Færsluflokkur: Vefurinn

FJÖLSKYLDUMÁL ERU LÍKA FLÓKIN - DÆTUR HAFA ÓTRÚLEG VÖLD!

Hér er gott dæmi um þau ótrúlegu völd sem dætur hafa á pöbbum sínum ... Ég var neyddur til að setja inn þessa aug... á bloggið mitt! Hef ég eitthvað val?

Snyrtistofa Dögg - Kristín Dögg Kjartansdóttir (smellið á mynd til að komast á heimasíðu Kristínar)


En annars er þetta ekki svo slæm auglýsing :)


mbl.is Flókið borvélamál
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Spurning um að fara að blogga aftur?

Ég tók mér smá blogg hlé í 2-3 mánuði. Mig er farið að kitla í puttanna aftur, enda af nógu af taka til að blogga um.

Ég á mér mörg áhugamál og spurning hvort að það sem að ég er að vinna í þessa dagana getur orðið eitthvað stórt - hver veit. Ef svo verður, þá mun ég hafa lítið annað að gera næstu árin en að sinna því sem var upphaflega aðeins áhugamál.

Kem með nánari upplýsingar á næstu dögum.

Kjartan

p.s. þetta heitir að byggja upp spennu :)


mbl.is Áhugamálið orðið að aðalstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfluvirkjun - myndir og kort

Við Kröflu er gífurleg orka falin í jörðu og sem dæmi um slíkt, þá má sjá þennan risastóra sprengigíg.

En sprengigígurinn Víti liggur í hlíðum Kröflu og myndaðist í sprengigosi í upphafi Mývatnselda 1724-1729

Víti í hlíðum Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984

Leirhnjúkur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir og sem dæmi, þá er þegar búið að gefa leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu við Hellisheiði. En hver hola er að gefa um 5 megavött og er stefnt að því að tífalda þessa orku með því að bora núna enn dýpra. Eða í stað um 2000 metra djúpar holur þá er stefnt að 4-5.000 metra djúpum holum.

Borholur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá virkjunina sjálfa við Kröflu

Kröfluvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fyrsta djúpborunarholan boruð við Kröflu á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband