Flott veður í Jökulsárlóni - Myndband

Þó að það sé nóg af ís í Breiðamerkurlóni eða Jökulsárlóni fyrir stuttu, að þá var hitinn nægur til að taka þennan myndbút. Mikið hefur rignt á svæðinu í sumar og var að heyra að sólardagar á Hofi þar rétt hjá hefðu ekki verið fleiri en 10 talsins í sumar.

Að vísu er veðurkerfið mjög flókið í kringum Öræfajökul enda hæsta fjall landsins. Á meðan það rignir austan megin við Öræfajökul, að þá getur verið sól hinu megin og öfugt. Ég heyrði að það hefði þurft að útbúa sérstakt reiknilíkan í mikilli upplausn  fyrir fjallið svo hægt væri að spá betur í veðrið sem þar ríkir.

 

 

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY


Hér má svo sjá fleiri samsvarandi myndbúta:

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Miðsumarhret í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er náttúrulega bara mjög flott.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.7.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ! sir,var þarna fyrir stuttu. Gleymdi að sýna múttu þinni þetta.hún var hjá mér í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2009 kl. 02:36

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Emil og Helga. Íslensk náttúra klikkar ekki þó svo að margt annað klikki.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.7.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband