Færsluflokkur: Vísindi og fræði

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT

Styttum akstursleiðir, spörum tíma og minkum mengum. Færum bílaumferð og þungaflutninga í jarðgöng í stað þess að aka í gegnum íbúðabyggðirnar.

Minkum álagið á vegakerfi borgarinnar með því að stytta allar leiðir. Spörum flókin gatnamót og flókna brúarsmíði.

Höfum umferðina innandyra og blásum á það tíðarfar sem ríkt hefur hér síðustu daga með um 300 bíla tjóni á einni viku!

Samkvæmt upplýsingum Samgönguráðs um ferðavenjur sumarið 2007, þá er meðalferðatíminn 12 mínútur sem tekur höfuðborgarbúa að fara til vinnu. Meðalfjarlægð milli heimilis og vinnu er 5,7 km sem gefur ferðahraðann 28,5 km.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins verja að meðaltali 45 mínútum á virkum degi í bíl. Niðurstaðan er að það sé best að leysa toppa í umferðarálagi með umbótum á stofnbrautakerfi, tíðari og ódýrari strætóferðum og sveigjanlegum vinnutíma.

En jarðgöng fyrir bílaumferð eins og sjá má á eftirfarandi teikningu gæti líka verið lausn á vandanum.

Hugmyndir að jarðgöngum fyrir bílaumferð í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


1) Bora einföld göng frá miðbæ Reykjavíkur að Smáralind er um 5.5 km tæki 70 - 225 daga. (Tjörnin - Öskjuhlíð 1.2 Km, Öskjuhlíð - Fossvogur 2.1 Km og Fossvogur - Smáralind 2.1 Km)
- Þessi göng myndu minka mikið umferðina um gatnamótin Miklubraut/Kringlumýrabraut
- Það er mikið mál að komast yfir á svæðið fyrir þá sem þurfa að fara frá Fossvoginum yfir í Smárann nema fara miklar krókaleiðir í gegnum byggðina í Kópavogi.

2) Bora einföld göng frá Sundahöfn að Smáralind er um 6 km tæki 75 - 246 daga.
- Þessi göng myndu geta tekið á móti umferð sem kæmi m.a. eftir göngum sem lægju frá Laugarnesi um Viðey út á Kjalarnes
- Göngin myndu spara brúargerð við Miklubraut

3) Bora einföld göng frá Laugarnestanga í gegnum Viðey, Geldingarnes, Álfsnes að Kjalarnesi er um 10 km tæki 125 til 410 daga.
- Þessi göng mætti síðan tvöfalda eftir þörfum eftir því sem umferð myndi aukast.
- Þessi göng myndu líklega kosta svipað og tillagan sem búið er að leggja til að fari tvöföld út í Grafarvog með flóknu vegarkerfi
- Þessi framkvæmd tekur mun skemmri tíma og klárar að auki leiðina alla leið út á Kjalarnes fyrir mun minni upphæð og býður að auki upp á stóraukið framboð á byggingarland niður við sjó.

4) Bora einföld göng frá Strandvegi í Grafarvogi að gatnamótum Laugarvegs og Kringlumýrarbrautar er 4 km tæki 50 - 164 daga.
- Mun einfaldara er að útbúa einföld göng út í Grafarvog fyrir mun minni umferð í stað þess að taka alla norður umferðina í gegnum byggðirnar sem eru með ströndinni á leið út á Kjalarnes.

5) Bora einföld göng frá Geldinganesi upp á Vesturlandsveg er um 4 km tæki 50 - 164 daga.
- Þessi göng eins og flest göngin gera er að minnka umferð í gegnum byggðarkjarna og færa umferð beint á þá staði sem henni er ætlað að fara. Svona leið myndi stytta verulega þá vegalengd til Reykjavíkur fyrir þá sem búa í Grafarvogi. Einnig gæti hluti af umferð eins og frá Mosó komið sömu leið.

6) Bora tvöföld göng við Miklubraut frá Kringlunni að Snorrabraut er um 1.2 Km eða samtals 2.4 Km tæki 25 - 80 daga.
- Jarðgöng frekar en opin stokkur hlýtur að vera einfaldari og þægilegri framkvæmd þegar upp er staðið.

7) Borga göng frá Sæbraut út á Granda eða undir Geirsgötuna er aðeins 1.2 Km tæki 10 - 40 daga að bora. - Augljós kostur að geta flutt hraða umferð framhjá miðbænum beint út á Granda og Seltjarnarnes.

8) Bora göng frá Smáralind undir Arnarneshæð út á Hafnarfjarðarveg er um 2.6 Km og tæki 30 - 90 daga.
- Þessi leið myndi flýta mikið umferð sem væri að koma eftir Hafnarfjarðarvegi t.d. á leið út úr bænum.

9) Bora göng frá Breiðholtsbraut að Smáranum sem er um 2.6 Km tæki 30 - 90 daga.

10) Bora göng frá Suðurgötu - undir Bessastaði og áfram út að Álverinu er um 9.8 Km tæki 120 til 400 daga.
- Hér gæti verið hátt í 10 Km stytting á leiðinni frá miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkur í stað þess að láta alla bílaumferðina renna í gegnum byggðirnar.

Þá er bara næsta mál á dagskrá - það er að fara að fjárfesta í bor :)

Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 77% fara á bíl til vinnu eða í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búðarhálsvirkjun - Stöðvarhús - myndir

Það kom mér mikið á óvart þegar ég var á ferð með 2 Dani um hálendið sumarið 2003 að ég skyldi rekast á þessa risaframkvæmd sem síðan hefur staðið þarna ónotuð síðan.

Hér má sjá hvar búið er að sprengja fyrir stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar.

Búðarhálsvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þjórsárvirkjanir hafa forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓRÓAR Í GRINDAVÍK - MYNDIR

Það er ekki nema von að það séu miklir óróar þar sem sprungan, sem skiptir landinu í tvennt, kemur á land á Reykjanesi ekki langt frá Grindavík. Skammt norðan við Grindavík, er fjallið Þorbjörn og frá bænum má sjá að það er klofið í miðju með stóru skarði. Skarðið er í raun stór sprunga eða sigdalur sem skipti fjallinu í tvo hluta. Eins og flest fjöll á Reykjanesi, þá myndaðist Þorbjörn á kuldaskeiði síðustu ísaldar með gosi undir jökli.

Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við rætur Þorbjörns er svo Bláa Lónið staðsett enda stutt niður á heita hraunkvikuna sem er þar undir.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jörð skelfur við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÉTTLEST AÐ KOMA TIL REYKJAVÍKUR - TIL HAMINGJU :)

Það er gaman að rekast á svona frétt eins og þessa sem að ég sá hér á visir.is í morgun :)

Léttlest að koma til Reykjavíkur - og til Keflavíkur líka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

ENN EIN NÝJUNGIN Í BARÁTTUNNI GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM

Það er margt ritað og skrafað þegar umhverfismál eru annars vegar og erfitt fyrir leikmann að átta sig á öllum þeim staðhæfingum sem haldið er á lofti. Mengun getur stafað frá mörgu og er eðlileg náttúruleg mengun þar mjög stór liður.

Sem dæmi, þá þarf ekki nema eitt stórt eldgos til að valda svipaðri mengun og allur iðnaður í Evrópu gerir á einu ári.

Náttúran er gríðarlega öflugt tæki ef svo ber undir og leitast alltaf við að ná einhverju jafnvægi í allri óreiðunni. Sem dæmi þá veldur meiri bráðnun á jöklum meiri raka í lofti og þar með meiri rigningu og því ættu sumir jöklar að stækka vegna meiri ofankomu ef eitthvað er. Aukin raki ætti að sama skapi að velda meiri rigningu og meira skýjafari sem hefði svo meiri áhrif á hvernig geislar sólar næðu til jarðarinnar og svona mætti halda lengi áfram.

Meira CO2 í loftinu ætti líka að kalla á meiri bindingu þess í jarðvegi, trjám og ölduróti sjávar.

En það var annars mögnuð frétt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og hana má lesa nánar hér:

Grein um umhverfisvæna orkuframleiðslu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef að Ameríkanar eru að setja svona háar upphæðir í svona verkefni, þá hlýtur að vera eitthvað mikið í það spunnið. En maður fær það á tilfinninguna þessa dagana að þeir séu að róa lífróður til að leita sér af nýjum orkugjöfum.

Ekki geta þeir verið að hertaka endalaust ný lönd til að tryggja sér eldsneyti.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKÁLAFELL MYNDIR

Hér má sjá upp á topp Skálafells. Þar má sjá Hengilinn og Nesjavelli í baksýn.

Fjarskiptasendir á Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er eðlilegt að það mælist svona mikill styrkur á vindi uppi á fjallstoppi. Það er ekki alveg hægt að bera það saman við þann vindstyrk sem mælist á jörðu niðri. En vindhraði eykst með hækkandi hæð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 64 metrar á sekúndu á Skálafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru ekki nein ný sannindi!

Hvaða bull er hér í gangi. Það er eins og verið sé að komast að einhverju sem er löngu vitað.

Það hefur verið vitað lengi hvernig samspil sólar, sólvinda og svo segulsvið jarðarinnar háttar og hvernig myndun norðurljósa á sér stað.

Það nægir að líta upp þar sem næsta flúr-ljósapera er. En þar erum við að sjá svipaða virkni!


mbl.is Telja orkuuppsprettu norðurljósanna fundna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga

Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga Ég fékk fyrirspurn frá Þórði nokkrum í kommentakerfinu mínu varðandi myndir og skrif mín um skjálftana við Upptyppinga.

Þórður spurði um myndir af svæðinu við Álftarnesdyngju, en því miður gat ég ekki fundið sjálft örnefnið af Álftadalsdyngju í mínum kortum. Í staðin fann ég dalinn sem hún er líklega kennd við.

Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á á sínum vef og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þetta kort hér:

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju.

Samkvæmt kortinu, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það hafa oft orðið flóð eða hlaup ekki langt frá þar sem óróinn er núna. Þessi brú liggur yfir Kreppu, en þar verða oft mikil flóð. Síðast þegar það gerðist, þá hvarf vegurinn á stórum kafla við brúnna.

Brúin yfir Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá flug yfir svæðið ef einhver getur áttað sig á þessum myndum. En flogið er frá Öskju í átt að Grágæsavötnum.

Flug yfir Jökulsá á Fjöllum, Kreppu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi mynd er tekin 2006 af gömlum Volvo herbíl sem var stopp úti á miðri sandauðninni nánast á svæðinu þar sem skjálftamiðjan er núna.

Hér var á ferð hópur af ungmennum sem voru að "stytta" sér leið frá suðurlandinu norður í land. Þau völdu bara Gæsavatnaleið sem er ekki talin sú þægilegasta.

6 hjóla Volvo bilaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Bílinn var vægast sagt frekar illa búinn til að takast á við svona erfiða ferð. Eldsneyti búið og ýmsi vandamál búinn að vera á leiðinni.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl og Upptyppinga eða svæðið þar sem upptök skjálftana hafa verið.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Hefur hlaup í Grímsvötnum áhrif eftir endilöngu rekbeltinu?

Fróðlegt að sjá hvernig þróunin hefur verið í kringum Vatnajökul eða réttara sagt í kringum rekbeltið á þeim tíma sem hlaupið í Skeiðará hefur varað. Það er gaman að skoða 2 síðustu blogg færslur þar sem ég tók mynd af skjálftavirkninni í upphaf hlaups og svo þegar hlaupið var í rénum.

Það gæti verið fróðlegt rannsóknarefni hvort að hlaupið í Grímsvötnum getur haft svona stór hliðaráhrif að það skapi hreyfingar eftir endilöngu rekbeltinu.

Þetta er bara svona pæling eins og krakkarnir segja :)

Lesa má nánar samantekt um málið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/

og samanburðinn má sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386133/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEIKAR ÆSAST Í KRINGUM VATNAJÖKUL Í KJÖLFAR HLAUPS

Það er gaman að skoða breytingarnar sem hafa orðið 24 kl.st. seinna á Vatnajökulssvæðinu nú þegar hlaupið í Skeiðará er í rénum.

Ef borið er saman upplýsingar af vef Veðurstofunnar um jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá að það er mikill órói víða í jöklinum og í kringum hann.

Nú er bara spurning um hvort að þessi aftöppun á Grímsvötnum séu nægjanleg til að koma af stað eldgosi og samkvæmt þessum kortum virðist það geta orðið víða.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lesa má nánar samantekt um málið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skeiðarárhlaup í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband