NÝTT NÁKVÆMT JARÐSKJÁLFTAKORT VIÐ UPPTYPPINGA OG ÁLFTADALSDYNGJU

Fyrst að maður er á annað borð farin að blogga um jarðskjálftavirknina við Upptyppinga og Álftadalsdyngju, þá er víst best að uppfæra kortið sem að ég útbjó 10.12.07 síðastliðinn.

Svo er að sjá að óróinn á svæðinu færist stöðugt í aukana og ef tölugildin á vef Veðurstofunnar eru skoðuð nánar, þá má sjá að það grynnkar stöðugt á óróanum við Álftadalsdyngju. Einnig virðast skjálftarnir vera frekar norðan megin í dyngjunni.

Eins og sjá má, þá útbjó ég kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga og Álftadalsdyngju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju. Einnig er ég búinn að útbúa hæðargraf eða þversnið af svæðinu þar sem rauða línan er teiknuð inn á kortið.


Þversnið og hæðargraf í beinni línu frá virka svæðinu í Álftadalsdyngju í áttina að að Hálslóni við Kárahnjúka þar sem stíflustæðið virkjunarinnar liggur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það má vera að mörgum þyki þessi skjálftavirkni óþægilega nálægt Hálslóni sem er um 15 - 20 Km fjarlægð. En þó svo að það yrði eldgos á þessum stað þá eru margir þröskuldar á milli eins og sjá má á þessu hæðargrafi sem að ég teiknaði.

Svo myndi hraunið líklega að mestu renna til norðurs ef af gosi yrði.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Samantekt um málið má lesa hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/393437/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 320 smáskjálftar við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flott að skoða þetta svona....fylgist vel með og reikna með gosi fljótlega.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Maður er nú orðin úrkulna vona með að það verði nokkuð gos þarna :(

Ef þú skoðar söguna, þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem þessi læti byrja þarna, en að vísu skal það viðurkennast að þetta er óvenju virkt þarna núna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.3.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú vantar bara einn almennilegan skjálfta svo kvikan nái að brjóta sér leið þarna upp. Það gætu auðvitað orðið mjög athyglisverðir atburðir þarna ef brestur á með gosi, sérstaklega vegna nálægðarinnar við Jökulsá á Fjöllum. Gos þarna ætti þó ekki að hafa áhrif á vatnasvið Hálslóns eins og kemur fram hér á kortunum, þótt stutt sé á mili.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En strákar... nú hlyti að fylgja gosi alveg gríðarlegt álag á jarðskorpuna og takið eftir því, að þessir sjálftar eru á 12 - 14 km dýpi. Þó að gosið ofanjarðar hafi ekki áhrif á Hálslón - hvað með átökin neðanjarðar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ómar og fleiri hafa bent á Hálslón í þessu sambandi og að sú þyngdarbreyting sem á sér stað þarna á svæðinu geti komið að stað svona óróa eins og nú er í gangi. Í sjálfum sér er jarðskorpan örþunn og þá sér í lægi á Íslandi og þar sem þetta svæði er sérstaklega. Brotabeltið liggur þarna þvert í gegn og má ætla að það séu ekki nema um 10-20 Km niður á kviku á þessu svæði.

Við þekkjum öll sem göngum á ís að þegar þykktin er ekki mjög mikil að þá springur allt og brestur á stóru svæði þar sem gengið er og þarf stundum að læðast á tánum svo að ísinn láti ekki undan farginu. Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta í þessu sambandi er að í fyrradag fór ég í labbitúr og þurfti að ganga meðfram á og smá vatni og fara yfir ís á nokkrum stöðum. Því miður, var ísinn freka ótraustur sumstaðar og gaf sig og fékk ég því að blotna pínu.

Við skulum vona að það sé ekki eitthvað svipað í gangi við Upptyppinga! Ef gos myndi hefjast, þá yrði því hugsanlega viðhaldið á meðan hleypt er í og úr lóninu!

Þá værum við Íslendingar ekki bara komnir með Geysir sem hægt væri að skrúfa frá og fyrir heldur líka alvöru eldgos líka!

Hver segir svo að við Íslendingar séum ekki sniðugir :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.3.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alltaf gaman og fróðlegt að lesa bloggið þitt.

Óskar Þorkelsson, 3.3.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snilldar hugmynd þó langsótt sé, þ.e.a.s. ef hægt yrði að nota yfirfallsmannvirki Hálslóns sem nk. fjarstýringu á þetta "heimatilbúna" eldgos, sem yrði vafalaust það fyrsta þeirrar tegundar í heiminum ef af því verður. Þvílík kaldhæðni örlaganna ef virkjunin myndi þannig auka ferðamennsku á svæðinu, kannski meira en nokkurn hefði órað fyrir ef aldrei hefði verið virkjað. Þá fyrst þætti nú einhverjum vitleysan vera komin í  heilan hring, en svona er Ísland í dag... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband