8.2.2008 | 14:24
HUGMYND FYRIR NÝJAN SKIPULAGSSÉRFRÆÐING :)
Mikið er það flott að það skuli vera komin skipulagssérfræðingur og arkitekt við stjórnvölin í borginni. Einnig er ótvíræður kostur að hún skuli líka hafa áhuga á umhverfi og landvernd.
Það er staðreynd að samgöngumál og skipulag er það sem verður sett á oddinn í borgarmálum á næstunni og er þá ekki vel við hæfi að kasta fram þessari hugmynd hér :)
Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni?
Hér er hugmynd að einu slíku:
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:
Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur
Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?
Reykjavíkurborg á að stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og kaupa þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.
Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.
Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa daganna.
Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.
Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum vera eitthvað um 2 ár
Nú er bara að bíða og sjá hvað Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra muni taka sér fyrir hendur á næstu vikum :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það er staðreynd að samgöngumál og skipulag er það sem verður sett á oddinn í borgarmálum á næstunni og er þá ekki vel við hæfi að kasta fram þessari hugmynd hér :)
Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni?
Hér er hugmynd að einu slíku:
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:
Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur
Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?
Reykjavíkurborg á að stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og kaupa þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.
Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.
Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa daganna.
Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.
Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum vera eitthvað um 2 ár
Nú er bara að bíða og sjá hvað Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra muni taka sér fyrir hendur á næstu vikum :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Hönnun, þróun, góð hugmynd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Athugasemdir
snilldar hugmynd !!
Óskar Þorkelsson, 9.2.2008 kl. 12:44
Takk, Óskar,
Það er gaman að fílófisera með þessi samgöngumál. Ég tel að þau eigi stóran þátt í velmegun Íslendinga í dag. Ein megin ástæða fyrir því að Kína er t.d. að blómstra nú þessa daganna er sú að núna er fyrst hægt orðið að ferðast að einhverju viti á milli borgana eftir almennilegum vegum. Bættar samgöngur eru forsenda þess að verslun og viðskipti geti gengið hraðar fyrir sig.
Hvort sem að þessi lausn yrði ofan á eða einher önnur, verður framtíðin að segja til um. Það er ekki spurning að menn verða að hafa þor til að fara út í einhverja framtíðarlausnir í samgöngumálum og þá ekki bara að hugsa nokkur ár fram í tímann. Við höfum nóg af umhverfisvænni orku sem kostar lítið.
Við gætum gert Reykjavík græna á margan máta og er þetta ein af leiðunum. Ég er ný komin frá Grikklandi og það var frábært að ferðast með neðanjarðarlestarkerfinu og tók ekki neina stund. Það virðist eiga vel við okkur Íslendinga að vera inni þegar veðrið er eins og það er þessa dagana. Spurning um að færa umferðina á það stig líka?
Hringakstur á svona leið gæti verið um 50 mín með stoppum og það lengsta sem þyrfti að fara væri þá hálfur sá tími eða um 25 mín eða styttra.
Það má leggja svona leið á ýmsa vegu en ég leitaðist eftir því að tengja alla helstu skóla, samgöngu-, verslunar- og afþreyingarstaði í eitt hagkvæmt samgöngukerfi. En eins og sjá má á hringunum sem að ég set utan um þá 14 staði, þá eru þeir með um 700m radíus og er þá nánast hægt að þekja stóran hluta af Reykjavík og Kópavogi.
Þetta gæti haft í för með sér holla og góða hreyfingu og gjörbreyttan ferðamáta sem landinn hefði bara gott af. Þessa 14 staði mætti síðan tengja öðrum samgöngukerfum og svo er alltaf hægt að nota reiðhjólið líka.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 14:24
Hlustið á Krossgötur Hjálmars Sveinssonar sem var klukkan rúmlega eitt núna áðan. Slóðin er hér. Fjallað um samgöngur í Reykjavík og nágrenni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:39
Fínn útvarpsþáttur sem gerir ekki annað en að renna enn styrkari stoðum undir þessar hugmyndir sem hér eru viðraðar. Þarna er komið inn á að stjórna umferð inn í miðborgir sem eru að springa undan umferðarþunga bifreiða með gjaldtöku eða vegtolli.
Í þættinum er rætt um margt sem viðkemur skipulagsmálum eins og einfalt dæmi að verð á einu bílastæði getur verið allt að 500.000 kr. og aðeins við Háskóla Íslands eru um 2000 bílastæði. Talið er að landsvæðið sé í raun enn dýrara sem byggingarsvæði. Einnig er komið inn á umferðarteppur, loftmengun, hreyfingaleysi og hvað bílinn kostar í raun (afföll, skoðun, tryggingar). Gatnakerfi og malbik undi bílinn er stór liður og þessa dagana mokstur á götum og bílastæðum. Aukin umferð stórra bíla í borginni með mikilli mengun sem gerir ekki annað en að minka lífsgæði þeirra sem þar búa. 70-80% Eru einir í bílunum sem eru á leið í og úr vinnu og þá oftar en ekki eini akstur þess bíls þann daginn!
Við þurfum tímamótahugmyndir í samgöngumálum og það liggur á að byrja sem fyrst og til þess þarf framsýnt fólk sem heldur um stjórnartaumanna í borginni og landsmálunum.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 15:55
Mér sýnist þú hafa lagt dágóða vinnu í þetta blogg. Mjög athyglisvert og ég held að þetta sé verulega góð hugmynd hjá þér.
Anna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 22:16
Það eru skiptar skoðanir um þessa hugmynd eins og allar nýjar hugmyndir. Það þarf að gefa fólki tíma til að velta þessu aðeins fyrir sér.
Eftir að ég hlustaði á útvarpsþáttinn sem Lára vísaði á, þá get ég ekki séð annað en að þessi hugmynd eigi fyllilega rétt á sér. Árið 2006 voru 25.153 ný ökutæki skráð og eitthvað kostar það samfélagið í rekstri og afföllum.
Fyrir Höfuðborgarsvæðið er 807 bílar á hverja 1000 íbúa fyrir árið 2006 og fer hækkandi. Slysum fjölgar, gatnakerfið verður flóknara og sá tími eykst hröðum skrefum þar sem fólk þarf að nota í ferðir og bíða í bílunum sínum.
Samkvæmt tölum Strætó bs fyrir árið 2006, þá var þjónustusvæðið með um 189.696 íbúar og voru eknir 9.376 km í 7.744 ferðum sem gerir að meðaltali 108 km á hvern íbúa, 27 km á hverja ferð eða 29 ferðir á hvern íbúa. Það væri gaman að fá samanburðartölur frá öðrum löndum fyrir svipað bæjarfélag og Reykjavík. En að vísu er erfitt að útbúa slíkan samanburð, því að okkar þjóðfélagsuppbygging er ekki alveg normal hvað margt varðar.
Í síðustu viku las ég um að umferðartjón hefðu á einni viku í Reykjavík verið um 300 bílar sem hefðu lent í tjóni og eitthvað kostar það samfélagið.
Ég prófaði að reikna gróflega út tímana sem tekur að fara hringinn í svona kerfi og tekur um 50 mín að hringkeyra leiðina fyrir einn vagn og ef 7 vagnar væru á leiðinni, þá færi biðtími á milli lesta niður í 7 mín og lengsti leggur miða við 14 stopp eða 7 stopp myndi verða í kringum 25 mín. Ef vagnar færu í báðar áttir, þá myndi meðaltalstíminn verða enn betri. Þetta gætu þá orðið 14 vagnar eða 7 í hvora átt og að sjálfsögðu verður notast við umhverfisvæna orku eins og rafmagn sem er nóg til af (2 vagnar = 25 min, 4 vagnar = 12 min, 5 vagnar = 10 mín, 6 vagnar = 8 mín, 7 vagnar = 7 mín)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.2.2008 kl. 10:42
Ég held að þetta sé mjög góð leið til að efla almenningssamgöngur í borginni og umferðarmálin yfirleitt sérstaklega ef þétta á borgina. Ég mér lýst allvega betur á svona neðanjarðarlestarkerfi heldur en að grafa allskonar göng milli bæjarhluta fyrir bílaumferðina.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.2.2008 kl. 15:26
Lestarvagnar í svona kerfi þyrftu ekki að vera eins stórir í sniðum eins og er víða erlendis í stórborgum þar sem mannfjöldinn er mun meiri. Hér væri hægt að komast af með minni, léttari og fleiri vagna og þar með betri þjónustu fyrir borgarbúa.
Til að byrja með myndi svona kerfi leggja niður núverandi strætisvagnakerfi og í staðin kæmu minni vagnar sem myndu tengjast þessu kerfi og í sumum tilfellum væri hægt að gera samninga við leigubíla sem myndu sjá um að koma farþegum þá leið sem upp á vantar. Slíkt kerfi er þekkt víða erlendis.
Einnig mætti setja upp flotta aðstöðu fyrir þá sem vilja nota reiðhjól við lestarstöðvarnar eins og Íslendingar þekkja vel til í Danmörku. Það eru margir sem halda að það sé mikið mál að vera á reiðhjóli í Reykjavík - en svo er ekki. Sem dæmi, þá hjólaði ég í 2 ár úr Breiðholtinu yfir í Tækniskólann á Höfðabakka allan veturinn án nokkurra vandamála og var þá ekki brúin komin yfir þar sem Árbæjarstífla er.
Ef kerfið myndi reynast vel, þá ætti að vera auðvelt að stækka kerfið til byggðanna í kring og fengist þá enn betri nýting á bornum.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.2.2008 kl. 16:05
Ánægjulegt að rekast á þessa frétt frá Samgönguráðuneytinu þar sem rætt um sporvagna og skipulag á málfundi um almenningssamgöngur.
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/1492
og svo kemur Ásgeir Eiríksson sem var forstjóri Strætó á sínum tíma
http://safinn.blog.is/blog/safinn/entry/440568/
Leitt að hafa misst af þessum fundi. En mér sýnist að það hafi að mestu verið rætt um frekar hægfara sporvagnakerfi samkvæmt frétt Samgöngumálaráðuneytisins.
En á fundinum kom meðal annars fram eftirfarandi:
"Upplýsa má í lokin að í skýrslu Bjarna Reynarssonar landfræðings um ferðavenjur sumarið 2007 sem unnin var fyrir samgönguráð kemur meðal annars fram að meðalferðatími höfuðborgarbúa til vinnu sé 12 mínútur og meðalfjarlægð milli heimilis og vinnu séu 5,7 km sem gefur ferðahraðann 28,5 km. Íbúar höfuðborgarsvæðisins verja að meðaltali 45 mínútum á virkum degi í bíl. Þá kemur fram í drögunum að 2/3 hluti svarenda á höfuðborgarsvæðinu sé tilbúinn að skiptast á við nágranna eða vinnufélaga um að aka til vinnu og að áliti íbúa höfuðborgarsvæðisins sé best að leysa toppa í umferðarálagi með umbótum á stofnbrautakerfi, tíðari og ódýrari strætóferðum og sveigjanlegum vinnutíma."
Það væri gaman að vita hvort möguleiki á neðanjarðarlestarkerfi hafi verið rætt á fundinum.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.2.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.