NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda maður sem hefur komið að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Egilsstöðum tók á móti okkur vanur maður af svæðinu, bæði bílstjóri og leiðsögumaður

Sögurnar voru ófáar hjá honum sem slógu heldur betur í gegn hjá hópnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Hér labbar hópurinn út í rútu, uppáklæddur, eftir að hafa fengið kynningu um svæðið í Végarði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hópurinn gerir sig klára til að aka um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópurinn var tvískiptur sem fékk að fara inn í stöðvarhúsið þar sem ekið var um 1 km inn í fjallið

Til að öryggiskröfum væri fylgt, þá þurfti að skipta hópnum í tvo hluta. Hópmynd af fyrri hluta hópsins á leið inn í flókið gangnakerfi Kárahnúkavirkjunarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo seinni hluti hópsins búinn að stilla sér upp við eina af mörgum vélarsamstæðum virkjunarinnar

Hér brosir hluti úr rúmum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið í gegnum "Rauða svæðið" sem er staðsett inni í jarðgöngunum á leið inn í stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hér lýsir Sigurður Arnalds "Rauða svæðinu" af mikilli innlifun :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir snarl í boði Landsvirkjunar, þá fékk hópurinn að sóla sig áður en haldið var áfram

Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér í ferðinni á norðaustur horni landsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður var svo inn við Snæfell við vinnubúðir Hraunaveitu sem frétt Morgunblaðsins fjallar um

Vinnubúðir upp við Snæfell (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Ufsastíflu sem verið var að semja um að klára

Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og framkvæmdir þar fyrir austan og lok vinnu við Jökulsárveitu og Ufsarstíflu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri

Hópmynd. Sigurður Arnalds leiðsögumaður hópsins er til hægri á myndinni. Honum vil ég þakka fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ohhhh get alveg gleymt mér við að skoða þessar myndir þínar. Flottar.

Takk fyrir mig.

JEG, 28.5.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég sé að það hefur verið gott veður í ferðinni.

Sölvi Breiðfjörð , 28.5.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Veðrið gat ekki verið betra. Ég hef komið þarna á hverju ári síðan framkvæmdir hófust og er greinilegt að það er meiri ró yfir öllu og flestum framkvæmdum lokið. Nú er bara framleitt rafmagn þarna í gríð og erg og er vonandi að það gangi vel að greiða niður það sem þetta kostaði.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.5.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiii, djö blíðu hafið þið fengið. Ég var í ágætu veðri á suðvesturhorninu, leiðsögumaður á Langjökli, en mig laaaaaangaði svo mikið með austur. Öfund öfund öfund.

Berglind Steinsdóttir, 28.5.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hehe :)

veðrið að sjálfsögðu æði,

flugið magnað

með útsýni yfir Öskju, Herðubreið, Vatnajökul ...

sögurnar

hreindýrin

þvílíkar veitingar hjá staðarhöldurunum á Skriðuklaustri

og .. og ...

Það var stjanað við okkur við hvert fótmál eins og sjá má á myndunum.

(má til með að nudda smá salti í sárið ...)

Ég missti af fyrri ferðinni, svo að ég hreinlega varð að fara í þessa ferð.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.5.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Erlingur,

Ef smellt er á myndirnar, þá er hægt að skoða fleiri myndir úr ferðinni og meðal annars myndir af A1 spjöldum sem send voru inn í samkeppni um hönnun á nýju Gestahúsi fyrir Skriðuklaustur.

Vinningstillagan er hér:

http://www.photo.is/08/05/4/pages/kps05084394x.html

og hér

http://www.photo.is/08/05/4/pages/kps05084395x.html

og sitt sýnist hverjum eins og oft vill vera um mörg mannanna verk.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.5.2008 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband