8.8.2008 | 12:02
FULLT AF FLOTTU MYNDEFNI Í HÓLMINUM VIÐ KIRKJUBÆJARKLAUSTUR
Ég hef sjálfur farið nokkrar skemmtilegar ljósmyndaferðir á svipaðar slóðir og er myndefnið þarna óþrjótandi eins og sjá má.
Hér er ekið niður að bænum Hólminum þar sem Sverrir Valdimarsson býr. Hér hefur greinilega verið stórbýli á árum áður.

Húsin eins og Sverrir karlinn eru víst komin til ára sinna eins og sjá má á myndunum. Picture from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem vakti hvað mest athygli mína á staðnum var að sjálfsögðu Sverrir sjálfur, húsakosturinn, gömlu bílarnir, gamli iðnskólinn og svo vatnsaflrafstöðin og er greinilegt að þetta á sér allt langa og merkilega sögu.
Hjá Sverri má finna fullt af gömlum bílum og eru víst gullmolar þarna innan um sem mæti gjarna gera upp og þar á meðal einn sem falin er inni í skúr

við skulum vona að Hringrás eða önnur brotajárnsfyrirtæki nái nú ekki að læsa krumlum sínum í þá bíla sem þarna er að finna. Þessi mynd er tekin í Apríl 2007. Picture of old cars from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á staðnum má finna leifar af gömlum iðnskóla eða verkstæði þar sem kenndar voru smíðar hér áður fyrr. Þarna má finna stórt og mikið safn af upprunalegum verkfærum upp um alla veggi frá þeim tíma sem skólinn var starfandi

Ef myndirnar eru skoðaðar nána, þá kemur í ljós að þarna er stór rafmótor sem hefur haft það hlutverk að snúa mörgum verkfærum - sem voru reimdrifin á þessum tíma! Picture of old school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem að mér þótti hvað merkilegast var lítil rafstöð sem er líklega búinn að keyra í meira en hálfa öld. Rafmagnið er fengið með lítilli virkjun þar sem fallhæðin á vatninu er varla meiri en 2-3 metrar

Ég var svo heppin að fá Sverrir til að sýna mér virkjunina og vélarnar sem hann notar til að framleiða rafmagn fyrir bæinn sinn. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn í stöðvarhúsið er komið, þá má sjá mikið af flottum og fornum rafbúnaði eins og rafmótor og stóra túrbínu

Ekki er ég nú viss um að reglugerðarruglið í Reykjavíkinni myndi nú sætta sig við öryggismálin á staðnum :) Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég hef löngum verið sérstakur áhugamaður um heimarafstöðvar og safnað myndum af slíku stöðvum út um allt land, bæði úr lofti og á jörðu niðri.

Hér er Sverrir að sýna einum af mínum gestum mannvirkin en umræddur aðili er þekktur túrbínuhönnuður og varð hann að vonum mjög áhugasamur um það sem þarna fór fram. Þess má geta að þessi heimsókn stóð upp úr í ferðinni hjá honum til íslands. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á þessari mynd, þá þarf að smyrja vel allar legur svo að það fari ekki að leka vatn út um allt.

En Sverrir hefur viðhaldið rafstöðinni sjálfur enda verður svo að vera því að hún sér honum alfarið fyrir rafmagni. Hann sagði mér að það væri stundum mikið flökt á ljósinu hjá sér enda spennan ekki mjög stöðug sem kemur frá rafstöðinni. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er óhætt að segja að það er margt "orginal" þarna á þessu "safni" sem Sverrir hefur umsjón með og væri óskandi að það væri hægt að varðveita eitthvað af þessu öllu.

Á þessari mynd má sjá rennibekk sem hefur verið reimdrifin. Picture of old tools from the school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er heimasmíðuð standborvél sem heimamenn smíðuðu hér í gamladaga. Á þeim tíma var allt nýtt og rafstöðin var heimasmíði eins og margt annað á bænum. Enda bjuggu þarna merkir hagleiksmenn.

Margt að því sem þarna má sjá hefur verið smíðað úr "strandgóssi" frá fyrri tímum en það var vel þekkt að þeir sem bjuggu við suðurströndina notuðu og nýttu vel það sem rak á fjörur. Picture of old tools in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er mikið til af flottu dóti í Hólminum hjá honum Sverri sem þarf að fara í gegnum og reyna að varðveita. Spurning hvort að sveitafélagið og fl. ættu að taka sig saman og reyna að koma honum til hjálpar.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.8.2008 | 10:46
LISTAHÁSKÓLINN - EIN AF TILLÖGUNUM - MYNDIR
Hér má sjá unna ljósmynd þar sem byggingin er felld inn í myndina

Ljósmynd tekin á horni Laugavegs og Frakkastígs. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá stærri mynd)
Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg. Eins og sjá má, þá fer byggingin stighækkandi í þrepum frá Laugavegi í átt að Hverfisgötu. Byggingin er látin hækka til norðurs þannig að sólin eigi sem greiðasta leið inn í sem flest rými byggingarinnar ásamt því að veita skjól fyrir köldum norðanáttum, en mikið er um opin aðskilin svæði á milli hinna ýmsu deilda

Reynt er að hafa rýmin opin til suðurs og norðurs og myndast flottur útsýnisveggur til norðurs frá byggingunni út yfir sundin blá. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef horft er á suðurhluta byggingarinnar sem snýr að Laugaveginum, þá er reynt að hafa lága framhlið með svölum og opnu svæði fyrir gesti og gangandi. Á opna svæðinu fyrir framan bygginguna er gert ráð fyrir hverskyns uppákomum og listviðburðum sem gæti þá laðað til sín þá umferð sem á leið um svæðið.

Einnig er gert ráð fyrir myndskjáum sem gætu sýnd þá viðburði sem væru í gangi á ýmsum hæðum byggingarinnar þar sem stuðst væri við nýjustu tækni. En þar sem byggingin er mjög opin og aðgengileg, þá er auðvelt að vera með marga listviðburði samtímis í byggingunni jafnt inni sem úti í björtum rýmum byggingarinnar. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er afstöðumynd sem sýnir byggingarreitinn ásamt nærliggjandi byggingum þar sem búið er að fella tillöguna inn í deiliskipulag svæðisins. Hægt er að vera með stærri sýningar á svæði C og D og var hugmyndin að útbúa hringleið fyrr gangandi umferð í gegnum bygginguna inn á svæði C og D og útbúa þannig lítinn "park" sem fólk hefði gaman að því að ganga í gegnum og skoða nánar.

Græna svæðið sýnir svo vinnusvæði sem hugsað var fyrir grófari vinnu og lokuð rými eins og upptökustudio fyrir hljóð og mynd. Picture of the artschool in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

1 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 1 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

2 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 2 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

3 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 3 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

4 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 4 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

5 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 5 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

6 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 6 topfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-1). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-1) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.

Jarðhæðhæð (-2). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-2) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má svo sjá hvernig ljósið dreifist um bygginguna ásamt því að vera með góðu útsýni yfir sundin, Esjuna og höfnina

Reynt er að hafa eins mörg opin svæði og mögulegt er svo að listamenn fá i sem mesta tengingu við náttúruna í listsköpun sinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er afstöðumynd sem sýnir svæðið í kvarða 1:1000

Afstöðumynd 1:1000 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þversnið af suður hlið skólans sem snýr að Laugarvegi.

Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En svo við látum orð eða umsögn dómnefndar fljóta með, þá var þau á þessa leið:
"Höfundar setja fram tillögu að fyrirferðamiklum húskroppum sem liggja austur-vestur og hækka hver af öðrum eftir því sem norðar dregur. Inndregin hluti jarðhæðar er drungalegur. Myndir gefa ekki fyrirheit um að byggingin falli vel inn í umhverfið"
Svo mörg voru þau orð.
Það er annars gaman að bera saman tillöguna sem vann og svo þá sem að við lögðum inn í keppnina svona í lokin.

Samanburður á tillögum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hús Listaháskóla fer yfir leyfileg mörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 6.8.2008 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.8.2008 | 08:39
VEIÐISTAÐIR - RANGÁ - MYNDIR
Hér má sjá tvo veiðimenn að veiða á stað sem er rétt fyrir neðan Hellu á móts við svæðið þar sem hestamannamótið var um daginn

Enn sem komið er er ekki neinn lax búin að bíta á. Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að það sé einhver lax nálægur á þessari mynd. En færið er greinilega alveg nógu langt úti

Eitt af vandamálunum með Rangárnar er að þær geta verið kaldar og svo bætir ekki úr skák að botninn er víðast hvar bara sandur. Sandurinn fer ekki vel í tálknin á fisknum eða laxinum sem svamlar um árnar. Lítið æti er líka að finna á svona sandbotni enda lítið um gróður þar sem sandur er. Greinilegt er að eyðimörk getur líka verið ofan í vatni :) Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
árið 2007 gaf Eystri Rangá 7525 laxa og Ytri Rangá & Hólsá 6377 laxa eða samtals 13903 laxa!. Hér eru tveir veiðimenn búnir að koma sér vel fyrir á breiðunni

Á bakkanum má sjá 3 til viðbótar sem bíða spenntir eftir að fá að veiða lax í ánni. Líklega má sjá glitta í nokkra laxa á árbakkanum. The salmon season for 2007 produced some of 50.000 salmon (3 best season from 1974) but less than record year from 2005 produced over 55.000 salmon. Rangá rivers gave "only" in total 13903 salmons in 2007! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á öðrum stað og mun neðar í ánni rétt áður en komið er í Þykkvabæinn, þá mátti sjá þessa félaga að veiðum

Minnismerki virðist hafa verið reyst á bakkanum. Veit einhver fyrir hverju það stendur? Pictures from Rangá salmon river close to town Þykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rangárós er stór og mikill enda Rangáin stórt og mikið fljót.

Í framtíðinni gæti hugsanlega brúarstæði komið til með að liggja hér um. En hugmyndir hafa verið uppi um að leggja nýjan suðurstrandarveg og þá meðfram ströndinni. Pictures from Rangá salmon river close to town Thykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sumir vilja meina að það eigi að friða selinn, enda sé hann með falleg augu eins og ... Talað er um að selurinn hafi fjölgað sér mikið og getur verndun á einni dýrategund umfram aðra haft stundum slæm áhrif á jafnvægið í lífríkinu.

Við marga ósa og jafnvel eitthvað upp eftir ám, má sjá mikið af sel sem býður eftir að laxfiskurinn syndi upp árnar. Hvað ætli lendi margir laxfiskar í kjafti selsins með þessum hætti? How many salmons fish end in the seals mouth? Pictures from Glacier lagoon in Iceland, a salmon eaten by seals. Picture of Arctic Seals eating. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Rangárbökkum má finna veiðihús sem geta verið í dýrari kantinum og hér má sjá tvo veiðimenn á veiðum fyrir framan Hótel Rangá með eldfjallið Heklu í baksýn

Ætli það veiðist vel þar sem Hótel Rangá er? :) En hótelið er verið að stækka þessa dagana eins og sjá má á myndunum. Hotel Ranga can sometimes be the fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir Rangánni þar sem hún hlykkjast í átt að upptökum sínum. Vegslóðar eru greinilegir sem lagðir hafa verið fyrir veiðimenn sem þurfa að komast ferðar sinnar um árnar.

Í baksýn má sjá inn að syðra Fjallabaki, Þríhnjúka og svo örlar líklega í Eyjafjallajökul lengst til hægri á myndinni. Picture of Ranga salmon river with glacier Eyjafjallajökull, Thritindar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af veiðihúsum veiðifélagsins Lax-Á sem er sá aðili sem hefur með reksturinn á Rangánum að gera

Mörg veiðihúsin eru oft mörg hver af miklum gæðum og eru ekki síðri en fínustu hótel hvað varðar mat og drykk. Ranga fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er önnur mynd með eldfjallið Heklu í baksýn á góðum degi

Hvernig ætli standi á því að árnar sumar hverjar geti ekki runnið beina leið til sjávar í stað þess að fara alla þessa hlykki? Long winding river Ranga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo horft niður með Eystri Rangá á leið til sjávar. Þar má m.a. sjá Hótel Rangá

Hinn hluti Rangár rennur svo í gegnum Hellu og eins og sjá má, þá sameinast þessar tvær ár rétt fyrir ofan ósinn við ströndina. Picture of long winding river Ranga on way to the coastline. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mokað úr Rangánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.7.2008 | 20:10
TEST - RISAMYND AF FOSS Á BLOGGIÐ - ÁHUGAVERÐ TILRAUN
Ég notast við þá lausn að vista myndir á öðrum stað og í staðin vísa ég á myndirnar hjá mér í moggablogginu með svo kölluðum html skipunum. Á móti kemur að ég þarf sjálfur að passa upp á að myndasafnið og að allar tengingar við myndirnar séu í lagi.
Þar sem að ég er að blogga á fleiri stöðum, þá þarf ég ekki að vera að senda myndirnar inn á marga aðskilda netþjóna - Nóg að myndavefþjóninn sé á einum stað. Hér kemur smá tilraun sem gæti verið gaman að sjá hvort að virki.
Hér gefur að líta eina lengstu mynd sem birst hefur líklega á þessu bloggi. Myndin er af fossi sem er á leiðinni inn í Núpstaðarskóg. Fyrir framan fossinn stendur maður frá Indlandi eða Kanada. Hópurinn sem var á ferð með mér fékk sér að borða nesti undir fossinum. Til að skoða myndina þarf að færa bendilinn niður

Litadýrðin leynir sér ekki. Það eru ófáir fallegir fossar á Íslandi sem margir fara því miður fram hjá án þess að taka mikið eftir þeim. Fyrir þá sem langar til að skoða myndina útprentaða, geta farið niður í Prentlausnir Ármúla 1 og skoðað alla myndina nánar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fossinn sem gleymdist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt 4.8.2008 kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.7.2008 | 06:48
NÝR ÍSLENSKUR HELLIR - BÚRI - MYNDIR
Hér má svo sjá myndum úr hellinum sem greinarhöfundur tók með dyggri aðstoð frá Þóri Má Jónssyni og Ásgeiri Sig.
Árið 1993 skráði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi stað þar sem hugsanlega mætti finna hellir þar sem Búri fannst síðar.

Árið 2005 verður Björn Hróarsson þess aðnjótandi að komast fyrstur niður í hellinn Búra. The cave Buri was first found in 1993. In 2005 the cave was fully discovered by Björn Hróarsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og oft vill verða með íslenska hraunhella, þá er framalega í þeim miklar ísmyndanir. Fremst í Búra mátti sjá leifar af ís frá vetrinum sem þegar var farið að ganga mikið á.

Hraunhellir virkar eins og ísskápur og er hitastigið oft nálægt 4 °C. In cave Búri's mouth was huges iceicles. It is common to find in Icelandic lava tubes like Búri a lot of ice. Therefore the temperature in such cave is often around 4°C. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir að hafa gengið í gegnum íssvæðið, þá þarf að brölta yfir mikið af stórgrýti sem hefur hrunið úr loftinu. Hér byrjar hellirinn að opnast og nær sumstaðar allt að 20 metra hæð.

Hér má sjá hraunbrúnir á veggjum hellisins í mismunandi hæðum sem sýnir hversu hátt hraunstraumurinn hefur náð á mismunandi tímum. Í gólfinu má svo sjá hraungrýti sem hefur fallið úr loftinu eða náð að storkna rétt áður en hraunrennslið hefur náð að stöðvast. Picture inside cave Búri which is one of the biggest lava tube in the world. The cave is around 1000 meters long. It was hard to get any good photos here because of the size of the cave. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og er, þá er verið að skoða 2-3 staði þar sem geta verið hliðargöng eða þá að göngin halda áfram. Hér er einn staður hátt uppi til hliðar þar sem ekki er enn búið að klifra upp og kanna nánar.

Staðurinn er erfiður uppgöngu og hafa menn dottið þarna niður þegar verið var að reyna að komast upp á sylluna þar sem þessi litli hliðarskúti er. Líklega þarf að skrúfa bolta í veginn til að hægt sé að komast þarna upp með góðu móti og kanna aðstæður betur. Líklega er þarna um að ræða öndunarop á hellinum þar sem gas eða loft hefur náð að streyma út.The cave Búri is one of the newest cave in Iceland and just found 2-3 years ago. Here is a small side cave that need to be researched but very difficult to enter. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá er litadýrðin mikil á veggjum hellisins Búra

Hraunið hefur tekið á sig ýmsar myndir. Hitinn hefur mótað hraunið og litað víða. Hér má sjá storknaða hraunstrauma í hliðum hellisins Búra. Inside cave Búri the wall can be very color-full. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd er auðvelt að átta sig á því hvað hellirinn Búri er stór. Hér er hátt til lofts og vítt til veggja.

Hér er stór hvelfing í Búra sem er líklega um 20 metrar á hæð og um 10 metrar á breidd. Cave Búri's height is sometimes around 20 meters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hafa félagarnir Þórir og Ásgeir fengið sér sæti á einum af tveimur hraunfossum í hellinum Búra

Smá hraunspía hefur náð að stoppa eða styrðna á hraunbrúninni. Picture of lava waterfall, one of two, in cave Búri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hraungöng í hraunhellinum Búra í leitarhrauni

Hér má svo sjá skýringuna á því hvers vegna hraungöng fá nafnið "Lavatube" (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir langa og erfiða göngu (um 1 km), þá er skyndilega gengið fram á "svarthol" og því eins gott að passa sig vel. Hér "endar" hellirinn Búri í ægifögrum hraunfossi sem steypist fram af brún niður í hyldýpið

En þar sem við félagarnir vorum undir það búnir að takast á við þessa raun, var strax hafist handar við næsta skref og það var að láta sig síga ofan í þessa holu. Black hole in cave Búri, "BIG" lava waterfall dissapear to the "Center of the Earth". Was it here the where "Journey to the Center of the Earth" started? No, we are not in Snæfellsjökull, we are far away in cave Búri on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Menn eru fljótir að gera sig klára til að láta sig síga niður í "svartholið" eða hraun-svelginn. Hér er Þórir komin í línu og byrjaður á að fikra sig varlega niður í hyldýpið

Hér má sjá hrauntröð í frjálsu falli sem náð hefur að stirðna á leiðinni niður. Aðstæður eru hrikalegar og hraunið oddhvasst. Passa þarf línur sérstaklega til að þær skerist ekki í sundur. Here we can see outstanding natural phenomena. A huge waterfall made of lava inside the cave Buri. There is a good reason to put cave Búri on the lists of World Heritage Sites by UNESCO. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar komið er ofan í gatið og niður á botn, sem er um 20 metrum neðar, þá má sjá þessa sýn hér þegar horft er upp eftir fossinum. Ferðin tók um 9 kl.st. og var mjög flókið að ljósmynda hellinn vegna aðstæðna. Hér er ein af mörgum myndum sem teknar eru fyrir neðan hraunfossinn í Búra.

Spurning um að bloggarar taki sig saman og reyni að finna flott nafn á þennan myndalega hraunfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hafa hellarannsóknarmenn reynt að grafa sig í gegnum laust grjóthrun þar sem hraunfossinn eða svelgurinn endar

Vandamálið er að mikið er af lausu grjóti sem getur við minnsta rask hrunið yfir þá sem þarna eru á ferð. Þórir bendir þarna á einn stóran stein sem vegur salt ofarlega í holunni. Here is a small hole we had to squeeze through in bottom at the end of lava-waterfall in cave Buri. Will it be possible to go further into or back to the future? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Þórir á leið til baka upp hraunfossinn sem er um 13 metrar á hæð. Eins og sjá má, þá ver svelgurinn víður eða um 2-3 metrar. Gaman er að skoða hliðarnar og hraunstráin sem eru tröllvaxin og hafa runnið niður með hliðunum.

Litirnir eru ótrúlegir á þessum stað í hellinum. It's a bit red the waterfall in cave Buri, but instead made of water it is made of rusted oxide lava. Colorful walls and lava formations are over all. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru risavaxin hraunstrá sem liggja upp með svelgnum að sunnanverðu. Hér má vel sjá hvernig bráðið hraunið hefur lekið með hliðunum rétt eftir að hraunrásin tæmist og þessi myndarlegu hraunstrá náð að stirðna niður með hliðunum

Huge lava needles from top to the bottom for about 13 meters long! The location is a secret, because to much traffic will destroy it. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Umsjónin á of margra hendi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.7.2008 | 12:47
STAÐARSKÁLI - HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).

Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ekið á hross í Hrútafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 09:00
ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)
Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2008 | 11:24
SELJALANDSFOSS MYNDIR

Seljalandsfoss is one of the most famous waterfalls of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er flogið fram hjá Seljalandsfossi 2004 í hringferð fisflugmanna um landið

Seljalandsfoss í Seljalandsá um 65 m hár. Seljalandsfoss waterfall of the river Seljalandsá drops 60 meters over the cliffs of the former coastline. Seljalandsfoss is very picturesque and therefore its photo can be found in many books and calendars. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru mörg sjónarhorn sem hægt er að nota þegar verið er að taka myndir af Seljalandsfossi

Seljalandsfoss is situated in between Selfoss and Skogafoss at the road crossing of Route 1 (the Ring Road) with the track going into Þórsmörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vinsælt er að taka myndir af fossinum þannig að regnboginn sjáist. Best er að ganga upp í brekkuna sunnan megin við fossinn þar til regnboginn sést

Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Seljalandsfoss hefur verið mikið notaður í auglýsingagerð

Hér er 4x4 bíl ekið á snjó að fossinum og myndin síðan notuð sem forsíða á bók. It is possible to go behind the waterfall Seljalandsfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er tekin næturmynd af fossinum með tunglinu í baksýn

Myndin var notuð í ljósmyndabók sem heitir 4x4 á hálendi Íslands. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem er líklega vinsælast, er að ganga bak við fossinn eins og þessi hópur er að gera

Seljarlandsfoss, where youll take a thrilling walk behind these breathtaking waterfalls. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd tekin fyrir aftan Seljalandsfoss

Það nást oft flottar myndir fyrir aftan fossinn eins og þessi mynd sýnir. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er nýleg mynd af Seljalandsfossi tekin snemma í sumar

Myndin er tekin með nýrri tækni sem sýnir meiri litadýpt í mynd. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.7.2008 | 08:50
NÝJAR MYNDIR AF LUNDA , LÁTRABJARG, DRANGEY OG REYNISDRANGAR

Best er að skoða lundana snemma að morgni eða seinni part dags og fram að kveldi. The Atlantic Puffin (Fratercula arctica) is a seabird species in the auk family. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt. Latneska heitið Fratercula merkir „smábróðir“ og vísar til litarins á fjaðraham fuglsins sem minnir á klæðnað munka.

Lundinn er líka oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Ekki slæmt að liggja í kvöldsólinni í flottu veðri á Látrabjargi. Við íslands strendur er eitt mesta lundavarp í heiminum. Lundar eru sjófuglar sem kafa eftir æti. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundinn er hvað þekktastur fyrir skrautmikinn og litríkan gogg. Goggur lundans er marglitur og röndóttur um fengitímann.

Goggurinn er stór og kraftmikill og hentar vel til að grafa djúpar holur í jarðveginn og veiða mörg síli í einu. En það er full vinna að fæða unganna á meðan þeir eru að vaxa úr grasi. Atlantic Puffin's most obvious characteristic is its brightly colored beak during the breeding seasons. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Smáatrið náttúrunnar geta oft verið ótrúleg. Lundi er algengastur fugla á Íslandi og telur um 10 milljónir.

Þekktir varpstaðir eru Vestmannaeyjar (um 4 milljón fuglar), Látrabjarg, Drangey ... Icelandic puffins have got nicknames such as "clown of the ocean" and "sea parrot". (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér labbar lundinn ofan í holuna sína. Lundinn gerir sér hreiður efst bjargbrún þar sem jarðvegur er nægur. Þar grefur hann sér svo djúpa holu.

Holan getur verið allt að 1.5 m á dýpt og í endanum geta verið tvö rými, annað fyrir egg eða unga en hitt fyrir úrgang. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur lundi inn til lendingar á bjargbrún. Lundi er einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn og „heimabyggð“ ævilangt.

Ekki er auðvelt að hafa stjórn á þungum búk með litlum vængjum. The puffin is mainly white below and black above, with gray to white cheeks and red-orange legs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vængirnir eru ekki stórir, enda þarf lundinn að flögra vængjunum ótt og títt til að halda sér á lofti

Lundinn er hraðfleygur fugl og því erfitt að mynda hann á flugi. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Félagslífið, eða líklega ástarlífið er blómlegt hjá lundanum

hér eru líklega tveir karlkyns lundar að slást um eina dömuna. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki spurning að lundinn er flottur fugl

Hér horfir lundinn út yfir sjóinn. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar vinsæll staður þar sem ferðamenn koma er út í Dyrhólaey og svo á þennan stað sem er uppi á Reynisfjalli.

Hér má sjá lunda upp á Reynisfjalli með Reynisdranga í baksýn. Picture of puffin in Iceland with Reynisdrangar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar þekktur staður þar sem að ég náði að skoða lundann í sumar var úti í Drangey í Skagafirði. Ég mæli hiklaust með öllum sem hafa áhuga á að skoða lundann nánar, að reyna að komast út í eyjuna með Drangeyjarjarlinum, Jón Eiríksson frá Fagranesi.

Fjölskylda Jóns hefur verið með ferðir út í eyjuna "þegar vel viðrar". Picture of puffins in Drangey in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hæð: um 20 cm
Þyngd: um 500 gr.
Bæði kynin : Eins
Meðal aldur: 25 ár
Flughraði: 80 km
Meðal köfunardýpi: 10 m
Mesta köfunardýpi: 60 m
Tími í kafi: 3 - 40 sek.
Fjöldi eggja: 1
Stærð eggja: 6.3 x 4. 5 cm (á stærð við hænuegg)
Litur eggja: Hvítur með brúnleitum yrjum
Verpir í fyrsta sinni: 5 til 6 ára gamall
Aðalvarptíminn hefst um 20. maí og stendur fram í fyrstu viku júní.
Útungun: 40 dagar
Unginn (pysja) yfirgefur hreiðrið: um 45 daga gamall
Útungunartíminn er u.þ.b. sex vikur og líða svo sex til sjö vikur frá því að pysjan kemur úr eggi og þar til hún yfirgefur hreiðrið.
Lundinn veiðir að jafnaði tíu sinnum á dag með 4 - 20 sandsíli eða fiskseiði í goggnum hverju sinni.
Sjá má annað blogg hjá mér um lundann hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/511281/
En eins og fram kemur í greininni, þá er lundi herramanns matur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Gordon Ramsey veiðir lunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.7.2008 | 11:04
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA
Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.
Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)

Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum

Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.

Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.

Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kárahnjúkavirkjun helstu kennitölur
Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008
Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þúsundir að Kárahnjúkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |