Búðarhálsvirkjun - Stöðvarhús - myndir

Það kom mér mikið á óvart þegar ég var á ferð með 2 Dani um hálendið sumarið 2003 að ég skyldi rekast á þessa risaframkvæmd sem síðan hefur staðið þarna ónotuð síðan.

Hér má sjá hvar búið er að sprengja fyrir stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar.

Búðarhálsvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þjórsárvirkjanir hafa forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú komst væntanlega þarna uppeftir eftir línuvegi Landsvirkjunar, með þína viðskiptavini? Og þið fenguð að pissa í Búrfelli, þú og þínir viðskiptavinir? En þú ert samt á móti þessu fyrirtæki, af því að það var í tísku í ákveðnum kreðsum í fyrra?

Fréttaþyrstur (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það kemur hvergi fram að ég sé á móti þessu fyrirbæri annað en að það er ekki gott að þessi fjárfesting hefur ekki náð að nýtast síðan 2001 að mig minnir :)

Ég hef að sjálfsögðu notað þessa fínu vegi sem Landsvirkjun hefur séð um að láta setja upp og þessa fínu brú sem síðan hefur staðið ónotuð. Ég er á því að nýta þetta svæði eins vel og hægt er enda þegar búið að planta niður nokkrum virkjunum þarna nú þegar með góðum árangri.

Ég geri það að reglu að fara með ferðamenn og sýna þeim allar þessar framkvæmdir og hversu vel hefur verið staðið að mörgum þeirra. Alltaf hefur verið vel tekið á móti okkur í þeim ferðum.

Ég man sérstaklega eftir að ég fékk aðstöðu og eldhús lánaða í Búrfelli hjá Landsvirkjun fyrir stóran ferðahóp þegar mikil rigning var og eiga þeir þakkir skilið fyrir hjálpsemina. Fengum meira að segja frítt kaffi í lokin og svo að pissa eftir þessa veglegu móttöku á meðan sumir fengu að líta í blöð eða bækur sem við fengum líka afnot af.

Svo er kökur og drykkir í boði í mörgum virkjunum út um allt land ásamt ýmsum uppákomum eins og sýningum fyrir ferðamenn og mælist það vel fyrir.

Ferðamenn eru hissa á þessari framkvæmdagleði Íslendinga og hversu vel er víða staðið að málum á mörgum þessum stöðum. En þarna fær ungt fólk að njóta sín við að kynna starfsemi Landsvirkjunar.

Og í lokin mæli ég svo með því að fólk skelli sér í frábæra sundlaug sem er efst í Þjórsárdal. En laugin var búin til úr steypuafgöngum þegar verið var að byggja Búrfellsvirkjun á sínum tíma.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.2.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ein áleitnasta spurningin sem tengist þessari framkvæmd er hvort fossunum Dynk og Gljúfurleitafossi verði spillt? Nú þegar hefur um þriðjungi upphaflegs vatnsmagns Þjórsár verið veitt um Kvíslarveitu. Aðkoma að þessum fossum er vægast sagt mjög ill og aðeins fær jeppum, gangandi og fuglinum fljúgandi auðvitað. Einu sinni ritaði Mosi grein um Dynk sem hann hefur aldrei séð nema af myndum. Þessi foss þykir mikil gersemi og væri mikil eftirsjá að honum.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Guðjón,

Ég fór að skoða nánar staðsetningu á Búðarhálsvirkjun og það sem að ég kemst næst, er að vatnið sem nota á kemur úr Kvíslaveitu og má sjá að það er gert ráð fyrir að tappa úr Þjórsá ofarlega og þá fyrir ofan fossinn Dynk sem verða þá frekar vatnslítill á eftir og er það auðvita slæmt mál. Enda Dynkur einn að fallegri fossum landsins.

Annars er ég fylgjandi því að nota vatnasvið Þjórsár og Tungnaár frekar en að vera að leggja ný svæði undir svona framkvæmdir. Nú þegar er búið að reisa uppistöðulón og fleiri mannvirki á svæðinu sem eru að nýtast mörgum virkjunum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.2.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Sigurður fyrir sterk og falleg orð í minn garð. Það er ekki laust við að maður fari aðeins hjá sér

Ég hef nú verið frekar rólegu í blogginu síðustu vikur. En spurning um að fara að taka þráðinn upp aftur og því bætti ég inn smá myndaseríu um Laufás.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.2.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég hef endalaust gaman að þessum myndaskotum þínum... verð að fara að byrja á þessu sjálfur.

Jón Ragnarsson, 8.2.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband