Færsluflokkur: Samgöngur

HVALASKOÐUN MEÐ ELDINGU - MYNDIR

Tek heils hugar undir þau orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur

„Losun gróðurhúsalofttegunda er meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en í flestum öðrum löndum heims. Stór hluti af þeirri losun fellur til við eldsneytisbruna. Við þurfum að finna nýjar lausnir. Þetta verkefni er prýðilegt dæmi um frumkvæði Íslendinga í rannsóknum og nýtingu visthæfs eldsneytis,“

Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru þau undur sem ferðamenn eru að koma til landsins til að fá að sjá með eigin augum

Hvalur kemur upp til að blása. Whale come up to the surface, Humpback (Megaptera novaengliae) close to Husavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd sem sýnir vel hvað hægt er að komast nálægt hvalnum

Það er von að ferðamenn verða spenntir þegar þeir komast svona nálægt hval eins og þessi mynd sýnir. Tourist get exited when they get closer to the whale as this picture show. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KYNNA SÉR MÁLEFNI VESTMANNAEYJAR Í SAMGÖNGUMÁLUM KYNNI SÉR ÞETTA HÉR

Vísa á fyrri skrif um málið fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar:

Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VELKOMIN Í SKAGAFJÖRÐINN - MYNDIR

Líklega koma Ólafur og Dorrit til með að gista á þessu fallega og fína uppgerða hóteli hér sem ber nafnið Hótel Tindastóll eins og eitt frægasta fjall Skagfirðinga gerir líka

Hótel Tindastóll er vel búið hótel með öllum þægindum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðimýrakirkja er ein af af fallegri kirkjum á landinu og ein af mörgum endurbyggðu kirkjum á svæðinu

Víðimýrakirkja í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kirkjur í Skagafirði hlaðnar með torfi eru fjölmargar í Skagafirði. Það hefur sýnt sig að gömlu kirkjurnar höfðu mun meiri endingu á norðurlandi miða við suðurlandið. En það hefur með rakan og kuldann að gera. Einnig hafa varðveist mun mera af handritum frá norðurlandi vegna þessa.

Hér má sjá svo altaristöfluna sem er í Víðimýrakirkju

Gömul altaristafla í Víðimýrakirkju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er ólíklegt að forsetahjónin líti við á hestabúgarði eins og þessum hér

Flugumýri er staðsett í “Mekka hestamennskunnar“ Skagafirði. Hjónin á Flugumýri bjóða upp á skipulagðar hestaferðir og sýningar fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heimasíðan á Flugumýri er http://www.flugumyri.com/

Hér er danskur vinnumaður á Víðimýri að kynna fyrir samlöndum sínum Íslenska hestinn

Kynning á Íslenska hestinum fyrir dönskum ferðamönnum á Víðimýri í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við verðum bara að vona að Ólafur Ragnar Grímsson forseti láti það ógert að bregða sér á bak. En eins og margir muna eflaust, þá gekk það ekki vel á Snæfellsnesi hér um árið. Nema það hafi verið dulbúin aðferð til að næla sét í konu eins og sjá má

Safnið Glaumbær í Skagafirði er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamann og má þar skoða burstabæ af stærri gerðinni sem hefur verið endurbyggður

Glaumbær í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein skemmtilegasta uppákoma sem að ég hef orðið vitni af fyrir ferðamenn var leikrit sem flutt var fyrir ferðamenn á Hólum í Hjaltadal

Hér er verið að flytja verk um Galdraloft eftir fyrir danska ferðamenn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hólakirkja er einstök og margan gersema þar að sjá

Spurning hvort einhver veit hvað þetta hér er, úr hverju það er smíðað og hvar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hólum í Hjaltadal er fiskasafn þar sem sjá má mörg furðuleg kvkind

Hvaða fiskur skildi þetta vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grafarkirkja í Skagafirði er fyrir margt merkileg og er meðal annar garðurinn í hring um kirkjuna

Í kirkjum íslands blandast saman tákn frá ýmsum trúarbrögðum allt frá heiðnum tíma til okkar dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hofsós er þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð sem er vinsælt fyrir ferðamenn. Bærinn hefur verið byggður upp af miklum myndarbrag í gömlum stíl

Á Hofsósi er Vesturfarasetur sem er safn um burt flutta vestur íslendinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að forsetahjónin hætti sér í siglingu út í Drangey til að skoða fuglalífið út í eyjunni

Drangeyjarferjan Víkingur sem er í eigu Jóns Eiríkssonar “Drangeyjarjarls” (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að afloknu ströngu prógrami, þá er spurning hvort að forsetahjónin fái sér bað í sömu laug og Grettir Ásmundason gerði eftir Drangeyjarsundið fræga

Hlaðin náttúruleg laug (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er hægt að halda svona áfram lengi, en af nógu er að taka á svæðinu.


mbl.is Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DETTIFOSS - MYNDIR OG KORT

Það eru nokkrir fossar á Íslandi sem lengi vel voru í eigu útlendinga. Þeir voru hreinlega seldir til erlendra aðila fyrir tilstuðla Einars Benidiktssonar athafnaskálds.

Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.

Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)


Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.

Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki langt frá Dettifoss er Selfoss og er hann í göngufæri við Dettifoss

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Aðkoman og aðstaðan að fossunum hefur stórbatnað og má hér sjá göngustíg niður að Dettifossi að vestanverðu þar sem ég er þeirra skoðunar að Dettifoss er mun tilkomumeiri að sjá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá Dettifoss austan megin frá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðkoman er einnig mjög góð að austan verðu við Dettifoss eins og sjá má hér

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum að austan verðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á báðum stöðum er komin góð salernisaðstaða. Það sem hefur háð aðkomunni að Dettifossi hefur aðallega verið lélegt ástand á vegakerfinu. En nú stendur til að laga það. Vegurinn að vestanverðu hefur oftast nær aðeins verið fær 4x4 og vel búnum bílum.

Þeir sem ekki vita það, þá eru norðanmenn með sína útgáfu af Gullna hringnum og heitir hann Demantshringurinn og er meðal annars náttúruperlan Dettifoss á þeirri leið.

Ég hef haldið á lofti ýmsum hugmyndum varðandi lestarsamgöngur víða um land og hér má sjá eina hugmynd fyrir norðurlandið þar sem léttlestarkerfi myndi sjá um að tengja byggðirnar saman á norðurlandi við vinsælustu ferðamannaleið þeirra norðanmanna.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dettifossvegur tilbúinn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BOLUNGARVÍKURJARÐGÖNG, VEGURINN UM ÓSHLÍÐ Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG HNÍFSDALS - MYNDIR

Það er nóg að gera hjá Kristjáni Möller þessa dagana. Þá má segja að Bolungarvíkurgöngin séu orðin að veruleika. Hér má sjá myndaseríu af veginum sem að jarðgöngin koma til með að leysa af hólmi.

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sá vegur verður áfram óbreittur. En síðan verður farið frá Hnífsdal yfir í Bolungarvík.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga og aðra ferðamenn. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER BRÚIN NOKKUÐ AÐ HRYNJA Á SELFOSSI? - MYNDIR

Við verðum að vona að það verði ekki of margir þungaflutningabílar á brúnni í einu í mótmælum vörubílstjóra sem standa yfir á Selfossi þessa stundina

Hér má sjá hvað gerðist hér um árið þegar Ölfusárbrú hrundi og vörubíll fór í ánna.

Mynd á safni niður á Eyrabakka sem sýnir þegar Ölfusárbrú hrundi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ölfusárbrú, hér er horft til suðurs yfir hluta af nýja miðbænum sem verið er að byggja upp þessa dagana

Ölfusárbrú horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér skartar Selfoss, brúin og svo Hekla í fjarska sínu fegursta

Mynd af Selfossi, eldfjallinu Heklu í fjarska og svo brúnni sem um ræðir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það stendur víst til að leggja nýja brú yfir Ölfusá fljótlega og skulum við þá vona að bílstjórar fái nóg að gera fyrir þessi dýru tæki sín.

Hugmyndir eru uppi um að útbúa nýja brú og er þá líklegt að sú brú verði á allt öðrum stað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er mikið vatn sem rennur þarna til sjávar en Ölfusá við Selfoss er með meðalrennsli um 423 m3/sek

Gríðarlegt vatnsrennsli er í Ölfusá enda samsett úr Soginu og svo Hvítá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að það sé svo ekki eitthvað annað sem að sé að angra blessuðu vörubílstjórana okkar. En mig grunar nú að hluti af vandamálinu geti legið í snöggum samdrætti þessa dagana.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bílstjórar mótmæltu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR FRÁ ÞINGVÖLLUM - ÖXARÁ OG ÖXARÁRFOSS Í KLAKABÖNDUM

Svona til að minna á fyrsta þjóðgarð okkar Íslendinga, þá má sjá myndaseríu sem að ég tók í góða veðrinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Hér byrjuðum við félagarnir að ganga fram á brún Almannagjár þar sem Öxará fellur fram af og myndar fossinn Öxará. Fossinn mun víst vera manngerður af víkingum sem vantaði vatn niður á flatirnar fyrir neðan til að brynna mönnum og skepnum.


Á brún við Almannagjá á Þingvöllum þar sem Öxarárfoss fellur fram af (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hefðbundna mynd af fossinum Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðmynd eða panoramamynd af Öxarárfossi


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú fer að líða að vori og leysingar lita eða grugga vatnið. Hér má vel sjá hraðan á vatninu sem streymir fram hjá linsu myndavélarinnar


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Öxará og fossinn Öxárárfoss eru greinilega enn í klakaböndum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er auðvelt að taka myndir af fossinum sökum úða og sterks skyn sólarinnar. Hér má svo sjá mynd af flúðum aðeins lengra frá fossinum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lyngdalsheiðarvegur boðinn út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :)

Ég hefði nú haldið að maður með þá reynslu sem Ísleifur Jónsson hefði að hann ætti að vita að það hefur verið mikið um vatnsgang í jarðgöngum á Íslandi. Nóg er að nefna nýjustu göngin á Vestfjörðum og svo núna síðast göngin í Kárahnjúkum.

Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.

Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?

Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.

Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)


Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)

Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:

Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.

Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!

Linkur á Fred. Olsen Express

Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.

Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.

Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.

Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!

Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.

Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:

http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.

Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)

En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761

Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora

Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/

og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:

http://www.herrenknecht.de/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR ÚR PÁSKAFERÐ INN Í LANDMANNALAUGAR OG YFIR VATNAJÖKUL

Var að koma úr ferð um páskana þar sem farið var inn í Landmannalaugar og yfir Vatnajökul. Byrjað var á því að fara á nokkrum bílum inn í Landmannalaugar.

Hér má sjá myndaseríu úr ferðinni ásamt stuttum texta:

Eins og sjá má á myndinni, þá hefur snjóað töluvert á svæðinu og voru sum skiltin nánast horfin


Skilti við Frostastaðavatn á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skilti við Frostastaðavatn á kafi í snjó link to pictures + link to pictures


Það var farið að líða að kveldi þegar komið var að ánni sem er á leið inn í Landmannalaugar


Ekið yfir ánna á leið inn í Landmannalaugar að nóttu til (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekið yfir ánna á leið inn í Landmannalaugar að nóttu til link to pictures + link to pictures


Það er orðið langt síðan það hefur verið svona mikill snjó inni í Laugum en hér má sjá nýja skálann í Landmannalaugum á kafi í snjó!


Nýi skálinn í Landmannalaugum á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nýi skálinn í Landmannalaugum á kafi í snjó link to pictures


Á meðan sumir lögðu land undir fót á gönguskíðum, þá fór hluti af hópnum gangadi um Laugarhraunið á tveimur jafnfljótum. Gott var að ganga í slóð eftir vélsleða sem höfðu átt leið um svæðið.


Gengið upp í átt að Brennisteinsöldu - allt á kafi í snjó (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gengið upp Brennisteinsöldu - allt á kafi í snjó link to pictures + link to pictures


Hér er brugðið á leik við skiltið sem vísar á hina frægu gönguleið "Laugavegurinn"


Skilti við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skilti við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg link to pictures + link to pictures


Finna mátti þennan fallega íshelli á hverasvæðinu á leið til baka


Íshellir við Brennisteinsöld á gönguleiðinni við Laugaveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kristín skálavörður hefur dundaði sér við að útbúa snjó hótel fyrir þá sem vilja gista í snjóhúsi frekar en í skála.


Snjóhús Landmannalaugum made by Kristínu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er Guðmundur að prófa að "tjakka" upp "Pamelu" eða plása upp 3ja tonna Landcruser með blöðru sem tengd er pústinu á bílnum, því miður sprakk blaðran með miklum látum :|


Landcruser blásinn upp eða tjakkaður upp með pústinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pamela er fræg fyrir að hafa farið yfr Grænlandsjökul hér um árið. Ég get hiklaust mælt með þessari tegund af bílum. En bílinn stóð sig ótrúlega vel í ferðinni með sína öflugu 24 ventla díselvél.

Landrover nærri oltin við Landmannalaugar link to pictures


Það er falegt um að litast í blíðuni við sjálfar laugarnar sem Landmannalaugar hafa fengið nafn sitt eftir


Þreyttir ferðalangar baða sig í Landmannalaugum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópur kveður skálavörð í Landmannalaugum link to pictures
Ekið yfir ánna link to pictures


Það þarf að huga að mörgu þegar verið er að fara í erfiðar ferðir inn á hálendið og sér í lagi þegar verið er að fara yfir Vatnajökul eins og í þessari ferð


Guðmundur herðir upp á ró bakvið drifskaft í framhásingu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Rebbi varð á leið leiðangursmanna á leið inn í Jökulheima og náðust nokkrar myndir af honum áður en hann forðaði sér upp á næstu hæð til að virða frekar fyrir sér þá sem áttu leið hjá


Refur á leið ferðalanga inn í Jökulheima (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver týndi kerru á leið inn í Jökulheima link to pictures


Hér er komið inn í Jökulheima, skála jöklarannsóknarmanna. Skálinn er fyrir vestan Vatnajökul þar sem Tungaá (Tungná) kemur undan jöklinum.


Komið að skála jöklarannsóknarmanna inni í Jökulheimum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar voru nokkrar fjölskyldur samankomnar til að njóta útiverunnar á 4x4 bílum og vélsleðum.

Skáli Jökulheimum á kafi í snjó link to pictures
Fjölskylda á ferð á vélsleðum link to pictures
Færi erfitt á Vatnajökli - allir að festa sig link to pictures


Það er auðveldara að bruna niður jökulinn en upp hann. Hér nýtur bílstjórinn sín í "botn"


Sá gamli góði - Landcruser - Páll á leið niður Vatnajökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sá gamli góði - Landcruser - Páll á leið upp og svo niður Vatnajökul link to pictures + link to pictures
Pajero á siglingu niður Vatnajökul link to pictures
Kona á Landcruser 70 á leið niður Vatnajökul link to pictures


Ekki tókst að láta félaga Steinar falla þrátt fyrir að mikið væri reynt. Hann stóð af sér hverja raunina á fætur annarri eins og sjá má


Steinar Þór Sveinsson ákveður að taka áskorun og prófa nýju skíðin og lætur draga sig eftir jöklinum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Steinar Þór Sveinsson ákveður að taka áskorun og prófa nýju skíðin link to pictures + link to pictures
Félagar Steinar og Haraldur landroverast upp Vatnajökul í flottu veðri link to pictures


Það eru fleiri bílategundir sem láta gamminn geysa á jöklinum. Hér er Landróver á öðru hundraðinu ... eða var bílinn kannski bara á ... :)


44" Landroverinn hans Haraldar Arnar á kafi í snjó ryðst hér áfram upp Vatnajökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


44" Landrover á kafi í snjó link to pictures + link to pictures
Skálarnir við Grímsvötn framundan link to pictures
Guðmundur við skálann í Grímsvötnum link to pictures
Steinar að vonum ánægður með að vera komin á þennan fræga stað link to pictures


Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá


Hér er verið að moka sér leið inn í skála jöklarannsóknarmanna á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þá er að moka sig inn í skálann link to pictures + link to pictures
Horft í áttina þar sem síðasta gos var í Grímsvötnum link to pictures


Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr.


Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.

Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin link to pictures + link to pictures
Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari link to pictures
Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall link to pictures
Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin link to pictures
Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni link to pictures + link to pictures
Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli link to pictures
Innviðir skálans á Grímsfjalli link to pictures
Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi link to pictures
Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls link to pictures
Klósett eins og þau gerast best link to pictures
Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni link to pictures + link to pictures
Mikið er Steinar ánægður núna link to pictures
Bograð yfir biluðum Landróver upp á miðjum Vatnajökli - Útlitið ekki gott link to pictures
Er það loftsían - Nei link to pictures
Er loft á kerfinu? - Já - vantar vatn link to pictures
Þá er bara að bræða snjó og bæta á vatnskassann link to pictures
Fljótt að skafa í förin aftur - en það er að birta til link to pictures
Meira skjól í Landrover til að bræða snjóinn link to pictures
Þá byrjar hinn bílinn að bila - hvar endar þetta - það brakar óþægilega mikið í liðnum að framan link to pictures
Þarna er tumi Þumall í Vatnajökli - gígtappi link to pictures
Hvannadalshnjúkur - Öræfajökull - Þuríðartindur link to pictures
Landrover einn á ferð - enn eftir 8 km að Hermannaskarði link to pictures + link to pictures
Glitský link to pictures
Færið að versna og Landrover dregur kúluna link to pictures + link to pictures
Sólsetur link to pictures
Landcruser í sólsetri link to pictures
Ekið niður Hermannaskarðið og enn versnar færið link to pictures


Færið var orðið gríðarlega erfitt, þunn skel ofan á snjónum og svo botnlaust púður undir. Því þurfti allt að virka og var eins og læsingin að framan væri ekki að virka á Landrover. Að lokum voru þeir þrír félagarnir komnir undir bílinn til að finna út hvað væri að. Núna varð Landroverinn hreinlega að vera á undan það sem eftir var ferðarinnar. En það var farið að braka ótæpilega að framan á Landcruser og stutt í að allt myndi brotna. Útlitið var ekki bjart!


Allt fast og ekkert virkar - læsingin að framan biluð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar komið var niður Hermannaskarðið, þá fyrst fór færið að þyngjast verulega. Stefnan var tekin á skála Jöklarannsóknafélagsins í Esjufjöllum, en ferðin sóttist MJÖG hægt og var meðalhraðinn oft ekki meira en 1-2 km/klst!

Þrátt fyrir að báðir bílarnir væru á 44" dekkjum og með allt læst að framan og aftan og ló-ló gírinn notaður, þá urðu þreyttir ferðalangar að lokum að játa sig sigraða kl. 3 að nóttu fyrir móður náttúru.

En það kom ekki að sök. Því skyndilega varð allur himininn lifandi grænn og norðurljósin dönsuðu út um allt.


Norðurljósin með Landcruser í forgrunni og Mávabyggðirnar og Fingurbjörg í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nóttin var þess virði þrátt fyrir aðeins 1 km/klst hraða - Norðurljósin í öllu sínu veldi link to pictures + link to pictures + link to pictures
Ótrúleg norðurljós með Landcruser í forgrunni link to pictures + link to pictures
Rosabaugur um tunglið link to pictures


Þar sem ekki náðist inn í Esjufjöll og kl. orðin rúmlega þrjú að nóttu, þá var ákveðið að slá upp tjaldbúðum út á miðjum Breiðamerkurjökli


Sofið í tjöldum á miðjum Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næturbirtan er falleg á jöklinum - Steinar og Halli komnir ofan í pokana sína link to pictures
Frekar þungbúið þegar vaknað er næsta dag kl. 9 link to pictures
Ekið niður af Breiðamerkurjökli í erfiðu færi og slæmum skilyrðum - meðalhraðinn 1-2 Km/klst link to pictures
Ekki enn runnið af Steinari eftir bjórinn frá ... link to pictures
Ekið á ísnum niður jökulsporðinn á Breiðamerkurjökli link to pictures
Fagnaðarfundur - fyrstu jeppar sem sjást á leið upp á jökulinn - fáum leiðbeiningar niður jökulinn í talstöð link to pictures
Íslenskur voffi link to pictures
Hópur kveður á Selfossi, liður að framan brotnaði á Hvolsvelli og öryggisbolti í afturhásingu í Landcruser hjá Guðmundi. Sluppum rétt fyrir horn eftir 773 Km ferð link to pictures


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Blíðviðri á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært

Fór í flotta og mjög erfiða ferð yfir páskana og má sjá GPS slóðann á kortinu hér sem Haraldur Örn Ólafsson pólfari á heiðurinn af. Með því að smella á kortin, þá er hægt að ná í GPS leiðina.



Kort með GPS leið af Páskaferð. Kjartans P. Sigurðsson, Guðmundar Halldórsson, Haraldur Örn Ólafsson, Steinar Þór Sveinsson. Reykjavík, Landmannalaugar, Jökulheimar, Grímsvötn, Hermannaskarð, Breiðamerkurjökull, Reykjavík (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Tók mikið af fallegum myndum sem verða að koma seinna þegar tími gefst til.

Var annars að prófa að setja inn flug sem að við flugum nokkrir félagarnir á fisum um Vestfirðina síðasta sumar og má sjá kost og GPS slóða af leiðinni hér

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Hér er svo seinni hluti leiðarinnar um Vestfirðina

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Myndir úr fluginu má svo sjá hér:

http://www.photo.is/07/07/4/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband