Færsluflokkur: Tölvur og tækni

500 ALGENGUSTU LEITARORÐIN Á BLOGGINU MÍNU - ÁHUGAVERÐ LESNING

Fyrirsögning á fréttinni "Eiginkona fyrir geit" vakti að vonum athygli mína en ég hafði áður skrifað um geitur hér á blogginu þó í öðru samhengi hefði verið. Datt mér því í hug að kanna nánar hvað það er sem fær fólk til að fara inn á bloggið hjá mér í gegnum leit eins og Google, leit.is, embla.is ...

Það er gaman að skoða síðustu 454 algengustu leitarorðin sem leiða netvafrara inn á bloggið hjá mér. Þetta eru upplýsingar sem ég fæ frá þjónustu sem Google býður notendum sínum í gegnum þjónustu sem heitir Google Analytics sem ég síðan tengi við síðuna hjá mér. Mjög áhugaverð lesning en í fyrsta sæti trónir Emil H. Vageirsson með 32 leitanir og svo kemur mitt nafn í öðru sæti með 21 leitun!

Annars er gaman að sjá mörg furðuleg orð sem virðast tengjast blogginu mínu eins og katamak-nafta, tanngarður, naktar íslenskar konur, hver gerði gerði, berbrjósta ströndinni, eldur í cadillac, gullkista árnessýslu mynd, hvað er leiðsögumaður, kutna hora ossuary, metró lest reykjavík verkfræði, morgunblaðið hádegismóar, naktar íslenskar, virkjun a thingvollum, icelandic. Sumt get ég útskýrt en annað ekki :)

En hér kemur listinn

1. emil h. valgeirsson x32
2. kjartan pétur sigurðsson x21
3. úlfarsfell x12
4. loftbíll x8
5. kaldidalur minnismerki x7
6. þeistareykir x7
7. sundlaugar í kópavogi x6
8. tanngarður x6
9. álftadalsdyngja x6
10. katamak-nafta x5
11. rekbelti x5
12. selfosskirkja x5
13. skálafell x5
14. tröllabörn x5
15. kjartan pétur x4
16. léttlest x4
17. "þórir björnsson" x3
18. bláa lónið loftmynd x3
19. bolungarvík x3
20. eydis blog seydisfjordur x3
21. fnjóskadalur x3
22. geitur x3
23. grýtubakkahreppur x3
24. kjartan gunnarsson x3
25. land rover defender x3
26. lækjarbotnar x3
27. nakinn x3
28. reykholt hiti x3
29. smábátar x3
30. sundlaug kópavogs x3
31. tröllaskagi x3
32. vatnsendahæð x3
33. ástþór skúlason x3
34. öndverðarnes x3
35. arnarfjörður hringsdalur x2
36. arnarfjörður kort x2
37. bitruvirkjun x2
38. breiðamerkurlón x2
39. bátamyndir x2
40. bílnúmer x2
41. búðarhálsvirkjun x2
42. gæsavatnaleið x2
43. gönguleiðir í nágrenni hveragerðis x2
44. hafnarhúsið x2
45. hamfaragos x2
46. haukur ljósmyndari x2
47. haukur snorrason x2
48. heilsuhælið í hveragerði x2
49. hellisheiðarvirkjun x2
50. http://photo.blog.is/ x2
51. hæsta bygging heims x2
52. innsigling x2
53. jakob valgeir flosason x2
54. kollafjörður x2
55. kollafjörður kort x2
56. kort af seltjarnanesi x2
57. kort af stykkishólmi x2
58. kort bláfjöll skálafell x2
59. kári harðarson x2
60. laxárgljúfur x2
61. naktar x2
62. naktar íslenskar konur x2
63. neðanjarðarlestarkerfi x2
64. photo.blog.is x2
65. reykjarskóli x2
66. sjöundá x2
67. snekkja saddams x2
68. sundlaugar á íslandi x2
69. sundlaugin í hveragerði x2
70. surtshellir x2
71. tryggvagotu x2
72. turninn kópavogi x2
73. tófa x2
74. umboðsmaður alþingis x2
75. upptyppingum x2
76. "bergur sigurðsson" offari x1
77. "bjarni th. bjarnason" x1
78. "friður sé með yður" x1
79. "hver gerði gerði" x1
80. "hörður ingólfsson" x1
81. "jónas kristjánsson" -læknir -prófessor -guðmundur x1
82. "kjartan gunnarsson" x1
83. "kort af reykjanesi" x1
84. "léttlest" x1
85. "naktar" x1
86. "selfoss" x1
87. "sigrún lind hermannsdóttir" x1
88. "stóra laxá" x1
89. "wilson muuga" x1
90. "á húsavík" x1
91. "ástþór skúlason" x1
92. "ísleifur jónsson" x1
93. 1ds x1
94. 360 myndir x1
95. 4x4 upp á esju x1
96. albert eiríksson x1
97. ari hermannsson x1
98. arngrimur x1
99. baldvin kristjánsson x1
100. berbrjósta ströndinni x1
101. birgitta bolungarvík blogg x1
102. blog flugmál x1
103. blog photo x1
104. blogg landmannalaugar páskar x1
105. blogg mbl x1
106. blogg seyðisfjörður x1
107. blá lónið myndir x1
108. bláa lónið jökulsárlón x1
109. bolungarvik + myndir x1
110. bolungarvík .is x1
111. bolungarvík myndir x1
112. borholur undir stöðvarhús hellisheiði x1
113. breiðbak x1
114. breiðbakur langisjór x1
115. bústaðarvegur x1
116. demantshringurinn x1
117. discovery3 verð x1
118. einkaflugmaður x1
119. eldgos skeiðarársandur x1
120. eldgos álftadalsdyngju x1
121. eldur í cadillac x1
122. eyrarhlíð x1
123. eyðibýli á íslandi x1
124. fauk x1
125. felgur fyrir 38 dekk x1
126. ferjan baldur x1
127. ferð kulusuk x1
128. filter til hdr x1
129. fis fellihýsi x1
130. fjall þorbjörn grindavík x1
131. fjarskiptatæknifræðingur x1
132. fjörður grenivik sundlaug x1
133. flúðir sundlaug x1
134. formúla fyrir gorm x1
135. forsteyptar einingar x1
136. fossar við dettifoss x1
137. franska byltingin móðuharðindin x1
138. geysir kort x1
139. geysir og strokkur x1
140. geysir stórt gos x1
141. gjálp gosið í gjálp skeiðarárhlaupið 1996 x1
142. gjástykki photo ljósmynd x1
143. gluggafilmur x1
144. glymur landakort x1
145. glymur og kort x1
146. google eart x1
147. gps kort x1
148. grindavík x1
149. grytubakkahreppur x1
150. grýtubakkahreppur kirkjustaður x1
151. grýtubakkahreppur+kirkjustaður x1
152. gufuorkuver x1
153. gullkista árnessýslu mynd x1
154. guðbjartur+kristófersson x1
155. guðbjörg ingunn magnúsdóttir blogg x1
156. guðjón jensson x1
157. gönguleiðir í kringum reykjavík x1
158. gönguskíðaferð grímsvötn x1
159. hafnarfjörður miðbær x1
160. hafnarfjörður viðbygging x1
161. hafrahvammagljúfur - myndir x1
162. hagavatn x1
163. hallgrímskirkjuturn photos x1
164. hdr photo x1
165. hdr photos x1
166. heilsustofnun nlfí x1
167. heitar laugar x1
168. hellaferðir í nágrenni reykjavíkur x1
169. hellar á íslandi x1
170. hellisheiði myndir x1
171. hellisheiði virkjun x1
172. herðubreið korti x1
173. herðubreið slys x1
174. hestur,krossá x1
175. hilmar einarsson olíuhreinsunarstöð x1
176. hitasvæði ísland x1
177. hitaveita myndir x1
178. hitaveita vík x1
179. hitaveita,myndir x1
180. hið íslenska lestarfélag x1
181. hjálmar sveinsson bílar x1
182. hjálmar sveinsson jeppar x1
183. hjálmar sveinsson krossgötur x1
184. hleðslusteinar á íslandi x1
185. hlöðufell kort x1
186. hornvík kort x1
187. hrafninn flýgur x1
188. hreindýr sævar x1
189. hrísdalur x1
190. hvar er skálafell x1
191. hvar er surtshellir x1
192. hvað er leiðsögumaður x1
193. hvenær var kirkjan á laufási byggð x1
194. hver á hótel örk x1
195. hveragerði sundlaug x1
196. hveragerði sundlaug myndir x1
197. hvestudalur x1
198. hvítahúsið myndir x1
199. háafell í hvítársíðu x1
200. hæsta bygging á íslandi x1
201. hæstu byggingar heims x1
202. hæstu byggingar kína x1
203. hólmar kr. þórhallsson x1
204. hópsnesviti x1
205. hótel örk blog x1
206. höfuðstöðvar kaupþings x1
207. húsafell, kristleifur x1
208. húsvík weather x1
209. iceland kort skalafell x1
210. iceland photos blog x1
211. iceland,co2,hellisheidi x1
212. illikambur x1
213. innflutt hús x1
214. innstadal skáli x1
215. islandiahotel.is x1
216. jakob flosason x1
217. jarðbor x1
218. jarðskjálfti árið 2000 - myndir x1
219. jarðstrengir + verð x1
220. jóhann ísak x1
221. kaffihús fundaraðstaða x1
222. kanari myndir x1
223. katamak x1
224. katamak nafta x1
225. kayak sigling x1
226. kjartan ljósmyndari x1
227. kjartan og x1
228. kjartan photo x1
229. kleifarheiði kort x1
230. kleifarvatn kort x1
231. kleppsvegur x1
232. klórslys x1
233. kort af hvítársíðu x1
234. kort af reykjanesi x1
235. kort af skjaldbreið x1
236. kort af uppsveitum borgarfjarðar x1
237. kort af íslandi reyðarfjörður x1
238. kort hestfjall x1
239. kort norðurland x1
240. kort yfir kópavogur x1
241. krafla myndir x1
242. krísuvík kort x1
243. kröflugos x1
244. kulusuk haukur x1
245. kutna hora ossuary x1
246. kvíabryggja x1
247. kálfá kort x1
248. kárahnjúkar foss eyðilagður x1
249. kína travel x1
250. kópavogur skipulag smárinn x1
251. kópavogur+sundlaugar x1
252. kögunarhóll x1
253. köldunámur x1
254. land rover x1
255. land rover defender 2007 x1
256. landcruser x1
257. landmannalaugar x1
258. landmannalaugar í dag x1
259. landnám húsdýr x1
260. landrover breyttur x1
261. landrover safari iceland x1
262. landslagið í dresden x1
263. langanes kort x1
264. langjökull - kort x1
265. langjökull kort x1
266. langjökull sleðaferðir x1
267. laufás x1
268. laug hveradalur x1
269. lax mynd x1
270. leiðin upp í skálafell x1
271. leiðsögumaður x1
272. lestarkerfi á norðurland x1
273. leynifoss x1
274. leysingjastöðum x1
275. listaverk x1
276. ljósmyndavefur reykjavíkurborgar x1
277. ljótipollur x1
278. ljótipollur veiši x1
279. loftmynd af kópavogi x1
280. loftmynd laugarvegur x1
281. loftmynd reykholt x1
282. loftmyndir af breiðafirði x1
283. loftmyndir af leikskóla x1
284. loftmyndir lækjarbotnar x1
285. loftmyndir vestmannaeyjar x1
286. lára vík x1
287. látrabjarg gönguleiðir x1
288. léttlest í reykjavík x1
289. melrakki x1
290. metró lest reykjavík verkfræði x1
291. metró á íslandi x1
292. miklubraut kort x1
293. mindir af gömlum bílum x1
294. morgunblaðið hádegismóar x1
295. mynd af hestshaus x1
296. mynd af hvalfirði x1
297. mynd bolungarvík x1
298. myndir + bifröst x1
299. myndir + sundlaug x1
300. myndir af geysi x1
301. myndir af gömlum húsum x1
302. myndir af gömlum land rover x1
303. myndir af selfoss x1
304. myndir hvítahúsið x1
305. myndir kjartan pétursson x1
306. myndir selfossi x1
307. myndir sundlaug kópavogs x1
308. myndir sundlaugar x1
309. myndir tröllaskagi x1
310. myndir vatnavextir í þórsmörk x1
311. myndir úr sandvík x1
312. myndir úr soginu x1
313. myndun norðurljósa x1
314. myndun svartafoss x1
315. mótorhjóla kennsla x1
316. naktar mynd x1
317. naktar íslenskar x1
318. nanna katrín kristjánsdóttir x1
319. nauðlenti á sólheimasandi x1
320. nesjavallaleið kort x1
321. náttúra háspennulínur x1
322. oliuhreinsistod á vestfjordum x1
323. orka á íslandi x1
324. oshkos flying x1
325. peningagjá djúp x1
326. photo blog x1
327. photo bok x1
328. photo hdr x1
329. photo sauðárkrókur x1
330. pk arkitektar x1
331. pálma haraldssonar x1
332. pálma haraldssonar + snekkja x1
333. pálmi haraldsson x1
334. pétur albert sigurðsson x1
335. pétur kjartan x1
336. pétur sigurdsson x1
337. rauðamöl x1
338. refur + rebbi x1
339. reykholt x1
340. reykjadal göngukort x1
341. reykjahlidaraett x1
342. reykjarskoli x1
343. reykjavik photo blog x1
344. reykjavík kort x1
345. reykjavíkurborg x1
346. rifin hús x1
347. sala sundlaugin x1
348. sauma bækur x1
349. saurbæjarkirkja x1
350. sauðárkrókur loftmynd x1
351. selfosskirkju x1
352. seltjarnarnes x1
353. siglingar x1
354. sigriður sig.. x1
355. sigríður snorradóttir blog x1
356. sigurjón jónsson jarðfræði x1
357. sigurðarskála x1
358. site: photo.blog.is fisflug x1
359. skafrenningur x1
360. skjaldbreið 000 árum x1
361. skoli vik x1
362. smábáta myndir x1
363. smáralind loftmynd x1
364. snekkja pálma x1
365. snekkja pálma haraldssonar x1
366. snekkjur saddams x1
367. sprungur, grímsvötn x1
368. spöngin x1
369. spöngin í grafarvogi x1
370. starfsmannafélag landsbankans x1
371. stefánshellir x1
372. stjörnusjónauki kanarí x1
373. stormsker vogum x1
374. strokkur x1
375. strokkur - geysir x1
376. strokkur myndir x1
377. stykkisholmur myndir x1
378. stykkishólmur myndir x1
379. styttur í reykjavík x1
380. stór hlaup í skeiðará x1
381. stóra laxá x1
382. stóra laxá 3 x1
383. stóra laxá myndir x1
384. stöðvarhús x1
385. sumarhús við skjaldbreið x1
386. sundlaug hveragerði x1
387. sundlaug kópavogs endurbætur x1
388. sundlaugar myndir x1
389. sundlaugin laugaskarði x1
390. sundlaugin í kópavogi x1
391. sundlaugin í reykjadal x1
392. suðureyri x1
393. svartifoss hæð x1
394. sveinn þórarinsson, altaristafla x1
395. sveitafélög í nágrenni hveragerðis x1
396. svörtuloft x1
397. sævar oli helgason x1
398. sævar óli helgason x1
399. teikningar af geysir x1
400. touristguide.is x1
401. transport system sjúkrahús reykjavik x1
402. trölladyngja gönguleiðir x1
403. turninn iceland x1
404. turninn í kópavogi x1
405. turninn í kópavogi hönnun x1
406. tófa íslensk x1
407. umferðartjón 2006 x1
408. upptyppinga x1
409. upptyppingar kort x1
410. upptyppingum kort x1
411. urriðafoss í dal x1
412. urriði x1
413. utskalaprestakall x1
414. vatnajökull gps x1
415. vatnajökull kort x1
416. vatnsverksmiðjan þorlákshöfn x1
417. vegalengd kópavogur reykjavík x1
418. veiði myndir ljótipollur x1
419. veiðivatna myndir x1
420. vestmannaeyjar loftmyndir x1
421. vik myndir 2008 x1
422. vinsælustu fjöll íslands x1
423. virkjanir kort x1
424. virkjun x1
425. virkjun a thingvollum, icelandic x1
426. vífilsstaðir x1
427. vík í mýrdal x1
428. www.photo blokk x1
429. www.photo.blog.is x1
430. ása vík x1
431. íslenskar geitur x1
432. íslenskar naktar x1
433. íslenskt landslag x1
434. ölkelduháls x1
435. þjórsá kort x1
436. þorbjörg valgeirsdóttir x1
437. þorbjörn loftmynd x1
438. þorbjörn, fjall x1
439. þorlákshöfn x1
440. þorlákshöfn höfn x1
441. þorlákshöfn jarðfræði x1
442. þverfell lundareykjadal x1
443. þyngdarstuðul x1
444. þyngdarstuðull x1
445. þórisjökull, kort x1
446. þórsmörk x1
447. þórsmörk myndir x1
448. þórsmörk, myndir x1
449. hestur,krossá photo x1
450. hæsta mannvirki á íslandi x1
451. kaupthing reykjavik photo x1
452. kjartan pétur sigurðsson lest x1
453. kleifarheiði x1
454. vík í mýrdal lára x1
...

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eiginkonuna fyrir geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER FJALLIÐ VINDBELGUR?

Hér er fjallið Vindbelgur og er áætlað að hefja átöppun á fyrstu íslensku loftbílana þar. En hvar haldi þið að fjallið sé staðsett?

Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur og sveitabærinn Vindbelgur í forgrunni innan um gerfigíga við Mývatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fjallið er að sjálfsögðu staðsett í Þingeyjasýslu, eða nánar tiltekið fyrir vestan Mývatn. En þjóðsagan segir að íbúar í því sveitafélagi hafa lengi verið þekktir fyrir að vera uppblásnir ....

En annars er málið mjög einfalt, við erum með mikið af háþrýstum gufuborholum sem væri hægt að nota til að hlaða á þrýstikúta til að keyra svona loftbíla. Er það ekki umhverfisvænt?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bíll sem gengur fyrir lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýnt er að koma sem flestum lögnum í jörðu á viðkvæmum stöðum

Hvað er eiginlega að gerast hjá þingheimi þessa daganna. Nú kemur hver þingsályktunartillagan á fætur annarri þar sem annars þessi ósamstíga hópur virðist geta komið sér saman um fullt af flottum málum.

Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.

Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.

Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.

Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.

Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífallt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.

Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háiafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja móta stefnu um raflínur í jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORKA OG ÍSLAND ER MIKIÐ Í FJÖLMIÐLUM ÞESSA DAGANA

Þarna eru greinilega gríðarlega spennandi hlutir að gerast.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi síðustu helgi að fá að vera leiðsögumaður fyrir hópi af mönnum þar sem G.K. Surya Prakash var einn þeirra sem var með í för.

Það er greinilegt að það er mikið ókannað á sviði efnafræði í veröldinni í dag og mörg tækifæri fyrir hámenntaða þjóð eins og Íslendinga að hefja útrás - Nú er spurning hvað stjórnvöld ætla að gera?

Það virðist vera af nógu að taka þegar orkumál og Ísland er annars vegar þessa dagana.

Hér má sjá grein úr Fréttablaðinu um nýjar hugmyndir í framleiðslu á jarðefnaeldsneytis.

Grein úr Fréttablaðinu um G.K. Surya Prakash, um framleiðslu á jarðeldsneyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Íslenskar hveraörverur geta framleitt vistvænt eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnasta saumavél landsins lenti í átökum við bókina hans Guðna :)

Stundum getur tæknin verið hverful!

Það gerist stundum að tæknin getur verið mönnum erfið þegar síst skyldi. Það mátti litlu muna að fullkomnasta saumavél landsins setti strik í reikninginn þegar sauma átti bókina hans Guðna Ágústssonar saman í bókbandi.

Hér má sjá mynd af saumavél sem saumar bækur saman í prentsmiðju og eins og sjá má þá er að mörgu að huga

Hér er verið að skipta um nálar í saumavél fyrir bækur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á elleftu stundu náðist þó að bjarga fyrir horn og bókin hans Guðna kom út á réttum tíma og allt fór vel að lokum.

Við skulum vona að efni bókarinnar verði auðveldara fyrir lesendur til aflestrar en fyrir saumavélina að sauma hana saman :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hörðum átökum Guðna og Halldórs lýst í nýrri bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI

Ef það væri einhver skynsemi í ráðamönnum þjóðarinnar, þá mættu þeir horfa meira á svona lausnir eins og þessi frétt fjallar um og vera ekki allt of mikið með fókusinn á "Stóriðju" og "Álið er Málið" lausnir.

Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.

Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.

Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?

Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.

Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.

Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"

Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.

Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.

Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.

Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.

Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.

Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.

Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?

Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!

Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.

Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.

Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.

Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)

Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.

Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/

og hér nánar um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/

Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fnjóskadalur, Grenivík, Laufás, Dæli - Myndir

Það er með ólíkindum að einstaklingar þurfi að standa sjálfir í svona framkvæmdum og geta ekki sótt í neina sjóði eða styrki til svona framkvæmda. En Geir Árdal, bóndi í Dæli í Fnjóskadal, er að ljúka við lagningu ljósleiðara heim að bænum fyrir eigin reikning – alls rúmlega 7 kílómetra leið.

Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leggur eigin ljósleiðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Jobs og Bill Gates voru nördar

Steve Jobs og Bill Gates eru líklega þekktustu nördar söguna.

Steve Jobs stýrir í dag einni flottustu þróun sem um getur í tölvuiðnaðinum í dag.

Á sama tíma stjórnar Bill Gates einu stærsta fyrirtæki veraldar í tölvuiðnaðinum Microsoft.

Það er hægt að segja margt gott og slæmt um báða þessa risa í tölvuiðnaðinum. En Nútímamaðurinn virðist ekki geta án þeirra verið og má líkja trúnaði áhanganda við þessi fyrirtæki við ofsatrúarbrögð.

En notendur skiptast afgerandi í tvo hópa hvað varðar stuðning við stýrikerfin sem þeir framleiða, það nýjasta frá Microsoft Windows Vista og svo það nýjasta frá Apple Mac OS X 10.5 Leopard.

Tveir félagar á góðri stundu þrátt fyrir harða samkeppni í gegnum árin.

Steve Jobs og Bill Gates (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við Íslendingar eigum víst nokkra svipaða nörda sem hafa að vísu ekki náð eins langt of fyrrnefndu aðila. Friðrik Skúlason og fl.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 700 nördar á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er æsispennandi að fylgjast því sem er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.



Á þessari mynd má sjá Herðubreið, Herðubreiðartögl, Öskju ásamt Öskjuvatni, Kverkfjöll og ef farið er aðeins austar, þá má finna Bárðarbungu og Trölladyngju, allt eru þetta gríðarmiklar eldstöðvar. Enda er stærsta hraunflæmi í Evrópu þar að finna, sjálft Ódáðarhraun.

Herðubreið, Herðubreiðartögl, Askja, Kverkfjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá Trölladyngju sem er eldstöð sem myndast hefur á síðustu 10 þúsund árum. Þarna hefur hraun runnið yfir gríðarlega stórt svæði (Ódáðarhraun). En Páll jarðfræðingur sagði frá í fréttum í RÚV í kvöld að það gæti hugsanlega verið fyrirboði á löngu gosi í Upptyppingum eða Herðubreiðartöglum. Ef svo yrði, þá gæti myndast svona keila, en þó aðeins á mjög löngum tíma.

Trölladyngja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Magnað hvað veðurstofan stendur sig vel með þessum nýja vef sínum. Núna geta leikmenn fylgst með af miklum áhuga hvað er að gerast í jarðskjálftafræðum hér á Íslandi. Ég fór að fylgjast með þessum jarðhræringum í sumar og tók þá eftir því að það væri eitthvað mikið að gerast þarna á svæðinu þegar ég datt inn á vef Veðurstofunnar.

En flestir hyrggir og fjöll sem hafa myndast þarna á svæðinu í kringum Upptyppinga hafa myndast við gos undir jökli og verða þá til þessir móbergshryggir eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Og frægasta dæmið þarna á svæðinu er líklega Herðubreið. Að neðan er fjallið móberg eða gosaska sem safnast hefur upp undir miklum þrýstingi og að ofan er þessi myndalegi hattur sem er úr hreinu gosbergi sem hefur náð að fljóta yfir svæðið þegar gosið hefur náð upp úr jöklinum. Því má segja að það er auðvelt að meta hversu þykkur jökulinn hefur verið á þeim tíma þegar þetta gos hefur átt sér stað. Fjöllin og hryggirnir í kringum Herðubreið eins og Herðubreiðartögl eru nánast eingöngu móberg. Það segir okkur að gosið hefur átt sér stað í vatni eða undir ís og líklega ekki náð upp úr jöklinum. Því má lauslega áætla að þessar gosmyndanir séu eldri en 10.000 ára. En þá lauk síðustu ísöld hér á landi. Móbergsfjöll eru sjaldgæf fyrirbæri í heiminum í dag og er eitt af mörgu sem íslensk jarðfræði getur verið stolt af.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl þar sem er líklegt svæði þar sem eldgos gæti hafist

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl lengra frá.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Mývatnskortinu eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.

Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga

Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HDR - Áhugaverð nýjung í ljósmyndatækni

Ný ljósmyndatækni

Hér koma nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá þessu ári sem að ég held mikið upp á. Það sem er sameiginlegt með þeim öllum er að þær eru teknar með svo kallaðri HDR tækni (High Dynamic Range images).

HDR tæknin gerir það mögulegt að ná myndum sem hafa mun meira lýsingarsvið en hægt er að ná með hefðbundinni ljósmyndatækni.

En tæknin byggist á því að teknar eru margar myndir sem síðan eru settar saman hver ofan í aðra og fást þá myndir eins og sjá má hér á eftir:

Hér er mynd sem er gríðarlega erfitt að ná þar sem myndin er tekin beint á móti sól. En eins og sjá má, þá næst himininn og sú hlið á bílnum sem er í skugga að lýsast þannig að hægt er að greina öll smáatriði bílsins.

Ford jeppi með sólina í bakgrunni. Dæmi um erfiða ljósmynd sem HDR tæknin gerir mögulega að taka.

HDR ljósmynd af bíl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta mynd sýnir mynd af Svartafossi sem tekin er með HDR tækninni á miðjum degi og einnig með glerjum (ND filter) sem lengja lýsingartímann

HDR ljósmynd af Svartafossi í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu tveimur myndum má sjá mismun á mynd sem tekin er á hefðbundin máta og svo mynd sem tekin er með HDR tækninni.

HDR ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin.

Venjuleg ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá samanburðinn á öðrum tveimur myndum sem teknar eru inni í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði af hverasvæðinu.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo að lokum enn eitt dæmi um svona myndatöku.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo að lokum, þá er það ykkar að dæma hvort kemur betur út. En svona myndataka og vinnsla er mjög tímafrek en þegar vel tekst til, þá geta komið mjög flottar myndir út úr svona myndatöku.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband