Lausnin er að hafa tvær leiðir

Er ekki lausnin að hafa tvær leiðir. Halda núverandi leið opinni ásamt nýju leiðinni sem er verið að undirbúa sem verður sunnar og þá bein malbikuð leið fyrir hraðari umferð.

Það lítur ekki beint vel út fyrir jeppakarlanna sem eru að bjóða upp ferðir í Gullna hringinn þegar hann verður allur orðin malbikaður!

Svo á ég varla von á að ferðamenn séu að koma hingað til landsins með það í huga að eiga von á þýskum hraðbrautum út um land allt.

Í framhaldi af þessu mætti huga að nýjum möguleikum fyrir stuttar 4x4 leiðir frá Reykjavík og hef ég velt þessari leið töluvert fyrir mér:

En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Einn slasaðist í árekstri við Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég styð hugmyndina um nýju jeppaleiðina, hún býður upp á skemmtilegan hring. Hvalfjörðurinn er líka vanmetinn og vannýttur. Láta samgönguráðherra vita!

Berglind Steinsdóttir, 15.7.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Já - Ég er ekki frá því að útbúa þurfi svona leið. Hvalfjörðurinn hefur orðið mikið útundan eftir að jarðgöngin komu. Ferlegt að horfa upp Botnsskála, Ferstiklu (Olís) og Esso skálann við hvalstöðina drabbast niður með hverju árinu sem líður. Þarna er jarðfræði og náttúra mjög falleg og stutt í ýmsa ferðaþjónustu á svæðinu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.7.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband