Steve Jobs og Bill Gates voru nördar

Steve Jobs og Bill Gates eru líklega þekktustu nördar söguna.

Steve Jobs stýrir í dag einni flottustu þróun sem um getur í tölvuiðnaðinum í dag.

Á sama tíma stjórnar Bill Gates einu stærsta fyrirtæki veraldar í tölvuiðnaðinum Microsoft.

Það er hægt að segja margt gott og slæmt um báða þessa risa í tölvuiðnaðinum. En Nútímamaðurinn virðist ekki geta án þeirra verið og má líkja trúnaði áhanganda við þessi fyrirtæki við ofsatrúarbrögð.

En notendur skiptast afgerandi í tvo hópa hvað varðar stuðning við stýrikerfin sem þeir framleiða, það nýjasta frá Microsoft Windows Vista og svo það nýjasta frá Apple Mac OS X 10.5 Leopard.

Tveir félagar á góðri stundu þrátt fyrir harða samkeppni í gegnum árin.

Steve Jobs og Bill Gates (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við Íslendingar eigum víst nokkra svipaða nörda sem hafa að vísu ekki náð eins langt of fyrrnefndu aðila. Friðrik Skúlason og fl.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 700 nördar á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

En nb, ef þeir félagar hefðu verið leikjanördar hefðu þeir líklega aldrei komist svona langt og byggju jafnvel í kjallara hjá aldurhnignum foreldrum og spiluðu wow.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 30.10.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég gekk nú sjálfur gegnum þetta leikjatímabil og þá var verið að spila PackMan á 5 földum hraða á BBC tölvu. Svo einn daginn fékk maður alveg nóg af þessu og það fara nánast ekki leikir inn á mínar tölvur í dag nema þá í mesta lagi MS Flight Simulator eða einhverjir álíka uppbyggjandi leikir eins og skák m.m.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband