Færsluflokkur: Samgöngur
18.8.2008 | 08:48
RISA MYND - FOSSINN GLYMUR
Hér gefur að líta foss sem hefur verið byggður upp með hjálp náttúrunnar, ólíkt með manngerða fossinn sem kemur úr Hálslóni og nefnist Kárahnjúkafoss.
Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.
Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.
Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.
Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall
Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.
Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:
Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950
Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781
Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551
Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.
Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.
Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.
Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall
Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.
Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:
Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950
Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781
Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551
Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Níutíu metra foss myndast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2008 | 12:18
DRANGEY - DRANGEYJARJARLINN - MYNDIR Hluti-I
Ég átti þess kost að skreppa út í Drangey núna í sumar og tók þá þessa myndaseríu í leiðinni.
Jón Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, oft kallaður Drangeyjarjarlinn, stundar siglingar út í Drangey með farþega frá Sauðárkróki og frá Reykjum. Jón "Drangeyjarjarl" hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Hann varð ferðafrömuður ársins 2007 og er vel að titlinum komin.
Til er þjóðsaga um uppruna Drangeyjar að tvö nátttröll sem áttu heima í Hegranesi. Þau vildu leiða kú sína undir naut sem var að finna vestur á Ströndum. Lögðu þau af stað í ferðalagið og karlinn teymdi kúna en kerlingin gekk á eftir. Ekki voru þau komin langt út á fjörðinn þegar dagur ljómaði úr austri og urðu þau öll að steini.
EKerlingin er klettadrangur sem enn stendur sunnan eyjunnar og karlinn er annar drangur sem stóð norðan hennar og hrundi í jarðskjálfta árið 1755, en kýrin er eyjan sjálf, enda var hún löngum sannkölluð mjólkurkýr fyrir Skagfirðinga. Drangey (Pinnacle Island) in Iceland is a high, flat-topped island in Skagafjörður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það gengur oft mikið á þegar verið er að koma farþegum til og frá borði úti í Drangey og stundum verður frá að hverfa sökum mikils öldugangs við eyjuna. Aðkoman að Drangey er oft erfið og þarf að passa sig vel þegar stigið er í land.
Ekki kemur á óvart að Jón karlinn hafi náð að detta eins og einu sinni í sjóinn í öllum þeim fjölda ferða sem hann hefur farið út í eyjuna. Enda menn ekki alvöru sjómenn nema hafa m... í saltan sjó :) Pictures from Drangey island in Skagafjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/08/07/2/pages/kps07081360.html
Ein af mörgum skemmtilegum raunum í þessari ferð er að komast í land. Hér er báturinn búinn að lyfta sér upp og þarf stundum að bíða og sæta lagi áður en stokkið er í land
Allt fer þó vel að lokum og hópurinn heldur næst gangandi eða klifrandi upp á eyjuna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá meira af myndum úr annarri ferð sem ég fór með danskan hóp út í Drangey árið 2005
http://www.photo.is/niels/pages/kps07050812.html
Það getur verið mikil raun fyrir lofthrædda að klifra upp á eyjuna Drangey. En þarna hefur verið vel staðið að öllu og er búð að leggja stiga á erfiðustu kafla leiðarinnar. Einnig eru keðjur og bönd sem hægt er að halda sér í (fyrir lofthrædda).
Eyjan er úr þverhníptu móbergi og ca 180 metrar á hæð og aðeins kleif á þessum einum stað sem nefnist Uppganga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey. Ein sagan segir að Drangey hafi verið vígð af Guðmundur góða Arasyni sem var biskup á Hólum í Hjaltadal. Hér er búið að setja skjöld með kvæðinu "Faðir Vor, þú sem ert á himnum ..."
Staðurinn heitir Gvendaraltari. Það er siður að hver og einn leggist þar á bæn áður en lengra er haldið, ef vel á að farnast (á þá líklega seinna meir í lífinu). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar hópurinn var kominn upp á eyjuna, þá var gengið að Drangeyjarskála (byggður 1984). Þar fann sonur Jóns fugl sem hafði lokast inni í húsinu.
Hér er Sigurður Kjartansson að klappa skógarþrestinum (Turdus iliacus) sem fannst í skálanum á meðan bróðir hans Ómar Pétur Kjartansson fylgist spenntur með því sem fram fer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Byrjað er á því að ganga á stað þar sem Grettiskofi er. Þar dvöldu tveir frægi útlagar, þeir Grettir og Illugi Ásmundarsynir, sem sagt er frá í Grettissögu. Talið er að þeir hafi dvalið í Drangey frá 1028 í þrjú ár.
Áður en Grettir kom í Drangey, var hún almenningur. Eftir að hann er drepinn (ca. 1030), þá kemst eyjan undir biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal. Eftir það höfðu Hólabiskupar mest yfirráð yfir eynni ásamt nytjar af fugli og fiskiafla. Grettir's Saga (Grettis saga Ásmundarsonar), written around 1300, tell how the famous outlaw Grettir and his younger brother Illugi, from Bjarg, survived for 3 years in Drangey. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er Drangeyjarjarlinn orðin frægur eins og Grettir "Sterki" Ásmundason. En Grettir er frægur fyrir sund sitt úr Drangey að Reykjum á Reykjaströnd þegar hann sótti eld sem hafði óvart slokknað hjá þeim bræðrum. Sund þetta þykir frækilegt afrek og hafa margir reynt að synda sömu leið og Grettir. Því miður tókst Jóni ekki eins vel upp og Gretti í þetta skiptið og vonum að honum hafi ekki orðið meint af volkinu.
Gott tækifæri gefst til dæmis til að skoða sjófugla í Drangey þar sem mikið er af svartfugli. Hefur eyjan verið sett á lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Sagt er að veiðst hafi þar yfir 200 þúsund fuglar á einu vori í Drangey og eyjan oft nefnd forðabúr eða matarkista Skagfirðinga af þeim sökum.
Hér er horft fram af þar sem Hæringur norski hljóp í sjó fram, eftir að hann klifraði upp eyjuna og reyndi að drepa þá bræður Illuga og Grettir. Kerling blasir við úti á sjónum. Hér er líka einn af fáum stöðum þar sem hægt er að horfa beint niður í sjóinn með því að leggjast niður á bjargbrúnina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auk þess að Drangey sé fræg fyrir fugla- og eggjatekju sem þar hefur verið stunduð að þá er eyjan mjög grasgefin að ofan. Nóg er líka af áburðinum (fugladrit, gúanó) sem fuglinn skilur eftir sig. Öldum saman var fé flutt út í eyjuna til beitar.
Þegar Grettir og bróðir hans Illugi komu til Drangeyjar, þá drápu þeir sér til matar allt fé sem bændur úr sveitinni áttu. Að vísu fékk einn hrútur að lifa. Sá hét Hösmagi og var mannýgur. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum. Hrútur þessi var vanur að banka á hurðina hjá þeim bræðrum á hverjum morgni. Um hrútinn má m.a. lesa í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Drangey
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng.
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
Jónas Hallgrímsson
Ungur nemur, gamall temur, hér er Jón að kenna Sigurði Kjartanssyni hvernig á að bera sig að við að stjórna "SKIPINU" Nýi Víkingur SK 95
Jón Drangeyjarjarl og Sigurður að stýra skipinu á leið til hafnar eftir velheppnaða ferð til Drangeyjar. "Ég hef klifið Drangey og snert rætur Íslands!" er mottó Jóns Drangeyjarfara og er hægt að fá merkta boli með þessum texta á í lok ferðar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sem leiðsögumaður, þá verð ég að segja að ferðir út í Drangey með Jóni og hans fjölskyldu eru með þeim skemmtilegri sem að ég hef farið í. Í einni og sömu ferðinni er hægt að upplifa margt eins og að fara í sund (ekki eins og Jón fór í) í Grettislaug, bátasiglingu, veiðar, fjallaklifur, fuglaskoðun, söguferð, gönguferð, selur, hvalur og þannig mætti lengi telja.
Frábær ferð í alla staði (seinni hluti ferðalýsingar væntanlegur von bráðar).
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Hluti-II kemur seinna.
Jón Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, oft kallaður Drangeyjarjarlinn, stundar siglingar út í Drangey með farþega frá Sauðárkróki og frá Reykjum. Jón "Drangeyjarjarl" hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Hann varð ferðafrömuður ársins 2007 og er vel að titlinum komin.
Til er þjóðsaga um uppruna Drangeyjar að tvö nátttröll sem áttu heima í Hegranesi. Þau vildu leiða kú sína undir naut sem var að finna vestur á Ströndum. Lögðu þau af stað í ferðalagið og karlinn teymdi kúna en kerlingin gekk á eftir. Ekki voru þau komin langt út á fjörðinn þegar dagur ljómaði úr austri og urðu þau öll að steini.
EKerlingin er klettadrangur sem enn stendur sunnan eyjunnar og karlinn er annar drangur sem stóð norðan hennar og hrundi í jarðskjálfta árið 1755, en kýrin er eyjan sjálf, enda var hún löngum sannkölluð mjólkurkýr fyrir Skagfirðinga. Drangey (Pinnacle Island) in Iceland is a high, flat-topped island in Skagafjörður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það gengur oft mikið á þegar verið er að koma farþegum til og frá borði úti í Drangey og stundum verður frá að hverfa sökum mikils öldugangs við eyjuna. Aðkoman að Drangey er oft erfið og þarf að passa sig vel þegar stigið er í land.
Ekki kemur á óvart að Jón karlinn hafi náð að detta eins og einu sinni í sjóinn í öllum þeim fjölda ferða sem hann hefur farið út í eyjuna. Enda menn ekki alvöru sjómenn nema hafa m... í saltan sjó :) Pictures from Drangey island in Skagafjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/08/07/2/pages/kps07081360.html
Ein af mörgum skemmtilegum raunum í þessari ferð er að komast í land. Hér er báturinn búinn að lyfta sér upp og þarf stundum að bíða og sæta lagi áður en stokkið er í land
Allt fer þó vel að lokum og hópurinn heldur næst gangandi eða klifrandi upp á eyjuna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá meira af myndum úr annarri ferð sem ég fór með danskan hóp út í Drangey árið 2005
http://www.photo.is/niels/pages/kps07050812.html
Það getur verið mikil raun fyrir lofthrædda að klifra upp á eyjuna Drangey. En þarna hefur verið vel staðið að öllu og er búð að leggja stiga á erfiðustu kafla leiðarinnar. Einnig eru keðjur og bönd sem hægt er að halda sér í (fyrir lofthrædda).
Eyjan er úr þverhníptu móbergi og ca 180 metrar á hæð og aðeins kleif á þessum einum stað sem nefnist Uppganga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey. Ein sagan segir að Drangey hafi verið vígð af Guðmundur góða Arasyni sem var biskup á Hólum í Hjaltadal. Hér er búið að setja skjöld með kvæðinu "Faðir Vor, þú sem ert á himnum ..."
Staðurinn heitir Gvendaraltari. Það er siður að hver og einn leggist þar á bæn áður en lengra er haldið, ef vel á að farnast (á þá líklega seinna meir í lífinu). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar hópurinn var kominn upp á eyjuna, þá var gengið að Drangeyjarskála (byggður 1984). Þar fann sonur Jóns fugl sem hafði lokast inni í húsinu.
Hér er Sigurður Kjartansson að klappa skógarþrestinum (Turdus iliacus) sem fannst í skálanum á meðan bróðir hans Ómar Pétur Kjartansson fylgist spenntur með því sem fram fer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Byrjað er á því að ganga á stað þar sem Grettiskofi er. Þar dvöldu tveir frægi útlagar, þeir Grettir og Illugi Ásmundarsynir, sem sagt er frá í Grettissögu. Talið er að þeir hafi dvalið í Drangey frá 1028 í þrjú ár.
Áður en Grettir kom í Drangey, var hún almenningur. Eftir að hann er drepinn (ca. 1030), þá kemst eyjan undir biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal. Eftir það höfðu Hólabiskupar mest yfirráð yfir eynni ásamt nytjar af fugli og fiskiafla. Grettir's Saga (Grettis saga Ásmundarsonar), written around 1300, tell how the famous outlaw Grettir and his younger brother Illugi, from Bjarg, survived for 3 years in Drangey. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er Drangeyjarjarlinn orðin frægur eins og Grettir "Sterki" Ásmundason. En Grettir er frægur fyrir sund sitt úr Drangey að Reykjum á Reykjaströnd þegar hann sótti eld sem hafði óvart slokknað hjá þeim bræðrum. Sund þetta þykir frækilegt afrek og hafa margir reynt að synda sömu leið og Grettir. Því miður tókst Jóni ekki eins vel upp og Gretti í þetta skiptið og vonum að honum hafi ekki orðið meint af volkinu.
Gott tækifæri gefst til dæmis til að skoða sjófugla í Drangey þar sem mikið er af svartfugli. Hefur eyjan verið sett á lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Sagt er að veiðst hafi þar yfir 200 þúsund fuglar á einu vori í Drangey og eyjan oft nefnd forðabúr eða matarkista Skagfirðinga af þeim sökum.
Hér er horft fram af þar sem Hæringur norski hljóp í sjó fram, eftir að hann klifraði upp eyjuna og reyndi að drepa þá bræður Illuga og Grettir. Kerling blasir við úti á sjónum. Hér er líka einn af fáum stöðum þar sem hægt er að horfa beint niður í sjóinn með því að leggjast niður á bjargbrúnina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auk þess að Drangey sé fræg fyrir fugla- og eggjatekju sem þar hefur verið stunduð að þá er eyjan mjög grasgefin að ofan. Nóg er líka af áburðinum (fugladrit, gúanó) sem fuglinn skilur eftir sig. Öldum saman var fé flutt út í eyjuna til beitar.
Þegar Grettir og bróðir hans Illugi komu til Drangeyjar, þá drápu þeir sér til matar allt fé sem bændur úr sveitinni áttu. Að vísu fékk einn hrútur að lifa. Sá hét Hösmagi og var mannýgur. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum. Hrútur þessi var vanur að banka á hurðina hjá þeim bræðrum á hverjum morgni. Um hrútinn má m.a. lesa í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Drangey
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng.
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
Jónas Hallgrímsson
Ungur nemur, gamall temur, hér er Jón að kenna Sigurði Kjartanssyni hvernig á að bera sig að við að stjórna "SKIPINU" Nýi Víkingur SK 95
Jón Drangeyjarjarl og Sigurður að stýra skipinu á leið til hafnar eftir velheppnaða ferð til Drangeyjar. "Ég hef klifið Drangey og snert rætur Íslands!" er mottó Jóns Drangeyjarfara og er hægt að fá merkta boli með þessum texta á í lok ferðar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sem leiðsögumaður, þá verð ég að segja að ferðir út í Drangey með Jóni og hans fjölskyldu eru með þeim skemmtilegri sem að ég hef farið í. Í einni og sömu ferðinni er hægt að upplifa margt eins og að fara í sund (ekki eins og Jón fór í) í Grettislaug, bátasiglingu, veiðar, fjallaklifur, fuglaskoðun, söguferð, gönguferð, selur, hvalur og þannig mætti lengi telja.
Frábær ferð í alla staði (seinni hluti ferðalýsingar væntanlegur von bráðar).
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Hluti-II kemur seinna.
Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2008 | 12:47
STAÐARSKÁLI - HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR
Hér er hinn "nýi" Staðarskáli að rísa í botni Hrútafjarðar þar sem búið er að leggja nýjan veg fyrir botn fjarðarins ásamt nýjum brúm
Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.
Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).
Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni
1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað
Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.
Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).
Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni
1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað
Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ekið á hross í Hrútafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 09:00
ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)
Það er gaman að íslendingar eru loksins byrjaðir að taka við sér og huga að lestarvæðingu landsins. Flott hjá Borgarholtsskóla að að taka málið föstum tökum eins og lesa má í umræddri frétt á mbl.is.
Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2008 | 11:04
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA
Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.
Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.
Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka
Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka
Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)
Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði
Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum
Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.
Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.
Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt
Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.
Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kárahnjúkavirkjun helstu kennitölur
Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008
Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.
Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka
Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka
Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)
Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði
Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum
Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.
Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.
Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt
Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.
Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kárahnjúkavirkjun helstu kennitölur
Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008
Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þúsundir að Kárahnjúkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2008 | 20:43
KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR
Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur
Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar
Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.
Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar
Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.
Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2008 | 09:54
FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR
Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag
Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.
Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi
Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll
En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!
En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)
Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?
Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.
Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi
Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll
En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!
En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)
Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?
Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
Völlur fyrir 50 flygildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2008 | 23:57
MARKARFLJÓT - BRÚ - MYNDIR
Hér er mynd af nýju Markarfljótsbrúnni sem byggð er töluvert neðar en gamla brúin
Í bakgrunni við Markarfljótsbrúnna má sjá Seljalandsfoss. Pictures of Markarfljót with waterfall Seljalandsfoss in background (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nema í gönguleiðsögn æfa sig að vaða yfir Markafljótið snemma að vori
Mismikið getur verið af vatni í jökulám og ef heitt er í veðri, þá borgar sig að fara yfir slíkar ár snemma dags, en mikið getur vaxið í jökulám þegar líða tekur á daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þar sem verið er að drösla einum nemandanum yfir.
Þrátt fyrir mikinn kulda í ánni, þá virðist hann bera sig vel. Picture of Markarfljot and one from the hiking school passing the river (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að benda á það að Markarfljótið hentar frekar illa til að baða sig í
Gönguleiðsögumenn og hópar sem eru á göngu um hálendið þurfa oft að fara yfir stór og mikil vatnsföll. með réttum aðferðum, þá þarf það ekki að vera mikið mál. Glacier river Markarfljot is NOT good for swimming. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki þarf mikið útaf að bera til að ekki fari illa
Hér er einn gamall og góður á leið yfir ánna Krossá sem rennur út í Markarfljótið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér reynir Gurri sem er á Econoline 350 að aka yfir Markarfljótið og mátti litlu muna að ekki færi illa.
Þrátt fyrir að vera á 56 tommu dekkjum, þá er stundum sem það er ekki nóg. Pictures of Econoline 350 driving over Markarfljót. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Í bakgrunni við Markarfljótsbrúnna má sjá Seljalandsfoss. Pictures of Markarfljót with waterfall Seljalandsfoss in background (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nema í gönguleiðsögn æfa sig að vaða yfir Markafljótið snemma að vori
Mismikið getur verið af vatni í jökulám og ef heitt er í veðri, þá borgar sig að fara yfir slíkar ár snemma dags, en mikið getur vaxið í jökulám þegar líða tekur á daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þar sem verið er að drösla einum nemandanum yfir.
Þrátt fyrir mikinn kulda í ánni, þá virðist hann bera sig vel. Picture of Markarfljot and one from the hiking school passing the river (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að benda á það að Markarfljótið hentar frekar illa til að baða sig í
Gönguleiðsögumenn og hópar sem eru á göngu um hálendið þurfa oft að fara yfir stór og mikil vatnsföll. með réttum aðferðum, þá þarf það ekki að vera mikið mál. Glacier river Markarfljot is NOT good for swimming. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki þarf mikið útaf að bera til að ekki fari illa
Hér er einn gamall og góður á leið yfir ánna Krossá sem rennur út í Markarfljótið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér reynir Gurri sem er á Econoline 350 að aka yfir Markarfljótið og mátti litlu muna að ekki færi illa.
Þrátt fyrir að vera á 56 tommu dekkjum, þá er stundum sem það er ekki nóg. Pictures of Econoline 350 driving over Markarfljót. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bifreið bjargað úr Markarfljóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 19.6.2008 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.6.2008 | 08:34
GAMLIR TRAKTORAR - MYNDIR
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Farmall traktor var vinnsæll til sveita hér áður fyrri
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annar Farmal með stýrinu til hliðar á safninu á Skógum
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor from Skogar museum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan tók við Massey Ferguson trakktorinn og enn má sjá þennan að störfum víða í sveitum landsins
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Zetor var vinsæl á tímabili
Loftmynd af Zetor traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er enn verið að nota gamlan Ferguson til að raka saman heyi.
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En líklega á þessi traktor metið hvað frumleika varðar
Traktor úr rúlluböggum. Á myndinni má sjá Ómar Pétur Kjartansson, Grétar Má Kjartansson og Sigurstein Pálsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Farmall traktor var vinnsæll til sveita hér áður fyrri
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annar Farmal með stýrinu til hliðar á safninu á Skógum
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor from Skogar museum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan tók við Massey Ferguson trakktorinn og enn má sjá þennan að störfum víða í sveitum landsins
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Zetor var vinsæl á tímabili
Loftmynd af Zetor traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er enn verið að nota gamlan Ferguson til að raka saman heyi.
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En líklega á þessi traktor metið hvað frumleika varðar
Traktor úr rúlluböggum. Á myndinni má sjá Ómar Pétur Kjartansson, Grétar Má Kjartansson og Sigurstein Pálsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Diggadigg gerður upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2008 | 16:13
Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi
Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.
Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.
Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.
Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.
Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,
Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)
Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði
Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.
Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.
Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.
Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,
Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)
Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði
Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 30.5.2008 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)