JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT

Spurning um að opna fyrir meira flæði á umferð í gegnum Smárann svo að svæðið sem verslunarhverfi standi betur undir sér. Til að byrja með þarf að laga aðgengi fyrir helstu umferðaræðar að Smáranum. Næsta skref er svo að koma á einhverskonar lestarkerfi sem gæti verið neðanjarðar eða þá léttlestarkerfi sem myndi tengjast betur byggðunum í kring.

Styttum akstursleiðir, spörum tíma og minkum mengum. Færum bílaumferð og þungaflutninga í jarðgöng í stað þess að aka í gegnum íbúðabyggðirnar.

Minkum álagið á vegakerfi í íbúðarbyggð Kópavogs með því að stytta allar leiðir. Spörum flókin gatnamót og flókna brúarsmíði.

Höfum umferðina innandyra og blásum á það tíðarfar sem ríkt hefur hér síðustu daga með um 300 bíla tjóni á einni viku!

En jarðgöng fyrir bílaumferð eins og sjá má á eftirfarandi teikningu gæti líka verið lausn á vandanum.

Hugmyndir að jarðgöngum fyrir bílaumferð um Kópavog (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


1) Bora einföld göng frá miðbæ Reykjavíkur að Smáralind er um 5.5 km tæki 70 - 225 daga. (Tjörnin - Öskjuhlíð 1.2 Km, Öskjuhlíð - Fossvogur 2.1 Km og Fossvogur - Smáralind 2.1 Km)
- Þessi göng myndu minka mikið umferðina um gatnamótin Miklubraut/Kringlumýrabraut
- Það er mikið mál að komast yfir á svæðið fyrir þá sem þurfa að fara frá Fossvoginum yfir í Smárann nema fara miklar krókaleiðir í gegnum byggðina í Kópavogi þar sem fari er um íbúðarbyggð, skólahverfi og fjölda hraðahyndranna.

2) Bora göng frá Breiðholtsbraut við Elliðarvatn að Smáranum sem er um 2.6 Km tæki 30 - 90 daga.

3) Bora göng frá Smáralind undir Arnarneshæð út á Hafnarfjarðarveg er um 2.6 Km og tæki 30 - 90 daga.
- Þessi leið myndi flýta mikið umferð sem væri að koma eftir Hafnarfjarðarvegi t.d. á leið út úr bænum.

Öll þessi göng sem eru um 10.7 Km væri hægt að bora í sömu keyrslunni á 130 til 405 dögum án þess að þurfa að taka borinn í sundur. Ef göngin þurfa að vera tvöföld, þá þarf að tvöfalda allar þessar stærðir.

Þá er bara næsta mál á dagskrá hjá Gunnari Birgirssyni að láta "sína" menn fara að fjárfesta í bor :)

Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skammsýni gatnagerðaryfirvalda hér á landi er slík, að engu tali tekur. Nægir þar að nefna Reykjanesbraut í gegnum Garðabæinn og fleiri staði. Hálfur Hafnarfjörður sprengdur í tætlur til gera gil í gegnum bæinn fyrir Reykjanesbraut! Eitt besta byggingarland Hafnarfjarðar bara fjarlægt! og so videre og videre. Mér líst vel á þþessar hugmyndir sem þú ert að sýna og vona bara að eitthvað fari að gerast til þess að liðka fyrir samgöngubótum á Höfuðborgarsvæðinu.

Halldór Egill Guðnason, 14.2.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hjó eftir þessu með RISA gilið sem búið var til í gegnum hæðina í Hafnarfirði og hef mikið undrað mig yfir þeim miklu framkvæmdum á sínum tíma. Auðvita hefði verið bráðsniðugt að bora eða gera göng undir hæðina og byggja síðan íbúðarbyggð þar ofan á. Í staðin er komin stór gjá og hraðbraut sem gerir ekkert annað en að skipta bænum í tvö svæði.

Ný tækni eins og borarnir 3 sem notaðir voru uppi í Kárahnjúkum getur auðveldað og einfaldað mikið skipulag á svona svæðum. Það er að sjálfsögðu mikill sparnaður ef hægt er að beina umferð beint á ákveðna staði og losna við flókin umferðarmannvirki eins og verið er að spá í í við Miklubrautina.

En ný tækni kemur stundum með möguleika á nýjum lausnum sem ég vil meina að sé vert að skoða.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

má bæta við að það efni sem kæmi upp úr göngunum væri upplagt til þess að fylla upp úti í Lönguskerjum :)

Óskar Þorkelsson, 14.2.2008 kl. 16:03

4 identicon

Blessaður Kjartan. Ég rekst reglulega hingað inn og þú ættir nú að fara að ráðast inn í ráðhús og leggja fram eitthvað af þessum hugmyndum þínum. Þú hefur talsvert til þíns máls.

Hugi Thordarson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:16

5 identicon

Hehe - Óskar, spurning kannski um að bora bara í gegnum allt draslið og nota svo efnið til að fylla upp í Faxaflóa, Breiðafjörð og Borgarfjörð. Allir græða :D

Hugi (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:18

6 identicon

Skora á þig að kynna hugmynd þína frekar... við erum alltof langt eftirá með samgöngumál miðað við vöxt samfélagsins... mig hryllir oft til þess að þurfa að keyra á milli 4 og 6 á Höfuðborgarsvæðinu.

Þór (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:31

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er löngum vitað að það er eitthvað mikið að gatnakerfinu í Kópavogi og því miður ekki verið auðvelt að koma með lausnir á þeim málum. Sem dæmi, þá hefur miðbærinn við Hamraborg verið stórt vandamál. Hefði ekki verið flott ef það hefðu verið þar göng strax frá upphafi í stað þess að vera að byggja göng upp smátt og smátt eins og nú er að verða raunin.

Mig grunar nú að yfirvöld séu nú þegar að skoða eitthvað af þessum tillögum mínum, en verst er hvað skipt er oft um þá aðila sem eiga að fara með þessi mál í henni Reykjavíkinni. Gunnar B. er með langa reynslu í verktakabransanum býr nú svo vel að geta gengið í fullt af verkefnum og virðist lítið geta stoppað hann. Hann klikkar bara á einu, en það eru aðkomuleiðirnar að öllum þessum mannvirkjum sem verið er að reisa þessa dagana. Það er verið að bögglast við að setja upp allt að 20 hraðahindranir á stuttri leið til þess að hægja á umferð og beina henni annað - Ég get ekki séð hvað er mikill sparnaður í slíku! Skemmir bíla og skapar mikil óþægindi fyrir umferðina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband