjalla um fossinn Dynk og og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá á blogginu sínu http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/934682/

Þar segir Ómar "Landsvirkjun er aftur komin á fulla ferð við þá fyrirætlan sína að drepa endanlega flottasta stórfoss Íslands"

Það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga upp með Þjórsá og tók þá þessar myndir:

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Rétt vestan við er þessi fallegi foss sem mun einnig hverfa ef sett verður uppistöðulón í ánna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall vest of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá aftur litla fossinn sem er rétt hjá Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall close to Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Rétt fyrir ofan þessa tvo fossa er svo þetta fallega gljúfur, sem er myndað af sorfnu bergi, efst í þessu gljúfri glittir í einn af fallegri fossum landsins, Dynk eða Búðarhálsfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of canyon where Dynkur and Gljúfurleitarfoss waterfall are in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fossinn Dynkur í Þjórsá er tilkomumikill foss eins og sjá má á þessari mynd hér. Á þessari mynd er lítið vatn í ánni en fossinn breytist mikið þegar mikið vatn er í ánni og breiðir þá úr sér yfir þessar fallegu klettamyndanir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og sést vel á myndinni, þá eru margir minni fossar í Dynk. Dynkur er um 38 m hár, í Þjórsá, suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Áin fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Eru þar fögur form en mestu skiptir þó að furðulega fagrir og margbreytilegir regnbogar verða til í fossum þessum svo að mest líkist litagosi yfir fossinum þegar sól skín á hann. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er horft ofan á fossinn Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fyrir ofan fossinn Dynk í Þjórsá er viðkvæmt gróðursvæði sem heitir Þjórsárver sem er við rætur Hofsjökuls. Þar er einnig að finna fjallið Arnarfell sem er þekkt fyrir mikla gróðursæld, enda svæðið umgirt jöklum og ám svo skepnur og aðrir grasbítar komast ekki inn á svæðið. Þar er m.a. að finna eitt stærsta uppvaxtarsvæði heiðagæsa í heiminum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Hringiða við Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjástykki - Krafla - Leirhnjúkur. Myndband

 Hér má sjá myndband sem að ég var að útbúa um svæðið í kringum Leirhnjúk, Kröflu og Gjástykki

 

Hér má skoða sama myndband í HD gæðum og með hljóði

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1196250819160

Er enn að vinna í hljóðinu og væri fínt að fá tillögu að fallegu lagi fyrir þetta ljúfa myndband. 

Hugmyndir hafa verið uppi um að útbúa eldfjallagarð á svæðinu sem að gæti verið flott hugmynd.

 Var annars að ljúka ferð með einum þekktum eldfjallasérfræðingi þegar þessar myndir voru teknar.

 

Kjartan

www.photo.is


mbl.is Landvernd vill friða Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott veður í Jökulsárlóni - Myndband

Þó að það sé nóg af ís í Breiðamerkurlóni eða Jökulsárlóni fyrir stuttu, að þá var hitinn nægur til að taka þennan myndbút. Mikið hefur rignt á svæðinu í sumar og var að heyra að sólardagar á Hofi þar rétt hjá hefðu ekki verið fleiri en 10 talsins í sumar.

Að vísu er veðurkerfið mjög flókið í kringum Öræfajökul enda hæsta fjall landsins. Á meðan það rignir austan megin við Öræfajökul, að þá getur verið sól hinu megin og öfugt. Ég heyrði að það hefði þurft að útbúa sérstakt reiknilíkan í mikilli upplausn  fyrir fjallið svo hægt væri að spá betur í veðrið sem þar ríkir.

 

 

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY


Hér má svo sjá fleiri samsvarandi myndbúta:

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Miðsumarhret í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss!

Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss
Ég var á ferð með hóp af erlendum ljósmyndurum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Náði ég þá þessu skemmtilega skoti af manni í hjólastól fyrir framan Seljalandsfoss. Ég átti stutt spjall við manninn sem var frá Noregi og kom þá í ljós að hann var lærður ljósmyndari en vann núna hjá norsku hafrannsóknarstofnunninni.

A Photographer from Norway on trip around Iceland in of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Ég hafði tekið eftir honum á ferð stuttu áður við Skógarfoss og var fróðlegt að fylgjast með norðmanninum þar sem hann var að klöngrast yfir íslenskt urð og grjót á hjólastól. Hér má svo sjá panorama mynd þar sem vel má sjá stærðarhlutföllinn.

Panoramic picture of Seljalandsfoss with a Norwegian photographer traveling around Iceland in a of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband