Kverkfjöll, Sigurðarskáli - Myndir og kort

Kverkfjöll er staður sem verður pínu útundan og er líklega ástæðan fyrir því að flestir láta sér nægja að fara upp í Öskju og Herðubreiðarlindir og þaðan jafnvel inn að Kárahnjúkum eða áfram suður yfir Gæsavatnaleið.

Ég hef átt þess kost að komast nokkrar ferðir inn í Kverkfjöll og þá bæði yfir Vatnajökul og svo landleiðina.

Hér er horft yfir annan af tveimur sigkötlum í Kverkfjöllum. Þar má líka sjá hóp af jeppamönnum sem voru með þeim fyrstu sem óku yfir frá Grímsfjalli yfir þar sem rann úr Grímsvötnum eftir Gjálpargosið. Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum uppi á öxlinni milli sigkatlanna.

Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnið getur verið gríðarlegt til norðurs á góðum degi. Má þá sjá Öskju og Herðubreið. Eins og sjá má á myndinni, þá er mikill jarðhiti á svæðinu og þarna er virk eldstöð undir.

Horft ofan úr Kverkfjöllum til norðurs og má sjá hluta af sigkatlinum sem er vestanmegin í eldstöðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að ganga inn að íshellinum í Kverkjökli. En þar þarf að passa sig vel á hruni úr jöklinum.

Hér er hægt að ganga sunnan megin að íshellinum yfir brú (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. hér er starfsmaður að draga fána að húni í hálfa stöng til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá tvo kappa sem lögðu það á sig að aka á vélsleða um miðja nótt yfir Vatnajökul frá Jöklaseli til þess eins að líta við í kaffi hjá skálaverðinum í Sigurðarskála. Leiðin er um 80 km. Hér áður fyrr voru áætlunarferðir á vélsleðum á milli þessara staða en það lagðist af eftir að óhapp átti sér stað þegar tveir hópar voru að hafa skipti á jöklinum fyrir mörgum árum. En þá brast á vont veður og mátti þakka fyrir að ekki fór verr.

Vélsleðamenn frá Jöklaseli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Teikning hjá skálaverði sem sýnir gönguleiðir um Kverkfjallasvæðið.

Gönguleiðir: Virkisfell 1-2 klst., Biskupsfell 4-5 klst., Íshellir 1-2 klst., Hveradalur 8-10 klst. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kverkfjöllum sem sýnir Sigurðarskála, skálann í Hvannalindum og fleiri skála á svæðinu og svo hvar konan var sem verið var að leita af. En hún fannst í Hveragili. Þar ku vera hægt að fara í bað.

Kverkfjöll, Sigurðarskáli, Hvannalindir, íshellirinn í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fundin heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Glæsilegar myndir. Pabbi minn var einn af mörgum sem komu að byggingu Sigurðarskála, þetta svæði landsins var hans uppáhald. Hann er Húsvíkingur og fór mjög oft þarna inneftir.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband