TIL HAMINGJU KRISTÍN DÖGG :)

Ég má til með að óska þessari fallegu ungu konu til hamingju með nýja fyrirtækið hennar.

Kristin Dögg Kjartansdóttir snyrtifræðingur opnaði nýverið sína eigin snyrtistofu að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.

Stofan ber nafnið "Snyrtistofan Dögg" og er ný standsett og búin fullkomnum tækjum þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eftir námið, hóf hún störf hjá Snyrtistofu Ólafar á Selfossi. Í maí 2007 flutti Kristín til Reykjavíkur og hóf jafnframt störf hjá  snyrtistofunni Carítu í Hafnafirði.

Nú ári seinna opnar nú Kristín sína eigin stofu og er jafnframt með aðstöðu hjá Hársmiðjunni.

Hjá Kristínu Dögg er boðið upp á flest allt sem snýr að snyrtingu. Þar má nefna hinar einstöku andlitsmeðferðir frá Guinot, litun og plokkun, vaxmeðferðir fyrir andlit og líkama, meðferðir fyrir hendur og fætur, gel á táneglur og svo förðun.

Markið Kristínar Daggar hefur ávalt verið að veita sínum viðskiptavinum fagmannlega og góða þjónustu og skapa notalegt umhverfi.

Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 (sumartími) og kl. 9 til 18 (vetratími). Einnig verður opið á laugardögum frá 10 til 14.

Kristín Dögg býður alla nýja sem gamla viðskiptavini sína velkomna á nýju snyrtistofuna sína.

Kristín Dögg er með aðstöðu í Kópavogi á Smiðjuvegi 4 og er með síma 55 22 333

Hún er einnig að koma sér upp heimasíðu www.dögg.is

Félagi minn og vinur Sigurður Valur myndskreytir hjálpaði til við að útbúa þetta fallega "logo" eða merki fyrir Kristínu Dögg

Merki Snyrtistofunnar Daggar, hannað af Sigurði Val myndskreyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú er bara að vona að þetta gangi allt upp hjá henni og til að svo geti nú orðið, þá skora ég á konur og "menn" að bóka tíma hjá henni í síma 55 22 333, sem fyrst :)

Ég verð nú að viðurkenna að ég lét plata mig í einn svona tíma þegar hún var að læra (svona meira upp á grínið) og má sjá mynd sem tekin var af því tilefni (árið 2005).

Kjartan í andlits .... hjá Kristínu (veit ekki alveg hvað þetta er kallað)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


(mátti til með að monta mig aðeins því að daman er dóttir mín :))

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Til hamingju með skvísuna. Ekkert smá flott stofa.

KVeðja úr sveitinni.

JEG, 15.8.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fékkstu litun og plokkun líka?

Til hamingju með frumburðinn þinn, Kjartan minn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til hamingju KJARTAN MINN, OG KVEÐJA TIL KRISTÍNAR DAGGAR,

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er naumast!

Fyrst að þið eruð svona ánægðar með þetta þá er nú lágmark að þið lítið við hjá henni :)

OG LÁRA ÉG FÉKK EKKI LITUN OG PLOKKUN :(

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

því heiti ég þegar törnin í vinnunni er búin, :)

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Helga,

Um að gera að styrkja þá sem eru að stíga sín fyrstu spor og þá sérstaklega þegar efnahagsástandið er svona eins og það er þessa dagana.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband