Færsluflokkur: Vísindi og fræði

HRINGSDALUR Í ARNARFIRÐI - MYNDIR OG KORT

Á vef Fornleifaverndar ríkisins mátti finna eftirfarandi um Hringsdal og þar eru einnig fínar myndir af svæðinu.

http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69

"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."


Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:

http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48

"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."

Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.

Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal

Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Líklegt að haugurinn hafi verið rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.

Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.

Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR

Sólheimar í Grímsnesi er merkilegur staður og átti ég þess kost að skoða staðinn ásamt fréttafólki frá Japan sem voru á ferð um landið til að kynna sér umhverfi, orku og sjálfbæra nýtingu.

Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.

Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.

Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.

Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum

Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar

Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.

Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vefað

Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Föndrað

Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Málað

Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslun Vala og Listhús Sólheima

Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaffihúsið Græna Kannan

Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kertagerðin Óla-Smiðja

Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir

Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér

Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDAGETRAUN - HVAÐA BÚNAÐUR ER ÞETTA :)

Spurning dagsins, hvaða búnaður er þetta, hvar er hann og hverju tengist hann?

Myndagetraun, hvaða búnaður er þetta, hverju tengst hann og hvar er hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



mbl.is Miðbær í stað sementsturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KYNNA SÉR MÁLEFNI VESTMANNAEYJAR Í SAMGÖNGUMÁLUM KYNNI SÉR ÞETTA HÉR

Vísa á fyrri skrif um málið fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar:

Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :)

Ég hefði nú haldið að maður með þá reynslu sem Ísleifur Jónsson hefði að hann ætti að vita að það hefur verið mikið um vatnsgang í jarðgöngum á Íslandi. Nóg er að nefna nýjustu göngin á Vestfjörðum og svo núna síðast göngin í Kárahnjúkum.

Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.

Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?

Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.

Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)


Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)

Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:

Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.

Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!

Linkur á Fred. Olsen Express

Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.

Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.

Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.

Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!

Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.

Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:

http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.

Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)

En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761

Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora

Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/

og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:

http://www.herrenknecht.de/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNILLDAR HUGMYND VERÐUR AÐ VERULEIKA :)

Gaman að sjá hvað Hafnfirðingar eru framsýnir þessa dagana að nýta heita vatnið frá Álverinu til að hita upp brautir á golfvelinum Keili í Hafnarfirði.

Flogið út fyrir nesið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði?


Golfklúbbur Keilis í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða undarlegi karl er þetta sem horfir upp í loftið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði?


Golfklúbbur Keilis í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona lítur þá Álverið Alcan í Straumsvík úr lofti.


Loftmynd af Straumsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Álverið Alcan í góðu veðri

Alcan í Straumsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Golfvölurinn Keilir í Hafnarfirði

Golfvölurinn Keilir í Hafnarfirði - horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Álverið ALCAN í straumsvík

Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vatn frá Alcan á velli Keilis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært

Fór í flotta og mjög erfiða ferð yfir páskana og má sjá GPS slóðann á kortinu hér sem Haraldur Örn Ólafsson pólfari á heiðurinn af. Með því að smella á kortin, þá er hægt að ná í GPS leiðina.



Kort með GPS leið af Páskaferð. Kjartans P. Sigurðsson, Guðmundar Halldórsson, Haraldur Örn Ólafsson, Steinar Þór Sveinsson. Reykjavík, Landmannalaugar, Jökulheimar, Grímsvötn, Hermannaskarð, Breiðamerkurjökull, Reykjavík (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Tók mikið af fallegum myndum sem verða að koma seinna þegar tími gefst til.

Var annars að prófa að setja inn flug sem að við flugum nokkrir félagarnir á fisum um Vestfirðina síðasta sumar og má sjá kost og GPS slóða af leiðinni hér

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Hér er svo seinni hluti leiðarinnar um Vestfirðina

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Myndir úr fluginu má svo sjá hér:

http://www.photo.is/07/07/4/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

ÞORLÁKSHÖFN - KÍSILVINNSLA - MYNDIR

Það hljómar vel ef hægt er að hugsa á öðrum nótum en bara álið er málið. Þetta hljómar vel ef satt reynist að þarna sé þá á ferð lítið mengandi iðnaður.

Spurning hvar kísilvinnsla í Þorlákshöfn kemur til með að rísa.

Hér er horft til vestur eftir ströndinni frá Þorlákshöfn.


Loftmynd af Þorlákshöfn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nýr staðsetning við Þorlákshöfn?

Loftmynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ný kísilvinnsla í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝ TÆKNI LEYSIR GÖMUL VANDAMÁL - HÁSPENNULÍNUR

Flott að Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs skuli taka af skarið og leggja til að sem flestum háspennulögnum verði komið í jörðu á viðkvæmum stöðum.

Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.

Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.

Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.

Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.

Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífalt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.

Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háifoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)


Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.

Það er gaman þegar umræða um svona brýnt málefni skilar sér að reynt sé að gera betur. Spurning hvort að bloggið hafi haft einhver áhrif?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tími háspennulína liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband