Fullkomnasta saumavél landsins lenti í átökum við bókina hans Guðna :)

Stundum getur tæknin verið hverful!

Það gerist stundum að tæknin getur verið mönnum erfið þegar síst skyldi. Það mátti litlu muna að fullkomnasta saumavél landsins setti strik í reikninginn þegar sauma átti bókina hans Guðna Ágústssonar saman í bókbandi.

Hér má sjá mynd af saumavél sem saumar bækur saman í prentsmiðju og eins og sjá má þá er að mörgu að huga

Hér er verið að skipta um nálar í saumavél fyrir bækur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á elleftu stundu náðist þó að bjarga fyrir horn og bókin hans Guðna kom út á réttum tíma og allt fór vel að lokum.

Við skulum vona að efni bókarinnar verði auðveldara fyrir lesendur til aflestrar en fyrir saumavélina að sauma hana saman :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hörðum átökum Guðna og Halldórs lýst í nýrri bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er með nokkrar vélar og þá fer þetta mikið eftir aðstæðum hverju sinni hvaða vél ég er að nota.

Flestar myndirnar í dag eru teknar á Conon 1DS Mark II 17 Mpix vél og þá notast ég orðið mest við RAW format á myndunum.

Svo er ég með eina Panasonic LX2, 10 Mpix, er sterk og virka æði vel. Sú vél hentar vel í göngur og útivist og tekur frekar víðar myndir enda með panorama stillingu 16:9 format en er ekki að gera það neitt sérstaklega gott þegar verið er að taka við lélegar birtuaðstæður.

Svo er ég með Canon G7 sem að ég get kafað með og er það lítil flott vél þar sem hægt er að velja á milli auto og manual og svo tekur hún líka alvör flöss.

Svo er ég með 360° hringmyndavél frá Seitz og 6x7 Mamiya 7, sem eru báðar filmuvélar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.11.2007 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband