ORKA OG ÍSLAND ER MIKIÐ Í FJÖLMIÐLUM ÞESSA DAGANA

Þarna eru greinilega gríðarlega spennandi hlutir að gerast.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi síðustu helgi að fá að vera leiðsögumaður fyrir hópi af mönnum þar sem G.K. Surya Prakash var einn þeirra sem var með í för.

Það er greinilegt að það er mikið ókannað á sviði efnafræði í veröldinni í dag og mörg tækifæri fyrir hámenntaða þjóð eins og Íslendinga að hefja útrás - Nú er spurning hvað stjórnvöld ætla að gera?

Það virðist vera af nógu að taka þegar orkumál og Ísland er annars vegar þessa dagana.

Hér má sjá grein úr Fréttablaðinu um nýjar hugmyndir í framleiðslu á jarðefnaeldsneytis.

Grein úr Fréttablaðinu um G.K. Surya Prakash, um framleiðslu á jarðeldsneyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Íslenskar hveraörverur geta framleitt vistvænt eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gengur þetta út á metanólframleiðslu?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvert fórstu með liðið?

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta var hraðferð, sem í upphafi átti að vera Gullhringur en endaði í hálfum Gullhring því Lyngdalsheiðin var lokuð. Þetta var í raun ekki meira en silfurhringur í mesta lagi :)

En ég byrjaði á því að sýna þeim Hellisheiðarvirkjun og þar munaði engu að ég festi mig í snjóskafli þegar ég ætlaði að sýna þeim borholu í "action" og hluti af liðinu átti að ná flugi kl. 15 sama dag :|

En allt gekk vel upp að lokum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er góð lýsing á hvað metanol er og hvað þarf til

http://en.wikipedia.org/wiki/Methanol

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband