TEIKNINGAR AF NEÐANJARÐARLESTARKERFI FYRIR REYKJAVÍKURBORG OG KÓPAVOG

Flott að það skuli vera komið á fulla ferð bæði hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Samgönguyfirvöldum að skoða möguleika á lestarsamgöngum fyrir Stórreykjavíkursvæðið. Það er gaman að sjá hvað fréttamenn eru fljótir að taka við sér núna allt í einu.

Hér má horfa á frétt sem Lára Ómarsdóttir hjá Stöð2 fjallar um hugmyndir undirritaðs í fréttum í gærkveldi.

Smellið á hér til að horfa á frétt um neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík á Stöð-2

Bloggað hefur verið áður um málefnið hér á mbl

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/

og svo á visir.is

http://blogg.visir.is/photo/2008/02/08/hugmynd-jarðlestarkerfi-fyrir-reykjavik-og-kopavog/

og svo ýmis samantekt á skrifum um lestarmál hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/450120/

Hér má sjá hugmynd að neðanjarðarlestarkerfi eða metró sem komið var með fyrir rúmum mánuði síðan hér á blogginu

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.



Léttlest að koma til Reykjavíkur - og til Keflavíkur líka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Vilja skoða lestakerfi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Neðanjarðarlestakerfi???

Geriru þér einhverja grein fyrir því hversu dýrt það yrði? 2+2 göng til eyja eru skítur og kanill í samanburði við þessa hugmynd.  

Aðeins alllra allra stærstu borgir heims hafa séð sér fært á að hafa neðanjarðarlestakerfi. þ.e.a.s milljóna borgir. marg milljóna borgir.

Við gætum kannski látið þetta borga sig ef það myndi kosta 10.000 krónur á ferð fyrir hvern farðþega í 100 ár. kannski.  

Fannar frá Rifi, 14.3.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hér eru sett fram mjög raunhæf hugmynd um neðanjarðarlestarkerfi sem að öllum líkindum getur leyst mjög vel umferðaröngþveitið í Reykjavík og reyndar Kópavogi einnig. Athygli vekur að hringurinn er rúmlega 20 km eða nokkurn veginn hálft maraþon!

Nú þurfa verkfræðingar og landslagsarkitektar að útfæra betur þessa hugmynd, kanna kosnað og önnur praktísk atriði. Ljóst er að þessi framkvæmd er mjög dýr en myndi spara á móti gríðarlegar fjárhæðir á móti. Þannig mætti taka mörg bílastæði undir betri og hagkvæmari landnýtingu að e-ð sé nefnt. Götur og bílastæði eru um 50% af landnýtingu í Reykjavík og þykir mjög hátt hlutfall og eðlilega mjög óhagkvæmt.

Ein athugasemd: Ekki er hyggilegt að nefna áfangastöð KR eftir fótboltasparkfélagi. Væri ekki hyggilegra að nefna þá stöð einfaldlega „Vesturbær“. Það væri miklu diplómatískara enda munu fótboltasparksáhugamenn vera viðkvæmir um þessi mál.

Bestu þakkir fyrir góða hugmynd!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 08:02

3 identicon

Hugmyndin er góð, en því miður þá yrði þetta efnahagslegt sjálfsmorð um alla framtíð. Bara viðhaldskostnaðurinn yrði fleiri miljarðir króna á hverju ári. Hver stofnkostnaðurinn yrði vil ég ekki hugsa um. það er ýmislegt annað hægt að gera í staðinn. Fleiri og þéttari leiðakerfi fyrir allmenningsvagna. Byrja fyr och hætta seinna að keyra. Byggja út strætisvagnakerfið til Reykjanes og Suðurlands. Fleiri skiptistöðvar með þjónustu.

Það væri einnig hægt að taka skatt av bílum eftir t.d. hestöflum, þyngd o.s.fr. Nú eða gera eins og t.d. í Osló og Stokkhólmi. Láta bílana borga fyrir að fara inn í Reykjavík á annatíma. Í London minnkaði umferðinn töluvert þegar bíltollar voru settir upp. En þá verða allmenningsvagnar að vera tillgöngulegir fyrir fólk. 

gunnar (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir góðar ábendingar.

Ég bjó í Vesturbænum og var svona meira að vísa til þeirra stóru Íþróttaviðburða sem eiga sér stað þar reglulega og þá þarf mikill fjöldi fólks að fara frá og til svæðisins á stuttum tíma.

Við gerð á Kárahnjúkum voru boruð göng sem eru eitthvað á milli 70-80 Km. Þessi göng eru um 1/4 af þeirri vegalengd. Hægt er að fá 3ja borin á góðu verði þessa dagana sem er að ljúk sínu verki þarna fyrir austan. Spurning er hvort áhugi er á að fjárfesta í nýrri tækni og gjörbylta samgöngumálum og þá með umhverfisvænum hætti.

Lítið dæmi fyrir Fannar til að hugleiða á meðan hann stundar hagfræðinám sitt við hinn merka skóla í Bifröst:

1) Bílastæði sem þarf að byggja upp í kringum nýtt hátæknisjúkrahús kostar um 9.000.000.000 eða hátt í 10 milljarða.

2) Mislæg gatnamót við Kringluna kostar um 12.5 milljarða fyrir utan það land og húsnæði sem þarf að kaupa svo hægt sé að ráðast í framkvæmdina.

3) Reykjavík er löngu sprungin hvað umferð varðar og svo er töluverður munur á hvort að samgöngukerfi þurfi að þjóna 200.000 manns eða 3.000 manna byggðarlagi. Að vísu er ég með ákveðnar hugmyndir fyrir Vestmannaeyjar sem gætu komið þeim heldur betur á kortið :)

4) Það er greitt með samgöngum út um allan heim, spurning um að framkvæma þær hér með umhverfisvænum hætti og fyrir innlenda ódýra orkugjafa frekar en að kaupa dýrt erlent jarðeldsneyti. Þó eitthvað sé pínu dýrt fyrir samfélagið, þá er spurning hvort að peningarnir sem notaðir eru séu að fara út úr hagkerfinu eða streyma út úr því!

5) Samkeppnishæfni landans felst í stórum hlut þeirri staðreynd að 2/3 hlutar Íslendinga búa nánast allir á sama stað svo að samskiptaleiðirnar eru stuttar. Því er mikilvægt að vera með flott og skilvirkt kerfi til að þjóna því svæði. Við erum fámenn þjóð og eigum að nýta okkur tæknina eins og hægt er til að gera okkar samfélag samkeppnishæfara.

Ég get haldið lengi svona áfram en nóg er að lesa fyrri skrif á blogginu hjá mér um þessi málefni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 08:16

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég bjó í London í þrjú ár og get vottað fyrir því að ef almenningssamgöngur virka, eru þær notaðar. Ég bjó líka á Íslandi og í Hollandi og get vottað að virki þær ekki kaupir maður sér bíl. Tillagan hér að ofan lítur vel út, stoppin eru á góðum stöðum. Hægt væri að nota smárútur í staðinn fyrir strætó. Þessir kálfar myndu keyra út frá metro-stöðvunum. Verði lestin neðanjarðar hefur veður lítil sem engin áhrif á hana. Seinna má svo skoða aukaleið upp í Grafarvog og áfram, og til KEF.

Það þarf að skoða hvað þetta kostar og sparar.
- Hvað kostar að grafa 20KM göng undir byggð?
- Hvað kosta teinar, rafkerfi og annað sem þarf til að lestirnar geti virkað?
- Hvað kosta lestirnar?
- Hvað kostar að halda einföldu metro kerfi við?
- Hvað kostar rafmagnið og er það á lausu eða þyrfti að virkja eina ferðina enn?
+ Hvað myndi sparast í minna strætókerfi?
+ Hvað myndu margir nota þetta, hvað sparast mikið bensín?
+ Gæti fólk lifað án þess að eiga bíl? Eins og RVK er nú er það ekki hægt.
+ Hvað myndi sparast í þjóðfélaginu ef fólk væri í minni vandræðum á veturna?

Þetta eru punktar sem duttu inn í hausinn á mér í fljótfærni. Ég kem kannski með meira þegar ég hef tíma, en það væri gaman að sjá hvað öðrum finnst. 

Villi Asgeirsson, 14.3.2008 kl. 08:45

6 Smámynd: Einar Steinsson

Ágætis hugmynd en haldið þið að einhverjir myndu nota lestarnar? Íslendingar eru nefnilega ekki mikið fyrir að nota almenningssamgöngur yfirhöfuð. Það er fullt af fólki sem fer mikinn um að bæta þurfi almenningssamgöngur, stendur síðan upp og labbar út í einkabílinn meðan strætó brunar framhjá.

Ég tók mig til einn vetur og ákvað að nota strætó til að fara í vinnuna úr vesturbæ Kópavogs og niður í miðbæ, það sem ég tók eftir var að flestir farþegarnir féllu undir eftirfarandi flokka:

1. Unglingar og börn, ekki komin með bílpróf.

2. Eldra fólk væntanlega hætt að treysta sér til að aka.

3. Framhaldsskólanemendur á leið í skóla.

4. Útlendingar á leið í vinnu.

5. Konur komnar yfir miðjan aldur.

Þeir sem féllu ekki inn í þessa hópa voru mjög sjaldséðir í vögnunum þennan vetur.

Einar Steinsson, 14.3.2008 kl. 09:11

7 identicon

Ég verð að segja það Kjartan að það þyrftu að vera fleiri menn eins og þú út í samfélaginu. Mér finnst þessar hugmyndir vera algjör snilld enda verður að gera eitthvað sem fyrst til að leysa þann vanda sem umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru komin út í. Þegar þessar hugmyndir koma fram þá kemur í ljós helsti löstur Íslendinga, að horfa bara í stundarkostnaðinn en sjá ekki sparnaðinn fyrir framtíðina. Þú hefur bent á það sjálfur Kjartan hver kostnaðurinn er við ýmis verk tengd bílaumferð, svo maður minnist nú ekki á minna gatnaslit, minni svifryksmengun og annað í þeim dúr.
Fannar frá Rifi segir t.d. að "Aðeins alllra allra stærstu borgir heims hafa séð sér fært á að hafa neðanjarðarlestakerfi. þ.e.a.s milljóna borgir. marg milljóna borgir", ekki veit ég hvaðan hann hefur þessar heimildir en ég verð að segja að þær eru annsi vafasamar ef einhverjar eru. Eins og sjá má ef þessari síðu: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_rail_transport_systems_using_third_rail þá er þónokkuð af borgum með neðanjarðarlestakerfi og margar þeirra eru með íbúafjölda undir milljón og nokkrar jafnvel undir hálfri milljón, sú minnsta sem ég sá á þessum lista er með milli 200 og 300 þúsund íbúa sem er nú ekki mikið meira en íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins. Síðan hvenær höfum við Íslendingar látið smæðina stoppa okkur? Eyðum ekki krónunni til að spara aurinn með því að bæta við einhverjum tröllaumferðarmannvirkjum, komum svona kerfi á koppinn.

Gestur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:25

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í slæma veðrinu sem gekk yfir landið um daginn, þá lentu 300 bílar í tjóni á einni viku. Kostnaður fyrir samfélagið er gríðarlegur bæði fjárhagslegu samhengi og ekki síst í slysum á fólki.

Svona lestarkerfi gerði ekki annað en að auka á heilbrigði landans því að fólk færi að hreifa sig meira. En samkvæmt hugmyndinni, þá er mesta fjarlægð á næstu stöð um 700m og er bæði hægt að fara á reiðhjóli eða gangandi. Það er mikil vakning í heilsumálum þjóðarinnar þessa dagana og ef þessi kostur byðist, þá er ég viss um að margir myndu stökkva á vagninn. Það sem mestu skiptir er að biðtíminn sé ekki meiri en 5-10 mín.

Með því að setja upp svona kerfi og síðan skattleggja umferð sem kæmi inn í Reykjavík, þá mætti nánast leggja niður bílaumferð um Reykjavík.

Ég var úti í Grikklandi um daginn og tók ég eftir því að ég sem nota nánast aldrei almenningssamgöngur var að fara um 5 til 10 ferðir á dag með jarðlestarkerfinu þar!

Ég er á því að vagnar eigi að vera litlir (20 farþegar) og margir og bjóða upp á möguleika á að taka með sér t.d. reiðhjól.

Ef þú skoðar myndina, þá eru helstu menntasvæði landsins eins og HÍ og HR, Íþróttasvæðin, verslunarkjarnar, hafnarsvæði og miðsvæði Reykjavíkur og Kópavogs inni í sama kerfi. Með svona kerfi má auðveldlga þétta byggðina enn meira :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 09:27

9 Smámynd: Einar Steinsson

Hvað varðar það sem Villi segir hérna að ofan um að í London virki almenningssamgöngur og séu notaðar þess vegna þá held ég að ástæðan fyrir því að lestar og strætisvagnar eru notaðir í stórborgum eins og London er miklu frekar að notkun einkabíla virkar alls ekki. Umferðarteppur í Reykjavík eru brandari miðað við það sem gerist í mörgum stórborgum og þó þú komist á staðinn þá eru engin bílastæði.

Einar Steinsson, 14.3.2008 kl. 09:28

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er rétt, Einar, að notkun einkabíla virkar ekki í London. Það myndi þó breyta litlu ef almenningssamgöngur væru slæmar. Tube-lestirnar koma á 5-10 minútna fresti. Maður missir því aldrei af lestinni. Strætó í London er þó allt annað mál. Maður getur beðið í klukkutíma og þá koma þrír.

Ég bý nú rétt utan við Amsterdam og það hlýtur að vera ein versta borg í heimi ef maður er á bíl. Ef ég þarf að fara til Amsterdam, legg ég við metro stöð í útjaðri borgarinnar og tek metróið áfram.

En eins og kom fram að ofan, spurningin er hvort ísledingar vilji yfir höfuð lata sjá sig strætó eða lest. 

Villi Asgeirsson, 14.3.2008 kl. 09:44

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þegar svona kerfi er byggt, þá er ekki verið að reisa það fyrir næstu 10-20 árin heldur jafnvel næstu 100 árin og verður því að skoða hagkvæmni og kostnað í því samhengi. Kerfið mun hafa í för með sér gríðarleg áhrif á þróun byggðar á Stórreykjavíkursvæðinu svo að það borgar sig að vanda vel til verks strax í upphafi.

Hér gætu Íslendingar fengið kjörið tækifæri til að hanna sitt eigið kerfi, algjörlega frá grunni þar sem tekið væri fullt tillit til Íslenskra séraðstæðna.

Gunnar talar um viðhaldskostnað á svona lestarkerfi, slíkur kostnaður fylgir öllum kerfum og líka því samgöngukerfi sem að við erum að nota í dag. Hér þarf að skoða þjóðhagslega hagkvæmni og þá til lengri tíma litið og þá ekki bara fjárhagslegu hliðina.

Villi setur upp nokkur atriði varðandi kostnað sem þarf að skoða nánar. Margar að þeim stærðum eiga að vera þekktar en ný tækni hefur orðið þess valdandi að það er hægt að framkvæma margt að þessu sem þar er talið upp með mun ódýrari hætti en áður.

Einar telur upp þann hóp sem ferðast með strætó í dag. Ef bílastæðum í borginni yrði fækkað stórlega, þá myndi sá hópur sem sækir vinnu sína daglega ekki hafa aðra möguleika en að notast við svona kerfi - sem væri hið besta mál.

Gestur kemur inn á stærð samfélagsins. Því miður er ekki hægt að bera Íslenska hagkerfið saman við einhverja sambærilega borg í t.d. Evrópu. Í Reykjavík er mest öll stjórnun og stjórnsýslan á litlu svæði sem verður að segjast vera gífurlega "effektíft" fyrir fámennt þjóðfélag með risastórt hagkerfi. Hér eru risaverksmiðjur, raforkuver, stórt fisveiðikerfi sem lítil samfélög af svipaðri stærðargráðu geta engan vegin látið sig dreyma um. Gott samgöngukerfi fyrir svona samfélag er hreinlega bráðnauðsynlegt til að auka skilvirkni þess enn frekar.

Og varðandi umferðina í Reykjavík, þá er hún ekki brandari mikið lengur og á bara eftir að verða verra ef eitthvað er. Bygging á mislæg gatnamót við Kringluna næstu 2-3 árin mun auka enn á þann vanda á meðan á byggingu stendur. Því vil ég meina að skoða eigi betur lagningu á jarðgöngum fyrir bílaumferð í staðin. En ef skoðuð eru framtíaplön fyrir uppbyggingu á Stórreykjavíkursvæðinu næstu árin, þá er hún nánast öll vestan megin við Elliðaárnar!

Og í lokin, þá munu Íslendingar taka lest ef ekki neitt annað er í boði :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 10:30

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þú miðar ekki við göng undir hreint berg þar sem ekkert þarf að gera.

Lestarkerfi sem þetta þyrfti að vera einangrað frá öllu utanaðkomandi. það eitt og sér er gríðarlegur kostnaður.

framkvæmdirnar sem þú telur upp myndu verða framkvæmdar hvort sem þetta yrði eða ekki. Lestir, viðhald, rafmagn á teina og síðan framkvæmdir við allar tengibygginar. þú ert að tala um kannski öll framlög íslenska ríkissins í nokkur ár. 

Mislæg gatnamót á annasömustu gatnamótum á landinu er eina sem virkar. allir sem andmæla því eru í einhverjum sjálfsblekkingarleik.

London Underground er 408 km að lengd of ferjar um 3 milljónir manna á dag. til að þetta myndi virka hér þyrftu um 150.000 manns að nota lestina daglega. lágmarki 100.000 þúsund. 

Ég Myndi vilja sjá þetta gerast, en það er ekki kostnaðarlega hægt.  

Fannar frá Rifi, 14.3.2008 kl. 12:21

13 identicon

Það er ekki rétt að einungis marg-milljóna borgir reisi neðanjarðarlestakerfi. Borgin Rennes í Frakklandi, sem er 200.000 manna borg, ekki mikið stærri en Reykjavík, hefur reist neðanjarðarlestarkerfi.

Af Wikipedia:Local transport is based primarily on an extensive bus network (38 different lines) and a metro line that was inaugurated in March 2002 and cost €500 millions to build. The driverless Rennes Metro is 9.4 km in length and has 15 stations, including one designed by architect Norman Foster. Rennes is one of the smallest cities in the world to have a metro.

Hér er líka færsa um sjálft metrokerfið: http://en.wikipedia.org/wiki/Rennes_Metro 

Birkir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:30

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mest notaða jarðlestakerfið í heiminum í dag er í Moskvuborg. Kerfið er samtals 282.5 Km langt, með 12 línum og 173 stöðvum og var byrjað á að byggja það upp 1935.

Núna er árið 2008 og löngu komin tími á að Íslendingar fari að huga að þessum málum.

Hugmyndin gengur út að að tengja saman 14 staði með 21 Km jarðgöngum og einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að svona framkvæmd ætti ekki að vefjast fyrir Íslendingum frekar en annað sem að þeir taka sér fyrir hendur.

Varðandi jarðfræðina, þá er hreint þétt berg á stórum hluta þessa svæðis þar sem þessi jarðgöng kæmu til með að liggja og að stórum hluta að svipuðum þéttleika og Hvalfjarðargöngin. Það var mjög neikvæð umræða gegn þeim göngum á sínum tíma en í dag eru þau fyrir löngu búin að sanna sig.

Þessa dagana er verið að leggja til að tvöfalda þau göng sem er að sjálfsögðu mjög flott fyrir þá fáu sem þurfa að sækja skóla upp í Borgarfjörð.

Svo er mikil munur á 408 Km og svo 21 Km!

Ég get ekki séð annað en að Birgir hér á undan sé með tölurnar og staðreyndirnar á hreinu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 12:36

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Miðað við Rennes ætti metrokerfi Reykjavíkur að kosta um milljarð evra, um 108 milljarða króna. Eru þeir peningar til og hvað tekur það langan tíma að láta þá fjárfestingu borga sig?

Villi Asgeirsson, 14.3.2008 kl. 12:45

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki er ég alveg sammála þeim útreikningum. Kostnaðurinn er mestur við stöðvarnar sem stoppað er við og þar er um svipaðan fjölda að ræða. Eini munurinn er vegalengdin. Þannig að miða við þær aðstæður væri kostnaðurinn einhver staðar á milli 50 - 100 Milljarða. En við erum líka að tala um samgöngukerfi sem afskrifast á 50-100 árum. Svo ber að líta á hagkvæmni þess að nota nýja tækni eins og að heilbora slík göng

Ef að Íslendingar myndu þróa þetta kerfi sjálfir, vera með minni og léttari vagna, þá er spurning hvort að það væri ekki hægt að ná kostnaðinum eitthvað meira niður.

Sem dæmi, þá kostar lagning á venjulegu 4ja akreina veg eins og sá sem liggur til Keflavíkur um 65 milljónir pr. Km.

En fyrst að Rennes getur byggt upp svona kerfi, því ættu þá Íslendingar ekki að geta það líka?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 12:56

17 identicon

Munurinn á Rennes  og Rvk er t.d. sá að flatarmál Rennes er innanvið 20% af stærð Rvk og fólksfjöldinn nær tvöfaldur. Þannig að svona gæti gengið ef þetta væri helmingi styttri lest, aðeins fyrir 101 og fólki þar fjölgað í tæp 200þús. Þannig væri jafnvel hægt að ná tapinu niður í nokkra tugi milljóna á ári.

Þegar ekki er lengur pláss fyrir þúsundir yfirfullra strætisvagna á götum borgarinnar þá fyrst verður lest raunhæfur möguleiki.

sigkja (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:32

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég fæ það nú ekki til að ganga alveg upp að það skuli þurfa um 10 km lestarkerfi fyrir svæði sem er ekki stærra en RVK 101. Um það svæði geta flestir farið fótgangandi í dag :) En svo á Reykjavík ekki annað eftir en að stækka enn meira og hér er verið að tala um framtíðina ekki nútíðina.

Ég hjó eftir þessari setningu hér á vefnum um metrókerfið í Rennes sem Birgir gaf upp link á:

The system has sixteen trains, weighing 28 tonnes and 26 metres long, which run on two tracks next to each other. Each train has a capacity of 158 passengers (50 sitting and 108 standing). In 2005, four extra trains were added, and four more will enter service at the start of 2006, leading to waiting times of only 90 seconds.

Það er greinilegt að þörfin er að vaxa eftir að uppsetningu á kerfinu lauk. Ég var með í mínum hugmyndum 14 minni vagna sem væru þá léttari, hljóðlátari og gætu farið hraðar yfir.

Svo er annað að það er fullt af plássi eftir miðjunni á mörgum af stofnæðum Stórreykjavíkursvæðisins. Kosturinn við að hafa allt neðanjarðar er sá að þá þarf ekki að taka tillit til annarra umferðar því að kerfið er alveg lokað og sjálfstætt og getur því hraðinn orðið mun meiri en ella.

Sniðugt er með t.d. metróinn í Danmörku að hann kemur upp á yfirborðið, upp brekku þannig að það þarf ekki að bremsa eins mikið og svo er skriðþunginn og þyngdin notuð aftur við að koma vagninum aftur á ferð þegar vagninn fer aftur niður í jörðina svona eins og rússíbani myndi gera, þannig ná Danirnir að spara lyftur og þann tím sem tekur fyrir farþega að fara langt undir yfirborðið til að komast um borð í lestina.

Ég hugsaði þetta hringkerfi sem stofnkerfi sem önnur samgöngukerfi myndu síðan tengjast og þá mætti hugsa sér léttlestakerfi á yfirborðinu sem færi út í byggðirnar í kring. Það gæti verið í líkingu við t.d. kerfið sem notað er úti í Strassborg.

Varðandi að vera með lestarkerfið fyrir neðan sjávarmál, þá sé ég ekki að lokuð heilboruð og þétt göng ættu að vera vandamál. Hluti af Hollandi er undir sjávarmáli og ekki er það vandamál. Ef göngin yrðu hönnuð þannig að þau færu upp og niður, þá væri búið að hólfa þau niður og væri þá hægt að vera með sjálfstæð kerfi sem auðvelt er að halda þurrum.

En jarðgangnagerð er orðið þekkt fyrirbæri hér á Íslandi og ekki er að sjá að það sé vandamá með vatn eins og í Hvalfjarðagöngunum. Enda eru til þekktar leiðir til að þétta svona göng. Vandamálið með marga Íslendinga er að þeir eru pínu hræddir við að ferðast í göngum, hreinlega ekki vanir því. En með aukinni þekkingu og reynslu, þá er slíkur ferðamáti að verða sjálfsagður hluti af tilverunni hér sem annars staðar.

Varðandi hávaðamörkin, þá er mikill munur á að vera með lestarvagna sem vega tugi tonna eða léttlestar sem væru ómannaðar og tækju færri farþega en væru fleiri. Annars er ég ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn skuli stökkva svona á þessa hugmynd mína mitt í allri umræðunni um hækkandi eldsneytisverð og krísu í borgarmálum síðustu mánuði.

En í þessu öllu saman, þá er það tíminn sem skiptir öllu máli.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 13:47

19 identicon

Ég las þetta allt af miklum áhuga vegna þess að ég er áhugamaður um samgöngur, hvort sem um er að ræða bíla eða annað. Því miður finnst mér neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu lítið annað en viðbót við stórborgarkomplexana sem margir Reykvíkingar virðast þjást af. Fyrir því tel ég tvær ástæður:

1) Íbúðabyggð á höfuðborgarsvæðinu er svo gisin að strætisvagnasamgöngur eru á mörkum þess að vera vitrænar. Í Reykjavík er áætlað um 430 manns búi á ferkílómetra, eða um 190 á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar búa um 1.770 manns á ferkílómetra hér í Malmö (þar sem ég bý). Hér er verið að byggja göng undir borgina þar sem lest milli Kaupmannahafnar og Malmö á að fara um og bætt verður við tveimur lestarstöðvum í borginni til að létta undir á Malmö Central - engar raunverulegar hugmyndir eru um að setja upp neðanjarðarkerfi að meira leyti hér í borginni einfaldlega vegna þess að það þykir óraunhæft.

2) Skipulag höfuðborgarsvæðisins er þannig að þjónusta er dreifð, væri t.d. raunhæft fyrir fólk að fara með börnin sín á leikskóla og þaðan í vinnuna með svona kerfi? Ef ekki þá er stærstur hluti markaðarins þegar tapaður. Skv. fólki sem ég þekki á höfuðborgarsvæðinu er gjörsamlega ómögulegt að nota strætisvagnana í slíkt í dag nema að eyða stórum hluta dagsins í strætisvögnum eða í bið eftir þeim. Sárafáir eru tilbúnir að eyða 2-4 tímum á dag í slíkt. Þegar við bætist svo aukahringur til að komast í matvöruverslanir verður staða almenningssamgangna enn verri.

Ég er sammála sigkja um að ef á að reyna að efla almenningssamgöngur verður fyrst að þétta byggð og skipuleggja betur, annars er það bara hrein sóun á peningum.

Fækkun á bílastæðum í miðborginni gerir ekkert annað en að skapa bílastæðavandræði og þá fer fólk að leggja bílum meira ólöglega - fólk hættir ekki að nota bílinn þó stæðum fækki meðan almenningssamgöngur eru illnothæfar.

Gulli (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:30

20 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég taldi mig nú vera búinn að benda á að það væri auðvelt að þétta byggð þegar svona samgöngukerfi væri komið á koppinn.

Það ætti ekki að vera því neitt til fyrirstöðu að foreldrar myndu áfram aka eða snúast með börnin sín í skólann, dans, sund, leikskóla, á íþróttaæfingu eða hvað öll þessi afþreying heitir nú. Það hefur sýnt sig að krakkar eru fljót að læra á svona einfalt lestarkerfi. Þetta gæti t.d. haft það í för með sér að auðveldara væri að skipuleggja ýmsa þjónustu eins og skóla, íþróttastarfsemi og fl. þannig að betri nýting fengist m.a. á dýrum mannvirkjum sem eru víða um borgina.

Annars man ég nú ekki eftir að það hafi verið snúist svona mikið í kringum mig hér á yngri árum. Spurning hvort einhver hafi gefið sér tíma til að spá í hvað börnin gætu gert mikið sjálf þegar svo ber undir.

Matvöruverslanir, afþreying, samgöngumiðstöðvar og önnur þjónusta er nánast á öllum þessum viðkomustöðum svo ekki er það vandamálið.

Í sumum borgum sem að ég hef komið í víða erlendis, þá hafa verið samningar við leigubílastöðvar og rútufyrirtæki um að aka fólki svo áfram frá þeim stöðum sem lestarnar stoppa.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 18:58

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fróðlegt að sja þessa einhliðu kynningu á Stöð 2 tvo daga í röð :)

Samkvæmt því sem ég fæ upplýst, þá kostar ca. 1 milljarð pr. stöð og svo 3 milljarða pr. kílómeter í göngum sem að ég vil meina að sé mun lægri tala í raun.

Það gerir 14 + 3 x 21 = 77 Milljarðar.

Nýju borarnir geta fóðrað göng um leið og þau eru boruð og svo er aðeins lítill hluti af göngunum nálægt sjó og þrátt fyrir það, þá er bergið nokkuð þétt þar sem stór hluti svæðisins er jökulsorfið berg og með svipaðan þéttleika og Hvalfjarðargöngin eru með.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 21:32

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju var ekki talað við þig í þessum fréttatímum?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:40

23 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Pólitík :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 21:43

24 identicon

Það er væri í sjálfu sér ekki erfitt að þétta byggðina, vandamálið er að það má ekki. Til að þétta byggð þarf að byggja þéttar og hærra en þá ertu alltaf að skemma "útsýni" fyrir einhverjum. Á stórum svæðum þyrfti að rífa hús til að byggja stærri og heppilegri hús en slíkt er auðvitað algjört tabú að tala um í Reykjavík.

Vandamálið liggur fyrst og fremst í að höfuðborgarsvæðið hefur aldrei verið hannað fyrir íbúafjöldann sem þar fyrirfinnst. Enn í dag er verið hanna borg eins og hún sé sveitaþorp með vaxtaverki með því að dreifa íbúðabyggð eins og þunnu smjörlagi á brauðsneið. Allir ætla að búa í einbýlishúsum og hvergi má byggja hærra eða þéttar en svo að skuggi falli ekki á nærliggjandi hús. Meðan slíkum vinnubrögðum er viðhaldið verður engin þétting byggðar - bara fleiri íbúar á stærra svæði. Slakt skipulag á þessum svæðum leiðir síðan af sér að almenningssamgöngur eiga enga möguleika vegna þess að ferða- og biðtíminn verður svo mikill að fólk sér það orðið sem of mikla tímasóun á móti því að nota bíl.

Gulli (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:50

25 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Reykjavík var ekki byggð á einni nóttu frekar en aðrar borgir. það er auðvita stór spurning hvað fólk vill gera. Ferðamenn sem koma til Reykjavíkur eru hund fúlir yfir því að sjá ekki einhvern bæ í norskum stíl - Í staðin sjá þeir samansafn af byggingum frá öllum heimshornum þar sem arkitektar hafa fengið að planta nútímalegum glerbyggingum inn í gömul hverfi.

Ég get ekki séð annað en að það sé verð að þétta byggðina á fullu. Skuggahverfið, Listaháskólinn, tónlista- og ráðstefnuhús, verslunarmiðstöð á Laugarveginum, hátækni sjúkrahús, Háskóli Reykjavíkur og Háskóli Íslands og svo nýi miðbærinn í Borgartúni.

Nánast öll skipulögð uppbygging á fyrirtækjum, skólum og ýmsum stjórnsýslubyggingum í Reykjavík er á þessu svæði. Ekki viljum við fara að troða niður þvílíkum óskapnaði eins og er búið að gera sumstaðar í Vesturbænum og í Kópavogi. En þar er varla hægt að leggja bílum og nágranar búa nánast inni hjá hver öðrum!

Ég bjó í Garðabæ á sinum tíma og þar var byggt með stæl. Stór hús og tvöfaldur bílskúr við hvert hús. Því geta þessar fáu 300.000 hræður sem hér búa ekki haldið áfram á þeirri braut, nóg er plássið og nóg er af peningunum.

En Íslendingar eru að færast sífellt nær borgarmenningu og vilja mannlíf eins og þeir finna í stórborgum út um allan heim þar sem er líf og fjör 24/7.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 23:50

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er snilldar hugmynd og svona lestarkerfi þótt dýrt sé mundi borga sig upp á ótrúlega stuttum tíma.. viðhaldskostnaður er líka örugglega lægri en hjá gatnagerðinni.  Ég mundi nota þetta system því það fer á alla helstu staði borgarinnar hratt og fyrirhafnarlaust.

Óskar Þorkelsson, 15.3.2008 kl. 01:19

27 identicon

Það að verið er að byggja háskóla í röðum hjálpar ekkert til við þéttingu byggðar - þéttleiki byggðar er mældur í fjölda íbúa á ákveðið svæði, t.d. ferkílómetra. Það eina af því sem þú telur upp sem hefur einhver áhrif á slíkt er íbúðabyggð í Skuggahverfi en hún er einmitt dæmi um það sem "ekki má". Fólk kvartar umsvifalaust undan því að útsýni hverfi, skuggi falli á garðinn sem hefur ekki verið hirtur í 100 ár og þar fram eftir götunum.

Það að plássið er nóg og peningarnir eru nægir og að allir eigi að fá að búa í einbýlishúsum er einmitt ástæðan fyrir því að svona neðanjarðarlest er einfaldlega fásinna, af þeirri einföldu ástæðu að slík byggð dregur svo úr þéttleika byggðar að rekstur og notkun almenningssamgangna verður nánast vonlaus. Notkunin verður ekki næg til að halda uppi tíðni ferða og kerfið verður of gisið til að nýtast fólki almennilega.

Eins og staðan er í dag keyra strætisvagnar að mestu leyti tómir nema rétt á meðan nemendur eru á leiðinni í skólann, frítt. Af hverju ætli það sé? Áður en farið er að henda milljarðatugum í að búa til neðanjarðarlest væri kannski ráð að skoða hvers vegna fólk ekki notar almenningssamgöngur meira en raun ber vitni.

Varðandi kostnaðartölur sem ég hef séð hérna get ég ekki sagt annað en að þær eru vægast sagt bjartsýnar. Kostnaður við göngin í Malmö sem ég hef nefnt hér áður sem eru rétt um 7km löng var árið 2001 áætlaður myndu verða 9,45 milljarðar sænskra króna. Í þessum göngum eru einungis 3 nýjar stöðvar ef breytingar á Centralen teljast sem ný stöð. Miðað við gengi krónunnar í dag og án þess að taka mið af nokkrum verðlagsbreytingum eða breyttum kostnaði eru þetta um 110,5 milljarðar íslenskra króna.

Nýja City Circle Line í Metró-inum í Kaupmannahöfn sem á að byrja að byggja á næsta ári verður ca. 15,5km löng með 12 nýjum stöðvum ásamt breytingum á þremur og nýtingu á tveimur sem þegar eru til. Áætlaður kostnaður við það verk eru 15 milljarðar danskra króna eða tæplega 220 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi.

Ef einhver telur sig geta byggt neðanjarðarlest á íslensku verðlagi fyrir fjórðung kostnaðarins í Kaupmannahöfn og innan við einn sjötta af kostnaðinum í Malmö grunar mig nú að yfirmenn í þessum verkefnum séu vægast sagt æstir í að tala við viðkomandi og fá aðgang að leyndarmálinu!

Gulli (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 01:26

28 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég get ekki annað séð ef rétt er að það séu fullt af peningum í þessu dæmi :)

Ef svo er, þá er hér kjörið útrásartækifæri fyrir Íslendinga að fara út í þróun og smíði á svona búnaði og þá að sjálfsögðu með útflutning í huga. Hér væri jafnvel hægt að leggja álvershugmyndir á hilluna í nokkur ár.

En einhverra hluta vegna, þá hefur þeim í Rennes tekist að byggja upp sitt kerfi fyrir ásættanlega upphæð og ekki virðist hafa verið kastað til hendinni þar eða sparað á neinn máta. Þeir notuðu meðal annars heimsfrægan arkitekt að nafni Norman Foster sem hefur líklega kostað sitt.

Svo er það spurning hvort að það henti okkur að vara með stóra þunga og dýra vagna?

Hér er dæmi um nýja og mjög ódýra lausn sem vert er að skoða og er hún bara ein af mörgum

http://www.monorails.org/tMspages/Metrail1.html

Ég ráðlegg þeim sem hafa áhuga á málefninu að skoða allar síðurnar vel sem eru þrjár talsins.

Að vísu er notast við jarðeldsneyti en ef ég þekki Íslendinga rétt, þá ætti að vera lítið mál að breyta svona vagni svo að hann myndi notast við innlenda orkugjafa.

Á heimasíðu fyrirtækisins, má sjá samanburð á ýmsum kostnaðarliðum hér:

http://www.metrail.com/06-benefits.html

Ekki má gleyma að með nýrri tækni koma oft nýir og ódýrari möguleikar sem má ekki gleyma að skoða líka.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 08:40

29 identicon

Sæll Kjartan,

Ég datt inn á þessa síðu þína af tilviljun og undrast allar þær flottu hugmyndir sem þú hefur fram að færa.

Skil ekki alveg hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna í þessu þjóðfélagi ef ekki að vekja athygli á mörgu af því sem hér hefur komið fram.

Þessi léttlest sem þú vísar í hér í seinustu athugasemd þinni virðist vera mjög áhugaverður og ódýr kostur og gæti nýst vel ofanjarðar frá kerfinu sem þú teikna út í byggðirnar í kring.

Einar (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:10

30 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Áhugavert er að skoða nokkur atriði frá heimasíðunni hjá www.metrail.com eins og:

• Lowest Project Costs

• Lowest Operating Costs

• Shortest Implementation Period

• Impeccable safety statistics - zero fatalities in over 100 years

• Flexibility

• Scaleability

• On-board hybrid power source

• Supplemented with solar energy

• Virtually pollution free

• No power rails and substations - consequently immune to power failures

• Complete Network Integration

Hér virðist vera á ferð ódýrt og einfalt kerfi sem fljótlegt er að setja upp. Kerfi er hægt að nota bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Hér væri hægt að notast við marga litla, létta og sparneytna vagna og á móti fjölga leiðum.

Kerfið er fljótlegt í uppsetningu eða frá 18 til 24 mánuðir.

Hér má sjá eyðslu/Km á létt-lest frá Metrail

Hér má sjá eyðslu/Km á létt-lest frá Metrail

Hér fyrir ofan má sjá hvað það skiptir miklu máli að vera með vagnana létta upp á eyðslu að gera.

Hér er samanburður á verði á svona kerfi miða við önnur sambærileg lestarkerfi.

Samanburður á kostnaði létt-lesta frá Metrail við önnur lestarkerfi

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 14:00

31 identicon

Ég held nú að Landspítalinn ætti að vera ein af þessum stoppistöðum enda stærsti vinnustaður landsins.  

Sigfús (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband