NÝBYGGINGAR Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI - MYNDIR

Hér er nýtt hverfi að byrja að byggjast upp við rætur Úlfarsfells. Mynd er tekin í júní 2007 af nýbyggingum sem eru að rísa við rætur Úlfarsfells

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit svæði við Úlfarsfell út í ágúst 2007

Slóð sem er fær flestum jeppum liggur upp á Úlfarsfellið að sunnanverðu. Slóðin var á sínum tíma ýtt og lagfærð af svifdrekamönnum. Þarna uppi eru nokkrir fallegir útsýnisstaðir. Torfarin slóð liggur niður að norðaustanverðu. Úlfarsfellið er einnig mikið notað af göngufólki. Ég veit dæmi þess að pöntuð hefur verið Pizza upp á fjallið og ef henni hefði ekki verið skilað innan ákveðins tíma samkvæmt auglýsingu, þá yrði hún frí. Pizzusendlinum tókst að aka upp slóðann á litlum bíl sem á að vera nánast ógjörningur að framkvæma :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má þá er mikil vinna sem þarf að framkvæma áður en hægt er að byggja húsnæði upp á staðnum

Jarðvegsvinna, gatnagerð, lagnir fyrir heitt og kalt vatn, frárennsli, síma, rafmagn ... þarf að koma fyrir áður en verktakar geta hafist handa við að byggja upp hús sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðlingaholt við Rauðhóla er að byggjast upp þessa dagana og má víða sjá nýbyggingar í því hverfi sem á eftir að klára

Líklega er hverfið mest þekkt fyrir að 21 maður voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt vegna mótmæla flutningabílstjóra. Einnig var lagt hald á sextán ökutæki í sömu aðgerð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbærinn í Norðlingaholti er að byggjast upp á fullu. Þegar er byrjað á skóla fyrir hverfið en nemendur hafa orðið að vera í bráðabyrðarhúsnæði fram að þessu

Leik- og grunnskóli í Norðlingaholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að byggja upp hverfi fyrir skrifstofu- og iðnaðarhverfi rétt við Elliðarvatn í Kópavogi

verslunarhverfi skammt frá Elliðavatni. Skrifstofubygging við Urðarhvarf (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki bara Reykjavík sem hefur þessa sögu að segja. heldur má sjá framkvæmdir í kringum nýbyggingar víða um land eins og hér í Hveragerði

Margir hafa selt húsnæði í Reykjavík og flutt í nágrannabyggðirnar þar sem húsnæði er mun ódýrara. Því miður hefur hækkun á eldsneyti komið mikið niður á þessu fólki sem er að sækja vinnu til Reykjavíkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í Hveragerði voru reist mörg hús eins og sjá má á þessari mynd hér

Hér má sjá mynd sem er tekin í júní mánuði 2007 af nýbyggingum í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is „Lítil sem engin sala á lóðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR

Friðriki Pálssyni er margt til lista lagt og hefur hann m.a. verið hótelhaldari á 4 stöðum. Það fyrsta er á Hótel Rangá. Þar má finna rúmgott og fallegt hótel byggt í norskum bjálkastíl

Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum

Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.

Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun

Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi

Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu

Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum

Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.

Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Aðal röddin á Landsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

735 ALGENGUSTU LEITARORÐIN Á BLOGGINU MÍNU - ÁHUGAVERÐ LESNING

Hvarfið á Madeleine er frétt sem ég hef ekki bloggað neitt um, en fréttin fékk mig til að huga aftur að því hvað fær netverja til að fara inn á bloggið hjá mér.

13/4/08 gerði ég þessa könnun hér á blogginu hjá mér hver væru algengustu leitarorðin hjá þeim sem "slysuðust" inn á bloggið hjá mér sem má skoða nánar hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/505284/

og vermdu þá eftirfarandi leitarorð "topp 5" listann. Þá var Emil H. Valgeirsson í efsta sætinu.

1. emil h. valgeirsson x32
2. kjartan pétur sigurðsson x21
3. úlfarsfell x12
4. loftbíll x8
5. kaldidalur minnismerki x7

13/5/08 eða mánuði seinna leit svo "topp 5" listinn svona út

1. "kjartan pétur sigurðsson" stýrð fjölmiðlun x53
2. "sævar óli helgason" x31
3. laugarnes photo x30
4. sundlaug kópavogs x18
5. nauðlenti á sólheimasandi x16

og núna í morgun leit listinn út eins og sjá má seinna hér í bloggfærslunni.

Það sem vakti athygli mína í seinni könuninni var að það var greinilega kerfisbundin könnun eða leit í töluverðan tíma á "stýrðri fjölmiðlun" og svo mínu nafni og náði það á tímabili hátt í x100 skipti. Það gæti verið áhugavert að velta því fyrir sér hverju það sætti! En ég tel mig þó hafa skýringar á því :)

Ef nýja könnunin sem að ég gerði í morgun er skoðuð, þá trónir $jálfstæðismaðurinn "kjartan gunnarsson" & raudisandur efstir á listanum hjá mér sem kemur að vísu ekki á óvart enda um flotta bloggfærslu að ræða hjá mér sem tengist Rauðasandi og að hluta til honum, þannig hefur það í raun verið í 2-3 vikur (en annars bauð ég honum samsetta mynd til sölu af svæðinu og bíð enn spenntur eftir að heyra frá honum) :)

Það er gaman að skoða síðustu 735 algengustu leitarorðin sem leiða netvafrara inn á bloggið hjá mér. Þetta eru upplýsingar sem ég fæ frá þjónustu sem Google býður notendum sínum í gegnum þjónustu sem heitir Google Analytics sem ég síðan tengi við síðuna hjá mér.

Annars er gaman að sjá mörg furðuleg orð sem virðast tengjast blogginu mínu eins og þyngdarstuðull, bitruvirkjun, how many km is the golden circle, léttlest, aðstoðarmaður borgarstjóra, please+release+me, 360° myndir, 38 land rover defender, davíð oddsson seðlabankinn, gps hiking trails in iceland fimmvorduhals, hvannadalshnjúkur gps leið, hveragerði+jarðskjálfti+myndir, hveravellir+ísbjörn, lestarkerfi a islandi, léttlest í reykjavík, léttlestarkerfi, metró ísland, metrókerfi, tillaga um lestarkerfi a islandi. Sumt get ég útskýrt en annað ekki :)

En hér kemur svo nýjasti listinn

1. raudisandur & "kjartan gunnarsson" x117
2. íslenskir hellar gps x28
3. grjótskriða x26
4. hestamannamót x23
5. fimmvörðuháls kort x13
6. geitur x13
7. stóra laxá x13
8. kerið photo x12
9. kjartan pétur sigurðsson x11
10. þyngdarstuðull x9
11. kjartan gunnarsson + rauðisandur x8
12. kílhraun x8
13. hestamannamót hellu x7
14. straumsvík myndir x7
15. turninn kópavogi x7
16. öndverðarnes x7
17. ljótipollur x6
18. breiðamerkurlón x5
19. gluggafilmur x5
20. hagavatn x5
21. hestamannamótið hellu x5
22. kassagerðin x5
23. krýsuvík x5
24. turninn í kópavogi x5
25. agnes lazzarotto x4
26. grýtubakkahreppur x4
27. hestamannamót 2008 x4
28. krísuvík x4
29. krísuvík kort x4
30. íslenskar geitur x4
31. arnarstapi x3
32. bitruvirkjun x3
33. bílnúmer x3
34. draugar x3
35. fimmvörðuháls x3
36. fisflug x3
37. fnjóskadalur x3
38. gaddstaðaflatir x3
39. golfvellir á íslandi x3
40. gæsavatnaleið x3
41. haukur snorrason x3
42. jarðskjálftakort x3
43. kjartan pétur x3
44. kópavogur kort x3
45. loftbíll x3
46. ný sundlaug x3
47. saumavél x3
48. smáralind loftmynd x3
49. stór steinn ingólfsfjall x3
50. sundlaug kópavogs x3
51. surtshellir x3
52. turninn smáralind x3
53. velkomin í skagafjörð x3
54. þeistareykir x3
55. þorvaldur þórsson x3
56. arnarstapi landakort x2
57. austurengjahver x2
58. bátamyndir x2
59. fossar á íslandi x2
60. göngukort landmannalaugar x2
61. hafnarhúsið x2
62. heilsuhælið í hveragerði x2
63. hestamannamót á hellu x2
64. hestamannamót,hellu x2
65. how many km is the golden circle? x2
66. hraunsrétt x2
67. hringur, arnarfjörður x2
68. hvað á að skoða á reykjanesi x2
69. háspennulínur x2
70. innskönnun á ljósmyndum x2
71. jarðgöng x2
72. karitas photo kopavogur x2
73. kerlingafjöll gps x2
74. kleifarvatn x2
75. kleifarvatn kort x2
76. kort reykjanes x2
77. kristleifur þorsteinsson x2
78. kríu egg x2
79. kögunarhóll x2
80. laugarvatn loftmynd x2
81. ljósmyndun x2
82. ljóð x2
83. lundareykjadal x2
84. lækjarbotnar x2
85. léttlest x2
86. meyjarsæti x2
87. myndir af selfossi x2
88. naktar x2
89. naktar íslenskar konur x2
90. paraglider til sölu x2
91. photo blog x2
92. ratsjárstöðvar x2
93. reyðarvatn x2
94. skaftáreldar kort x2
95. skálarjökull x2
96. sumarbústaðir við þingvallavatn x2
97. sundlaugar photos x2
98. sundlaugin í kópavogi x2
99. sveinn þórarinsson listmálari x2
100. sævar óli helgason x2
101. sólheimar grímsnesi x2
102. trollaborn x2
103. trölladyngja jarðfræði x2
104. tröllaskagi x2
105. umbúðamiðstöðin x2
106. víti borhola x2
107. örk lélegt hótel x2
108. þuríður aradóttir x2
109. "agnes lazzarotto" x1
110. "austurengjahver" x1
111. "aðstoðarmaður borgarstjóra" x1
112. "fimmvörðuháls kort" x1
113. "gos" hellisheiði x1
114. "kjartan magnússon"photographer x1
115. "kort & fimmvörðuháls" x1
116. "kort af grindavík" x1
117. "kort af nesjavallaleið" x1
118. "please+release+me" x1
119. "pétur albert sigurðsson" x1
120. "starfsmannafélag landsbankans x1
121. "suðurlandsskjálftinn 2000 upptök x1
122. "veiðivatna myndir" x1
123. "víti" við kröflu x1
124. "örvar már kristinsson" x1
125. +rafdrifið +fellihýsi x1
126. 1 sjómíla = x1
127. 360° myndir x1
128. 38 land rover defender x1
129. 70 ára afmæli mömmu x1
130. albert eiríksson x1
131. algengasta nafn á íslandi x1
132. alþingishátíðin 1874 x1
133. arnarfell kort x1
134. arnarfjörður kort x1
135. arnarstapi myndir x1
136. austfirðir fossar x1
137. austfirðir kort x1
138. axel guðmundsson flug x1
139. að leggja vatn x1
140. baldur sveinsson flugvélar x1
141. baldvin kristjánsson x1
142. baðstofa myndir x1
143. beinakirkjan x1
144. birgitta lanzarote x1
145. bitru hellisheiði kort x1
146. blogg jord x1
147. bolungarvik kort x1
148. bolungarvík x1
149. bolungarvík kort x1
150. bolungarvík mynd x1
151. borgafirdi x1
152. borgafjörður eystri x1
153. brautargengi blogg x1
154. breiðafjarðar ferjan x1
155. breiðafjarðar ferjan baldur x1
156. breiðafjörður baldur x1
157. breytingar á land rover x1
158. breytt mataræði x1
159. bryggjusvaedi myndir x1
160. brúin x1
161. byggingareglugerðir x1
162. byggt 1880 x1
163. básar myndir x1
164. básar undir ingólfsfjalli x1
165. bátar á ferð x1
166. bátur við krýsuvíkurbjarg x1
167. bændagisting í borgafirði x1
168. bílastæði teikningar x1
169. búðarhálsvirkjun x1
170. búðarkirkja x1
171. cadillac iceland x1
172. cadillac ísland x1
173. clubs iceland photos x1
174. davíð oddson x1
175. davíð oddsson seðlabankinn x1
176. defender site:is rover x1
177. demantshringurinn x1
178. dettifoss + kort x1
179. deutz x1
180. deutz 30 x1
181. dominos á íslandi x1
182. draugahús á íslandi x1
183. draugar í hlutum x1
184. draugar í reykjavík myndir x1
185. dælarétt x1
186. e8 myndir x1
187. eart x1
188. earthquake in hveragerdi og selfossi x1
189. eimskip sundahöfn x1
190. eina með öllu x1
191. eldgosið í heimaey x1
192. elding 1 x1
193. elsta steinhús á vestfjörðum x1
194. esjan göngukort x1
195. eyjafjöll veiði x1
196. eyjólfur árni rafnsson profile x1
197. eyðibýli á íslandi x1
198. fallegar íslenskar konur x1
199. farmal kubb x1
200. farmall x1
201. fasteignasalan bakki x1
202. faxi fossinn x1
203. fellihýsi í þórsmörk x1
204. ferjur x1
205. ferðamyndir x1
206. ferðir grænland x1
207. fimmvörðuháls 14. júní x1
208. fimmvörðuháls búnað x1
209. fimmvörðuháls ganga x1
210. fimmvörðuháls myndir x1
211. fimmvörðuháls og myndir x1
212. fimmvörðuháls+ganga x1
213. fimmvörðuháls+kort x1
214. fimmvörðuháls, ganga x1
215. fis flug x1
216. fisfelag slettan x1
217. fisflugvél x1
218. fisflugvél fauk x1
219. fiskveiðar myndir x1
220. fjallabak kort x1
221. fjallabaksleið nyrðri kort x1
222. fjallið þorbjörn x1
223. fjármál blogg x1
224. fjöll og fjölskylda x1
225. flug veiðivötn x1
226. flugslys á íslandi x1
227. fnjóská kajak x1
228. fossar íslands kort x1
229. fossinn faxi x1
230. foto sólheimar x1
231. fred olsen x1
232. frostastaðarvatn veiði x1
233. fugl :touristguide.is x1
234. fuglar snæfellsnes x1
235. fullur í vinnunni x1
236. gamall deutz x1
237. gamla sundlaugin hveragerði x1
238. ganga fimmvörðuháls x1
239. ganga á hestfjall x1
240. garmin iceland gps kort x1
241. garðarbæjar golfvöllur x1
242. geitur jóhanna x1
243. geitur á háafelli x1
244. gjafar ve x1
245. gjordu svo vel x1
246. gljufur iceland map x1
247. gluggafilmur, keflavík x1
248. glymur and kort x1
249. glymur hiking map x1
250. glymur kort x1
251. golden circle x1
252. golden circle kort x1
253. golfvellir myndir x1
254. golfvellir og hótel á íslandi x1
255. google eart x1
256. google stór steinn ingólfsfjall x1
257. gps and fimmvörðuháls x1
258. gps fimmvörðuháls x1
259. gps hiking trails in iceland fimmvorduhals x1
260. gps kennsla x1
261. gps kort x1
262. gps kort site:*.is x1
263. gps oxararfoss x1
264. grenivík x1
265. grenvikingar x1
266. grindavik kort x1
267. grindavík myndir x1
268. grænland og túrismi x1
269. gullfoss geysir kort x1
270. gullni hringurinn vegalengdir x1
271. guðbjartur kristófersson x1
272. guðjón jensson x1
273. gólfvöllur x1
274. gólfvöllur vestmannaeyja x1
275. göngukort reykjanesi x1
276. gönguleið fimmvörðuháls x1
277. gönguleið heiti lækurinn x1
278. gönguleiðir hveragerði fyrir ofan x1
279. gönguleiðir reykjavík kort x1
280. hafnarfjarðarvegur kort x1
281. hafnarfjörður kort x1
282. hallarmúli x1
283. halldór leiðsögumaður x1
284. hani hæna og hrauney x1
285. haukur hauksson hestamaður x1
286. haukur snorrason bloggar x1
287. hdr x1
288. heitar laugar x1
289. hekla gos vatn lækur x1
290. hekla gýs x1
291. helga þórarinsdóttir x1
292. hella x1
293. hellaferðir jarðskjálftar x1
294. hellisandur kort x1
295. hellisheidarvirkjun x1
296. hengill heitur lækur x1
297. her flugvél x1
298. herðubreiðartögl x1
299. hestamannamot x1
300. hestamannamot hellu x1
301. hestamannamot islands x1
302. hestamannamót hella x1
303. hestamannamót hellu 2008 x1
304. hestamannamót á hellu 2008 x1
305. hestamannamót á hellu júní 2008 x1
306. hestamannamót íslands x1
307. hestamannamót*hellu x1
308. hestamannamót,íslands x1
309. hestamannamótið 2008 hellu x1
310. hestfjall earthquake 2000 x1
311. hesthus x1
312. hesthúsahverfi hella x1
313. hestvík landið sigið 240 m x1
314. hiking iceland myndir x1
315. hilmar f foss x1
316. hjólabátar jökulsárlóni x1
317. hlaup í grímsvötnum x1
318. hleðslusteinar x1
319. hlíðarþúfur x1
320. hnífsdalur,iceland photos x1
321. honnun á sumarhúsi x1
322. hrafnista x1
323. hraunsvík kort x1
324. hreindís á sólheimum x1
325. hreindýr á íslandi x1
326. hringsdalur x1
327. html, mynd með link x1
328. hugmynd x1
329. hugmyndir að spilum fyrir 12 x1
330. hvalaskoðun frá grindavík x1
331. hvalaskoðun grindavík x1
332. hvalfjarðargöng kort x1
333. hvalfjörður kort x1
334. hvalur hf myndir x1
335. hvannadalshnjúkur gps leið x1
336. hvar er þorskafjörður x1
337. hvar má finna heitar laugar x1
338. hver gerði gerði x1
339. hveradalur x1
340. hveragerði göngukort x1
341. hveragerði gönguleiðir x1
342. hveragerði+jarðskjálfti+myndir x1
343. hveravellir, ísbjörn x1
344. hvernig er golfvöllurinn í hveragerði x1
345. hvernig á að reikna x1
346. hvesta kort x1
347. hvestudalur beach x1
348. hvestudalur iceland x1
349. hvestudalur kort x1
350. hvestudalur, iceland ocean photos x1
351. hvestudalur, iceland photos x1
352. hvítmaga x1
353. háafell geitur x1
354. háafell, hvítársíðu x1
355. háifoss korti x1
356. hálslón loftmynd x1
357. háspennulínur perur x1
358. hæsta fjall íslands x1
359. hæsti foss x1
360. hótel við golfvelli á íslandi x1
361. höfn í þorlákshöfn x1
362. húsadalur kort x1
363. húsafell x1
364. húsafell kort x1
365. húsavík 1907 x1
366. iceland earthquake selfoss summerhouse x1
367. iceland solheima x1
368. iceland ásbyrgi photo x1
369. illikambur x1
370. ingólfsfjall+silfurberg x1
371. innsigling x1
372. innsigling grindavík video x1
373. isbjörn hveravellir x1
374. islandiahotel.is x1
375. jarðskjálfta blogg x1
376. jarðskjálfta myndir x1
377. jarðskjálftafræði x1
378. jarðskjálftar mbl x1
379. jarðskjálftar á íslandi x1
380. jarðskjálftarnir myndir x1
381. jarðskjálfti hvalfjörður x1
382. jarðskjálfti ingólfsfjall x1
383. jarðskjálfti selfossi myndir x1
384. jarðskjálfti sprungur myndir x1
385. jarðskjálftin 17 júní árið 2000 á richter x1
386. jeppaferðir land rover discovery 3 x1
387. jokulsarlon + photos x1
388. jóhann brú x1
389. jónas kristjánsson kaldbak x1
390. jökulheimar kort x1
391. jörðin eftir jarðskjálftann á suðurlandi x1
392. kaffihús á rauðasandi x1
393. kajak önundarfjörður x1
394. katamak-nafta x1
395. kattatjarnir x1
396. kayak jökulfirðir x1
397. kayak stykkishólmur x1
398. kjalarnes kort x1
399. kjartan gunnarsson x1
400. kjartan gunnarsson og fjölskylda x1
401. kjartan ljósmyndari x1
402. kjartan ljósmyndir x1
403. kjartan loftmyndir x1
404. kleifarheiði x1
405. kleifarvatn fluga x1
406. klifrað á lóndranga x1
407. kljáströnd x1
408. kollafjörður x1
409. kollafjörður kort x1
410. konungsvegur x1
411. konúngsvegur x1
412. kort + fimmvörðuháls x1
413. kort af fimmvörðuháls x1
414. kort af grafarvogi x1
415. kort af grindavík x1
416. kort af grímsnesi x1
417. kort af gönguleiðum í reykjavík x1
418. kort af heimaey x1
419. kort af henglinum x1
420. kort af hvalfirði x1
421. kort af kaldidalur x1
422. kort af kleifarvatni x1
423. kort af kópavogi x1
424. kort af miðbæ reykjavíkur x1
425. kort af mývatni x1
426. kort af reykjanesi x1
427. kort af reykjavík x1
428. kort af selfossi x1
429. kort af seltjarnanesi x1
430. kort af skeiðum x1
431. kort af straumsvík x1
432. kort af suðurlandi öndverðarnes x1
433. kort af íslandi skagafjörður x1
434. kort af íslandi; höfn í hornafirði x1
435. kort af þjórsárdal x1
436. kort af þorskafirði x1
437. kort að hvalfirði x1
438. kort kopavogur x1
439. kort minkur x1
440. kort rauðisandur x1
441. kort stykkishólmur x1
442. kort ásbyrgi x1
443. kort+fimmvörðuháls x1
444. kostnaður við að keyra hvalfjarðargöng daglega x1
445. krafla myndir x1
446. kraftar undir jökli x1
447. kristján sigurðsson hvítahúsið x1
448. kristínartindar x1
449. krossá x1
450. krossá myndir x1
451. krysuvik eastwood x1
452. krísuvík listaverk x1
453. krísuvík map x1
454. krísuvík meðferðarheimili x1
455. krísuvík+meðferðarheimili x1
456. krísuvíkurkirkja x1
457. kröflugos x1
458. krýsuvík kort x1
459. krýsuvík krísuvík x1
460. kulusuk valur x1
461. kulusukk á grænlandi x1
462. kverkfjöll ökuleið x1
463. kvígindisfell hæð x1
464. kópavogs laug x1
465. kópavogs sundlaug x1
466. kópavogs sundlaugin myndir x1
467. land rover snorkel x1
468. landakort húsafell x1
469. landakort skagafjörður x1
470. landmannalaugar x1
471. langanes kort x1
472. langanes ratsjárstöð x1
473. laufás í arnarfirði x1
474. laugaskarði x1
475. laxárdalur kort x1
476. laxárgljúfur x1
477. lestarkerfi a islandi x1
478. litla flugan texti x1
479. ljósmyndari við námaskarð x1
480. ljósmyndir af sumarbústöðum við þingvallavatn x1
481. loftmynd af austurvelli x1
482. loftmynd af ingolfsfjalli x1
483. loftmynd af reykjanesi x1
484. loftmynd bondi x1
485. loftmynd hallgrímskirkja x1
486. loftmynd hellu x1
487. loftmyndir af smaralind x1
488. loðmundarfjörður vegur x1
489. léttlest í reykjavík x1
490. léttlestarkerfi? x1
491. mannvit x1
492. map of iceland hestfjall x1
493. markarfljót veiði x1
494. massey ferguson x1
495. matti skratti x1
496. metró ísland x1
497. metrókerfi x1
498. meðferðarheimili krísuvík x1
499. meðferðarheimilið krísuvík x1
500. minnanúpshólmi x1
501. miðfellsland x1
502. miðfellsland jarðskjálfti x1
503. miðnætursólin, hvar sést hún x1
504. mynd af sprungubeltinu x1
505. mynda blogg x1
506. mynda úr lofti x1
507. myndir af flugvélum x1
508. myndir af golfvöllum x1
509. myndir af hellisheiðarvirkjun x1
510. myndir af jarðskjálftanum 2008 x1
511. myndir af ljótapolli x1
512. myndir af seltjarnarnes x1
513. myndir af víti x1
514. myndir berar íslenskar x1
515. myndir frá háafelli x1
516. myndir frá jarðskjálftanum x1
517. myndir frá jarðskjálftunum x1
518. myndir hnífsdal* x1
519. myndir huldumenn x1
520. myndir hus x1
521. myndir landmannalaugar x1
522. myndir teknar af jarðskjálfta x1
523. myndir úr lofti x1
524. myndir úr skjálftanum x1
525. myndir,bifröst x1
526. málverk sólheimum x1
527. mótorhjól 50 km x1
528. mýrdalsjökull íshellir x1
529. naktar + myndir x1
530. naktar ungar konur x1
531. nesjavellir göngukort x1
532. neðanjarðarlestarkerfi x1
533. norðurland kort x1
534. nákvæmt íslands kort x1
535. ný sundlaug í kópavogi x1
536. nýherji með umboð ibm x1
537. nýja laugin í kópavogi x1
538. nýr leirhver við hveragerði video x1
539. nýr veitingastaður í turninum ´kóp x1
540. olíuhreinsistöð arnarfjörður x1
541. olíuhreinstöð, hvesta x1
542. opinn heitur lækur i rvk x1
543. ostaskeri norskur x1
544. photo x1
545. photo blogg x1
546. photo vestmannaeyjar x1
547. pylsa og kok x1
548. páll einarsson jarðskjálftar x1
549. rafmótor fræði x1
550. rauðisandur kort x1
551. refur mynd x1
552. reiðhjól x1
553. rekbelti x1
554. reykjadalur norðurland kort x1
555. reykjadalur skagafirði kort x1
556. reykjafoss, hveragerdi x1
557. reykjanes gufuaflsvirkjanir x1
558. reykjanes kort x1
559. reykjarskóli x1
560. reykjavík keflavík km x1
561. reykjavík vatnsleysustrond kort x1
562. rolling stones + ingólfsfjall x1
563. sala lauginn x1
564. sandfell mývatn x1
565. sandvatn, kort x1
566. sauðárkrókur glaumbær vegalengd x1
567. sauðárkrókur kort x1
568. selfoss brú x1
569. selfoss hveragerdi earthquake x1
570. selfoss loftmynd x1
571. selfosskirkja x1
572. seltún x1
573. sesselja hreindís x1
574. sigling myndir hvítá x1
575. sigling vestmannaeyjar x1
576. sigling í vestmanneyjum x1
577. sigurðarskáli x1
578. sjómíla x1
579. skagafjörður kirkja myndir x1
580. skeiðarárhlaup 1996 x1
581. skjaldbreiður beyging x1
582. skjálftar myndir x1
583. skálafell kort x1
584. skógarströnd x1
585. slys á fimmvörðuhálsi x1
586. slöngubátar+eyjar x1
587. smábátar x1
588. snekkjur x1
589. snorri snorrason x1
590. snæfellsnes strönd x1
591. snæfellsnes svörtuloft x1
592. solheima iceland x1
593. solheimar x1
594. sprungur páll einarsson x1
595. sprungur páll einarsson stóru* x1
596. sprungur í ingólfsfjalli x1
597. starfsmannafélag landsbankans x1
598. starfsmannafélags landsbanka íslands. x1
599. steinar kaldal x1
600. steinholtsá brú x1
601. stokkseyri veitingarstaður x1
602. stora laxa x1
603. strönd við þorlákshöfn x1
604. stykkishólmur mynd x1
605. stykkishólmur sigling x1
606. stykkishólmur siglingar x1
607. stóra laxá hreppum x1
608. stóra laxá laxárgljúfur x1
609. sumarhus landsbankinn x1
610. sundahöfn x1
611. sundlaugar myndir x1
612. sundlaugin í laugaskarð x1
613. suðurlandsskjálftinn 17.júní x1
614. suðurlandsskjálftinn kort x1
615. sveinn björnsson og krísuvíkurkirkja x1
616. sviði kayak x1
617. svörtuloft x1
618. svörtuloft brunnur x1
619. svörtuloft á snæfellsnesi x1
620. sólheimar blog x1
621. sólheimar grímsnesi map x1
622. sólheimar kort x1
623. sómabátur x1
624. tanngarður x1
625. teikning af þingvallavatni x1
626. tf-ccp x1
627. tillaga um lestarkerfi a islandi x1
628. tjaldbúðir gas búð x1
629. travel power 4,5 kw x1
630. trollaskagi hiking x1
631. tröllabörn x1
632. trölladyngja x1
633. tröllakrókar x1
634. tungufljót kort x1
635. turninn , kópavogur x1
636. turninn kópavogur x1
637. turninn í smáralind x1
638. turninn, kopavogur x1
639. tónlista og ráðstefnuhús reykjavíkur x1
640. urriðarholtið x1
641. urriðavatn x1
642. vatnajökull páskar 2008 x1
643. vatnajökull skíði x1
644. vatnajökull útsýnisflug x1
645. vatnsleysuströnd gólfvöllur x1
646. vatnsleysuströnd kort x1
647. vatnsleysuströnd skóli x1
648. vatnsleysuströnd+kort x1
649. vegalengd gullni hringurinn x1
650. vegalengd reykjavík bifröst x1
651. vegurinn um ísland x1
652. veitingarstaðir á stokkseyri x1
653. verslunin mb x1
654. vestfirðirnir x1
655. vestmannaeyja kort x1
656. vestmannaeyjar x1
657. vestmannaeyjar ferja verð x1
658. vestmannaeyjar hani hæna x1
659. veður á akranesi x1
660. veðurfar hvannadalshnjúkur x1
661. veðurstofa skjálftavakt x1
662. vik myrdal x1
663. vinnustaður fyrir fatlaða x1
664. vinsælt+túristar x1
665. vængjum þöndum texti x1
666. vífilsstadir mynd x1
667. vífilsstaðir x1
668. vík mýrdal x1
669. víti við öskju x1
670. völundarhús myndinni kjartan pétur x1
671. weather saudarkroki x1
672. what is the highest mountain in iceland x1
673. where is akranes x1
674. www.photo makka x1
675. www.photo papey x1
676. x ljósmyndir x1
677. álfa og draugasafn x1
678. álftadalsdyngja x1
679. árhús á hellu x1
680. árni fisflug x1
681. íshellir x1
682. ísland fallegur staður x1
683. ísleifur jónsson x1
684. íslensk geit x1
685. íslensk hátækniiðnað x1
686. íslenskar geitur í útrýmingarhættu x1
687. íslenskar konur naktar x1
688. íslenski refurinn myndir x1
689. íslenskt landslag x1
690. ökuleið á esjuna x1
691. ölfusárbrú endurbyggð x1
692. ölkelduháls gönguleið x1
693. öndverðarnes l x1
694. öndverðarnes loftmynd x1
695. öndverðarnesi x1
696. úlfljótsvatn krókur x1
697. þingvallasveit sumarbústaðir x1
698. þingvallavatn google earth x1
699. þingvallavatn loftmynd x1
700. þjórsárdalur hekla loftmynd x1
701. þjóðgarður vatnajökull x1
702. þorbjörg valgeirsdóttir x1
703. þorbjörn grindavík x1
704. þorbjörn reykjanesi örnefni x1
705. þorlákshöfn verksmiðja x1
706. þorlákshöfn,blogg x1
707. þorvaldur þórsson gps leið kort x1
708. þín fyrstu skref x1
709. þórisjökull sprungur x1
710. þórsmörk fellihýsi x1
711. þórsmörk jeppar kort 2008 x1
712. þórsmörk kort x1
713. þórunn pétursdóttir ari hermannsson x1
714. "séð úr lofti" x0
715. budafoss waterfall x0
716. draugar á íslandi x0
717. fimmvörðuháls and photos x0
718. fimmvörðuháls búnaður x0
719. glymur göngukort x0
720. gullhringurinn kort x0
721. göngukort landmannalaugar skrá x0
722. heljarkambur x0
723. hlaup í grímsvötnum 1996 myndir x0
724. hvar er arnarfell kort x0
725. hvað er skálarjökull x0
726. móberg+ingólfsfjall x0
727. nesjavallaleið kort x0
728. rauða svæðið fljótsdalsstöð x0
729. skaftafell arnarfell kort x0
730. sléttan x0
731. suðurlandsskjálftinn 2008 upptök x0
732. sólheimar grímsnesi kort x0
733. vífilsstadir mynd vífilsstadarvatn x0
734. "kattarhryggir" x0
735. þórsmörk iceland photos x0

mbl.is Rannsókn á máli Madeleine hætt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

FLUG Í NORÐURÁRDALNUM Í ÁTT AÐ HOLTAVÖRÐUHEIÐI - MYNDIR

Hér er horft upp Norðurárdalinn og má vel sjá hvernig skýin liggja ofan á heiðinni og því illfært fyrir sjónflug. Þarna má sjá tvær brýr og liggur sú efri yfir Norðurá í Norðurárdal. Þar fyrir ofan má sjá bæjarstæðið þar sem Sveinatunga var.

Sveinatunga er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi, reist 1895. Sement og annað byggingarefni var allt flutt frá Borgarnesi um 50 km leið á hestum. Steypan var handhrærð og síðan hífð upp í fötum með handafli. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Holtavörðuheiðin hefur reynst mörgum flugmanninum erfið, enda oft þoka á heiðinni. Heiðin liggur líka á milli tveggja veðrakerfa og getur því oft verið sitthvort veðrið við heiðina _ Hér er flogið aðeins lengra upp Norðurárdalinn. Greinilegt er að þessi leið er þrællokuð og verður ekki farin á flugvél

(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

GENGIÐ Á ESJUNA, ÞVERFELLSHORN - MYNDIR

Fyrir þá sem hafa hug á að ganga á Esjuna. Þá má sjá vinsælustu gönguleiðina hér. Neðst liggur hún upp í gegnum lúpínubreiðurnar, sem breiða úr sér og setja fallegan lit á umhverfið fyrri hluta sumars. Neðst til vinstri á myndinni er bílastæðin við Mógilsá og efst til hægri er svo Þverfellshorn sem flestir reyna að ganga á.

Gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 6 km og göngutíminn 1 til 3 klst. eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt er farið. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að stóra stein er 760 m en mesta hæð 780 m. Hallinn fellur í flokk C sem er nokkuð erfið gönguleið. Esjan Mountain (914 meters above sea level) is a popular place for Icelanders to go hiking. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bílastæðin er gott að gera sig kláran fyrir gönguna. Nauðsynlegt er að taka með sér góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti og eitthvað að drekka á meðan á göngunni stendur.

Staðreyndin er sú að fólk fer oft á Esjuna vanbúið til gönguferða og gerir sér ekki grein fyrir mörgum þeim hættum sem þar eru. Vetrarferðir kalla að auki á mannbrodda, ljós m.m. Gangan upp ætti ekki að taka lengri tíma en tvær klukkustundir. Þetta er án efa vinsælasta gönguleið á öllu Íslandi og er geysilega skemmtileg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lagt á Esjuna og er stefnan tekin upp að Steininum í 597 metra hæð

Eins og sjá má, þá er búið að leggja fína göngustíga upp fjallið. Framundan grillir í Kistufell og Gunnlaugsskarð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk eins og ferðafélagi minn ákvað að gera. Á þessum stað er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna

Oft er miðað við að gengið sé upp að stóra stein á um 1 kl.st. og góðir hlauparar geta náð upp á 30-45 mínútum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil

Hér er brattinn að aukast töluvert (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víða er búið að laga gönguleiðina og eins og oft vill vera með mannanna verk, þá fer náttúran sínu fram

Mikið af svona vinnu er framkvæmd víða um land af áhugamannahópum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér greinist leiðin í tvennt og völdum við félagarnir að fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Eins og sjá má, þá er slóðinn sem gengið er eftir í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.

Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


STEINN, er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið

Upp að steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Just outside the Reykjavík capital of Iceland is Mt. Esjan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu eins og sjá má á þessari mynd, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum

Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið pínu erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi skal þó fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn. Esja is not a single mountain, but a volcanic mountain range, made from basalt and tuff-stone. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo takmarkinu náð, Þverfellshornið sjálft.  Vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá. Hún er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu. Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan.

Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Esjan is situated in about 20 min. drive from Reykjavík and looks over the fjord and the city. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stórreykjavíkursvæðið

Hér horfir Ingólfur Bruun eftir útsýnisskífunni. Í vörðunni, sem er í 750 m hæð má finna gestabók sem komið hefur verið fyrir í stálhólki. Rétt er að skrá nafn sitt í bókina, afrekinu til sönnunar. From the top there is a great view over Reykjavik city and in good weather you can see pretty far. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Niðurgangan getur oft verið sumum þrautin þyngri, en ef svo er, þá er bara um að gera að fara rólega yfir og spjalla við þá sem eru á leiðinni

Um að gera að spjalla í símann við sína nánustu þegar veðrið er svona gott. Í raun eru nokkrar leiðir úr að velja og eru þær mis vel merktar. Esjan is a bit steep, especially the last part. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er rétta leiðin kallar Ingólfur til eins göngumanns sem er að leggja á klettabeltið

Þverfellshornið er ein vinsælasta gönguleiðin á Esjuna og miða við þann fjölda sem leggur leið sína á fjallið, er með ólíkindum að ekki hefur orðið meira um slys á fjallinu. Iceland Equals Adventure. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo gengið niður hina leiðina frá Steininum til austurs. Ekki er óalgengt að hundruð manna séu á ferð í Esjuhlíðum þegar vel viðrar. Fjölmargir ganga upp nokkrum sinnum í viku sér til heilsubótar.

Sumarið 1994 var gerð ný gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir þessa brú sameinast svo leiðirnar aftur

Hægt er að fá göngukort af Esjunni og Leggjabrjót hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Vegna mikillar straums göngufólks upp Þverfellshorn hafa troðist margar slóðir hingað og þangað og ber því að virða þær merkingar sem eru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Um klukkustundar gangur frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Karíus og Baktus á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR

Í jarðskjálftanum árið 2000, þá myndaðist þessi sandsvelgur hér ekki langt frá Þjórsárbökkum í Villingaholtshreppi skammt frá bænum Syðri-Gróf

Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm

Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.

Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.

En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.

Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.

Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð

Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR

Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur

Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar

Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.

Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.

Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HELLUVATN OG ELLIÐAVATN - MYNDIR

Eins og segir í fréttinni, þá er Helluvatn inn af Elliðavatni

Helluvatn, innan við Elliðavatn. Leiðin inn í Heiðmörk. Mikið er um að borgarbúar fari og renni fyrir silung í vatninu. Lake Helluvatn is just outside Reykjavik is a beautiful place, where you can fish various kind of trout. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Elliðavatn og Helluvatn rétt fyrir ofan Reykjavík

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vetrarmynd af Elliðavatni, fjær má sjá Helluvatn

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tvær brýr sem farið er yfir á leið inn í Heiðmörk

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bjargaði álftarungum úr taumaflækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLTAVIRKJUN, HVAMMSVIRKJUN, URRIÐAFOSSVIRKJUN - MYNDIR

Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin aðeins nær þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hvammsvirkjunar verður u.þ.b. 80 MW og orkugeta hennar verður um 630 GWst/ári. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 80MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar.

Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Location of the power station in Skardsfjall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Minnanúpshólma sem er vel gróðri vaxin, enda fara hvorki menn né skeppnur mikið út í þessa eyju

Eyjan Minnanúpshólmi í Þjórsá liggur á milli Skarðsfjalls og Núpsfjalls. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. A small island in Thjorsa. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar efri mörk á Holtavirkjun kemur til með að vera út frá Árnesi við Búðafoss

Búðafoss er einn af fossunum í Þjórsár sem fer undir lónstæði Holtavirkjunar í Gnúpverjahrepp. Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Her er flogið nær fossinum Búðafoss þar sem efri mörk á Holtavirkjun liggja

Árneslón, verður myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Waterfall Budafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stíflan fyrir Holtsvirkjun mun rísa út frá þessum fossi hér sem heitir Hestafoss í Árneskvísl

Holtavirkjun verður u.þ.b. 50 MW að afli og orkugeta hennar verður allt að 390 GWst/ári. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 50MW. Waterfall Hestfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Urriðafossvirkjun kemur til með að rísa

Inntakslón fyrir Urriðafossvirkjun, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þjótand er jörð sem fór í eyði fyrir nokkrum árum, þar til hliðar má sjá gömlu Þjórsárbrúnna. Einnig má sjá Heiðartanga, Lambhaga, Þjórsártún og Krók á myndunum

Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða foss er þetta sem liggur út frá Heiðartanga?

Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og orkugeta virkjunarinnar verður um 930 GWst/ári. Pictures of Urriðafossvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 125MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo má sjá í lokin myndir af Urriðafossi sem mestu deilurnar hafa staðið um

Urriðafoss í Þjórsá. Waterfall Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR

Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag

Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.

Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi

Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll

En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!

En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)

Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?

Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
mbl.is Völlur fyrir 50 flygildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband