VELKOMIN Í SKAGAFJÖRÐINN - MYNDIR

Líklega koma Ólafur og Dorrit til með að gista á þessu fallega og fína uppgerða hóteli hér sem ber nafnið Hótel Tindastóll eins og eitt frægasta fjall Skagfirðinga gerir líka

Hótel Tindastóll er vel búið hótel með öllum þægindum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðimýrakirkja er ein af af fallegri kirkjum á landinu og ein af mörgum endurbyggðu kirkjum á svæðinu

Víðimýrakirkja í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kirkjur í Skagafirði hlaðnar með torfi eru fjölmargar í Skagafirði. Það hefur sýnt sig að gömlu kirkjurnar höfðu mun meiri endingu á norðurlandi miða við suðurlandið. En það hefur með rakan og kuldann að gera. Einnig hafa varðveist mun mera af handritum frá norðurlandi vegna þessa.

Hér má sjá svo altaristöfluna sem er í Víðimýrakirkju

Gömul altaristafla í Víðimýrakirkju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er ólíklegt að forsetahjónin líti við á hestabúgarði eins og þessum hér

Flugumýri er staðsett í “Mekka hestamennskunnar“ Skagafirði. Hjónin á Flugumýri bjóða upp á skipulagðar hestaferðir og sýningar fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heimasíðan á Flugumýri er http://www.flugumyri.com/

Hér er danskur vinnumaður á Víðimýri að kynna fyrir samlöndum sínum Íslenska hestinn

Kynning á Íslenska hestinum fyrir dönskum ferðamönnum á Víðimýri í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við verðum bara að vona að Ólafur Ragnar Grímsson forseti láti það ógert að bregða sér á bak. En eins og margir muna eflaust, þá gekk það ekki vel á Snæfellsnesi hér um árið. Nema það hafi verið dulbúin aðferð til að næla sét í konu eins og sjá má

Safnið Glaumbær í Skagafirði er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamann og má þar skoða burstabæ af stærri gerðinni sem hefur verið endurbyggður

Glaumbær í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein skemmtilegasta uppákoma sem að ég hef orðið vitni af fyrir ferðamenn var leikrit sem flutt var fyrir ferðamenn á Hólum í Hjaltadal

Hér er verið að flytja verk um Galdraloft eftir fyrir danska ferðamenn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hólakirkja er einstök og margan gersema þar að sjá

Spurning hvort einhver veit hvað þetta hér er, úr hverju það er smíðað og hvar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hólum í Hjaltadal er fiskasafn þar sem sjá má mörg furðuleg kvkind

Hvaða fiskur skildi þetta vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grafarkirkja í Skagafirði er fyrir margt merkileg og er meðal annar garðurinn í hring um kirkjuna

Í kirkjum íslands blandast saman tákn frá ýmsum trúarbrögðum allt frá heiðnum tíma til okkar dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hofsós er þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð sem er vinsælt fyrir ferðamenn. Bærinn hefur verið byggður upp af miklum myndarbrag í gömlum stíl

Á Hofsósi er Vesturfarasetur sem er safn um burt flutta vestur íslendinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að forsetahjónin hætti sér í siglingu út í Drangey til að skoða fuglalífið út í eyjunni

Drangeyjarferjan Víkingur sem er í eigu Jóns Eiríkssonar “Drangeyjarjarls” (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að afloknu ströngu prógrami, þá er spurning hvort að forsetahjónin fái sér bað í sömu laug og Grettir Ásmundason gerði eftir Drangeyjarsundið fræga

Hlaðin náttúruleg laug (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er hægt að halda svona áfram lengi, en af nógu er að taka á svæðinu.


mbl.is Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rosalega var þetta skemmtileg myndasyrpa með skýringum og frásögnum! Sérstaklega af því þarna er mynd af mér með... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú varst eitthvað að reyna að bera af þér fyrir stuttu að þú værir ekki í einhverri leyniþjónustu. Get nú ekki betur séð en að það sé einhver mjög svo dularfull kona sem er dulbúin á hópmyndinni frá Hofsósi (nr. 11). En hver ætli sé annars konan í rauðu úlpunni með stóru sólgleraugun :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.4.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, sko...  ég neitaði að kommentera á þetta með leyniþjónustuna um daginn. Svona "no comment" dæmi. Það sem ég reyndi að bera af mér var að ég færi fáklædda (kuldaskræfa), dökkhærða (er í ljóskuleik) konan sem sat framan á bátnum. ÞAÐ var ekki ég. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Góð syrpa með nettu leiðsögumannsívafi. Það var reyndar í Landsveitinni sem forsetii vor datt af baki hérna um árið - en það er með þetta eins og annað í leiðsögninni, aðalatriðið að það hljómi vel!

Ásgeir Eiríksson, 10.4.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

                           VÁ!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mjög skemmtilegur og fróðlegur pistill og myndirnar eru frábærar eins og alltaf. 

   Vissir þú af samstarfshópnum sem verkfræðingar við Háskóla Íslands eru búnir að stofna, til að kanna hagkvæmni neðanjarðarlestar.  -  Það er búið að stofna starfshóp innan verkfræðideildar HÍ, sem á að kanna aðstæður á Stór - Reykjavíkursvæðinu fyrir  metró - kerfi, og hópurinn mun skoða hagkvæmni slíks kerfis, staðsetningu lestarstöðva, tengikerfi við lestarnar, tæknilega valkosti, og æskilega oinbera stefnumörkun.  Hafa þeir haft samband við þig?  Þeir ætla nefnilega að leita fanga utan hópsins eftir því sem efni standa til.-  Þú getur séð þetta nánar á blogginu mínu

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.4.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ásgeir, það mun víst kórrétt vera að forseti vor datt af baki í Landsveitinni, Það var víst maður nefndur Kjartan Ólafsson félagi minn sem datt aftur á móti af baki á Snæfellsnesinu og braut víst einhver bein í því falli þó svo að það hafi ekki orðið ný kona úr því dæmi, enda maðurinn vel giftur fyrir.

Svona geta stundum minningarnar skolast til :) Varðandi leiðsögnina, þá er stór hluti af starfinu að skemmta fólki og því bráðnauðsynlegt að geta haft svona sögur í handraðanum þegar við á. Hef heyrt að eintómar tölulegar staðreyndar sé ekki beint það sem ferðamenn séu að sækjast eftir, heldur koma þeir hingað m.a. til að sjá þetta furðulega fólk sem hér býr ásamt landi og ... Því er ég alveg á því að leiðsögumenn eiga að vera upp til hópa stórskrítið fólk svo að þessir ferðamenn hafi einhverjar mergjaðar minningar eftir að lokinni ferð um landið okkar. En það gildir í þessu eins og öðru að maður er manns gaman.

Velkomin Helga Kristjánsdóttir í bloggvinahópinn. Við skulum við vona að það séu ekki fleiri "vá" fyrir dyrum eins og það sem kom upp á í gærdag.

Takk fyrir ómetanlegan stuðning þinn Lilja hér á blogginu við samgönguhugmyndir mínar. Hér eiga bloggarar að sjálfsögðu að standa saman þegar gefur á bátinn. Ekki er gott þegar aðilar utan bloggsamfélagsins eru komnir á fulla ferð með hugmyndarvinnu sem er allt eins líklegt að þeir hafi nælt sér í á heimasíðu einhvers bloggarans og finnst mér að fjölmiðlar ættu að vera meira vakandi í þeim efnum.

En ég get þó sætt mig við að það er gaman þegar það sem við erum að setja hér inn á bloggin okkar er beinlínis farið að hafa áhrif út í samfélagið sem við lifum og hrærumst í. Áhrifamáttur bloggsins getur verið gríðarlegur og ekki er ólíklega að sá máttur geti verið meiri en sá sem fæst við lestur á dagblöðum. Ein ástæðan fyrir því er að bloggmiðilin er gagnvirkur og getur náð að virkja mikinn fjölda af fólki á því augnabliki sem umræðan á sér stað og því púls þjóðarsálarinnar fljótur að koma upp á yfirborðið hvað málefnið varðar. Hér hefur uppsetning og útfærsla á moggablogginu verið mjög flott fyrir utan "Styrmis" ritstjórnina.

Ekki veit ég hvort að það er tilviljun. En ég hef komið með blogg um ákveðin málefni töluvert áður en þau komust í hina almennu umræðuna og má þá nefna málefni eins og:

Hengilssvæðið

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/

Bitruvirkjun http://www.hengill.nu/

Verndun Geitastofnsins

Íslenskar Geitur - Myndir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/369659/

Þremur vikum seinna kom fram sameiginleg þingsáliktunartillaga allra þingflokka um að vernda geitastofninn

Jarðgangagerð á Austurlandi með bor frá Kárahnjúkum

ÞUNGFÆRT, SKAFRENNINGUR, HÁLKA, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/

Stuttu seinna lagði ég til á blogginu að reyna að kaupa borinn til að vinna viðkomandi göng

Brýnt er að koma sem flestum lögnum í jörðu á viðkvæmum stöðum

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/476724/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/388766

og nú síðast um málefni Bakkafjöru og Vestmannaeyjar þar sem athafnarmaðurinn Magnús Kristinsson er búinn að setja upp heimasíðu http://www.strondumekki.is/index.php um málefnið

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Svo hefur verið mikið grín að fylgjast með umfjöllun ákveðina fjölmiðla um jarðlestarkerfi fyrir Reykjavík og greinilega mikil pólitísk lykt að því dæmi enda borgin verið í mikilli krísu síðustu mánuði. Einhverra hluta vegna hafa þær hugmyndir sem ég hef haldið á lofti algjörlega farið fram hjá þeirri umræðu - Þetta er gott dæmi um stýrða fjölmiðlun hér á íslandi - því miður.

Bloggið virkar best þegar maður nær að hafa skíran fókus á nokkur ákveðin málefni, sem eru hjá mér samgöngumál, ferðamennska, ljósmyndun og svo það sem upphaflega var ástæðan fyrir þessu bloggi er barátta gegn stjórnvöldum í ákveðnu máli sem að mér sjálfum snýr.

Ég var að spá í að sækja um styrk til OR fyrir stuttu. Í pottinum voru 100.000.000! Í ljós kom að aðeins var hægt að sækja þá styrki í gegnum 7 íslenskar háskólastofnanir. Utanaðkomandi aðilar hafa því ekki möguleika, það sama reyndi ég með Landsvirkjun fyrir stuttu og var ekki einu sinni svarað :)

Þrjár tillögur frá Orkuveitunni voru um málefni sem að ég hef verið að koma með hugmyndir um hér á blogginu sem eru:

9. Lestarsamgöngur (sjá linka efst á blogginu vinstra megin)

10. Orkugjafar í samgöngum

11. Varmalosun frá jarðstrengjum

14. Rannsókn á umhverfisþáttum snjóframleiðslu

En annars skulum við vona að hin merka stofnun Háskóla Íslands sé ekki að Hannes Hólmsteins væðast of mikið þessa daganna :)

BLOGG HEFUR ÁHRIF :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.4.2008 kl. 07:08

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Yndislegar myndir af sveitinni minni! Knús fyrir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 04:16

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.4.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband