MYNDAGETRAUN - Veit einhver hvar þessi mynd er tekin?

Spurning um að prófa kunnáttu blogg félagana og lesendur mbl.is aðeins.

1) Hvar er þessi mynd tekin?

2) Veit einhver jarðfræðina á bak við myndun þessa sérkennilegu fjalla?

3) Hvaða frægar myndir hafa verið myndaðar þarna á þessu svæði?

4) Er þessi mynd tekin á Íslandi eða finnst sambærilegur staður á Íslandi?

Eins og sjá má á myndinni, þá minnir landslagið aðeins á Lord of the Rings stemninguna.

Hvar er þessi mynd tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þá er bara eitt eftir og það er að óska ykkur góðs gengis :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sorry :S

Myndin er komin inn núna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessa mynd hef ég séð áður, mig minnir að hún sé frá Colorado.

Vatns og vindsorfið berg ?

Óskar Þorkelsson, 12.2.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki er það nú alveg rétt og það er langur vegur sem þyrfti að liggja þar á milli. Þ.e. ef hægt væri að leggja slíkan veg. Betur má ef duga skal. Svo það fari ekki á milli mála, þá tók ég umrædda mynd :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Er þetta í Þýskalandi, gamla austur Þýskalandi við Dresden?

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 12.2.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nei. Myndin er ekki frá Þýskalandi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nýja Sjálandi = nei, Nýju Guineu = nei, Ástralíu = nei, allavega frá þeim hluta jarðar = nei :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Páll Thayer

Miðað við gróðurinn; mosann, hæðina á trjánum o.þ.h. myndi ég giska á að þetta væri einhverstaðar norðarlega. Svíþjóð, Noregi eða Finnlandi? Ef ekki, þá förum við kannski bara í hina áttina t.d. Nýfundnaland?

Páll Thayer, 12.2.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Einhverstaðar norðarlega = nei, Svíþjóð = nei, Noregur = nei, Finnland = nei, Nýfundnaland = nei

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bandaríkin eða Kína?

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:49

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

nebb - hvorugt!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 22:51

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, mér dettur í hug fjallendið við Dolemite Alpana í Norður-ítalíu. Vatns- eða vindsorfið setlagamyndað berg líkt og búið var að nefna sem skýring á myndun þeirra. Veit ekki meir en þetta er magnað landslag og fín mynd.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 23:04

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

nei -Ekki ítalía né Alparnir

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 23:07

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er Grikkland.  Eru verðlaun í getrauninni? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:12

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Já - Þau eru að þú átt að bjóða mér í kaffi og bakkelsi :)

Að vísu er þetta pínu óréttlátt hjá þér því að mig grunar að þú hafir vitað að ég var í Grikklandi fyrir nokkrum vikum síðan. En hvar í Grikklandi er þetta og ekki gleyma að svara ÖLLUM spurningunum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 23:19

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Neibbs, vissi að þú varst í útlöndum en ekki hvaða útlöndum. Get bara ekki svarað hinum spurningunum ennþá. Gefurðu vísbendingar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:24

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mig langar í pönnuköku með rjóma og heitt kakó :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 23:35

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eftir smá stúdíu: Meteora Peaks í Grikklandi. Þar var m.a. gerð James Bond myndin For Your Eyes Only. Engin svona fjöll á Íslandi, búinn að svara jarðfræðilega hlutanum. Ég er viss um að Lára gerir betri pönnukökur en ég.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.2.2008 kl. 23:44

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég efa það ekki að pönnukökurnar eru góðar hjá Láru.

Þetta mun rétt vera og er staðurinn rétt hjá þorpi sem heitir Trikala þar sem að ég gisti nóttina áður en ég fór á staðinn sem þessi mynd er tekin.

Myndin er ein af 2500 myndum úr þessari ferð og hef ég því miður ekki haft tíma til að setja þær allar inn á netið - enda um mikla vinnu að ræða.

Hér kort af staðnum sem er eitthvað um 270 km frá Aþennu í beinni línu.

Meteora (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

En til hamingju Emil, en því miður var sveinn búinn að ná að svara þessu rétt á undan fyrr í dag á hinu blogginu mínu.

En ég vil þakka ykkur öllum fyrir þátttöku í þessum leik og ég lofa að koma með fleiri myndir af svæðinu eins fljótt og ég get.

En svæðið er hreint ótrúlegt að koma til eins og margir aðrir staðir í Grikklandi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 00:03

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja svo þú ert þá með annað blogg í gangi. Ég tékkaði reyndar á myndasíðunni þinni og fann engin svona fjöll þar, enda hefði það líka gert leikinn of auðveldan.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.2.2008 kl. 00:12

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvaða Sveinn? Á hvaða hinu bloggi? Ég sem ætlaði að senda slóðina á Jóhann Ísak og fá hann í málið.

Þið komið bara báðir í heitt kakó - en mega það ekki frekar vera vöfflur? Kann ekkert á pönnukökur og hef ekki prófað þær í einhver 30 ár.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:13

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvurslags er þetta kona, hefur þú ekki búið til pönnukökur á íslenska vísu í 30 ár, hvað er eiginlega að gerast með íslenska kvenþjóð?

En ég ætla ekki að vera með neina vöblur yfir því sosum og reyna að sætta mig við vöfflurnar þínar Lára.

Það væri gaman að fá útskýringar frá Jóhanni Ísak um þessi merkilegu fyrirbrigði sem eru þarna lengst inni í landi á þessum stað sem myndin er tekin.

Þetta fyrirbæri sem að ég sá þarna minnti mig pínu á Tröllakróka sem eru austan við Vatnajökul á gönguleiðinni um Lónsöræfi.

Því hallast ég að því að þarna sé móbergsdrangar á ferð sem gætu hafa myndast við gos undir jökli!

En móbergsfjöll finnast ekki víða í heiminum og er Ísland alveg sér á báti hvað það varðar.

p.s. reyndu að fá Jóhann í vöfflurnar líka svo að það sé hægt að funda um málið

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 00:24

22 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

svo er linkur á hitt bloggið hér til hliðar sem er á xxx.is

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 00:26

23 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er alveg til í vöfflur og kakó, þakka ykkur fyrir, látið mig bara vita.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.2.2008 kl. 09:39

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fékk flottan link á þennan vef hér með nánari upplýsingum um svæðið

http://en.wikipedia.org/wiki/Meteora

Spurning um að reyna að koma myndunum inn á vefinn eins fljótt og hægt er og halda svo fund hjá Láru þegar henni hentar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 19:04

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jájá, fundum, það verður bara gaman!  Þarf að grafa upp góða uppskrift af alvörukakói eins og mamma gerði það... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:10

26 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

FLOTT :P

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband