FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ - Myndir

FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ - Myndir

Hér er Ómar Ragnarsson að fjalla um fossinn Dynk og og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá á blogginu sínu http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/934682/

Þar segir Ómar "Landsvirkjun er aftur komin á fulla ferð við þá fyrirætlan sína að drepa endanlega flottasta stórfoss Íslands"

Það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga upp með Þjórsá og tók þá þessar myndir:

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Rétt vestan við er þessi fallegi foss sem mun einnig hverfa ef sett verður uppistöðulón í ánna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall vest of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá aftur litla fossinn sem er rétt hjá Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall close to Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Rétt fyrir ofan þessa tvo fossa er svo þetta fallega gljúfur, sem er myndað af sorfnu bergi, efst í þessu gljúfri glittir í einn af fallegri fossum landsins, Dynk eða Búðarhálsfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of canyon where Dynkur and Gljúfurleitarfoss waterfall are in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fossinn Dynkur í Þjórsá er tilkomumikill foss eins og sjá má á þessari mynd hér. Á þessari mynd er lítið vatn í ánni en fossinn breytist mikið þegar mikið vatn er í ánni og breiðir þá úr sér yfir þessar fallegu klettamyndanir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og sést vel á myndinni, þá eru margir minni fossar í Dynk. Dynkur er um 38 m hár, í Þjórsá, suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Áin fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Eru þar fögur form en mestu skiptir þó að furðulega fagrir og margbreytilegir regnbogar verða til í fossum þessum svo að mest líkist litagosi yfir fossinum þegar sól skín á hann. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er horft ofan á fossinn Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fyrir ofan fossinn Dynk í Þjórsá er viðkvæmt gróðursvæði sem heitir Þjórsárver sem er við rætur Hofsjökuls. Þar er einnig að finna fjallið Arnarfell sem er þekkt fyrir mikla gróðursæld, enda svæðið umgirt jöklum og ám svo skepnur og aðrir grasbítar komast ekki inn á svæðið. Þar er m.a. að finna eitt stærsta uppvaxtarsvæði heiðagæsa í heiminum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Hringiða við Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVIK VIÐEY ÍSLAND - FLUG MYNDBAND

REYKJAVIK VIÐEY ICELAND - FLUG MYNDBAND

Var að koma úr skemmtilegri flugferð í gærkveldi út á sundin blá í flottu veðri og tók þá nokkur falleg skot sem m.a. má sjá í þessu myndbandi hér:

 



Það eru nokkur falleg skot af skemmtiferðaskipi, kvöldsólinni úti á Kollafirðinum og flugi á mótorsvifdrekum og svifvængjum við Úlfarsfell og Hafravatn.

http://www.youtube.com/watch?v=7hMTQC6Ue7g

Hér er skemmtiferðaskip að leggjast að hafnarbakkanum í Reykjavík. Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Discovery Cruise Line in Reykijavik Harbour (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá meira af myndum af Viðeyjarsvæðinu

Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/

GLÆNÝJAR MYNDIR AF SNEKKJUNNI HANS SADDAMS HUSEINS SEM NÚ ER Í EIGU PÁLMA HARALDSSONAR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/492429/

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR - NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU - KORT + MYNDIR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/633318/

FRIÐARSÚLAN - FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR - MYNDIR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/477999/

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/



Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is 21% fjölgun gesta í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sund í Hvítá - River Rafting - Flúðasiglingar - MYNDIR

Sund í Hvítá - River Rafting - Flúðasiglingar - MYNDIR

Var að koma úr skemmtilegri sundferð úr ískaldri jökulá sem heitir Hvítá. Fór með 4 dani í self-drive 4x4 ferð um illfæra vegslóða um suðurlandið á vegum Æfintýraferða (ArcticRafting) og má sá afrakstur ferðarinnar í skemmtilegum myndbút hér í lokin.

Hamingjan leynir sér ekki hjá einum þátttakandanum þar sem hann brosir framan í myndavélina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er stokkið fram af klettasyllu rétt fyrir neðan brúnna sem er fyrir neðan Gullfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

On of the guide is jumping from a high clif into Hvita river, White river. River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er verið að sigla á litlum kanon niður Hvítá, öldurnar geta orðið stórar enda Hvítá vatnsmikið fljót (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá nýtt myndband sem að ég var að útbúa af ferð niður Hvítá með Ævintýraferðum (ArcticRafting). Myndbandið var tekið á sérstaka myndavél sem fest er á hjálminn. Í lok myndbandsins má sjá 360° stökk af gúmíbátnum út ánna og er ekki annað að sjá en að myndavélin hafi þolað þá raun.

 



http://www.youtube.com/watch?v=hnK9QHwekHA

Svo við hlaupum úr einu í annað, að þá er frægt brúarstæði á Brúarhlöðum sem siglingaleiðin fer um. Þar er þraungt gljúfur sem áin rennur um. Árið 1907 var byggð trébrú á þessum stað fyrir konungskomuna ásamt vegi í gegnum Þingvöll, Lyngdalsheiði yfir á Gullfoss og Geysi og þaðan yfir Hvítá á Brúahlöðum og niður á Skeið. Þetta ver ein stærsta einstaka framkvæmd á þessum tíma í vegagerð. Brúnna tók af í miklum vatnavöxtum 1929. Var þá gerð ný brú úr stálgrind á steyptum stöplum sem varð einnig fyrir verulegum skemmdum árið 1930. Eftir það var brúin hækkuð og stóð til 1959 og var þá stálgrindinni skipt út með steyptri brú sem var svo endurgerð verulega 1995.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Syntu Grettissund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjástykki - Krafla - Leirhnjúkur. Myndband

 Hér má sjá myndband sem að ég var að útbúa um svæðið í kringum Leirhnjúk, Kröflu og Gjástykki

 

Hér má skoða sama myndband í HD gæðum og með hljóði

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1196250819160

Er enn að vinna í hljóðinu og væri fínt að fá tillögu að fallegu lagi fyrir þetta ljúfa myndband. 

Hugmyndir hafa verið uppi um að útbúa eldfjallagarð á svæðinu sem að gæti verið flott hugmynd.

 Var annars að ljúka ferð með einum þekktum eldfjallasérfræðingi þegar þessar myndir voru teknar.

 

Kjartan

www.photo.is


mbl.is Landvernd vill friða Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brimketill - Reykjanesvirkjun - Swiming in Iceland

 

Var að lesa á blogginu hjá Agli Helgasyni pælingar um að setja upp sundlaug í miðbæ Reykjavíkur og fór þá að velta fyrir mér ýmsum hugmyndum í framhaldinu.

Í góðu veðri má finna ákjósanlega baðstaði úti á Reykjanesi, einn er "of kaldur" og hinn er "of heitur"!

Skammt frá Grindavík við Kvennagöngubása nálægt Staðarbergi má finna brimketil nokkurn. Brimketillinn er skemmtileg skálaformuð grjótarmyndun í sjávarborðinu og er einn af vinsælustu náttúruperlum á Reykjanesi. Ketillinn hefur myndast í hrauninu við ströndina. Dýpið er mest um 2 metrar og botninn bæði sléttur og þægilegur. Sagan segir að kvennfólk hafi baðað sig þarna fyrr á öldum.

Ekki langt frá þessum stað, rennur ótakmarkað af heitu vatni sem er svipað að stærðagráðu og Elliðará - ónýtt beint í sjóinn! Þar er líka hægt að baða sig - en þó aðeins á vissum stöðum!
 
En heita vatnið frá Reykjanesvirkjun rennur ónýtt beint í sjóinn. Lítið mál ætti að vera að útbúa flotta sundlaug fyrir ferðamenn við sjávarsíðuna með því að veita hitu vatni í þennan brimketil.

Ég útbjó smá video í morgunsárið sem sýnir vel aðstæður á þessum stöðum sem skoða má á Youtube hér (hægt að skoða í HD gæðum):

https://www.youtube.com/watch?v=6n4wUvfRZQ4

Það mætti hugsa sér að útbúa svona laugar við sjáfvarsíðuna í kringum Reykjavík og nágrenni þar sem hlaupafólk og fl. gætu fengið sér bað á góðum degi, en auðvelt er að láta umfram vatn renna í slíkar laugar svipað og gert er í Nauthólsvíkinni.

Nóg ætti svo að vera til af heitu vatni þegar leiðslan frá Hellisheiðarvrkjun verður komin í gagnið.

 

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video

Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video

Hér má sjá stutt myndband sem að ég tók fyrir stuttu af Mývatni og Leirhnjúkssvæðinu.

Mikil ókyrrð var í lofti og má sjá það á nokkrum stöðum í myndbandinu og þá sérstaklega nálægt Kröflu.

 


https://www.youtube.com/watch?v=It-N1i56lYE


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Hólmur - Klaustur - Sverrir Valdimarsson
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ

Flug til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja friðlýsa Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lúxuslíf á Íslandi búið spil! - Video

Ég átti leið um Klaustur fyrir nokkrum dögum og tók þá þetta myndband hér af Sverri Valdimarssyni í Hólminum.

Vonandi að það fái suma til að hugleiða aðeins í hvaða vanda öfgar fárra einstaklinga hafa komið þjóðinni í.

http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ

 

Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Fug til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel Valhöll brennur - Video

Hér má sjá stutt myndband sem að ég útbjó af flugi austur þar sem teknar voru nokkrar myndir af brunanum af Hótel Valhöll.

https://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Og þar sem eitthvað misfórst með söng Helga Björnssonar í laginu, að þá er hægt að ná í sama myndbút hér með undirspili.
http://www.photo.is/video/Trike_flug_Valholl/


En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Mývatni, Mýflugi, flugferð yfir Sprengisand og svo að lokum hringferð um landið.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

 

Hér má svo sjá nýtt myndband af Sverrir Valdimarssyni í Hólminum frá Kirkjubæjarklaustri
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ

Hér má svo sjá nýtt myndband af flugi til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

 

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Klóakið stíflaðist og hótelið brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug yfir hálendið og Lakagíga - Video

Ég var rétt í þessu að ljúka mögnuðu flugi yfir Sprengisand. En flogið var 274 km á mótordreka frá Mývatni og lent við Hótel Heklu á Skeiðum á mettíma í þoku, rigningu og hávaðaroki.

Ég tek í loftið 8:07 í morgun og lendi í kartöflugarðinum við Hótel Heklu 10:26

Meðalhraðinn var 117 km/klst og max hraði var um 182 km/klst. En flughraðinn var aðeins um 90 km/klst svo að vindhraðinn hefur verið töluverður eins og sjá má.

Ég þurfti að fara "On Topp" í 7-8000 feta hæð því að það var rigning og þoka á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls og því erfitt að komast þar í gegn.

Var heppinn að finna eina gatið upp úr ruglinu ofarlega í litlum dal rétt við Kiðagil fyrir ofan Bárðardal þar sem Skjálfandafljót rennur.

En ég var einnig á flugi yfir Sprengisand um miðja nótt fyrir 2 dögum líka. En ég þurfti að komast á Mývatn. Til að byrja með var lent um miðnætti á veginum við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar var bensíntankurinn fylltur. Ég þurfti að bíða af mér rigningu sem var að ganga yfir og nýtt rigningasvæði var á leiðinni. Því var ekki um annað að ræða en að skjótast yfir sandinn um 3-4 um nóttina. Á meðan ég beið, þá fékk að leggja mig í sófa í anddyri hótelsins. Ég tók síðan í loftið við sólarupprás um 3 leitið. Lítil umferð var um svæðið eins og gefur að skilja og var magnað að fljúga við rætur Hofsjökuls þegar sólin var að koma upp. Ekki var hægt að lenda inni í Nýadal því þar rigndi og tók ég krók utan um Tungnafellsjökul og lenti kl. 5 um morgun við Gæsavötn. Þar var fólk sofandi í tjöldum og einnig bílar við skálann sem er í einkaeigu. Mótordreki er frekar hljóðlátur og vaknaði ekki neinn sama hvað ég þandi mótorinn uppi á melnum sem að ég lenti á. Ég tók upp ferðavélina og las gögn af myndavélum þarna eldsnemma um morguninn á meðan ég horfði á rigningaskýin hrannast upp í kringum Kistufell við Dyngjuháls og ekki var viðlitið að fljúga upp að Trölladyngju eða Öskju eins og ég hafði planað. Heldur þurfti ég að fljúga við jaðar rigninguna alla leið niður að Mývatni og lenti þar um kl. 7 um morgun.

Ég er ekki enn búinn að vinna myndbútanna úr þessari skemmtilegu ferð norður og læt ég því nægja að sýna myndband úr síðustu ferð inn yfir Lakagíga.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=GBccLBvYtao

En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Grímsey, Mývatni, Mýflugi og svo ferðinni yfir Sprengisand.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint flug inn í Langasjó - Video

Fyrir nokkrum dögum var ég að prófa nýja litla videomyndavél sem að ég festi á vængendann á mótordreka. Síðan var flogið austur sem leið lá inn í Langasjó. Á myndbandinu má sjá miklar sandauðnir, fjallgarða, hálendisvötn og iðagrænan mosa þar sem tært lindarvatnið sprettur fram. Í miðjum Langasjó er eyja sem heitir Ást og væri gaman að fá að vita hvernig það nafn er tilkomið. Á sínum tíma rann Skaftá í gegnum Langasjó og hafa verið uppi hugmyndir um að nota þetta fallega lón sem uppistöðulón fyrir virkjanir á suður hálendinu.



Lesa má nánar um Bjallarvirkjun og fyrirhugað lón Tungnaárlón í Tungnaá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/638713/


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Beint flug til Seattle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband