ÉG ER LÍKA HRIKALEGA VONSVIKINN!

Er ekki orðið spurning hvort að ríkisstjórnin þurfi ekki að fara að huga betur að fjölskyldu- og barnvænna umhverfi hér á Íslandi?

Ef að ráðamenn nenna ekki að HLUSTA og taka ILLA EFTIR og setja sig á háan stall eins og hún Þorgerður okkar, þá er ekki von á góðu.

Hér er frétt af Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á íslenskum vefmiðli fyrir stuttu.

Eitthvað virðist dómarasætið vefjast fyrir henni Þorgerði þessa dagana!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í frétt á http://www.eyjan.is/ fyrir stuttu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er maður í smá áfalli yfir því að það eigi að leggja niður kennslu í dönsku. Hvaða skjól hafa þá kúgaðir íslenskir flóttamenn í framtíðinni þegar búið er að taka af þeim dönskuna líka?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Við erum langt á eftir, það er svo slæmt.  SVo koma krakkar hér frá öðrum löndum og þeir eru svona 2-4 árum á undan.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þrátt fyrir að það sé búið að lengja skólaárið, börn byrja fyrr í námi, öll aðstaða orðin betri í skólum, börn mörg hver keyrð og sótt í skólann - Hvað er að?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vantar virðingu og aga í skólum og betri námsskrá.  Börn sem koma úr leikskóla eru yfirleitt þegar búnir að læra það sem kennt er í skóla fyrstu 2 árin.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Agi og virðing kemur frá foreldrum. Líklega hefur upplýsingabyltingin, stofnannamennska, hraðinn og neysluæðið einhver áhrif á þessa þróun líka.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 14:56

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei ég er ekki sammála þér.  Agi þarf að vera innan skólans líka og það þarf að ríkja gagnkvæm virðing innan skólaveggjana til að hlutirnir ganga vel.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 15:03

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Uppeldi er langt og flókið ferli. Ekki er hægt að taka út eitt atriði og segja að það valdi þessu eða hinu. Samfélagið hefur gjörbreyst á stuttum tíma. Börn fara ekki lengur í sveit og stórfjölskyldan er búin að vera. Gamla fólkið er sett á stofnanir og börnin á leikskóla. Börnin læra ekki mikið af þeim sem eldri eru ef þau eru aldrei heima eða til staðar. Við sjáum ekki lengur krakkaskarann úti að leika sér. Nú sitja allir fyrir framan tölvur á msn heilu og hálfu dagana eða eru að blogga ;)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband