SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR

Sólheimar í Grímsnesi er merkilegur staður og átti ég þess kost að skoða staðinn ásamt fréttafólki frá Japan sem voru á ferð um landið til að kynna sér umhverfi, orku og sjálfbæra nýtingu.

Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.

Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.

Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.

Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum

Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar

Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.

Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vefað

Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Föndrað

Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Málað

Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslun Vala og Listhús Sólheima

Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaffihúsið Græna Kannan

Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kertagerðin Óla-Smiðja

Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir

Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér

Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir flottar myndir og texta. Gaman að sjá Ástu líka á mynd... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Staðurinn er flottur. Það var köld norðanátt þegar ég ók austur og svo skipti algjörlega um veður þegar ég kom þarna niður í kyrrðina og glampandi sól. En staðurinn er í skjólgóðri laut. Mæli hiklaust með að fólk leggi leið sína á þennan stað næst þegar það fer í sunnudagsbíltúr úr bænum. Ég var nú ekki búinn að vinna alveg þennan texta nógu vel eins og sjá má enda lenti ég í því að þurfa að hlaupa óvænt í ferð í dag.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.5.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þessi staður er bara góður, alger vin (þó ekki í eyðimörk).

Hef komið við þarna undanfarin sumur enda bara frábært að spóka sig þarna og skoða framlag þessa samfélags. 

Alltaf eitthvað verslað enda fæst þarna ýmislegt sem alla jafna er ekki í boði - og mann kannski óraði ekki fyrir.

Flottar myndir as usual.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 10.5.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég ætlaði að nota orðið "vin" en svo fannst mér það ekki passa, en þú Bragi komst með góða lausn á því að vera með nánari skýringu í sviga á eftir :) En annars takk fyrir innlitið. Þú og Lára eigið eitt sameiginlegt og það er að vera bæði góðir pennar, þó með mismunandi stílbragði sé.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.5.2008 kl. 05:12

5 identicon

Hi Kjartan, Nice blog! (although I can not read Icelandic). You have taken quite a few photos in such a short time. As we missed visiting their shop, I am happy to see a photo of their shop on your blog. I will visit your blog from time to time. It was very nice meeting you!

Yuka Ogura (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hi Yuka and thanks for yours comments about my blog. I also have the same problem with understanding yours Japanese blog as well :)

I can see on your blog you use a lot of pictures from Iceland and especially about Icelandic music and culture. It helps a lot that pictures are international languag1e we both can understand. That’s why I use pictures as my language on my blog

I hope you got also some fine pictures from photographer Yusuke Abe and good material for Kazumasa Sashide to work out a good article about Iceland for his magazine.

Please e-mail me if you need more pictures from the trip and I will send you a link so you can download them in higher resolution (without watermarks)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.5.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: JEG

Magnaðar myndir eins og venjulega. Knús til þín.

JEG, 11.5.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir JEG,

Annars ruglaðist ég í fyrstu á þessari skammstöfun hjá þér og hélt að þarna stæði JPG sem er ákveðin geymslustaðall fyrir stafrænar myndir. En myndin sem þú notar á þinni heimasíðu er líka ansi mögnuð. Er myndin nokkuð af þér?

p.s. svo er alltaf meira gaman að fá knús live frekar en svona yfir bloggið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.5.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: JEG

Já auðvitað er það nú miklu meira spennandi. hehehe..... en þetta verður að duga.

Nei þessi mynd er nú ekki af mér enda væir það nú ferlegt hihihi... iss ég er ein af þessum sem myndast ekki og verð því að leita í eitthvað sniðugt. Annars ertu búinn að sjá mynd af mér  (inn á öðru boggi)

JEG, 11.5.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Með smá rannsóknarvinnu og að sjálfsögðu með hjálp netsins, þá tókst mér að finna út úr því hver "JEG" er "Br..."

Annars er ég ekki sammála því að þú myndist ekki vel :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.5.2008 kl. 08:16

11 Smámynd: JEG

Kannski það ??? Meee kveðja úr sveitinni. "Grá...."

JEG, 12.5.2008 kl. 09:37

12 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gott að sja að eitthvað er gert af viti hér á skerinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.5.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband