Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott samantekkt hjá þér.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: JEG

Nú bara verð ég að senda þér "tölvuknús" því að í þessari samantekt fann ég myndir sem mér þykir vænt um að hafa fundið. En það er einmitt úr Grafningi. En þangað á ég ættir að rekja. Stórkostlegar myndir félagi.

Kvitt og kveðja úr sveitinni.

JEG, 29.5.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

glæsilegt hjá þér :)

Óskar Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 17:09

4 identicon

Takk fyrir samantektina... smá leiðrétting þó, hóllinn heitir Kögunarhóll

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:06

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið.

Ég sé að hólinn hefur fengið tvö nöfn hjá mér í textanum við sömu myndina :|

En ég átti kost á því að fljúga um svæðið og mynda Ingólfsfjall allan hringinn og er hægt að sjá myndir úr ferðinni í næsta bloggi hjá mér.

Fyrir þá sem ekki geta beðið geta farið og skoðað myndirnar óritskoðaðar úr ferðinni hér:

http://www.photo.is/08/05/7/index.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.5.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband