HDR - Áhugaverð nýjung í ljósmyndatækni

Ný ljósmyndatækni

Hér koma nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá þessu ári sem að ég held mikið upp á. Það sem er sameiginlegt með þeim öllum er að þær eru teknar með svo kallaðri HDR tækni (High Dynamic Range images).

HDR tæknin gerir það mögulegt að ná myndum sem hafa mun meira lýsingarsvið en hægt er að ná með hefðbundinni ljósmyndatækni.

En tæknin byggist á því að teknar eru margar myndir sem síðan eru settar saman hver ofan í aðra og fást þá myndir eins og sjá má hér á eftir:

Hér er mynd sem er gríðarlega erfitt að ná þar sem myndin er tekin beint á móti sól. En eins og sjá má, þá næst himininn og sú hlið á bílnum sem er í skugga að lýsast þannig að hægt er að greina öll smáatriði bílsins.

Ford jeppi með sólina í bakgrunni. Dæmi um erfiða ljósmynd sem HDR tæknin gerir mögulega að taka.

HDR ljósmynd af bíl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta mynd sýnir mynd af Svartafossi sem tekin er með HDR tækninni á miðjum degi og einnig með glerjum (ND filter) sem lengja lýsingartímann

HDR ljósmynd af Svartafossi í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu tveimur myndum má sjá mismun á mynd sem tekin er á hefðbundin máta og svo mynd sem tekin er með HDR tækninni.

HDR ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin.

Venjuleg ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá samanburðinn á öðrum tveimur myndum sem teknar eru inni í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði af hverasvæðinu.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo að lokum enn eitt dæmi um svona myndatöku.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo að lokum, þá er það ykkar að dæma hvort kemur betur út. En svona myndataka og vinnsla er mjög tímafrek en þegar vel tekst til, þá geta komið mjög flottar myndir út úr svona myndatöku.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá hvað þetta er flott. Nýja tæknin er alveg toppurinn. Þvílíkar myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband