BAUHAUS MYNDIR

Það eru mörg stór hús að rísa við túngaflinn á félagsheimili fisflugmanna. Eitt af þeim húsum er hús Bauhaus.

Þessi hús eru orðin það stór, að við fisflugmenn höfum verið að grínast með það að þökin á þessum húsum væru fyrirtaks flugvellir.

Hér má sjá verkamenn vera að reisa risaskilti á þaki Bauhaus sem kemur til með að snúa út að Vesturlandsvegi

Starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hálfklárað hringtorg við verslunina Bauhaus við Úlfarsfell

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd af húsinu sem um ræðir þar sem sprengigarnar áttu sér stað

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nánar vegaframkvæmdirnar í kringum húsið

Þessi mynd er tekin í júní 2008 og er þá rétt komin upp stálgrindin fyrir húsið. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En út af vaxandi byggð við Úlfarsfell, þá hafa fisflugmenn orðið að leita af nýju svæði til að stunda sitt áhugamál og stendur til að flytja alla starfsemina fljótlega frá núverandi stað sem heitir Grund og er rétt fyrir ofan þar sem bygging Bauhaus er að rísa.

Hólmsheiði eða Reynisvatnsheiði WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá aðra stóra byggingu á svæðinu. Myndin er tekin í ágúst 2007. Þakið á þessari byggingu er á við 2-3 fótboltavelli :)

Stærsta verslunarhúsnæði landsins, 40.000 fermetrar að stærð, er í byggingu við Vesturlandsveg. Þar verða Rúmfatalagerinn, húsbúnaðar­verslunin Pier og BYKO meðal annars. Skammt frá, hinum megin Vestur­lands­vegar, hefur þýska fyrirtækið Bauhaus keypt lóð og hyggst reisa 20.000 fermetra verslunarhúsnæði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað á byggingu Bauhaus sem ætti þá að vera ofarlega til hægri í þessari mynd

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það er þó byrjað á því að sprengja fyrir grunninum eins og sjá má hér. En svona byggingarframkvæmdir taka greinilega langan tíma fyrst að rúmu ári síðar er enn verið að sprengja.

Mikill hvellur vegna sprengingar. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikill hvellur vegna sprengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Mikið fagna ég því að það er að koma kjarni þarna því það er jú langt í bæinn og þetta styttir jú mikið að þurfa ekki lengra.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 3.9.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Humm ....

Í sveitina til þín eru um 160 km niður í miðbæ Reykjavíkur. Þetta gæti sparað þér eitthvað um 5 km sem er eitthvað nálægt 3% ;)

Ég er nú meira hrifin af jarðgöngum í svipuðum stíl og Hvalfjarðargöngin sem spara um 10 km eins og ég fjalla um í bloggi mínu hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/

En eins og þú sérð, þá vil ég allt fyrir landsbyggðina gera ;)

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þessi tvö hús eru þau ljótustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Og þá er mikið sagt.

Kristjana Bjarnadóttir, 3.9.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega sammála Kristjönu - sem oftar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi hús eru líklega gerð á eins ódýran og hagkvæman máta eins og hægt er, og þá reikna ég með bæði í efni og með ódýru vinnuafli. Hraðinn er orðin svo mikill á öllu og allt er að verða einnota sem á helst ekki að endast nema rétt út afskriftatíma kapítalískrar hugsunar. Er þá nema vona að þau verði ljót?

Stundum þarf ekki mikið til svo að svona hús fái þó smá andlitslyftingu. Við bíðum bara og sjáum til hvað verður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.9.2008 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband