Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel

Það var gaman að fylgjast með Hrafni Gunnlaugssyni í skipulagsmálum fyrir nokkrum árum og var óhætt að segja að þá blésu ferskir nýir vindar og komu fram margar nýja áhugaverðar hugmyndir.

En spurningin með rörahugmyndina, því ekki að láta hana hefjast út frá Laugarnesinu og svo þaðan út í Viðey í stað þess að vera að þvælast með rörið alla leið út á Granda?

Hér er Laugarnesið sem væri kjörin staður til að hefja rörahugmynd Hrafns?

Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.

Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið”.

Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.

Loftmynd af Laugarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara frá Laugarnesi. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umferðin í rör milli eyjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ ekki betur séð á þessum myndum en að best sé að láta gangnamunnan byrja þar sem hús leikstjórans stendur. Bæði er það styttri leið og með betri tengingu við Kringlumýrarbraut og byggðirnar fyrir sunnan Reykjavík.

Hrafn gæti þá líka starfað við að innheimta veggjald við göngin. Það þyrfti ekki að beggja skúr fyrir þá starfsemi, hann myndi bara afgreiða þetta út um eldhúsgluggann.

diddi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Þetta er alveg merkilega gagnleg hugmynd. Jarðgangnaferðir má alveg skoða í því samhengi að stjórna umferðinni betur. Það hafa verið gerð heimskari göng, notuð af færri en þessi myndu gera. Tímasparnaðurinn og kílómetrasparnaður af þessum göngum er réttlætanlegri en mörg þau göng sem hafa verið gerð útá landi. Sé bara litið til seltjarnabúa, þá myndi þetta spara þeim amk 20 mínútur að komast úr bænum, og öllu grandafólki og vesturbæjarbúum Reykjavíkur.

Of geta kjánalegar hugmyndir verið besta hugmyndin. Um að gera að hugsa aðeins útf fyrir rammann, og ekki hrökklast undan því sem úr því kemur heldur heldur setja það í nefnd og réttlátt mat. Þetta getur alveg borgað sig, amk betur en það gangnakerfi sem er búið að henda út á land

Sigurður Jökulsson, 8.11.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það voru miklar efasemdir um Hvalfjarðargöngin á sínum tíma, en sú framkvæmd hefur virkað vel og rúmlega það. Persónulega er ég hrifnari að taka umferðina frá Laugarnesinu og hreinlega bora ALLAR þessar leiðir sem sjást á myndinni merktar gulu. Ef að það er lítið mál að bora 70-80 km, því er þá ekki hægt að nota sömu tækni hér og bora þessa 4 km sem mín tillaga gengur út á?

Ef það reynist vel, þá má leggja hinar leiðirnar líka!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.11.2007 kl. 11:20

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Með þessu móti, þá væri líka auðveldara að heilsa uppá friðarsúluna sætu (sem ætti að vera breytt í batmanmerkið) og auðvelda framgang byggðar á geldinganesi

Sigurður Jökulsson, 8.11.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband