REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR - NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU - KORT + MYNDIR

Nú er umræðan um flutning á Reykjavíkurflugvelli enn eina ferðina komin upp á borðið hjá þeim sem fara með borgarmálin.

Pesrónulega er ég á því að flugvölurinn eigi að vera áfram þar sem hann er og reyna frekar að miða þróun byggðar við núverandi staðsetningu. Hér koma svo ljósmyndir af þeim 6 möguleikum sem ég hef verið að velta fyrir mér að gætu komið til greina. Því miður fer of mikill ólaunaður tími í að fara að teikna flugvölinn inn á myndirnar og læt ég því þá sem skoða myndirnar um að velta fyrir sé hvernig flugvölurinn myndi koma til með að líta út á þeim myndum.

A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli þekkja allir og þá bæði kosti og galla. Mikið er af dýrum byggingum og aðstöðu sem hefur þegar verið byggt upp á löngum tíma og ekki beint auðvelt að flytja í burtu svo að vel sé.

Ókostir eru líklega margir fyrir þá sem búa í næsta nágrenni. Einnig er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að færa flugvölinn. Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort sem að ég útbjó sem sýnir 5 nýja möguleika á staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli við höfuðborgina. B) Löngusker, C) Akurey, D) Engey, E) Vesturey (Viðey) og F) Geldinganes

Map of 5 new position of Reykjavik airport B) Longusker, C) Akurey, D) Engey, E) Vesturey (Videy) og F) Geldinganes close to Reykjavik in Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)


B) Löngusker. Kostir: Nálægt núverandi flugvallarsvæði, miðsvæðis (stutt yfir í Kópavog, Álftanes, Hafnarfjörð og Reykjavík), Er þegar búið að kynna vel. Gott skjól gagnvart norðan átt. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf mikið af jarðefnum til að fylla upp stórt landsvæði, það þarf nánast að byggja upp eyju frá grunni fyrir flugbrautir, vegi og húsakost. Yfirflug yfir ný svæði gæti skapað vandamál. Vandamál gætu verið gagnvart suðvestan átt. Picture of a new possible area close to Reykjavik, Kopavogur, Alftanes, Hafnarfjord for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


C) Akurey. Kostir: Eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Þegar reynsla fyrir þessu svæði þar sem þarna var hafnar- og verslunnarsvæði áður fyrir Reykjavík. Stutt er í eldsneytishöfn í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík yrðu mjög ánægðir að losna við flugumferð. Stórt og verðmætt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), Mjög grund er út í Örfirisey svo að vegagerð og fl. ætti ekki að vera eins mikið vandamál og í lið-A. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum eða fjöllum. Stöðugt loft vegna nálægðar við sjó. Hluti brauta mætti vera á upphækkuðum einingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni sem má lagfæra með ýmsu móti. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur. Picture of island Akurey close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


D) Engey. Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Stutt í eldsneyti í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), Mjög grund út í Örfirisey svo að vegagerð og fl. ætti ekki að vera eins mikið vandamál og í lið-A. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur. Picture of island Engey close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


E) Vesturey (Viðey). Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Stutt í eldsneyti í Örfirisey. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í góðu skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S). Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Mjög umdeilt svæði. Kallar á jarðgangnagerð yfir á Laugarnes. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur, golfvöllur, útivistarsvæði, byggingarsvæði. Picture of island Vesturey (Videy) close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes. Kostir: Stór og mikil eyja þegar til staðar og þarf því ekki eins mikið af jarðefnum til að byggja upp svæðið. Íbúar í 101 og 107 Reykjavík ánægðir að losna við flugumferð. Nýtt byggingarsvæði myndast í Vatnsmýrinni. Er í góðu skjóli gagnvart 3 áttum (A, V, S), vegagerð þægileg og margir möguleikar, lítið umdeilt svæði. Lítið flug yfir byggð. Lítil ókyrrð af háum byggingum.

Ókostir: Þarf að byggja upp alla vegi og húsakost. Ekki gott skjól gagnvart norðan áttinni. Kallar á jarðgangnagerð yfir á Laugarnes og í gegnum Viðey. Möguleikar: Hótelbyggingar, hafnarmannvirki, alþjóðlegur flugvöllur, golfvöllur, útivistarsvæði, byggingarsvæði. Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo fleirri myndir ásamt tengingum af hugsanlegum flugvallarstæðum fyrir Reykjavíkurflugvöll. A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli.

Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


A) Núverandi staðsetningu á Reykjavíkurflugvelli.

Picture of Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


B) Löngusker.

Picture of a new possible area close to Reykjavik, Kopavogur, Alftanes, Hafnarfjord for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


E) Vesturey (Viðey).

Picture of island Vesturey (Videy) close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


F) Geldinganes.

Picture of island Geldinganes close to Reykjavik, a new possible area for Reykjavik Airport in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Til að kynna sér jarðgöng frá Laugarnesi út á Kjalarnes, þá bloggaði ég um það á sínum tíma hér:

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/

Svo er spurning hvernig þessar hugmyndir á staðsetningu á flugvöllum passi síðan inn í hugmyndir um jarðgöng fyrir bílaumerð á stórreykjavíkursvæðinu?

Jarðlestarkerfi fyrir Reykjavík. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Óbreytt aðsókn er í flugnámið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BAUHAUS MYNDIR

Það eru mörg stór hús að rísa við túngaflinn á félagsheimili fisflugmanna. Eitt af þeim húsum er hús Bauhaus.

Þessi hús eru orðin það stór, að við fisflugmenn höfum verið að grínast með það að þökin á þessum húsum væru fyrirtaks flugvellir.

Hér má sjá verkamenn vera að reisa risaskilti á þaki Bauhaus sem kemur til með að snúa út að Vesturlandsvegi

Starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hálfklárað hringtorg við verslunina Bauhaus við Úlfarsfell

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd af húsinu sem um ræðir þar sem sprengigarnar áttu sér stað

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nánar vegaframkvæmdirnar í kringum húsið

Þessi mynd er tekin í júní 2008 og er þá rétt komin upp stálgrindin fyrir húsið. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En út af vaxandi byggð við Úlfarsfell, þá hafa fisflugmenn orðið að leita af nýju svæði til að stunda sitt áhugamál og stendur til að flytja alla starfsemina fljótlega frá núverandi stað sem heitir Grund og er rétt fyrir ofan þar sem bygging Bauhaus er að rísa.

Hólmsheiði eða Reynisvatnsheiði WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá aðra stóra byggingu á svæðinu. Myndin er tekin í ágúst 2007. Þakið á þessari byggingu er á við 2-3 fótboltavelli :)

Stærsta verslunarhúsnæði landsins, 40.000 fermetrar að stærð, er í byggingu við Vesturlandsveg. Þar verða Rúmfatalagerinn, húsbúnaðar­verslunin Pier og BYKO meðal annars. Skammt frá, hinum megin Vestur­lands­vegar, hefur þýska fyrirtækið Bauhaus keypt lóð og hyggst reisa 20.000 fermetra verslunarhúsnæði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað á byggingu Bauhaus sem ætti þá að vera ofarlega til hægri í þessari mynd

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það er þó byrjað á því að sprengja fyrir grunninum eins og sjá má hér. En svona byggingarframkvæmdir taka greinilega langan tíma fyrst að rúmu ári síðar er enn verið að sprengja.

Mikill hvellur vegna sprengingar. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikill hvellur vegna sprengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT

Einn af mínum uppáhalds stöðum er að koma niður á sandanna í Breiðuvík. Til að komast þangað, þá þarf að fá leyfi hjá Aðalheiði Ásu Georgsdóttur í Miðhúsum í Breiðuvík á Snæfellsnesi.

Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.

Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.

Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.

Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.

Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.

Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.

Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.

Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík

Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi

Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mannabein í Kirkjumel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTT, ÆÐI, FRÁBÆRT :)

Mjólk og Ólaf Magnússon eiga heiður skilið fyrir að taka snarlega á þessu máli eins og höfðingjum sæmir.
mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskt lag, þó ekki eftir Kim Larsen ásamt myndbandi

Hér kemur smá myndbútur sem ég var að prófa að setja inn á bloggið hjá mér. Ég tók þetta myndband og vann á sínum tíma. Danska lagið sem er í upphafi myndbandsins er eitt af mínum uppáhaldslögum.

 Lagið fjallar um konu :)

"Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler ..." 

 

"Du sir du har en anden ven. Hvad jeg frygtede mest er hændt mig nu igen. Du fortæller ligesom sidst at det er den store kærlighed. Farvel min blomst behold ham blot i fred. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler om. Jeg tror det næppe. Simpelthen fordi. De aldrig prøved dette - helt forbi. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej."

En lag og texti er eftir John Mogensen 

Kjartan

p.s. hvað er hann að meina með "rullesten" í textanum og hvar er myndbandið tekið? 


mbl.is Kim Larsen fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EDEN HVERAGERÐI - MYNDIR

Loftmynd af Eden EHF., veitinga- og ferðamannastað í Hveragerði. Eden í Hveragerði er einn þekktasti ferðamannastaður landsins. Þangað koma milli 300 og 400 þúsund gestir árlega.

Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn. Picture of Eden in Hveragerdi in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Hótel Örk í Hveragerði og Eden sem er efst í horni myndarinnar hægra megin

Loftmynd af Hveragerði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal árið 2005 eða stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku á Íslandi. Bragi er með dökku gleraugun og í ljósa frakkanum fyrir miðri mynd. Picture of Bragi Einarsson in front of Helping waterfall (Hjálparfoss) in Iceland the owner of Eden in Hveragerdi in year 2005. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eden í Hveragerði gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EITTHVAÐ MEIRA UM MÁLIÐ AÐ SEGJA :)?

Flaggað í Þórsmörk

(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ís er mitt uppáhald

Bananasplitt að hætti norðlendinga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Til hamingju með silfrið á ólimpíuleikunum í Kína.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Til hamingju Ísland!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR NORÐURSTRANDIR NORÐURFJÖRÐUR

Nokkrir fisflugmenn tóku sig saman og flugu á Vestfirðina núna seinnipart sumars. Stefnan var tekin á Norður Strandir.

Hér má svo sjá Stóru-Árvík og Litlu-Árvík. Jón Guðbjörn Guðjónsson ritar á vefinn sinn Litlihajlli.is um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði í ánni Hvalá. Eins og sjá má á myndinni, þá skartar Reykjarneshyrna sínu fegursta í baksýn.

Loftið er þegar farið að kólna og rakinn þegar byrjað að þéttast á toppi Reykjarneshyrnu og stutt í það að þokan leggist yfir firðina, flugmönnum til mikillar hrellingar. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Farm Stora-Arvik and Litla-Arvik close to Reykjaneshyrna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einn mesti örlagavaldur í íslensku þjóðfélagi á 20. öldinni var líklega síldin. Verksmiðjan á Eyrir í Ingólfsfirði

Þessi síldarverksmiðja á Eyri við Ingólfsfjörð er nú að grotna niður eins og aðrar sambærilegar verksmiðjur víða um land. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Fishing plant in Ingolfsfjord at Eyrin. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðurfjörður með Reykjarneshyrnu í baksýn

Norðurfjörður. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útgerðarbærinn Verzlunarstaður í Norðurfirði, þegar ekið er í átt að Krossanesi þar sem Krossaneslaug er, þá er komið að þessum litla bæ sem er með bensínsjálfsala, hótel, bryggju og fiskvinnslu.

Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Small town Verzlunarstaður with fishing plant, hotel ... in Nordurfjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hluti af hópnum, Þórhallur, Emil, Lárus og svo einn aðkomumaður (lengst til vinstri) sem að ég man ekki nafnið á í svipan. Hann lánaði okkur bílinn sinn svo að við gætum farið niður í þorp til að ná í bensín á græjurnar.

Stefnt var á að fljúga alla norðurfirðina en því miður kom þokan á undan okkur svo að planið breyttist. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Veðrið var frábært á staðnum og fullt af fólki úti við að njóta veðurblíðunnar

Hér hitti ég fyrir tilviljun einn af kennurum mínum úr Leiðsöguskólanum MK í Kópavogi, sjálfan Roland Assier ásam konu sinni. En hans sérgrein var m.a. Vestfirðir og fiskveiðar :) Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var ættarmót í Ófeigsfirði þegar við flugum þar yfir. Þokan var að byrja að leggjast yfir norðurstrandirnar svo við gátum ekki gefið okkur mikin tíma til að heilsa upp á fólkið. Á eyrinni var búið að kveikja upp í myndarlegum bálkesti. En nóg er af rekavið sem rekur á strandirnar reglulega.

Fólkið var búið að koma sér fyrir við ósa Húsá sem kemur úr Húsadal. Á myndinni skartar svo Húsárfoss sínu fegursta. Fossinn Húsárfoss heitir Blæja líka. Það er eldra nafn og bara notað af sjó, en fossinn sést langt fram á Húnaflóa og var notaður sem mið fyrir báta. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Ofegsfjord, Husa river and waterfall Husarfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo áin Hvalá og vatnsfallið sem verið er að spá í að virkja. Hér er fossinn Drynjandi í Hvalá. Áin Rjúkandi og fossinn Rjúkandi er aðeins austar og sameinast sú á Hvalá aðeins neðar. Það eru tvö fyrirtæki sem koma að virkjunaráformum í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum, það er nýsköpunarfyrirtækið Alsýn ehf og VesturVerki ehf. Fyrsti áfangi verkefnisins er uppá 31MW og sá síðari uppá 7 MW.

Mikið vatnasvæði er á heiðinni fyrir ofan sem heitir Ófeigsfjarðarheiði og þar fyrir ofan er svo Drangajökull. Rjúkandi kemur m.a. úr Rauðanúpsvatni og Ullarvötnum á meðan Hvalá kemur úr Nyrðra- og Syðra-Vatnalautavatni. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. River Rjukandi og waterfall Rjukandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo norður strandirnar kvaddar og haldið til baka. Enda var þokan að loka öllum fjörðum. Steingrímsfjörður var enn opin og því stefnan tekin þangað.

Flugtúrinn þennan daginn endaði svo í botni Miðfjarðar þar sem Laugarbakki er og var þar áð um nóttina í góðu yfirlæti. Á myndinni má líklega sjá út að Hornbjargi. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vill virkjun í Ófeigsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÓÐURBLANDA, KORNHLAÐAN, KORNAX, SUNDAHÖFN - MYNDIR

Það er gaman að bera saman myndir af svæðinu þar sem bruninn átti sér stað og sjá hvað það hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma

Hér má sjá Kornax, Fóðurblönduna, Kornhlöðuna og svo Sundahöfn. Myndir teknar í apríl 2004. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd tekin í júlí 2007 aðeins nær og mun skýrari.

Smábátahöfnin er núna komin út á hornið þar sem Skarfasker við Laugarnestanga er. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo myndir teknar í júní 2006

Hér má sjá Fóðurblönduna, Kornhlöðuna, Kornax og svo Sundahöfn. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd úr sama flugi

Þar má sjá afgreiðslu Eimskips fremst í myndinni og svo aftur Kornax, MR, Fóðurblönduna og Kornhlöðuna. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir ekki svo löngu síðan, þá kviknaði í þessum turni hér hjá Kornhlöðunni og skemmdist þá einhverjar raflagnir sem þurfti að endurnýja.

Lyftuhúsið á Kornhlöðunni ásamt sílóum en þau geta verið á milli 20 og 30 talsins þar sem verið er að blanda mismunandi kornum saman til að fá mismunandi eiginleika. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá skemmtiferðaskipið Discovery leggjast að nýju bryggjunni við Skarfabakka í Ágúst 2007

Í baksýn má sjá hversu ört uppbygingin á sér stað á svæðinu. Picture of ship Discovery at Skarfabakki, Sundahofn in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá annað skemmtiferðaskipið við bryggjunni við bryggju í Sundahöfn Ágúst 2007

Það voru 3 skip í höfn í Reykjavík á menningardaginn og virðist vera að einhverjir séu farnir að gera út á þennan viðburð í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hafnarsvæðið nánast fullbyggt hvað Skarfabakka varðar

Myndir teknar fyrir stutt eða um miðjan ágúst 2008, eða sama dag og mót fór fram í siglingum á skútum fyrir utan Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur nýleg mynd sem var líka tekin í ágúst mánuði 2008 og þar má sjá tvö skip sem eru við Skarfabakka í Reykjavík

Hér er stórt skemmtiferðarskip sem heitir AIDA aurora að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En annars þekki ég aðeins til á þessum stöðum eftir að hafa séð um þjónustu á búnaði fyrir Kornax og Kornhlöðuna í nokkur ár.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eldur í Fóðurblöndunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR AF ESJUNNI

Það er ekki annað að sjá en að það sé bara þoka á blátoppnum á Esjunni þessa stundina.

Mig langar til að prófa smá nýjung hér á blogginu og athuga hvort að það sé hægt að vera með margar smá myndir í einu með einföldum hætti.

En annars er stutt síðan ég bloggaði um gönguleiðina upp á Esjuna og má lesa nánar um hana hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/579994/

Previouspage 6 of 14Next
kps04081100

kps04081100.jpg
kps04081101

kps04081101.jpg
kps04081102

kps04081102.jpg
kps04081103

kps04081103.jpg
kps04081104

kps04081104.jpg
kps04081105

kps04081105.jpg
kps04081106

kps04081106.jpg
kps04081107

kps04081107.jpg
kps04081108

kps04081108.jpg
kps04081109

kps04081109.jpg
kps04081110

kps04081110.jpg
kps04081111

kps04081111.jpg
kps04081112

kps04081112.jpg
kps04081113

kps04081113.jpg
kps04081114

kps04081114.jpg
kps04081115

kps04081115.jpg
kps04081116

kps04081116.jpg
kps04081117

kps04081117.jpg
kps04081118

kps04081118.jpg
kps04081119

kps04081119.jpg
Previouspage 6 of 14Next

Photographer Kjartan Petur Sigurdsson ©2007 KPS • www.photo.is
Order to: (C)2008 KPS - www.photo.is - gsm 8923339



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Leitað að manni á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband