ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR!

Væri ekki ráð á að klára fyrst að leggja betri veg frá Reykjavík út á Kjalarnes?

Þar þarf aðeins að leggja göng sem svarar til 4 Km og ætti það að vera leikur einn og að auki mun ódýrara þegar upp er staðið en allar brúarhugmyndirnar! Í leiðinni fengist stytting á sömu vegalengd frá Reykjavík um heila 10 Km!

Hver hefði trúað því að nokkrum árum seinna eftir byggingu þessara mannvirkja hér sem Spölur byggði undir Hvalfjörðinn á sínum tíma að nú þyrfti að tvöfalda?


Horft til norðausturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af nýrri leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara um Laugarnes, Viðey, Geldinganes, Álfsnes. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi framkvæmd myndi stórauka möguleika á nýrri byggð, ekki langt inni í landi heldur við sjóinn á besta stað!

Hér er mynd af jarðgöngunum undir Hvalfjörð þar sem horft er til suðurs

Hvalfjarðargöngin :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo ýmsar staðreyndir um Hvalfjarðargöngin sem fengust ef vef Spalar:

Heildarlengd (göng í bergi + vegskálar) 5.770 metrar - þar af undir sjó 3.750 metrar
Tvær akreinar að sunnanverðu eru 3,6 km
Þrjár akreinar að norðanverðu eru 2,2 km
Halli vegar að sunnanverðu er 4-7%, minni en í Kömbunum
Halli vegar að norðanverðu er mest 8,1%, álíka og í Bankastræti í Reykjavík
Dýpsti hluti ganganna er 165 metrum undir yfirborði sjávar
Mesta dýpi á klöpp á jarðgangaleiðinni er 116 metrar
Mesta dýpt sjávar er 40 metrar
Mesta þykkt sets ofan á berggrunni er 80 metrar
Þykkt bergs yfir jarðgöngum er hvergi undir 40 metrum


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bíða svars um stækkun Hvalfjarðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband