Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Íslandi eru til margir leyndir og fallegir staðir sem aðeins fáir vita um.

Einn er sá staður sem mér er meira hugleikinn þessa daganna. En það er skarðið á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls sem er fyrir suðvestan Langjökul.

Ég hef mikið velt fyrir mér hvernig hægt er að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu. Finna þarf svæði sem hefur gott aðgengi og jafnframt með góða nýtingarmöguleika.

Þetta svæði býður upp á marga ótrúlega spennandi kosti ef vel er skoðað.

Spurning um að koma fyrir fjallaskála eða stóru háfjallahóteli uppi við suður jaðar Geitlandsjökuls í svipuðum stíl og gert er uppi í Jöklaseli í Vatnajökli. Bara allt mun stærra.

Þar væri hægt að þróa ýmsar skemmtilegar hugmyndir.

Eins og nýtt framtíðar heilsársskíðasvæði fyrir íslendinga og jafnvel búa til skíða- og háfjallaparadís.

Hugmyndin gengur út á eftirfarandi og mætti kalla "The Golden Circle Delux" leið

1) Húsi ásamt aðstöðu yrði komið fyrir uppi í ca. 1140 metra hæð rétt austan við Presthnjúk í jaðri Geitlandsjökuls.

2) Síðan yrði ÖLL skíðaaðstaða fyrir stór Reykjavíkursvæðið flutt á þetta nýja svæði. Eða með öðrum orðum að leggja niður Bláfjalla- og Skálafellssvæðið sem skíðasvæði! En það verður að viðurkennast að bæði þessi svæði hafa nýst frekar illa síðustu 3-4 árin og eru á kolröngum stað. Nú þegar er gríðarlega háum fjárhæðum varið árlega í uppbyggingu á þessum tveimur svæðum.

3) Lögð yrði ný leið eða hringleið sem færi frá Kaldadal yfir á línuveginn rétt við Hlöðufell og hún gæti svo haldið áfram niður á Gullfoss og væri þá komin nýr og endurbættur Gull hringur.

Töluvert óhagræði er í núverandi Gullna hring ef þarf að fara á jökul eða sleða en þá bætast við 2 x 35 km ef menn ætla upp í Skálpa á vélsleða og sú leið er oft gríðarlega erfið og ópraktísk inn að jökulsporðinum. Venjulega er þessi leið um 310 km þegar farin er Gull hringurinn líka!

Núverandi Gullhringur er um 240 km sem tekur ca. 3 kl.st. í keyrslu plús tími sem fer í stopp. Eins og sjá má á myndum, þá myndi bætast fullt af nýjum áhugaverðum svæðum fyrir ferðamanninn til að skoða. Þar mætti nefna stórfenglegt hálendi og flotta jöklasýn. Keyrt yrði með jökuljaðrinum og flottum fjöllum, vötnum, sandauðnum og fl. og væri jafnvel hægt að taka stóran og flottan fjörð í sömu leið ef lagður yrði vegaspotti niður frá Kaldadal niður í Hvalfjörð.

Ef farin yrði þessi nýja leið, þá er Þórisdalsleiðin um 18 km + 30 km niður að Gullfossi + til Rvk 124 km en við bætis svo leiðin um Mosó upp Kaldadal um 88 km eða samtals 270 km leið sem yrði þá hinn nýi Gullni-delux-hringur eða +30 km lengri leið en eldri hringleið og jafnframt með möguleika á mun fjölbreyttari dagskrá fyrir ferðamenn. Sparnaðurinn fyrir þá sem vildu komast á jökul yrði 310 - 270 km = 40 km miða við að fara upp í Skálpa sem er mikið fram og til baka keyrsla (70 km).

Að auki myndi sama aðstaða nýtast hvort sem verið væri að fara í Borgarfjörðinn um Kaldadal eða inn á Gullfosssvæðið og fullt af búnaði og aðstöðu myndi samnýtast margfalt betur - Allt árið :)

Eins og staðan er í dag þá er verið að aka til skiptis upp í Skálpa eða Jaka eftir því hvernig jökulinn hagar sér og eru bæði þessi svæði orðin mjög erfið í lok sumars.

Ef skoðað eru kort af Geitlandsjökli, þá má sjá 10-15 mög flottar og langar skíðabrekkur nánast allan hringinn ofan af 1300 metra háum jöklinum og þar er snjór sem er ekki að fara neitt á næstunni.

Þetta þýðir að það er hægt að renna sér niður úr ca. 1300 metra hæð niður 6-700 metra hæð sem gefur hæðamismun upp á 6-700 metra og brekkur sem eru allt að 10 km langar til að renna sér niður - ALLT ÁRIÐ!

Í Skálafelli er verið að renna sér úr 600 metrum niður í 400 metra sem er ca. 200 metra hæðamunur og í Bláfjöllum er verið að renna sér úr 610 metrum niður í 450 metra sem er ca. 160 metrar hæðamunur! Nú er spurning hvort að hægt sé að láta "Ís"-land ná að standa einu sinni undir nafni og verða loksins alvöru skíðaland sem yrði sambærilegt því sem best þekkist í útlöndum?

Vegalengd frá Reykjavík í Bláfjöll er ca. 35 km og í Skálafell ca. 33 km en á nýja svæðið yrði sú vegalengd um 99 km. Á móti kemur að svæðið er hægt að nýta nánast allt árið.

Leiðin upp Kaldadal er þegar orðin að hluta til mjög fínn heilsársvegur og þarf því ekki að leggjast í miklar vegaframkvæmdir eins og staðan er í dag.

Í fyrsta áfanga þyrfti að leggja nýjan upphækkaðan veg inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og klára svo Kaldadalsleið upp að þeim afleggjara sem er um 23 km. En mig grunar að sá kafli sé nú þegar komið á áætlun vegamála.

Hér er kort af svæðinu stækkað nánar

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo myndir sem sýna þversnið af mögulegum skíðabrekkum á svæðinu. En þar sem möguleikar eru svo margir, þá sýni ég aðeins 10 fyrstu skíðabrekkurnar

Þversnið af skíðabrekku-1 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má, þá eru þessar brekkur allar flottar og aflíðandi

Þversnið af skíðabrekku-2 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-3 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-4 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-5 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-6 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-7 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-8 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-9 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þversnið af skíðabrekku-10 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gröfur og grjót taka á móti skemmtiskipagestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór þarna einmitt um helgina. Stórglæsilegt svæði og ómetanlegt að stoppa við Geitá í veðurblíðunni. Held samt að það sé bara fínt að hafa túristana við Gullfoss og Geysi og hafa þetta svæði og önnur álíka tiltölulega óspillt.

Björg (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:08

2 identicon

Sæll Kjartan.

Mjög áhugavert og gott framtak hjá þér að sýna þennan möguleika á heilsársskíðasvæði á Íslandi.  Það eru margir sem sakna skíðasvæðisins í Kerlingarfjöllum enda hefur ekkert komið í staðinn fyrir það.  Held að það sé mjög þarft að kynna þetta og reyna að skapa umræðu um málið.  Norðmenn reka 3 sumarskíðasvæði og eru samt með miklu minni jökla en hér á landi.  Þessi svæði eru á eða við þeirra þjóðlendur þ.e. við Harðangursvíðernið, Jötunheima og Jostedalsbreiðunni.  Spurning hvað hinir sjálfskipuðu "náttúruverndarmenn" segja við því ef sett væri upp skíðasvæði á Geitlandsjökli!!  Hvað má og hvað má ekki?

Með kveðju, Bjarni Th. Bjarnason.

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:46

3 identicon

Sæll aftur.

Átti auðvitað við Þórisjökul en ekki Geitlandsjökul í athugasemd minni.

Kv.BTB

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Bjarni.

Ég var í Kerlingarfjöllum fyrir nokkrum dögum og fór þá að spá aðeins í þessi mál. Kerlingarfjöllin eru mjög flott svæði og fjöldi íslendinga eiga góðar minningar frá veru sinni þar.

Árið 1996 var ég að mynda svæðið við Gæsavötn í Bárðarbungu. Þar ætlaði stórhuga maður á sínum tíma að koma upp svipaðri aðstöðu. Því miður gekk það ekki upp þá, en aðstæður voru ekki í nokkurri líkingu við það sem að við höfum í dag.

Ég tók þá þessa mynd:

http://www.photo.is/books/4x4/pages/68-Lapplander_6_hjola-2%202.html

Þar mátti þá enn sjá leifar af búnaði sem fluttur hafði verið þangað uppeftir mörgum árum áður.

Gaman væri að grafa upp þá sögu í dag. En ég reyna að googla hana án árangurs á netinu.

En varðandi Þórisjökul og Geitlandsjökul, þá er margt sem mælir með að skoða það mál nánar. Ég hef á tilfinningunni að þarna sé lausn sem hentað gæti mörgum og gæti jafnframt orðið að flottu framtíðarskíðasvæði íslendinga. Ég hef farið yfir þetta svæði á vélsleða að vetri til og er þetta gríðarlega fallegt og tilkomumikið svæði.

Ef rétt yrði staðið að málum, þá væri hægt að útbúa þarna aðstöðu sem yrði gríðarlega vinsæl og þarf ekki að horfa lengra en til Bláa Lónsins til að sjá hvað getur gerst ef vel er staðið að málum.

Þetta var eins og skák þegar ég var að reyna að púsla saman nokkrum leiðum sem gætu gengið upp með núverandi kerfi eins og Gullna Hringnum og vil ég meina að það hafi bara lukkast nokkuð vel.

Sem dæmi, þá erum við að fá um 60.000 farþega á sumri með um 70-80 skemmtiferðaskipum. Stöðugt er verið að leita af hraðleiðum frá Reykjavík sem eru samblanda af 4x4 jeppaleiðum og góðum rútuleiðum. Ekki væri nú verra ef hægt væri að endurbæta það sem fyrir er og boðið upp á meiri fjölbreytni en bara Þingvöll, Gullfoss og Geysir. Þórisjökulssvæðið bætir inn , flottum fjöllum, söndum, jökli, jafnvel djúpum firði eins og Norðmenn eru alltaf að státa sér af,

Þarna væri hægt að reisa mjög flott skíðahótel með flottum skíðabrekkum og öflugum skíðalyftum og kláfum. Til að byrja með væri hægt að keyra stóra hópa upp á topp jökulsins í stórum 10 hjóla trukkum eins og verið er að gera í dag og í þessari hæð er auðvelt fyrir vélsleða og 4x4 jeppa að keyra beint inn á jökul og ekki þetta eilífa vandamál sem verið er að berjast við þegar allt fer á flot við jökuljaðarinn eins og við Skálpa og Jaka þegar leysingarnar byrja. Rúta getur svo keyrt með jökuljaðrinum og safnað fólki saman og keyrt til baka í næstu ferð.

Auðvelt er að setja upp litla flugbraut austan við Presthnjúka og þyrlupall við hótelið. Svo mætti fljúga hraðferðir inn á svæðið frá Reykjavík og jafnvel beint frá Sundahöfn með þyrlu á 10-20 mín + útsýnisflug um fallegt svæði í leiðinni. Víða erlendis þekkist að fljúga með skíðafólk á beint á jökul.

Það er eðlilegt að það þurfi að gefa fólk tíma til að velta þessum nýja möguleika fyrir sér. Hugmyndin er stór í sniðum og líklega var það ekki rétta leiðin að stilla henni upp gegn Skálafells- og Bláfjallasvæðinu. Við vitum vel að reksturinn er ekki alveg að gera sig síðustu 3-4 árin á þeim stöðum einfaldlega vegna snjóleysis og ekki er útlit fyrir að það muni batnandi á næstu árum. Þessi óvænta lausn gæti í raun bjargað þeim fjárfestingum ef rétt yrði staðið að þessum málum.

Ég er því sammála að það þurfi að koma að stað umræðu sem fyrst um málið, enda möguleikar margir og verðum að nýta tímann vel. Í dag er nóg til af búnaði og leiðum til að fjármagna svona framkvæmd. Nú er bara spurning hvenær hentar fjölmiðlum að taka málið upp og skoða nánar?

Vegalagningin er einföld og að stórum hluta er verið að nota leiðir sem eru nú þegar fyrir hendi. Venjulega er ekki verið að setja mikið fyrir sig að leggja slóða eða vegi þegar háspennulínur eru annarsvegar. Við vitum að ferðamannastraumurinn er að aukast og það kallar á aukna þjónustu og fleiri staði til að dreifa ferðamönnum á. Allir þessir ferðamenn þurfa vegir, aðstöðu og afþreyingu við hæfi.

Staðurinn er í raun mjög miðsvæðis og stutt að fara bæði til suðurs og vesturs og nýtist sérstaklega vel suðvesturhorni landsins ásamt öllum nærliggjandi sveitum. Þarna eru jarðfræðilega flott fjöll eins og Hlöðufell og Skálafell og liggur falleg leið á milli þeirra niður að Laugarvatni. Á þeirri leið má skoða Brúarárskörð sem er fallegan foss sem kemur beint út úr berginu og er þar gríðarlega falleg gönguleið með einu dýpsta gljúfri á suðurlandinu. Svo mætti laga leið inn að Hagavatni og Sandvatni og er þar fullt af fallegum stöðum til að skoða.

Náttúruvernd er góð og gild. Ísland er stórt land og margir staðir sem jafnvel hörðustu náttúruverndarsinnar hafa ekki hugmynd um að séu til. Nú þegar er Vatnajökull orðin stærsti jökull Evrópu og stór hluti landsins er enn ósnortin. Margar sveitir að leggjast af á meðan álag er að stóraukast á önnur svæði.

Þórisjökulssvæðið hentar að mörgu leiti vel og gæti orðið gríðarlega flott viðbót við núverandi ferðamannakerfi. Það þarf líka að reikna út krónur og aura gagnvart þeim sem standa í ferðaþjónustu og stundum þarf að fjárfesta til að fá eitthvað á móti. Það er fullt af aðilum sem gætu séð sér hag í því að vera með aðstöðu og rekstur tengdu slíku svæði eins og íþróttafélög, flugrekstraraðilar, 4x4 jeppaeigendur, núverandi aðilar sem eru með ferðir á jökul og fl.

Nóg í bili,

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta átti að vera "Nú þegar er Vatnajökull orðin stærsti "þjóðgarður" Evrópu og stór hluti landsins er enn ósnortin".

Maður er svo vanur að segja í leiðsögninni að Vatnajökul sé stærsti "jökull" í Evrópu :|

En til hvers er náttúran ef ekki til að njóta hennar. Það má sjá að náttúran á íslandi er fljót að afmá þau ummerki sem gerð eru af mannavöldum og það sem er flott í dag getur verið horfið á morgun samanber steinbrúin yfir fossinn inni í Eldgjá. Margar af þeim leiðum sem "Náttúruverndarsinnar" eru að nota í dag eru leiðir sem byggðar hafa verið upp vegna uppbyggingu á vatns- og gufuaflsvirkjunum.

Ferðamenn eru ekki bara að koma hingað til að skoða náttúruna, heldur líka mannlífið og hvernig fólkið sem hér býr tekst á við þessa náttúru.

Það má benda á að vinsælasti ferðamannastaður landsins er Bláa Lónið og þar er fólk að borga stórfé fyrir að fá að baða sig í frárennslisvatni frá virkjun og þess á milli eru keyrðir rútufarmar af fólki daglega til að skoða þessi mannvirki. En í dag erum við íslendingar þeir fremstu í heiminum í dag í hönnun á svona virkjunum og þegar farin að flytja út slíka þekkingu í stórum stíl. Eitt er víst að ekki brennum við olíu eða kolum á meðan. Spurning hvort að það sé náttúruvernd? :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband