MYNDAGETRAUN - HVAÐA KLETTUR ER ÞETTA - RISAMYND?

1) Hvaða klettur er þetta?
2) Hvar er hann staðsettur?
3) Hvernig varð hann til?
4) Hvaða fuglar eru þetta og hvernig raðast þeir niður eftir klettinum?

Myndagetraun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gangi ykkur vel.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RISA MYND - FOSSINN GLYMUR

Hér gefur að líta foss sem hefur verið byggður upp með hjálp náttúrunnar, ólíkt með manngerða fossinn sem kemur úr Hálslóni og nefnist Kárahnjúkafoss.

Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.

Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.

Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.

Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall

Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.

Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:

Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950

Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781

Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551

Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517

SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Níutíu metra foss myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEISTU HVAÐ ÞETTA ER?



Veistu hvað þetta er?










Svarið er neðst

Þetta er nýtt breskt fangelsi! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)









Þetta er nýtt breskt fangelsi!


af því tilefni er hér:

Samanburður á
lífi fanga og frjálsra manna


Þetta gæti bætt skilning á aðstæðum fanga borið saman við frjálsa menn

í fangelsi

á vinnumarkaðinum


er meirihluta tímans varið í 3 x 3 m klefa
 
er meirihluta tímans varið í 1,8 x 1,8 m rými /skrifstofu

- eru þrjár fríar máltíðir á dag
 
- fá menn eitt matarhlé á dag og verða að borga fyrir matinn

- er gefið frí fyrir góða hegðun
 
- er hlaðið verkefnum á þá sem standa sig vel

- er vörður sem læsir eða opnar allar hurðir  
 
- þarf oft að bera öryggispassa og opna allar hurðir sjálfur

- er sjónvarp og tölvuleikir
 
- eru menn reknir fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvuleik

- eru einka salerni
 
- verður að deila salerni með fólki sem stundum mígur á setuna

- er fjölskyldu og vinum leyft að koma í heimsókn
 
- er ætlast til að þú talir ekki einusinni við fjölskyldu þína

- bera skattgreiðendur allan kostnað án þess að nokkurrar vinnu sé krafist af þeim sem þar dvelja
 
- bera starfsmenn allan kostnað við að komast til frá vinnu og skattar eru dregnir af laununum til þess að greiða kostnað vegna fanganna

@ PRISON
You spend most of your life inside bars wanting to get out
 
@ WORK
you spend most of your time wanting
to get out and go inside BARS !

@ PRISON
- You must deal with sadistic wardens
 
@ WORK
- They are called managers


Komdu þér nú að verki !
Það er ekki verið að borga þér fyrir að vera að blogga eða lesa blogg alla daga.
Now get back to work. You're not getting paid for blogging


(Stílfærði aðeins, en fékk þetta sent frá Kela kunningja mínum)

Hér má svo lesa meira um málefnið í öðrum bloggum hjá mér

Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/231629

KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/389120



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ný eining byggð við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRAFLA, GJÁSTYKKI, ÞEISTAREYKIR OG ÖLKELDUHÁLS - MYNDIR OG KORT

Hér er flogið til suðurs frá Ásbyrgi í átt að Kröflu meðfram nýja hrauninu sem kom upp í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984. Hér má sjá hvernig hraunið hefur komið upp úr nýrri sprungu og flætt ofan í aðra gamla samsíða sprungu sem er aðeins austar.

Hraunið nær að fljóta yfir stórt svæði og eru skilin á milli eldra og nýja hraunsins mjög greinileg. Fly from Asbyrgi to Leirhnjukur and Krafla close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stuttu eftir eldgosið við Kröflu, þá var lagður vegur yfir nýrunnið hraunið

Myndin er tekin í Júlí 2003. Picture of the road over the new lava close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hæð eina sem rétt nær að gægjast upp úr nýja hrauninu

Í svona gosi getur komið upp gríðarlega mikið magn af hrauni á skömmum tíma. Melurinn er greinilega eldra hraun sem komið er með rauðan blæ. A hill close to Leyrhnjukur and Krafla. Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sjást svo gamlir og nýir gígar í bland

Landið hleðst upp lögum á milljónum ára. New and old crater on a long fissure close to Leirhnjukur in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést ein af mörgum gígaröðum mjög vel. En hraunið sem kom upp á tímabilinu 1975 til 1984. Hraunið var mjög þunnfljótandi og náði að renna yfir stórt svæði á skömmum tíma

Flott var að sjá myndir þar sem hraunið kom upp á einum stað en féll ofan í næstu sprungu jafn harðan. One of many fissure close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Kröflu, Leirhnjúk og Mývatni. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og Heilagsdalsfjall

Þar sem reykur stígur upp er Kröflusvæðið. Á myndinni sést vel hvernig sprungusveimurinn liggur frá Leirhnjúk í áttina að Gjástykki. Picture of Krafla, Leyrhnjukur and Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn.

Kort af Gjástykki. En það virðast vera um 8-10 Km frá Gjástykki að Kröfluvirkjun. Map of Krafla, Gjastykki and Myvatn area (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Leirhnjúk. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og þar fyrir framan hægra megin sést aðeins í Hverfjall eða Hverfell og Námafjall. En mönnum ber ekki alveg saman um nafnið á gígnum Hverfjalli sem er sprengigígur sem myndast hefur við gos í vatni og því að mestu byggður upp úr sandi.

Vinstra megin við Hverfjall eða fell er svo hraun sem heitir Búrfellshraun. Picture of Leirhnjuk, Sellandafjall, Blafjall, Hverfjall and Namafjall in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt við Leirhnjúk má svo sjá hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið. Þar sem hraunið mætir kaldri fyrirstöðu getur það krumpast upp eins og myndin sýnir. En hitastigið hefur greinilega verið mjög hátt. Hitastig á hrauni getur verið frá 700 - 1200°C.

Gríðarleg hitamyndun er í iðrum jarðar og stafar hún einkum af niðurbroti geislavirkra efna. Hér er greinilega um flæðigos að ræða þar sem nær eingöngu myndast hraun og gjóskuframleiðsla verður óveruleg. Eins og myndin sýnir, þá er hraunin frekar slétt, rákuð og nefnast helluhraun, og eru úr basalti. Picture of thin flooding lava from Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leirhnjúkur er vinsælt göngusvæði og er búið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til muna á svæðinu. Búið er að reisa trépalla og öryggisgirðingar svo að fólk verði sér ekki að skaða í brennheitum leirhverunum sem mikið er af á svæðinu.

Vinsælt er að ganga hringleið, en það er stígurinn sem er fjær. Leirhnjukur is a popular hiking area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést göngusvæðið betur við Leirhnjúk

Nóg er af leirhverum á svæðinu eins og sjá má. Hiking area around Leirhnjukur and the new crater. Lot of active mud spring seen on the picture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést bílaplanið þar sem gönguleiðin inn að Leirhnjúk hefst. Á myndinni má einnig sjá framkvæmdir við Kröflu ásamt lögnum sem tengir virkjunina við um 35 borholur. Leiðslurnar eru lagðar frá Kröflu í stöðvarhúsið sem er hægra megin í myndinni.

Búrfell sést í baksýn ásamt Vestari-Skógarmannafjöllum. En talið er að Búrfellshraun hafi komið úr Kræðuborgum sem er gígaröð lengst til vinstri á myndinni bak við Kröflu sem er framalega vinstra megin í myndinni. Picture of the Leirhnjukur area and parking space close to Viti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo Víti (eða Helvíti eins og hann heitir fullu nafni) er sprengigígur sem myndaðist þegar gaus í Kröflu 1724 Gígurinn er um 300 m í þvermál. Gígurinn varð til þegar rakur jarðvegur yfirhitnar svo mikið að það verður sprenging og jarðvegurinn þeytist í allar áttir.

Með þessu hófst lengsta gos íslandssögunar (5 ár) og fékk það viðurnefni Mývatnseldar. The famous Víti craters “Hell” in Icelandic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir. Fyrir Kröfluvirkjun er búið að bora um 35 borholur og féllu sumar þeirra saman í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984

Nú stendur til að reisa 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er og verður byggt nýtt stöðvarhús. Krafla is a caldera of about 10 km in diameter with a 90 km long fissure zone! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo sjálf Kröfluvirkjun sem er líklega erfiðasta framkvæmd Íslandssögunar og mátti litlu muna að illa færi og munaði litlu að Íslendingar gæfust upp á gufuaflsvirkjunum. Kröflustöð var gangsett árið 1977 (30MW) og 1996 var hún stækkuð (60MW).

Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984. This is the first "steam" or geothermal energy power station in Iceland. It has been in operation since 1977 and give around 60 MW power. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti.

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti - Map of Krafla, Krofluvirkjun, Leirhnjukur, Viti in north east of Iceland close to Myvatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Námaskarð eða Hverarönd vinsæll ferðamannastaður

Mikið er af bullandi leirhverum og hér áður fyrr var unnin brennisteinn í Hlíðarnámum og fluttur út. Picture of Namaskard or Hverarond close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá loftmynd tekna af Þeistarreykjarsvæðinu í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu. Horft er til suðurs á myndinni.

Landsvirkjun og Norðurþing standa sameiginlega að tilraunaborunum á svæðinu vegna virkjanna sem stendur til að reisa á svæðinu vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Picture of Theistarreykir geothermal area that will be used for Aluminum company at Bakki close to Husavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora.

Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Áður hefur verið ritað um Ölkelduháls eða Bitruvirkjun og sitt sýnist hverjum um þá framkvæmd. En hér má skoða myndaseríu sem að ég tók á sínum tíma af svæðinu.

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/

En þetta var annars stutt samantekt að hinum 3 svæðunum sem verið er að fara í frakvæmdir í á sama tíma, þ.e. Krafla, Gjástykki (það sem þeir kjósa að kalla Krafla II en það er um 10 km á milli þessa svæða) og svo Þeistareykjarsvæðið.

Það er greinilega ekkert slegið slöku við hjá ráðamönnum þessara þjóða þessa dagana. Það virðist virka vel að henda svona sprengjum í fjölmiðla (Bitruvirkjun) svo að það sé hægt að athafna sig í friði á öðrum svæðum á meðan :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU KRISTÍN DÖGG :)

Ég má til með að óska þessari fallegu ungu konu til hamingju með nýja fyrirtækið hennar.

Kristin Dögg Kjartansdóttir snyrtifræðingur opnaði nýverið sína eigin snyrtistofu að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.

Stofan ber nafnið "Snyrtistofan Dögg" og er ný standsett og búin fullkomnum tækjum þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eftir námið, hóf hún störf hjá Snyrtistofu Ólafar á Selfossi. Í maí 2007 flutti Kristín til Reykjavíkur og hóf jafnframt störf hjá  snyrtistofunni Carítu í Hafnafirði.

Nú ári seinna opnar nú Kristín sína eigin stofu og er jafnframt með aðstöðu hjá Hársmiðjunni.

Hjá Kristínu Dögg er boðið upp á flest allt sem snýr að snyrtingu. Þar má nefna hinar einstöku andlitsmeðferðir frá Guinot, litun og plokkun, vaxmeðferðir fyrir andlit og líkama, meðferðir fyrir hendur og fætur, gel á táneglur og svo förðun.

Markið Kristínar Daggar hefur ávalt verið að veita sínum viðskiptavinum fagmannlega og góða þjónustu og skapa notalegt umhverfi.

Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 (sumartími) og kl. 9 til 18 (vetratími). Einnig verður opið á laugardögum frá 10 til 14.

Kristín Dögg býður alla nýja sem gamla viðskiptavini sína velkomna á nýju snyrtistofuna sína.

Kristín Dögg er með aðstöðu í Kópavogi á Smiðjuvegi 4 og er með síma 55 22 333

Hún er einnig að koma sér upp heimasíðu www.dögg.is

Félagi minn og vinur Sigurður Valur myndskreytir hjálpaði til við að útbúa þetta fallega "logo" eða merki fyrir Kristínu Dögg

Merki Snyrtistofunnar Daggar, hannað af Sigurði Val myndskreyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú er bara að vona að þetta gangi allt upp hjá henni og til að svo geti nú orðið, þá skora ég á konur og "menn" að bóka tíma hjá henni í síma 55 22 333, sem fyrst :)

Ég verð nú að viðurkenna að ég lét plata mig í einn svona tíma þegar hún var að læra (svona meira upp á grínið) og má sjá mynd sem tekin var af því tilefni (árið 2005).

Kjartan í andlits .... hjá Kristínu (veit ekki alveg hvað þetta er kallað)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


(mátti til með að monta mig aðeins því að daman er dóttir mín :))

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


SVÍNSLEGA ERFIÐAR MYNDASPURNINGAR MEÐ ÞJÓÐLEGU ÍVAFI

Myndaspurningarnar eru þrjár.

[A]

1) Hvaða ryðkláfur er þetta?
2) Í hvað var hann notaður?
3) Hvaðan kemur ryðkláfurinn?
4) Hvar er hann staðsettur?
5) Hver ritaði orðin "Bókin Blífur" og fyrir hvað er sú persóna merkileg?
6) Hvar var eins stærsta hvalstöð í heimi staðsett og hver er saga hennar?

Mynd A. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


[B]

1) Hvaða fjall er þetta?
2) Fyrir hvað er þetta fjall merkilegt?
3) Hver á hestinn?
4) Hvaðan kemur allur þessi sandur?
5) Hvar er stærsta eyðimörk í Evrópu?

Mynd B. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


[C]

og svo ein auðveld í lokin. Hvað er þetta?

Mynd C. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þeir sem geta svarað þessu munu að sjálfsögðu vinna vegleg verðlaun sem verða í boði .... :)

Gangi ykkur vel.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar áttu víst að koma líka ... Hverjar verða lokatölurnar í næstu Borgarstjórnarkosningum og hvað verða margir "Borgarstjórar" á biðlaunum í lok þessa kjörtímabils í Reykjavíkurhreppi?


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DRANGEY - DRANGEYJARJARLINN - MYNDIR Hluti-I

Ég átti þess kost að skreppa út í Drangey núna í sumar og tók þá þessa myndaseríu í leiðinni.

Jón Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, oft kallaður Drangeyjarjarlinn, stundar siglingar út í Drangey með farþega frá Sauðárkróki og frá Reykjum. Jón "Drangeyjarjarl" hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Hann varð ferðafrömuður ársins 2007 og er vel að titlinum komin.

Til er þjóðsaga um uppruna Drangeyjar að tvö nátttröll sem áttu heima í Hegranesi. Þau vildu leiða kú sína undir naut sem var að finna vestur á Ströndum. Lögðu þau af stað í ferðalagið og karlinn teymdi kúna en kerlingin gekk á eftir. Ekki voru þau komin langt út á fjörðinn þegar dagur ljómaði úr austri og urðu þau öll að steini.

EKerlingin er klettadrangur sem enn stendur sunnan eyjunnar og karlinn er annar drangur sem stóð norðan hennar og hrundi í jarðskjálfta árið 1755, en kýrin er eyjan sjálf, enda var hún löngum sannkölluð mjólkurkýr fyrir Skagfirðinga. Drangey (Pinnacle Island) in Iceland is a high, flat-topped island in Skagafjörður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það gengur oft mikið á þegar verið er að koma farþegum til og frá borði úti í Drangey og stundum verður frá að hverfa sökum mikils öldugangs við eyjuna. Aðkoman að Drangey er oft erfið og þarf að passa sig vel þegar stigið er í land.

Ekki kemur á óvart að Jón karlinn hafi náð að detta eins og einu sinni í sjóinn í öllum þeim fjölda ferða sem hann hefur farið út í eyjuna. Enda menn ekki alvöru sjómenn nema hafa m... í saltan sjó :) Pictures from Drangey island in Skagafjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




http://www.photo.is/08/07/2/pages/kps07081360.html

Ein af mörgum skemmtilegum raunum í þessari ferð er að komast í land. Hér er báturinn búinn að lyfta sér upp og þarf stundum að bíða og sæta lagi áður en stokkið er í land

Allt fer þó vel að lokum og hópurinn heldur næst gangandi eða klifrandi upp á eyjuna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá meira af myndum úr annarri ferð sem ég fór með danskan hóp út í Drangey árið 2005

http://www.photo.is/niels/pages/kps07050812.html

Það getur verið mikil raun fyrir lofthrædda að klifra upp á eyjuna Drangey. En þarna hefur verið vel staðið að öllu og er búð að leggja stiga á erfiðustu kafla leiðarinnar. Einnig eru keðjur og bönd sem hægt er að halda sér í (fyrir lofthrædda).

Eyjan er úr þverhníptu móbergi og ca 180 metrar á hæð og aðeins kleif á þessum einum stað sem nefnist Uppganga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey. Ein sagan segir að Drangey hafi verið vígð af Guðmundur góða Arasyni sem var biskup á Hólum í Hjaltadal. Hér er búið að setja skjöld með kvæðinu "Faðir Vor, þú sem ert á himnum ..."

Staðurinn heitir Gvendaraltari.  Það er siður að hver og einn leggist þar á bæn áður en lengra er haldið, ef vel á að farnast (á þá líklega seinna meir í lífinu). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar hópurinn var kominn upp á eyjuna, þá var gengið að Drangeyjarskála (byggður 1984). Þar fann sonur Jóns fugl sem hafði lokast inni í húsinu.

Hér er Sigurður Kjartansson að klappa skógarþrestinum (Turdus iliacus) sem fannst í skálanum á meðan bróðir hans Ómar Pétur Kjartansson fylgist spenntur með því sem fram fer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Byrjað er á því að ganga á stað þar sem Grettiskofi er. Þar dvöldu tveir frægi útlagar, þeir Grettir og Illugi Ásmundarsynir, sem sagt er frá í Grettissögu. Talið er að þeir hafi dvalið í Drangey frá 1028 í þrjú ár.

Áður en Grettir kom í Drangey, var hún almenningur. Eftir að hann er drepinn (ca. 1030), þá kemst eyjan undir biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal. Eftir það höfðu Hólabiskupar mest yfirráð yfir eynni ásamt nytjar af fugli og fiskiafla. Grettir's Saga (Grettis saga Ásmundarsonar), written around 1300, tell how the famous outlaw Grettir and his younger brother Illugi, from Bjarg, survived for 3 years in Drangey. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er Drangeyjarjarlinn orðin frægur eins og Grettir "Sterki" Ásmundason. En Grettir er frægur fyrir sund sitt úr Drangey að Reykjum á Reykjaströnd þegar hann sótti eld sem hafði óvart slokknað hjá þeim bræðrum. Sund þetta þykir frækilegt afrek og hafa margir reynt að synda sömu leið og Grettir. Því miður tókst Jóni ekki eins vel upp og Gretti í þetta skiptið og vonum að honum hafi ekki orðið meint af volkinu.

Gott tækifæri gefst til dæmis til að skoða sjófugla í Drangey þar sem mikið er af svartfugli. Hefur eyjan verið sett á lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Sagt er að veiðst hafi þar yfir 200 þúsund fuglar á einu vori í Drangey og eyjan oft nefnd forðabúr eða matarkista Skagfirðinga af þeim sökum.

Hér er horft fram af þar sem Hæringur norski hljóp í sjó fram, eftir að hann klifraði upp eyjuna og reyndi að drepa þá bræður Illuga og Grettir. Kerling blasir við úti á sjónum. Hér er líka einn af fáum stöðum þar sem hægt er að horfa beint niður í sjóinn með því að leggjast niður á bjargbrúnina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk þess að Drangey sé fræg fyrir fugla- og eggjatekju sem þar hefur verið stunduð að þá er eyjan mjög grasgefin að ofan. Nóg er líka af áburðinum (fugladrit, gúanó) sem fuglinn skilur eftir sig. Öldum saman var fé flutt út í eyjuna til beitar.

Þegar Grettir og bróðir hans Illugi komu til Drangeyjar, þá drápu þeir sér til matar allt fé sem bændur úr sveitinni áttu. Að vísu fékk einn hrútur að lifa. Sá hét Hösmagi og var mannýgur. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum. Hrútur þessi var vanur að banka á hurðina hjá þeim bræðrum á hverjum morgni. Um hrútinn má m.a. lesa í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Drangey

Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.

Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng.

Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.

Jónas Hallgrímsson

Ungur nemur, gamall temur, hér er Jón að kenna Sigurði Kjartanssyni hvernig á að bera sig að við að stjórna "SKIPINU" Nýi Víkingur SK 95

Jón Drangeyjarjarl og Sigurður að stýra skipinu á leið til hafnar eftir velheppnaða ferð til Drangeyjar. "Ég hef klifið Drangey og snert rætur Íslands!" er mottó Jóns Drangeyjarfara og er hægt að fá merkta boli með þessum texta á í lok ferðar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Sem leiðsögumaður, þá verð ég að segja að ferðir út í Drangey með Jóni og hans fjölskyldu eru með þeim skemmtilegri sem að ég hef farið í. Í einni og sömu ferðinni er hægt að upplifa margt eins og að fara í sund (ekki eins og Jón fór í) í Grettislaug, bátasiglingu, veiðar, fjallaklifur, fuglaskoðun, söguferð, gönguferð, selur, hvalur og þannig mætti lengi telja.

Frábær ferð í alla staði (seinni hluti ferðalýsingar væntanlegur von bráðar).

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Hluti-II kemur seinna.


mbl.is Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TVÆR HRIKALEGA ERFIÐAR MYNDAGETRAUNIR FYRIR LESENDUR BLOGGSINS

Spurningarnar eru tvær og eru báðar myndaspurningar.

Veit einhver hver þessi Jón er. Ef vel er skoðað, þá má lesa nafnið hans fyrir ofan bústaðinn.

Spurning hvort einhver veit hvar þessi mynd er tekin, hver á bæinn og hversvegna er búið að skrifa JÓN í hlíðina fyrir ofan? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Seinni myndin er tekin á allt öðrum stað á landinu. Hér má sjá hlut sem liggur hálf grafin í sand. 1) Hvað er þetta? 2) Hvar á landinu er þetta? 3) Því liggur þetta þarna?

(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þeir sem geta svarað þessu munu að sjálfsögðu vinna vegleg verðlaun .... :)

Gangi ykkur vel.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Keppa í svitabaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM NLFÍ OG FL.

Hvað þýðir BMI vægi? BMI gefur til kynna þyngdarstuðul viðkomandi eða fitumagn og er hægt að reikna út á þessari síðu hér:

http://www.doktor.is/index.php?option=com_prof&id=bmi

Stuðulinn má helst ekki fara yfir 30 og ef stuðulinn liggur á milli 25-27 ætti að fara að huga að þyngdinni svo að það bitni ekki á heilsunni.

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á heilsuhæli NLFÍ er þessi fína æfingaraðstaða

Hér má hlaupa af sér spikið ef þurfa þykir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því næst er kjörið að skella sér í heita gufu

NLFÍ eru bæði með rak og þura gufu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má næst bregða sér í leirbað

Hér er gott að hvíla lúin bein. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo er sundæfing næst á dagskrá undir leiðsögn starfsmanna

Sundlaugin er ný og ein sú fullkomnasta sem völ er á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Maturinn er eingöngu heilsufæði og hér má sjá vatnslosandi te sem búið er til úr íslenskum jurtum og er mjög vinsælt meðal vistmanna

En líklega er það matarræðið sem hefur hvað mest áhrif á holdafarið. Sleppa öllu brauði, gosi og öðru ruslfæði. Borða mikið af ávöxtum og margar smáar máltíðir yfir daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir allt erfiðið, þá má bregða sér í nudd

Á heilsuhælinu í hveragerði er fullkomin aðstaða til að aðstoða þá sem þangað sækja. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En Reykjalundur er í Mosfellsbæ og má sjá myndir hér

Reykjalundur í Mosfellsbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HRINGMYND OG KORT AF SUÐURSVEIT

Hér má sjá hluta úr hringmynd sem tekin var á svæðinu þar sem vegaskemmdirnar áttu sér stað í Suðursveit.

Hringmynd af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (Smellið á mynd til að sjá risamynd af svæðinu).

Mynd-1. Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Borgarhafnarfjall og er bærinn Hestagerði fyrir endann á fjallinu. Bærinn sem er hér nær á myndinni heitir Vagnsstaðir

Mynd-2. Vagnsstaðir eru í Suðursveit, um 50 km vestur af Höfn og 28 km austur af Jökulsárlóni. Picture of mountain Borgarhafnarfjall and Vagnsstaðir, a farm in the Suðursveit, about 50 km west of Höfn and 28 km east of Jökulsárlón. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Borgarhafnarfjall og Hestagerðishnúta í Suðursveit. Líklega sét í eitthvað af útihúsum frá bæjunum Suðurhúsum, Lækjarhúsum og Neðrabæ

Mynd-3. Spurning hvar á myndunum hægt er að finna þessar vegaskemmdir? Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá bæina Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur í Suðursveit. Bæjardalur heitir dalurinn fyrir ofan bæina.

Mynd-4. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða útihús ætli þetta sé?

Mynd-5. En bak við fjallið er Svínadalur og þar fyrir innan er Staðardalur og Bröttutungur og Sultartungnajökull. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbotnstindur, Mjóidalur, Hafursteinsbotn, Hrafnagil, Selmýri, Fornatjörn, Fífudalur

Mynd-6. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kálfafell, Kálfafellstindur, Fossar, Leiti, Jaðar, Brunnar, Fremstabotnstindur, Sólvangur, Kálfafellsstaðskirkja, Hrollaugsstaðaskóli, Gistiheimilið Brunnavellir

Mynd-7. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vatnajökull, Hvannadalshnjúkur, Öræfajökull, Klifatangi, Steinafjall, Breiðabólsstaðarklettar, Bæjartindur, Steinadalur, Fagriskógur, Klukkugil, Staðarfjallstindur, Kálfafellsdalur, Kvennaskálatindur, Sauðadalstindur.

Mynd-8. Picture of Sudursveit south of glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur.

Kort af Suðursveit fyrir sunnan Vatnajökul, Borgarhafnarfjall, Hestagerði, Vagnsstaðir, Suðurhús, Neðribæ, Lækjarhús, Borgarhöfn og Krókur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ollu óbætanlegu tjóni í jarðvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband