Færsluflokkur: Vísindi og fræði
14.3.2008 | 07:11
TEIKNINGAR AF NEÐANJARÐARLESTARKERFI FYRIR REYKJAVÍKURBORG OG KÓPAVOG
Hér má horfa á frétt sem Lára Ómarsdóttir hjá Stöð2 fjallar um hugmyndir undirritaðs í fréttum í gærkveldi.
Smellið á hér til að horfa á frétt um neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík á Stöð-2
Bloggað hefur verið áður um málefnið hér á mbl
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/
og svo á visir.is
http://blogg.visir.is/photo/2008/02/08/hugmynd-jarðlestarkerfi-fyrir-reykjavik-og-kopavog/
og svo ýmis samantekt á skrifum um lestarmál hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/450120/
Hér má sjá hugmynd að neðanjarðarlestarkerfi eða metró sem komið var með fyrir rúmum mánuði síðan hér á blogginu
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Léttlest að koma til Reykjavíkur - og til Keflavíkur líka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vilja skoða lestakerfi í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 18.3.2008 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
13.3.2008 | 07:21
GEYSIR, STROKKUR OG BLESI - MYNDIR
Hér má sjá Strokk í öllu sínu veldi sem virðist vera sísprækur enda ungur að árum og á því líklega enn mikið eftir af sínum líftíma :)
Hér gýs Strokkur reglulega á 5-10 mín fresti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þó Geysir gamli hafi nú alltaf staðið fyrir sínu, þá er hann nú farinn að eldast greyið og yngri og sprækari teknir við.
Þegar Geysir var upp á sitt besta, þá náði hann svipað háu gosi og Hallgrímskirkjuturn er eða um 70-80m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nafnið Geysir er eitt af fáum alþjóðlegum nöfnum sem er íslenskt að uppruna og þýðir að sjálfsögðu goshver.
Á myndinni af Geysi má sjá op sem er um 2 metrar í þvermál. Einnig má sjá rennuna frægu sem útbúinn var á sínum tíma til að lækka yfirborðið á Geysi. Þetta var Viagra þess tíma og aðferð sem reynt var að nota til að koma honum í gang aftur. Ekki er ólíklegt að Strokkur taki eitthvað frá honum af þeirri orku sem hann hafði áður þannig að það streymir líklega ekki eins mikið í Geysi eins og áður.
Þrátt fyrir þessar aðgerðið, þá lét gosið eitthvað standa á sér. Eitthvað er enn um að það sé notuð sápa á tyllidögum til að koma honum til :)
En Sápan virkar þannig að hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að loftbólur eigi auðveldara með að myndast á miklu dýpi sem að lokum myndar keðjuverkandi suðu og allt að 100m vatnssúla þenst skyndilega út og þá nær hverinn að gjósa. Við hvert gos kólnar hverinn og þarf hann þá aftur smá stund til að ná að hita sig aftur upp í suðumark. En á ca. 100 metra dýpi þarf vatnið að sjóða við 120-130 gráður til að þessi suðuvirkni eigi sér stað. Spurning um það hvort að svona goshver nær að gjósa eða ekki ræðst að því hversu mikil orka kemur inn í hann neðan frá og hversu mikil kælingin er á yfirborðinu og þá hvort að orkan er nægjanleg til að láta hann gjósa af sjálfum sér.
Gaman væri að prófa að þræða rör niður í botninn á Geysi og skjóta þrýstilofti inn í hann neðan frá. Spurning er hvort að það væri nægjanlegt til að koma honum af stað aftur með einföldum hætti og þá þyrfti bara lítinn þrýstihnapp fyrir ferðamennina til að fá að sjá Geysi gjósa :)
En það er alltaf von á að Geysir lifni við eða verði eitthvað sprækari ef jarðskjálftar hafa verið öflugir á svæðinu en þá gliðnar bergið og heita vatnið nær að finna sér nýja leið upp á yfirborðið. Einnig er eins og að það hitni vel undir þegar gosvirkni verður meiri í næsta nágreni.
Ýmis önnur fyrirbæri má einnig finna á svæðinu eins og Blesa
Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Blesi er tvískiptur þar sem sjá má sömu liti og í Bláa Lóninu í öðrum hlutanum og svo hreina hitavatnsuppsprettu í hinum. En liturinn stafar að litlum kísilflögum sem endurvarpa bláa ljósinu.
Blesi minnir mikið á litin í Bláa Lóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Strokkur í öllu sínu veldi, fullt af ferðamönnum fylgjast spenntir með
Goshverinn Strokkur í öllu sínu veldi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þeir sem ferðast um svæðið verða að gæta vel að sér en vatnið er á flestum stöðum við suðumark eða 100°C
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Viðræður um Geysissvæðið á lokastigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 12:37
HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN NR. 3
Myndagetraun - 3
Veit einhver hvar þessi mynd er tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
1) Hvar er myndin tekin?
2) Hver er jarðfræði svæðisins?
3) Hvaða vegslóði er á myndinni?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
4.3.2008 | 07:30
ERFIÐ FÆÐING
Þessi órói í Álftadalsdyngju fer að minna mann á frekar erfiða fæðingu sem hættir alltaf þegar spennan er að nálgast hámark.
Hvers eiga áhugamenn um eldvirkni og eldgos að gjalda :(
Samkvæmt jarðskjálftakortum Veðurstofunnar, þá virðist vera að færast ró yfir svæðið aftur ef eitthvað er.
En annars má skoða myndræna framsetningu af virkninni eins og hún var fyrir 2 dögum í færslunni á undan.
Helmingslíkur á eldgosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2008 | 22:25
NÝTT NÁKVÆMT JARÐSKJÁLFTAKORT VIÐ UPPTYPPINGA OG ÁLFTADALSDYNGJU
Svo er að sjá að óróinn á svæðinu færist stöðugt í aukana og ef tölugildin á vef Veðurstofunnar eru skoðuð nánar, þá má sjá að það grynnkar stöðugt á óróanum við Álftadalsdyngju. Einnig virðast skjálftarnir vera frekar norðan megin í dyngjunni.
Eins og sjá má, þá útbjó ég kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:
Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga og Álftadalsdyngju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju. Einnig er ég búinn að útbúa hæðargraf eða þversnið af svæðinu þar sem rauða línan er teiknuð inn á kortið.
Þversnið og hæðargraf í beinni línu frá virka svæðinu í Álftadalsdyngju í áttina að að Hálslóni við Kárahnjúka þar sem stíflustæðið virkjunarinnar liggur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það má vera að mörgum þyki þessi skjálftavirkni óþægilega nálægt Hálslóni sem er um 15 - 20 Km fjarlægð. En þó svo að það yrði eldgos á þessum stað þá eru margir þröskuldar á milli eins og sjá má á þessu hæðargrafi sem að ég teiknaði.
Svo myndi hraunið líklega að mestu renna til norðurs ef af gosi yrði.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Samantekt um málið má lesa hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/393437/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
320 smáskjálftar við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 3.3.2008 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.2.2008 | 08:24
NEYÐARKALL FRÁ KÓPAVOGI VEGNA SAMGÖNGUMÁLA EÐA OFNEYSLU Á BAKKELSI!
En mikið er nú ótrúlegt hvað ráðherra var annars fljótur að bregðast við þegar bæjarstjórinn var farin að bera sig illa í fjölmiðla vegna sinnuleysis ráðherra.
En mestar voru áhyggjurnar út af gífurlegri neyslu á bakkelsi sem bæjarstjórinn var búinn þurfa að torga einsamall í samfellt 9 mánuði.
Nú er biðin blessunarlega á enda og báðir vonandi gengið sáttir, saddir og ánægðir frá borði.
Grein af eyjan.is um Gunnar Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En spurningin er:
Hvað fór fram á fundinum?
Var það þessar hugmyndir hér sem undirritaður hefur bloggað um af mikilli eljusemi sem skoða má nánar hér:
Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni og þá í hluta af Kópavog?
Hér er hugmynd að einu slíku:
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:
Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur
Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?
Reykjavíkurborg og Kópavogsborg geta í sameiningu stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og keypt þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.
Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.
Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa dagana.
Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6-8 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.
Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum taka eitthvað um 2 ár
Svo er spurning hvort að þeir félagar hafi gefið sér tíma til að líta aðeins á hugmyndir varðandi:
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
En annars var ég að spá í að prófa að bjóða bæði ráðherra og bæjarstjóra í bakkelsi og fara yfir ýmsar af þeim hugmyndum sem að ég hef viðrað hér á blogginu varðandi samgöngumál síðastliðið ár.
Spurning að kanna hvort að það sé hægt að fara að fá eitthvað greitt fyrir sinn SNÚÐ hjá þeim félögum :)
Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS
Samgönguráðherra á fund bæjarstjórans í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 07:50
MIKIÐ VAR AÐ BELJAN BAR Í FJÓSINU HJÁ VALDIMAR
Kýr úr Mývatnssveit að lýsa hér yfir ánægju sinni með stöðu mála inni á Alþingi og Borgarráði þessa dagana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá nokkrar greinar og tillögur um lestarkerfi á Íslandi í ýmsum útfærslum fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðrland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/entry/385432/
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
En enn og aftur til hamingju :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 11.3.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.2.2008 | 14:01
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT
Styttum akstursleiðir, spörum tíma og minkum mengum. Færum bílaumferð og þungaflutninga í jarðgöng í stað þess að aka í gegnum íbúðabyggðirnar.
Minkum álagið á vegakerfi í íbúðarbyggð Kópavogs með því að stytta allar leiðir. Spörum flókin gatnamót og flókna brúarsmíði.
Höfum umferðina innandyra og blásum á það tíðarfar sem ríkt hefur hér síðustu daga með um 300 bíla tjóni á einni viku!
En jarðgöng fyrir bílaumferð eins og sjá má á eftirfarandi teikningu gæti líka verið lausn á vandanum.
Hugmyndir að jarðgöngum fyrir bílaumferð um Kópavog (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
1) Bora einföld göng frá miðbæ Reykjavíkur að Smáralind er um 5.5 km tæki 70 - 225 daga. (Tjörnin - Öskjuhlíð 1.2 Km, Öskjuhlíð - Fossvogur 2.1 Km og Fossvogur - Smáralind 2.1 Km)
- Þessi göng myndu minka mikið umferðina um gatnamótin Miklubraut/Kringlumýrabraut
- Það er mikið mál að komast yfir á svæðið fyrir þá sem þurfa að fara frá Fossvoginum yfir í Smárann nema fara miklar krókaleiðir í gegnum byggðina í Kópavogi þar sem fari er um íbúðarbyggð, skólahverfi og fjölda hraðahyndranna.
2) Bora göng frá Breiðholtsbraut við Elliðarvatn að Smáranum sem er um 2.6 Km tæki 30 - 90 daga.
3) Bora göng frá Smáralind undir Arnarneshæð út á Hafnarfjarðarveg er um 2.6 Km og tæki 30 - 90 daga.
- Þessi leið myndi flýta mikið umferð sem væri að koma eftir Hafnarfjarðarvegi t.d. á leið út úr bænum.
Öll þessi göng sem eru um 10.7 Km væri hægt að bora í sömu keyrslunni á 130 til 405 dögum án þess að þurfa að taka borinn í sundur. Ef göngin þurfa að vera tvöföld, þá þarf að tvöfalda allar þessar stærðir.
Þá er bara næsta mál á dagskrá hjá Gunnari Birgirssyni að láta "sína" menn fara að fjárfesta í bor :)
Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS
Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 22:46
HVAR ER FJALLIÐ VINDBELGUR?
Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur og sveitabærinn Vindbelgur í forgrunni innan um gerfigíga við Mývatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið er að sjálfsögðu staðsett í Þingeyjasýslu, eða nánar tiltekið fyrir vestan Mývatn. En þjóðsagan segir að íbúar í því sveitafélagi hafa lengi verið þekktir fyrir að vera uppblásnir ....
En annars er málið mjög einfalt, við erum með mikið af háþrýstum gufuborholum sem væri hægt að nota til að hlaða á þrýstikúta til að keyra svona loftbíla. Er það ekki umhverfisvænt?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bíll sem gengur fyrir lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 14.2.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 08:10
MYNDAGETRAUN - Veit einhver hvar þessi mynd er tekin?
1) Hvar er þessi mynd tekin?
2) Veit einhver jarðfræðina á bak við myndun þessa sérkennilegu fjalla?
3) Hvaða frægar myndir hafa verið myndaðar þarna á þessu svæði?
4) Er þessi mynd tekin á Íslandi eða finnst sambærilegur staður á Íslandi?
Eins og sjá má á myndinni, þá minnir landslagið aðeins á Lord of the Rings stemninguna.
Hvar er þessi mynd tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þá er bara eitt eftir og það er að óska ykkur góðs gengis :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS