FJÖLSKYLDUMÁL ERU LÍKA FLÓKIN - DÆTUR HAFA ÓTRÚLEG VÖLD!

Hér er gott dæmi um þau ótrúlegu völd sem dætur hafa á pöbbum sínum ... Ég var neyddur til að setja inn þessa aug... á bloggið mitt! Hef ég eitthvað val?

Snyrtistofa Dögg - Kristín Dögg Kjartansdóttir (smellið á mynd til að komast á heimasíðu Kristínar)


En annars er þetta ekki svo slæm auglýsing :)


mbl.is Flókið borvélamál
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þær hafa bara völd, það er bara svoleiðis. Þú hefur líklega tekið myndina af henni?

S. Lúther Gestsson, 22.9.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Auðvita tók ég þessa mynd :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.9.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Flott auglýsing Kjartan. Reyndar eins og allar þínar myndir. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þú kemst upp með það að fljúga svo í lágflugi yfir borg og bæi á traeknum til að mynda. Ég hélt maður yrði snupraður af yfirstrumpunum í flugturninum fyrir vikið.  Flott hjá dóttur þinni! Flott stelpa. Óska henni til hamingju með stofuna og góðs gengis.

Sigurlaug B. Gröndal, 22.9.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,  glæsileg,glæsilegt

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst bara sjálfsagt að þú hlýðir henni dóttlu þinni og auglýsir hana grimmt! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.9.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Helga og ég vissi nú fyrirfram þitt álit á svona máli Lára. Að sjálfsögðu eiga karlmenn að hlýða konum í einu og öllu. Að vísu er ég pínu óþekkur stundum og reyni hvað ég get að koma mér undan því sem konur biðja mig um (uppvask, elda, skúra ...) en þar sem dóttir mín veit að með því að gefast ekki upp og halda áfram að biðja pabba sinn að þá að lokum gefst hann upp og lætur undan að lokum - það klikkar ekki :)

Sæl Sigurlaug og takk fyrir innlitið. Flug er flókið og merkilegt fyrirbæri og því miður alveg heill hafsjór af reglugerðum sem því fylgir. Fisflug er frekar ný bóla hér á Íslandi og í raun ekki byrjað að stækka fyrr en núna síðustu 3-4 árin. Áður var fisflug eitthvað sem fáir þekktu til og menn hreinlega vissu ekki hvaða reglur giltu um slíkt flug. En ein megin reglan er sú að heildarþyngd á flygildið má ekki vera þyngri en 450 kg (með manni, farþega og eldsneyti). Við erum með aðstöðu á nokkrum stöðum (Grund undir Úlfarsfelli, Sléttan úti á Reykjanesi ...). Eitt af vandamálunum er að í öllu þessu reglugerðarfrumskógi sem flugið er, að þá er verið að setja oft sömu reglur á flugmann sem er að fljúga risaþotu með 2-300 farþega og svo fisflugmann sem er oftar en ekki að fljúga við kjör aðstæður. Líkja má þessu við að þetta er svipað og að fara af bíl yfir á lítið mótorhjól eins og að fara af flugvél yfir á fis. Fisin eru lipur, hægfleyg og þau nýjustu að verða nánast hljóðlaus. Það er hægt að lenda þeim nánast hvar sem er og það er algjör hending ef einhver slasar sig þó mótor stoppi eða eitthvað ber út af í lendingu. Ástæðan er sú að þú ert inni í grind sem tekur yfirleitt á sig tjónið áður og svo munar ÖLLU þessi 450 kg hámarks þyngd. Varðandi flughæð, þá erum við sem dæmi búin að vera að fljúga í kringum Úlfarsfell og þar er töluverð byggð og ég man ekki eftir að það hafi komið kvörtun út af lágflugi hjá mér eða út af hávaða í þau 10-20 ár sem að ég hef verið að fljúga á því svæði. En vissulega þarf aðeins að leggja á sig til að ná góðum myndum :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.9.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband