MARKARFLJÓT - BRÚ - MYNDIR

Hér er mynd af nýju Markarfljótsbrúnni sem byggð er töluvert neðar en gamla brúin

Í bakgrunni við Markarfljótsbrúnna má sjá Seljalandsfoss. Pictures of Markarfljót with waterfall Seljalandsfoss in background (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nema í gönguleiðsögn æfa sig að vaða yfir Markafljótið snemma að vori

Mismikið getur verið af vatni í jökulám og ef heitt er í veðri, þá borgar sig að fara yfir slíkar ár snemma dags, en mikið getur vaxið í jökulám þegar líða tekur á daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þar sem verið er að drösla einum nemandanum yfir.

Þrátt fyrir mikinn kulda í ánni, þá virðist hann bera sig vel. Picture of Markarfljot and one from the hiking school passing the river (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að benda á það að Markarfljótið hentar frekar illa til að baða sig í

Gönguleiðsögumenn og hópar sem eru á göngu um hálendið þurfa oft að fara yfir stór og mikil vatnsföll. með réttum aðferðum, þá þarf það ekki að vera mikið mál. Glacier river Markarfljot is NOT good for swimming. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki þarf mikið útaf að bera til að ekki fari illa

Hér er einn gamall og góður á leið yfir ánna Krossá sem rennur út í Markarfljótið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér reynir Gurri sem er á Econoline 350 að aka yfir Markarfljótið og mátti litlu muna að ekki færi illa.

Þrátt fyrir að vera á 56 tommu dekkjum, þá er stundum sem það er ekki nóg. Pictures of Econoline 350 driving over Markarfljót. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bifreið bjargað úr Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Eru þetta ekki 46"? ;)

Guðni Þór Björgvinsson, 19.6.2008 kl. 09:36

2 identicon

Hvaða, hvaða - það var bara ósköp notalegt að svamla í jökulánni, þ.e.a.s. eftir fyrsta kuldasjokkið. Væri alveg til í að gera þetta aftur 

Addý (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Jú líklega er það rétt hjá þér, dekkjastærðin er 46", var eitthvað að flýta mér. En svo hljómar hitt betur :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.6.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: JEG

Usss þetta hefur verið kalt.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 20.6.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Enginn hefur þó aðra eins hetjudáð drygt við Markarfljót eins og Skarphéðinn Njálsson hér í denn...

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.6.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband