HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN NR. 3

HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN #3 Spurning um að kanna þekkingu bloggara og lesenda mbl.is

Myndagetraun - 3

Veit einhver hvar þessi mynd er tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


1) Hvar er myndin tekin?

2) Hver er jarðfræði svæðisins?

3) Hvaða vegslóði er á myndinni?



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér sýnist á öllu að myndin sé tekin skammt vestan við Markarfljótsgljúfur sem sjá má efsta og nyrsta hlutann af hægra megin á myndinni. Fjallið er Hattafell skammt norðan við Emstrur og slóðinn er F261 minnir mig en hann liggur austur úr Fljótshlíð og vestur með Markárfljoti og inn á Fjallabaksleið syðri.

Landslagið er mjög mikið umturnað eftir ísöldina en undir lok hennar fyrir um 100.000 árum varð gríðarmikið hamfaragos í Tindfjallajökli sem olli mikilli flikrubergsmyndun suður og austur af Tindfjallajökuls öskjunni og má víða má sjá ummerkin allar götur í Þórsmörk.

Bestu kveðjur og þakkir fyrir frábærar myndatökur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.3.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Því miður Guðjón, en samt góð tilraun.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.3.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Veit ekki svörin - en myndin er glæsileg! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég vil helst ekki gefa hint alveg strax. Það var einn svo fljótur að svara í morgun að ég mátti til með að koma með eina sem var pínu erfiðari. Ég þekki vel sjónarhornið sem Guðjón er að vísa til og það er margt líkt með þessum svæðum. Meira segi ég ekki í bili :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.3.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég giska á svæðið rétt norðan við landmannalaugar og sunnan veiðivatna..

Óskar Þorkelsson, 12.3.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Því miður er ekki til neitt svæði sem getur verið bæði fyrir norðan Landmannalaugar og sunnan við Veiðivötn :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.3.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

Þetta er í þórsmörk við rætur fjalla gæti líka verið í kína

Jón Þór Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er á Íslandi og það er töluverð umferð um þetta svæði :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.3.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svo maður spreyti sig á þessu þá segi ég svæðið norðaustur af Kverkjöllum og þá horft í átt til Kverkfjallaranans. Mikið eldsumbrotasvæði með móbergsfjöllum en einnig jökulruðningum. Annars hef ég ekki komið þangað þannig að þetta er ágiskun.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.3.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef oft komið inn í Kverkfjöll, en þetta er EKKI á því svæði.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 00:50

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einhvern veginn þykist eg kannast við landslagið en sjónarhornið er auðvitað annað. Fyrst ekki er um Hattafjallið á „Laugaveginum“, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur þá er spurning hvort um sé að ræða Krakatind austur af Heklu. Litla áin eða lækurinn er þá væntanlega Helliskvíslin á Dómadalsleið, Fjallabaki nyrðra. Jarðfræði þess svæðis einkennist af mikilli líparíts- og móbergsmyndun en er auðvitað mótað mjög af ísöldinni, ís og vatni, frosti og funa.

Spennandi verður að heyra rétta svarið en fjallið með tvöfalda tindinn er vissulega lykillinn að lausninni. Spurning hvort fjallið Löðmundur eða Loðmundur austan við Landmannahelli megi sjá lengst til hægri á myndinni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2008 kl. 08:12

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég sé að eina leiðin til að vera með einhverja myndasamkeppni hér á vefnum að einhverju viti er að tína til einhverjar myndir af hálendinu. Auðvita væri fyrir löngu komið svar ef myndin hefði verið tekin nálægt einhverju byggðu bóli.

Það er á hreinu að fullt af fólki kannast við þetta sjónarhorn, enda stoppa margir þarna til að njóta útsýnisins þegar komið er upp á þessa hæð.

Krakatindaleið þekki ég vel og báðar tillögurnar hjá þér Guðjón hefði ég sjálfur reynt að skjóta á. Tindurinn fyrir miðri mynd er lykilinn að svarinu og svei mér þá ef það er ekki vatn þar rétt hjá :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 08:39

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar betur er rýnt í myndina þá vekur sitthvað athygli utan fjallsins með tindinn tvöfalda: mosaþemburnar við ána, ásinn sem áin liðast fram hjá og slóðinn. Grunur Mosa beinist að Fjallabaki nyrðra og þarna sé um að ræða svonefnda Jökuldali á milli Kýlinga, Kirkjufells og Kirkjufellsvatns að vestan og Herðubreiðar að austan. Áin er þá Jökuldalakvísl en spurningin er með þetta myndarlega fjall sem er eins og kóróna myndarinnar. Einhverra hluta vegna hefur það farið fram hjá mér hvaða nafn það ber.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2008 kl. 09:52

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú ert orðin mjög heitur. En hvað heitir fjallið fyrir miðju, áin og gilið sem áin kemur úr?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 10:04

15 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er horft inn í Illagil og fjallið fyrir miðju er Illikambur

Fjallabak Nyrðra - Fjallabaksleið Nyrðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér eru svo myndir úr öðrum ferðum

http://www.photo.is/06/08/4/pages/kps08061430.html

http://www.photo.is/07/07/5/pages/kps07071724.html

En Guðjón hefur staðið sig vel í keppninni og á hann hrós skilið fyrir harða baráttu. Hann fór um svæðið eins og köttur um heitan graut.

Óskar kom með svar sem hefði getað verið rétt ef að hann hefði ekki farið að segja fyrir norðan Landmannalaugar í sömu setningu. En rétt er að svæðið er fyrir sunnan Veiðivatnasvæðið.

En takk fyrir þáttökuna og vona ég að kortið sýni betur hvar þessi mynd er tekin.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 17:26

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

og sjálfa myndina má svo finna í þessari myndaseríu hér:

http://www.photo.is/07/09/1/pages/kps09070313hdr.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 20:46

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fjallið er semsagt Illikambur. Mér datt í hug annað örnefni sem er spölkorn austar: Tindafjall sem er á mörgum kortum.

Um þessar slóðir hefi eg farið mörgum sinnum en oft í misjöfnu veðri og því miður allt of oft í hraðferð. Það er ekki til eftirbreytni.

Bestu þakkir Kjartan. Þetta var virkilega skemmtilegt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 08:06

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

En enn vantar nafnið á ánna sem kemur niður Illagil :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband