Færsluflokkur: Samgöngur

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - Metro lestakerfið - Matur - 5

KÍNAFERÐ - Shanghai - Metro lestakerfið - Matur - 5

Dagur - 5 / Day - 5

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Dagur-5

Nú er 23. des. 2008 og kvöldið áður var viðburðaríkt. En þá við fórum í Mall eða "litla verslunarmiðstöð"

Shanghai is hailed as the "Shopping Paradise" and "Oriental Paris". Offering some of the best shopping in the whole of China, Shanghai truly is a shopaholics dream (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



að lokinni verslunarferð var neðanjarðarlestin tekin heim á leið og var vel troðið og mátti sjá folkið ryðjast út úr yfirfullum lestunum á háanna tíma.

The Shanghai metro is one of the youngest in the world and among the most rapidly expanding. Total length of 227 km, with 161 stations and 8 lines! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En svona lestakerfi getur verið gríðarlega afkastamikið

Daily shanghai Metro ridership averaged 3.065 million in 2008 and set a record of 4.307 million on December 31, 2008. Fares ranged from 3 yuan for journeys under 6 km, to 8 yuan for journeys over 46 km. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá tók við að venju flottur kvöldverður. Kínverskt snakk er mjög fjölbreytt. Hér má sjá hnetur, sykurreyr og litlar mandarínur (allt borðað og börkurinn líka)

Þurkuð fiskbein var eitt það besta snakk sem að ég hef borðað (fín viðskiptahugmynd fyrir íslendinga) og svo er það meinholt. Shanghai dry fishbone snack! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn byrjar rólega með flottum morgunmati að venju og núna með nýbökuðum grænmetisfylltum brauðbollum ásamt súpu og hrísgrjónafylltum bollum

I definitely love Shanghai breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Tókum strætó niður í miðbæ. Hér má sjá verktaka vera að hreinsa strætó rétt á mean beðið er eftir því að fara í næstu ferð. Gaman var að fylgjast með mannlífinu út um gluggann á leiðinni sem tók rúma klukkustund. Það var ótrúlegt að sjá hverja risabygginguna á fætur annarri líða framhjá og hvernig búið var að lyfta upp heilu vega- og lestarkerfi sem sumstaðar var á mörgum hæðum.

Shanghai bus system. Shanghai has more than 1000 formal bus lines. Ordinary buses charge 1yuan (not more than 13km) or 1.5 (over 13km), and if air-conditioned, 2yuan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við skoðuðum okkur um og litum í nokkrar búðir. Fengum okkur 5 rétta hádegismat og voru lappir af hænu inni í því prógrammi. Keyptum ýmislegt smávægilegt eins og snakk sem mikið er til af nema bara mun hollara en Íslendingar eiga að venjast. Þar var mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og annarri góðri hollustu. Fórum í tebúð, þegar aðrar þjóðir drekka kaffi þá drekka Kínverjar te og er mikil menning fyrir slíku.

Maður rakst reglulega á fátækt fólk sem var að betla. Oft eru það einstæðar mæður með börn sem eru ný komin utan að landi til að leita eftir nýju og betra lífi í stórborginni

I saw beggars on the streets everyday in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Máttur auglýsinganna er mikill í Shanghai borg. Það er meira að segja farið að borga sig að setja upp risa TV skjái eins og sjá má á þesari mynd með jöfnu millibili eftir endilangri götunni

Shanghai, city of advertisement :) You see advertising everywhere on cars, houses, ... even on ships and aircraft! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Merkilegt að sjá þessi risa steypuumferðarmannvirki á mörgum hæðum út um alla borg

Shanghai Concrete Industry is ... unbelievable! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við enduðum þó á Starbucks (fyrsta skiptið fyrir mig) og fengum okkur café latté og café með súkkulaði ásamt upphitaðri bollu. Þetta kom sér vel því að kuldinn var orðin óbærilegur eða um -5 °C.

Við stóðum okkur hreinlega af því að fara inn í búðir til að ná okkur í smá hita. Keyptum 3 bækur í einni risabókabúð. Magnað að sjá mikið úrval af ýmsum sérbókum um forritun, sérhæfð teikniforrit m.m. og þær voru ALLAR á Kínversku eins og aðrar bækur í búðinni. My first time in Starbucks was in Shanghai ... I have to say I luvvvvvvv (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá beið kvöldmatur klár sem voru rif og lambakjöt í súpu ásamt baunasallati.

The best Shanghai dinner. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn hafði annars góðan endi, búið var að panta tíma fyrir okkur nuddstofu um kvöldið. Það fólst í baknuddi, fótnuddi og síðan heilnuddi. _ Byrjað var á því að setja fæturna í mjög heitt vatn í tréstamp til að mýkja húðina. Því næst voru fæturnir skafnir með tréhníf (til að fjarlægja óþarfa sigg). Næst var sett sterkt efni undir plast rétt fyrir neðan hnésbæturnar sem gerði það að verkum að það var eins og fæturnir loguðu á meðan á nuddinu stóð.

I got a great foot massage in Shanghai with hot bath and full body massage (2 hrs. program!) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Nuddið tók 2 x 60 mín. og kostaði ¥100 (x17) og það lá við að það þyrfti að styðja mann út eftir alla þessa upplifun.

Kvöldmaturinn var svo að venju margrétta niðurskorin önd ásamt svínakjöti og allt á beinum sem að maður dundaði sér við að naga. Verð að viðurkenna að ég saknaði að fá ekki skötu :|

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Ár vinnusemi að ganga í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DANSKT VARÐSKIP OG ÞYRLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - MYNDIR

Hér má sjá Danska varðskipið Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn. Það er ekki óalgengt að danskir varðskipsmenn líti í heimsókn til Reykjavíkur á leið sinni til Grænlands.

Þetta er að vísu ekki nýja skipið en þessar myndir voru teknar í nóvember 2006 þegar varðskipin voru í Reykjavíkurhöfn. Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er Íslenska Landhelgisgæslan að gera æfingar í Reykjavíkurhöfn þar sem stokkið er í sjóinn í flotgöllum

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér bíða starfsmenn Danska varðskipsins Hvidbjornen (F360) eftir því að þyrla skipsins komi inn til lendingar

Picture of helicopter crew from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér lendir þyrlan af Danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft ofan á þilfarið á danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn í nóvember 2006

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það varð mikil bylting í þróun á þyrlum þegar þotumótorinn kom til sögunar.

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRÚ OG STAÐARSKÁLI VIÐ HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Hér er hinn "nýi" Staðarskáli að rísa í botni Hrútafjarðar þar sem búið er að leggja nýjan veg fyrir botn fjarðarins ásamt nýjum brúm

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hóteli. Litla húsið við hótelið var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo lón og stíflan í Ormsá sem má sjá þegar ekin er leið sem heitir Haukadalsskarðsleið sem liggur úr Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða var yfir Haukadalsskarð að Brú í Hrútafirði

En þó svo að virkjunin sé orðin gömul, þá má sjá enn upprunalega leiðslu úr timbri sem var greinilega orðin míglek á leiðinni því að það var fullt af litlum gosbrunnum sem stóðu upp úr leiðslunni á leið til byggðar. Picture of damp for power station for post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Staðarskáli á nýjum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLUG ER SKEMMTILEGT ... EN DÝRT!

Hvað er skemmtilegra en að geta flogið um eins og fuglinn fljúgandi?

Á sínum tíma í kringum 1990 átti ég þess kost að tengjast flugi. En þá bauðst mér að koma inn í 10 manna hluthafahóp sem var að vinna í því að kaupa og yfirtaka Leiguflug Sverris Þóroddssonar. Ég var ungur og vitlaus þá og greiddi eitthvað um 3 millur fyrir 15-20% hlut og stofnað var nýtt flugfélag sem fékk nafnið Leiguflug.

Auk þess að greiða hlutafé að fullu, þá vann ég launalaust í nokkur ár við að reyna að vinna þessu félagi brautagengi og sá meðal annars um öll kynningarmál, auglýsingar, bréfsefni og fl. fyrir þetta nýja flugfélag.

Því miður voru rekstrarskilyrði ekki góð á þessum tíma og þetta litla flugfélag var m.a. stórt pólitískt bitbein (hægt að skrifa heila bók um þann þátt) og svo kom virðisauki á eldsneyti, hár viðhalds- og launakostnaður og líklega það sem fór verst með félagið að það vildu allir hluthafar stjórna. En eitthvað gekk ekki upp í þessum flugrekstri og fór því svo að félagið gaf upp öndina og Ísleifur Ottesen yfirtók félagið. Að vísu tengdist ég því félagi aðeins en þó bara með þeim hætti að útbúa eitthvað af kynningarefni áfram fyrir hið nýja félag.

Með Leiguflugi var rekin flugskóli sem bar nafnið Flugmennt og er líklega það eina sem að ég fékk út úr þessu flugrekstrarævintýri mínu að ég lærði einkaflug hjá skólanum og má segja að ég búi enn að þeirri menntun í dag.

Hér má svo sjá eina af mörgum auglýsingum sem að ég útbjó og var ég sérstaklega ánægður með hugmyndina af býflugunni.

Auglýsing um flugkennslu fyrir flugskólann Flugmennt útbúin 1993


Á meðan ég var að læra, þá var að sjálfsögðu flogið út um allt land og þá má segja að ljósmyndadellan hafi byrjað fyrir alvöru (enda þurfti að taka myndir í allar auglýsingarnar). Ein af þekktari myndum frá þessum árum er þessi mynd hér frá Vestmannaeyjum og er hún jafnframt ein af fyrstu samsettu loftmyndunum sem að ég setti saman á þeim tíma og má segja að þar hafi mikið frumkvöðlastarf verið unnið

Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Önnur þekkt mynd sem að ég tók er þessi hér frá Vestfjörðum einnig frá svipuðum tíma

Vestfirðir úr lofti. Á myndinni má sjá Ísafjarðardjúp, Súgandafjörð og Önundarfjörð og Gölt fyrir miðri mynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig útbjó ég plakat og lítinn pésa eða bækling (enska, þýska, franska ...) fyrir Leiguflug sem virkaði mjög vel og fékk mikla dreifingu. Myndir fékk ég bæði frá Matz og svo frá Birni Rúrikssyni sem var að gefa út ljósmyndabækur á þeim tíma (Yfir Ísland) og má segja að þar hafi ég svo fengið áhuga á að fara út í svipaða útgáfu sjálfur. En ég var á þeim árum í þeirri þægilegu aðstöðu að vera að þjónusta bæði auglýsingastofur og prentiðnaðinn (prentvélarnar og tölvubúnað fyrir umbrot) og voru því hæg heimatökin að skella sér út í smá útgáfu sem endaði með útgáfu á 3 ljósmyndabókum.

Plakat unnið fyrir Leiguflug


Það flug sem ég stunda mest í dag er að fljúga og kenna á mótorsvifdreka (fis) og svo var svifdrekaflug stundað af kappi hér áður fyrr. En flugbakterían er víst eitthvað sem að maður losnar ekki svo auðveldlega við.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikið framboð er af flugtengdu námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STRÆTISVAGNAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ ÞRÁÐLAUST NETSAMBAND

Í Kaupmannahöfn bjóða nú þegar strætisvagnar á nokkrum leiðum (150S og 173E) upp á frítt þráðlaust WI-FI netsamband fyrir viðskiptavini sína.

Gaman að sjá hversu ör útbreiðsla 3G kerfisins er orðin. Dönsku greinina má svo lesa nánar hér:

http://www.version2.dk/artikel/8476

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Nettengd á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FAGRIDALUR - MYNDIR OG KORT

Síðast þegar féllu skriður í Fagradal á austfjörðum, þá lokaðist hringvegurinn og var það m.a. út af þessari skriðu hér.

Skriða sem fjéll í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft inn eftir Fagradal frá Reyðarfirði. Eins og sjá má, þá hafa fleirri skriður fallið á sínum tíma.

Skriður sem fjéllu í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það má að sjálfsögðu leysa svona vandamál með flottu jarðgangnakerfi og lestarkerfi sem tengir stærstu þéttbýliskjarnanna á svæðinu betur saman.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Gæti verið hagkvæmur kostur til að búa tl eitt atvinnusvæði sem myndi líka nýtast ferðaþjónustunni vel.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hætta á skriðuföllum á Fagradal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR - NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU - KORT + MYNDIR

Nú er umræðan um flutning á Reykjavíkurflugvelli enn eina ferðina komin upp á borðið hjá þeim sem fara með borgarmálin.

Pesrónulega er ég á því að flugvölurinn eigi að vera áfram þar sem hann er og reyna frekar að miða þróun byggðar við núverandi staðsetningu. Hér koma svo ljósmyndir af þeim 6 möguleikum sem ég hef verið að velta fyrir mér að gætu komið til greina. Því miður fer of mikill ólaunaður tími í að fara að teikna flugvölinn inn á myndirnar og læt ég því þá sem skoða myndirnar um að velta fyrir sé hvernig flugvölurinn myndi koma til með að líta út á þeim myndum.

A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli þekkja allir og þá bæði kosti og galla. Mikið er af dýrum byggingum og aðstöðu sem hefur þegar verið byggt upp á löngum tíma og ekki beint auðvelt að flytja í burtu svo að vel sé.

Ókostir eru líklega margir fyrir þá sem búa í næsta nágrenni. Einnig er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að færa flugvölinn. Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir 5 nýja möguleika á staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli við höfuðborgina. B) Löngusker, C) Akurey, D) Engey, E) Vesturey (Viðey) og F) Geldinganes

Map of 5 new position of Reykjavik airport B) Longusker, C) Akurey, D) Engey, E) Vesturey (Videy) og F) Geldinganes close to Reykjavik in Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)


B) Löngusker. Kostir: Nálægt núverandi flugvallarsvæði, miðsvæðis (stutt yfir í Kópavog, Álftanes, Hafnarfjörð og Reykjavík), Er þegar búið að kynna vel. Gott skjól gagnvart norðan átt. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf mikið af jarðefnum til að fylla upp stórt landsvæði, það þarf nánast að byggja upp eyju frá grunni fyrir flugbrautir, vegi og húsakost. Yfirflug yfir ný svæði gæti skapað vandamál. Vandamál gætu verið gagnvart suðvestan átt. Picture of a new possible area close to Reykjavik, Kopavogur, Alftanes, Hafnarfjord for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


C) Akurey. Kostir: Eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Þegar reynsla fyrir þessu svæði þar sem þarna var hafnar- og verslunnarsvæði áður fyrir Reykjavík. Stutt er í eldsneytishöfn í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík yrðu mjög ánægðir að losna við flugumferð. Stórt og verðmætt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), Mjög grund er út í Örfirisey svo að vegagerð og fl. ætti ekki að vera eins mikið vandamál og í lið-A. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum eða fjöllum. Stöðugt loft vegna nálægðar við sjó. Hluti brauta mætti vera á upphækkuðum einingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni sem má lagfæra með ýmsu móti. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur. Picture of island Akurey close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


D) Engey. Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Stutt í eldsneyti í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), Mjög grund út í Örfirisey svo að vegagerð og fl. ætti ekki að vera eins mikið vandamál og í lið-A. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur. Picture of island Engey close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


E) Vesturey (Viðey). Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Stutt í eldsneyti í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í góðu skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S). Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Mjög umdeilt svæði. Kallar á jarðgangnagerð yfir á Laugarnes. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur, golfvöllur, útivistarsvæði, byggingarsvæði. Picture of island Vesturey (Videy) close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes. Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í góðu skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), vegagerð þægileg og margir möguleikar, lítið umdeilt svæði. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Kallar á jarðgangnagerð yfir á Laugarnes og í gegnum Viðey. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur, golfvöllur, útivistarsvæði, byggingarsvæði. Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo fleirri myndir ásamt tengingum af hugsanlegum flugvallarstæðum fyrir Reykjavíkurflugvöll. A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli.

Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli.

Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


B) Löngusker.

Picture of a new possible area close to Reykjavik, Kopavogur, Alftanes, Hafnarfjord for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


E) Vesturey (Viðey).

Picture of island Vesturey (Videy) close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Til að kynna sér jarðgöng frá Laugarnesi út á Kjalarnes, þá bloggaði ég um það á sínum tíma hér:

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/

Svo er spurning hvernig þessar hugmyndir á staðsetningu á flugvöllum passi síðan inn í hugmyndir um jarðgöng fyrir bílaumerð á stórreykjavíkursvæðinu?

Jarðlestarkerfi fyrir Reykjavík. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Óbreytt aðsókn er í flugnámið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT

Einn af mínum uppáhalds stöðum er að koma niður á sandanna í Breiðuvík. Til að komast þangað, þá þarf að fá leyfi hjá Aðalheiði Ásu Georgsdóttur í Miðhúsum í Breiðuvík á Snæfellsnesi.

Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.

Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.

Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.

Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.

Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.

Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.

Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.

Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík

Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi

Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mannabein í Kirkjumel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTT, ÆÐI, FRÁBÆRT :)

Mjólk og Ólaf Magnússon eiga heiður skilið fyrir að taka snarlega á þessu máli eins og höfðingjum sæmir.
mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EDEN HVERAGERÐI - MYNDIR

Loftmynd af Eden EHF., veitinga- og ferðamannastað í Hveragerði. Eden í Hveragerði er einn þekktasti ferðamannastaður landsins. Þangað koma milli 300 og 400 þúsund gestir árlega.

Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn. Picture of Eden in Hveragerdi in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Hótel Örk í Hveragerði og Eden sem er efst í horni myndarinnar hægra megin

Loftmynd af Hveragerði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal árið 2005 eða stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku á Íslandi. Bragi er með dökku gleraugun og í ljósa frakkanum fyrir miðri mynd. Picture of Bragi Einarsson in front of Helping waterfall (Hjálparfoss) in Iceland the owner of Eden in Hveragerdi in year 2005. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eden í Hveragerði gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband