FULLT AF FLOTTU MYNDEFNI Í HÓLMINUM VIÐ KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Líklega hefur Lára Þórðardóttir tekið þessa mynd í túninu hjá honum Sverri Valdimarssyni í Hólminum sem er vinstra megin við veginn rétt áður en komið er inn á Kirkjubæjarklaustur.

Ég hef sjálfur farið nokkrar skemmtilegar ljósmyndaferðir á svipaðar slóðir og er myndefnið þarna óþrjótandi eins og sjá má.

Hér er ekið niður að bænum Hólminum þar sem Sverrir Valdimarsson býr. Hér hefur greinilega verið stórbýli á árum áður.

Húsin eins og Sverrir karlinn eru víst komin til ára sinna eins og sjá má á myndunum. Picture from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það sem vakti hvað mest athygli mína á staðnum var að sjálfsögðu Sverrir sjálfur, húsakosturinn, gömlu bílarnir, gamli iðnskólinn og svo vatnsaflrafstöðin og er greinilegt að þetta á sér allt langa og merkilega sögu.

Hjá Sverri má finna fullt af gömlum bílum og eru víst gullmolar þarna innan um sem mæti gjarna gera upp og þar á meðal einn sem falin er inni í skúr

við skulum vona að Hringrás eða önnur brotajárnsfyrirtæki nái nú ekki að læsa krumlum sínum í þá bíla sem þarna er að finna. Þessi mynd er tekin í Apríl 2007. Picture of old cars from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á staðnum má finna leifar af gömlum iðnskóla eða verkstæði þar sem kenndar voru smíðar hér áður fyrr. Þarna má finna stórt og mikið safn af upprunalegum verkfærum upp um alla veggi frá þeim tíma sem skólinn var starfandi

Ef myndirnar eru skoðaðar nána, þá kemur í ljós að þarna er stór rafmótor sem hefur haft það hlutverk að snúa mörgum verkfærum - sem voru reimdrifin á þessum tíma! Picture of old school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem að mér þótti hvað merkilegast var lítil rafstöð sem er líklega búinn að keyra í meira en hálfa öld. Rafmagnið er fengið með lítilli virkjun þar sem fallhæðin á vatninu er varla meiri en 2-3 metrar

Ég var svo heppin að fá Sverrir til að sýna mér virkjunina og vélarnar sem hann notar til að framleiða rafmagn fyrir bæinn sinn. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í stöðvarhúsið er komið, þá má sjá mikið af flottum og fornum rafbúnaði eins og rafmótor og stóra túrbínu

Ekki er ég nú viss um að reglugerðarruglið í Reykjavíkinni myndi nú sætta sig við öryggismálin á staðnum :) Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hef löngum verið sérstakur áhugamaður um heimarafstöðvar og safnað myndum af slíku stöðvum út um allt land, bæði úr lofti og á jörðu niðri.

Hér er Sverrir að sýna einum af mínum gestum mannvirkin en umræddur aðili er þekktur túrbínuhönnuður og varð hann að vonum mjög áhugasamur um það sem þarna fór fram. Þess má geta að þessi heimsókn stóð upp úr í ferðinni hjá honum til íslands. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á þessari mynd, þá þarf að smyrja vel allar legur svo að það fari ekki að leka vatn út um allt.

En Sverrir hefur viðhaldið rafstöðinni sjálfur enda verður svo að vera því að hún sér honum alfarið fyrir rafmagni. Hann sagði mér að það væri stundum mikið flökt á ljósinu hjá sér enda spennan ekki mjög stöðug sem kemur frá rafstöðinni. Picture of old home made small hydro plant power station from Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er óhætt að segja að það er margt "orginal" þarna á þessu "safni" sem Sverrir hefur umsjón með og væri óskandi að það væri hægt að varðveita eitthvað af þessu öllu.

Á þessari mynd má sjá rennibekk sem hefur verið reimdrifin. Picture of old tools from the school in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er heimasmíðuð standborvél sem heimamenn smíðuðu hér í gamladaga. Á þeim tíma var allt nýtt og rafstöðin var heimasmíði eins og margt annað á bænum. Enda bjuggu þarna merkir hagleiksmenn.

Margt að því sem þarna má sjá hefur verið smíðað úr "strandgóssi" frá fyrri tímum en það var vel þekkt að þeir sem bjuggu við suðurströndina notuðu og nýttu vel það sem rak á fjörur. Picture of old tools in Hólmur close to Kirkjubæjarklaustur, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er mikið til af flottu dóti í Hólminum hjá honum Sverri sem þarf að fara í gegnum og reyna að varðveita. Spurning hvort að sveitafélagið og fl. ættu að taka sig saman og reyna að koma honum til hjálpar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það væri sko athyglisvert að kíka þarna.  Frændi minn býr einmitt á Klaustri og þekkir allt ef svo má segja.  Og fróðari en skrattinn hehehe.... Sögumaður mikill (þetta er nú ekki í genunum mínum það klikkðai alveg)

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 8.8.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er pínu magnað að koma þarna á þennan stað. Svo að það sé á hreinu, þá er hann ekki að taka á móti hverjum sem er. Því þarf að nálgast hann af stakri kurteisi og ekki vaða um svæðið í óleyfi. En um að gera að láta sögubrot fylgja með ef einhver lumar á slíku í fórum sínum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.8.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kom þarna við einu sinni við. Þá var faðir Sverris enn á lífi. Náttúran þarna gerir eitthvað við menn. Eða er það vatnið?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er spurning hvort að það er vatnið eða eitthvað annað :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.8.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, er það ekki vel þess virði að hjálpa kallinum. - Mér sýnist þarna vera dálaglegt efni í safn. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband