TEST - RISAMYND AF FOSS Á BLOGGIÐ - ÁHUGAVERÐ TILRAUN

Mbl bloggið hefur átt erfiða tíma núna síðustu dagana og vona ég að þessi tölvumál fari að komast í lag hjá þeim. En eins og sjá má, þá fer ég aðra leið en margir til að tengja mig inn á mínar myndir.

Ég notast við þá lausn að vista myndir á öðrum stað og í staðin vísa ég á myndirnar hjá mér í moggablogginu með svo kölluðum html skipunum. Á móti kemur að ég þarf sjálfur að passa upp á að myndasafnið og að allar tengingar við myndirnar séu í lagi.

Þar sem að ég er að blogga á fleiri stöðum, þá þarf ég ekki að vera að senda myndirnar inn á marga aðskilda netþjóna - Nóg að myndavefþjóninn sé á einum stað. Hér kemur smá tilraun sem gæti verið gaman að sjá hvort að virki.

Hér gefur að líta eina lengstu mynd sem birst hefur líklega á þessu bloggi. Myndin er af fossi sem er á leiðinni inn í Núpstaðarskóg. Fyrir framan fossinn stendur maður frá Indlandi eða Kanada. Hópurinn sem var á ferð með mér fékk sér að borða nesti undir fossinum. Til að skoða myndina þarf að færa bendilinn niður

Litadýrðin leynir sér ekki. Það eru ófáir fallegir fossar á Íslandi sem margir fara því miður fram hjá án þess að taka mikið eftir þeim. Fyrir þá sem langar til að skoða myndina útprentaða, geta farið niður í Prentlausnir Ármúla 1 og skoðað alla myndina nánar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Fossinn sem gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er flott !!! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábært

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk.

Þetta virðist virka vel :)

Ferðin inn í Núpstaðarskóg var æði.

Ég vil einnig vara fólk sem eru að fara þarna inn eftir að fara varlega og kynna sér málið "mjög" vel áður en farið er yfir ánna.

Hægt er að fá upplýsingar hjá Hannesi á Hvoli sem hefur verið með ferðir inn í Núpstaðarskóg.

http://www.simnet.is/nupsstadarskogur/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.7.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: JEG

Geggjuð mynd!

Takk fyrir mig.

JEG, 30.7.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Einar Indriðason

Flott mynd.  Og svo ég spyrji eins og asni... Hvar er þessi foss?

Einar Indriðason, 30.7.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fossinn er hugsanlega nafnlaus og liggur ca. miðja vegu á milli flotta "deluxe" tvöfalda vatnssalernisins á leið inn í Núpstaðarskóg og bílastæðisins þar sem gangan hefst.

Hópurinn sem að ég var með var annars fljótur að gefa fossinum nafn ... lunch foss :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.7.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Einar Indriðason

Gott nafn, höldum því held ég bara, þar til annað kemur í ljós :-)

Einar Indriðason, 30.7.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

En annars var ég nú að spá í að koma með smá getraun fyrir ykkur. Hér er hlutur sem að við fundum á göngunni inni í Núpstaðarskóg nokkrum tugi metrum fyrir neðan keðjuna þar sem klifrað er upp klettinn.

Hvað er þetta sem er merkt BAÓ og hver er eigandinn?

Hvaða verkfæri er þetta? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Eftir að hafa fundið verkfærið, þá kom upp sú hugmynd hjá mér að búa til smá leik. Ég faldi verkfærið aftur og eru GPS hnitin á felustaðnum N64°03.674 og W017°27.771 og þar sem GPS er með +/- skekkju að þá þarf aðeins að leita til að finna þetta dularfulla verkfæri aftur.

En verkfærið má finna á mynd sem er á þessari slóð (sést samt ekki sjálft á mynd).

http://www.photo.is/08/08/1/index_21.html

Er svo ekki alveg kjörið að sá sem finnur gripinn feli hann aftur með nýrri GPS staðsetningu svo lengi sem ekki er búið að finna eigandann.

Hann getur þá farið sjálfur á staðinn og leitað gripinn sinn uppi samkvæmt þessari staðsetningu :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.7.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

cool

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.7.2008 kl. 01:27

10 identicon

mögnuð mynd! hdr alveg að virka hér

Lolla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:53

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er ekki sæmt. HDR er vandmeðfarið og það þarf að passa vel upp á allar stillingar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.8.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband