21.7.2009 | 10:47
Flott veður í Jökulsárlóni - Myndband
Þó að það sé nóg af ís í Breiðamerkurlóni eða Jökulsárlóni fyrir stuttu, að þá var hitinn nægur til að taka þennan myndbút. Mikið hefur rignt á svæðinu í sumar og var að heyra að sólardagar á Hofi þar rétt hjá hefðu ekki verið fleiri en 10 talsins í sumar.
Að vísu er veðurkerfið mjög flókið í kringum Öræfajökul enda hæsta fjall landsins. Á meðan það rignir austan megin við Öræfajökul, að þá getur verið sól hinu megin og öfugt. Ég heyrði að það hefði þurft að útbúa sérstakt reiknilíkan í mikilli upplausn fyrir fjallið svo hægt væri að spá betur í veðrið sem þar ríkir.
Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Hér má svo sjá fleiri samsvarandi myndbúta:
Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8
Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA
Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS
![]() |
Miðsumarhret í vændum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 8.4.2022 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2009 | 15:21
Geimskip lendir rétt hjá Skógum
Rétt hjá Skógum á Sólheimasandi niður við sjó má finna undarlegt flak af flugvél sem þurfti að nauðlenda á sandinum á sínum tíma. Gaman væri að fá sögu þessa dularfulla flaks frá blogglesendum.
Í leiðinni læt ég fylgja með smá flug-myndband sem að ég tók fyrir stuttu af þessu fallega svæði þar sem sjá má tvær geimverur fljúga yfir Skógafoss!
Einnig er hægt að skoða flugið hér:
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
og hér:
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Kjartan P. Sigurðsson
![]() |
Vél United lent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 8.4.2022 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2009 | 10:57
Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss!
Ég var á ferð með hóp af erlendum ljósmyndurum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Náði ég þá þessu skemmtilega skoti af manni í hjólastól fyrir framan Seljalandsfoss. Ég átti stutt spjall við manninn sem var frá Noregi og kom þá í ljós að hann var lærður ljósmyndari en vann núna hjá norsku hafrannsóknarstofnunninni.

A Photographer from Norway on trip around Iceland in of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson
Ég hafði tekið eftir honum á ferð stuttu áður við Skógarfoss og var fróðlegt að fylgjast með norðmanninum þar sem hann var að klöngrast yfir íslenskt urð og grjót á hjólastól. Hér má svo sjá panorama mynd þar sem vel má sjá stærðarhlutföllinn.

Panoramic picture of Seljalandsfoss with a Norwegian photographer traveling around Iceland in a of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson

![]() |
Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2009 | 10:13
Ætli þyrlan komist í gegnum gatið á Dyrhólaey?
Hér má sjá fis eða mótordreka fljúga í gengum gatið á Dyrhólaey
![]() |
Þyrla lenti á kirkjuplani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 8.4.2022 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2009 | 18:54
SAGAN ER SÖNN - FULLUR ÍBJÖRN Á HVERAVÖLLUM!
Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn

Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum

Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég mátti til með að birta þessar myndir aftur í tilefni dagsins. Hér má svo sjá 2 aðrar færslur um svipað efni:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/572482
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/391088
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ísbjörninn blekking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.5.2009 | 14:48
GRÓTTA - GRÓTTUVITI - SELTJARNARNES - MYNDIR
Hér er horft til vesturs út nesið þar sem sjá má Gróttuvita yrst á Seltjarnarnesi. Grótta er yzti hluti Seltjarnarness. Hún er í rauninni eyja, sem tengist landi með skerjum sem standast upp úr á fjöru. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft í norður átt í áttina að Gróttu. Hér má sjá vel lukkaða ljósmynd af Seltjarnarnesi sem tekin er að vori til árið 2004. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sjást svo húsakynnin betur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er svo sumarmynd af Gróttu og Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Grótta og Gróttuviti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það er oft fallegt úti á Gróttu þar sem Gróttuviti stendur. Á fjöru er auðvelt að labba út í Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Tjörnin úti á Gróttu. Bakkatjörn, Búðatjörn og Tjörn í Dal eru á Nesinu. Bakkatjörn var áður leiruvogur inn úr Bakkavík en ósnum var lokað um 1960. Að norðanverðu eru Vatnavík, Vesturvik, Austurvik og Eiðisvík. Að sunnan má nefna Sandvik og Bakkvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.
Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

![]() |
Föst út í Gróttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 07:28
ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT
FERÐ Á VESTFIRÐI Á ÓLAFSDALSHÁTÍÐ 10. ÁGÚST 2008 - TRIP TO WEST-FJORD IN ICELAND
Síðasta sumar fór ég í skemmtilegt flug með einum félaga mínum á Ólafsdalshátíð á Vestfjörðum í kaffi og kleinur. En félagsskapur sem var að gera upp gamla skólahúsið á staðnum var með samkomu í tilefni dagsins.
Hér er lent á fisi á veginum við Kirkjuna í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum á Vestfjörðum. Við félagarnir þurftum að fá bensín í Skriðulandi í Dalasýslu. Við vorum orðnir svo tæpir á bensíni að við völdum að aka veginn frekar en að fara loftleiðina síðasta spölinn að bensínstöðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Landing on site of the church Saurbaer in Dölum in Tjarnalundur on way to fest in Olafsdalur in West-fjord Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér stígur flugnemandinn Ingólfur Bruun út úr fisi sínu við bensínstöðina Skriðuland í Dalasýslu á leið sinni á Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá auglýsinguna um hátíðina Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008 á bensínstöðinni Skriðulandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eins og á öllum hefðbundnum alvöru hátíðum úti á landi, að þá eru veglegar veitingar að hætti heimamanna. Kökur og bakkelsi á íslenska vísu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Icelandic traditional cakes. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Gilsfjörður var einn af stærstu er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær til Akureyja milli Tjaldaness og Krókfjarðarness. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Gilsfjord in West-Fjord in Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til norðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Torfi Bjarnason Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Torfi Bjarnason og kona hans Ólöf Sakaríusdóttir settu á fót fyrsta landbúnaðarskólann á Íslandi um 1880 og ráku í 27 ár, oft við erfiðan fjárhag. Hér má svo sjá styttu sem var reist þeim til heiðurs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er svo einn stjórnmálafrömuðurinn, Einar Kristinn Guðfinnsson, að þruma yfir lýðnum síðasta sumar í Ólafsdal. Hann talaði líka mikið inni á þingi fyrir stuttu til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Annars má rekja nokkra fleirri til svæðisins sem eru í stjórnmálum. Eins og Gunnar I. Birgisson sem sá um að þvera Gilsfjörð. Dofri Hermannsson sem sá um að moka skít út úr fjárhúsi á einum bænum. Einnig er Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn með sumarhús þarna í sveitinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from an old school in Olafsdalur in Westfjord in north west of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá kort af Gilsfirði, Ólafsdal og hluta af Reykhólasveit á Vestfjörðum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Gilsfjord, Ólafsdal valley and part of Reykhólasveit in Westfjord on north west of Iceland (to view more picture: click image) Kjartan P. Sigurðsson

Hér má svo sjá meira af myndum af svæðinu og Vestfjörðum
http://www.photo.is/07/07/4/index_4.html
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/271979/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/274631
http://www.photo.is/07/07/4/index_35.html
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/640259/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/221241/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/235910
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262809
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270735
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/273972
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276232
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/287840
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/622792/a>
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651030
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651884
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/654610
![]() |
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 06:30
SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM
SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM
Þær eru ófáar ferðirnar sem að ég hef flogið með Flugleiðum og á margar skemmtilegar minningar úr slíkum ferðum. Ég bý svo vel að þekkja nokkra flugmenn sem fljúga hjá umræddu flugfélagi og hef stundum fengið að sitja fram í í flugtaki og lendingu og jafnvel fengið að vera farþegi í Cargo eða flutningavél í 2-3 skipti til New York.
Það eru sérstaklega tvær ferðir sem eru mér sérstaklega eftirminnilegar.
Fyrri ferðina fór ég til Grænlands fyrir nokkrum árum síðan í eina skemmtilegust viku veiðiferð sem að ég hef farið í. Leiðsögumenn voru Þorsteinn Jónsson flugkappi og Sigurjóni loftskeytamaður. Þeir fóru fyrir hópi veiðimanna til Narsarsuaq þar sem er gömul herstöð með stórum flugvelli. Grænland var þeirra paradís á jörðu en fyrir um hálfri öld síðan, þá flugu þessir 2 flugkappar við mjög erfiðar aðstæður á þessa staði og urðu oft innlyksa vegna veðurs og fengu þeir því að kynnast náttúru svæðisins vel. Hægt er að skrifa heila bók um þessa mögnuðu ferð og tók ég mikið magn af myndum á filmu sem að ég hef því miður ekki haft tíma til að skanna inn.
Eftirminnilegt var þegar Þorsteinn fékk að fara fram í þegar þotan var yfir hábungu Grænlandsjökuls og henni var síðan flogið í lágflugi niður margra kílómetra langan skriðjökulinn og tekið létt 180° beygja inn á flugbrautina í Narsarsuaq rétt yfir risa jökum sem voru að brotna við endann á skriðjöklinum.
Þarna var Þorsteini og Sigurjóni tekið sem þjóðhöfðingjum enda líklega einu samskipti þessa fólks við umheiminn á þeim árum.
Hér má sjá kort af Narsarsuaq Airport í Grænlandi (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Map of Narsarsuaq Airport and a small town in Greenland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Lesa má nánar um flugvöllin Narsarsuaq Airport hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Narsarsuaq_Airport
Hin eftirminnilega ferðin með flugleiðum fór ég á aðfangadag jóla 2007 og lenti þá í því að þurfa að sofa í óupphitaðri flugstöðvarbyggingunni á Heathrow flugvelli í eina nótt á meðan ég var að bíða eftir tengiflugi til Grikklands.
Ég verð að játa að það var ansi mögnuð lífsreynsla svo að vægt sé til orða tekið. Þetta var að vetri til og greinilegt að sparnaðurinn er í fyrirrúmi hjá þeim sem reka þessa frægu flugstöð í London.
Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.
Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.
Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.
Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.
En kuldinn var óbærilegur!
Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.
Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.
Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.
En í Grikklandi var tekið mikið magn af myndum og útbjó ég smá video sem sýnir brot úr ferðinni undir tónlist sem allir þekkja
Trip to Greece - Athens - Trikala - Monastery - Delphy - Olympia - ZORBA THE GREEK - Teach me dance
https://www.youtube.com/watch?v=a26vV4HO2dk
Ég tek það fram að það er töluverður hitamunur á þessum 2 svæðum! Kjartan WWW.PHOTO.IS
![]() |
Tíu vildarbörn á leið í draumaferðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 8.4.2022 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2009 | 19:51
HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN? :)
1) HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN?
2) ER ÞETTA PHOTOSHOPPAÐUR ÞINGMAÐUR FYRIR FRAMAN FOSSINN Í 109 DAGA SUMARFRÍ AÐ EYÐA PENINGUM SEM HANN VAR STYRKTUR MEÐ Í SÍÐUSTU KOSNINGABARÁTTU?
3) HVAÐ ERU MARGIR/MÖRG FÍFL'ar Á MYNDINNI?
4) ÚR HVERJU ER BERGIÐ SEM FOSINN FELLUR FRAM AF OG HVERNIG MYNDAST ÞAÐ?
Hefur einhver hugmynd um hvar þessi foss er og hvað hann heitir?

Waterfall (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
21.4.2009 | 05:59
SVIPUR Á SAFNINU Á AKRANESI - MYNDIR OG KORT
Eins og fram kemur í fréttinni, að þá hafa fjórir breskir íhaldsmenn verið bendlaðir við kókaínneyslu og vafasama kynlífsathafnir með frægri vændiskonu Natalie Rowe að nafni. Hún er víst að gefa út bók sem fær víst breska Íhaldsflokkinn til að nötra. Fram kemur í fréttinni að vændiskonan hefur notast við svipur í athöfnum sínum þar sem háttsettir menn innan flokksins hafi verið skælandi á fjórum fótum fyrir framan drottninguna.
Þessi frétt fékk mig til að hugleiða það að Íslendingar hafa líka notað svipur í gegnum aldirnar í miklu mæli og var mér því hugsað til bloggs sem að ég skrifaði fyrir stuttu um þær deilur sem eru út af safninu á Akranesi þessa dagana. En þar er verið að einka-"vina"-væða safnið og má lesa nánar um málið hér:
http://www.visir.is/article/20090420/FRETTIR01/796686820
og hér:
http://www.visir.is/article/20090421/FRETTIR01/303930193/-1
En hér má svo sjá ýmsar útgáfur af íslenskum haganlega gerðum svipum. Ekki veit ég hvort að þessar svipur hafi svo verið notaðar í annarlegum tilgangi eða ekki. En eftir atburði síðustu mánaða, þá get ég ekki séð að íslenskir þingmenn séu neitt öðruvísi í háttum en þeir bresku. Nú er verið að kjósa þingheim í 109 daga sumarfrí og fær það mann til að hugleiða þau 109 kg af hvítu dufti sem voru nýlega gerð upptæk af lögregluyfirvöldum! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hýðingar með svipu (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er annars fín grein um málið fyrir þá sem hafa áhuga, Grundvallaratriði við hýðingar með svipu eða Hvernig á hýða einhvern svo hann biðji um meira: http://bdsm.is/1999/01/12/grundvallaratriði-við-hyðingar-með-svipu-eða-hvernig-a-hyða-einhvern-svo-hann-biðji-um-meira/
En svo við ræðum safnið nánar:
AKRANES - SÖFN
Akraneskaupstaður eða Skipaskagi stendur á vesturodda Akraness á Vesturlandi og liggur á milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Þar búa um 6500 íbúar.
Líklega er safnið á Akranesi þekktast fyrir þennan gamla uppgerða bát hér. Kútter Sigurfari, 86 smálesta eikarseglskip. Kútterinn er sá eini sem hefur verið varðveittur úr fyrri tíðar þilskipastóli Íslendinga og færður í upprunalegt horf, til minja um merkilegan kafla í skipa- og útgerðarsögu Íslands, skútuöldina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. Among the museum's more notable relics of early seafaring is a 125 year old fishing boat with full rigging, as well as the cutter "Sigurfari", an 86 tonne oak ship of 1885, the only fishing vessel of its kind preserved in Iceland. The Akranes Museum - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá gamalt trésmíðarverkstæði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The museum has a large collection of mostly 19th century tools and household objects that bear witness to farming, housekeeping and social conditions in the township and vicinity of Akranes. The Akranes Museum - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á safninu á Akranesi má sjá mikið úrval af tólum og tækjum sem læknar og ljósmæður notuðu hér fyrr á árum. _ Various tools for doctors in The Akranes Museum - Görðum Akranes (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. The museum has also rebuilt Iceland's oldest concrete house, built in 1876 -1882, as well as the township's oldest timber family house of 1875. - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Akranes er þekkt fyrir fiskveiðar og sjósókn. Á safninu á Akranesi má finna mikið magn af veiðafærum og búnaði frá fyrri tíð. Meðal annarra merkra gripa er gott úrval sjóminja, skipslíkön, áraskip frá árinu 1874, fallbyssa af varðskipi og togvíraklippur úr þorskastríðum Íslendinga við Breta. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Akranes Museum. The museum has also rebuilt Iceland's oldest concrete house, built in 1876 -1882, as well as the township's oldest timber family house of 1875. - Görðum Akranes (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo önnur blogg frá mér um Akranes http://photo.blog.is/blog/photo/entry/284603/
Hér má svo lesa nánar um Akranes http://is.wikipedia.org/wiki/Akranes
Hér má sjá kort af Akranesi, Akrafjalli og hvar safnasvæðið er (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Akranes, a small fishing town on vest coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

![]() |
Kynlífshneyksli í uppsiglingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)