Færsluflokkur: Matur og drykkur
11.4.2009 | 08:31
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Bahariyya Oasis - Sahara.
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
Eyðimerkurferð - The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur
Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The White Desert í Egyptalandi:
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
Til að byrja með þurfti að finna hentugt stæði fyrir búðir í eyðimörkinni, en það var komið svarta myrkur og því ekki góð birta til að athafna sig. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Til stóð að sofa úti á eyðimörkinni undir berum himni. Hér eru leiðsögumennirnir í óða önn að setja upp skjólvegg og tína til teppi og matvæli fyrir kvöldið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Guides are putting up the camp. The night is spent in the desert, dinner and overnight camping. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það er auðvita strax byrjað á matseldinni enda komið svarta myrkur. Til stóð að elda vinsælan egypskan kjúkklinga og hrísgrjónarétt. Einnig var skorið mikið niður af tómötum og öðru grænmeti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Finally, we camp and enjoy the egypt food with siwan tea and sleep over night under the clear sky and enjoy watching stars in Oasis desert. Overnight 4x4 trip in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er refur mættur á svæðið í von um að fá bein og annað góðgæti frá ferðalöngunum. Líklega mamma á ferð að leita af fæði fyrir unganna sína. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
This momma fox was looking for food for her young. We watched as she came quite close while cooking. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á einni myndinni mátti svo sjá draug í 9 mismunandi útgáfum á sömu myndinni. Það er greinilega margt sem ber að varast úti í svona eyðimörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
I got this marvelous picture of Ghost in the Desert while we were preparing the food. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þegar maturinn var orðin klár, þá var ekki annað eftir en að gefa á garðann svöngum og óþreyjufullum ferðalöngum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Now the food is ready. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Seinna um nóttina/kvöldið var brugðið á leik fyrir myndavélina. En myndataka sem þessi tekur alt upp í 30 sek. og er ekki auðvelt fyrir módelin að standa hreyfingalaus í svo langan tíma. Á myndinni má sjá stjörnubjartan himininn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Playtime in front of the camera. Long exposing time up to 30 sec! Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Seinna um nóttina/kvöldið var brugðið á leik fyrir myndavélina. En myndataka sem þessi tekur alt upp í 30 sek. og er ekki auðvelt fyrir módelin að standa hreyfingalaus í svo langan tíma. Á myndinni má sjá stjörnubjartan himininn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Playtime in front of the camera. Long exposing time up to 30 sec! The models under the clear sky and enjoy watching stars, may not move for up to 30 sec! Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Ekki er annað hægt en að segja að svæðið er magnað. Samspilið milli sandsins og klaksteinsins er flott og gaman að sjá hvernig sandurinn hefur náð að slípa til yfirborðið á löngum tíma og skilið eftir eyjar hér og þar á sléttunni. Fólk var á göngu í tunglskyninu út um allt svæðið og nokkrir hópar höfðu komið upp tjaldbúðum sínum á svæðinu. Söngur og tónlist glumdi um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Singing and Playing Around The Camp Fire into the night. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Leiðsögumennirnir höfðu tekið með sér stóran trjádrumb til að elda með og halda hita á mannskapnum. Í ljós kom að drumburinn náði að loga alla nóttina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það var verulega kalt um nóttina, þó svo að ég væri með tvö þykk teppi yfir mér. Mest var ég hræddur við að rebbi myndi koma og bíta í nefið á mér og því stakk ég hausnum vel undið teppið líka. Okkur var ráðlagt að passa vel upp á skóna okkar.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:
Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
Skólahald í Egyptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/
NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
Nasrallah staðfestir tengsl við Egyptaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 17.4.2009 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2009 | 13:09
KÍNAFERÐ - KRABBI - MATUR - VEIKINDI - 15
Dagur - 15 / Day - 15 Föstudagur - 2. Janúar 2009
Shanghai - work - 3D grafik - markaður China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Þar sem ferðasagan frá Kína var ekki lokið, að þá kemur framhald hér með nýjum myndum.
Eftir vel lukkaða ferð til þorpsins Zhu Jia Jiao, Quingpu, þá var boðið í enn eina stórmáltíðina um kvöldið. Nú var það bróðir pabba Heng sem bauð til veislu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður, 2 mánuðum seinna greinist bróðirinn með krabbamein á lokastigi og er óhætt að segja að það komi verulega flatt upp á mann eftir að hafa átt mjög góð samskipti við hann. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Við spiluðum nokkra leiki saman í borðtennis og var ekki annað að sjá þá en að hann hafi verið í 100% formi. Einnig hjálpaði hann mér mikið þegar ég þurfti að komast til tannlæknis. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hann var greinilega reddarinn í fjölskyldunni. Nú liggur hann þungt haldinn og getur ekki lengur orðið séð um sig sjálfur. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Næsta dag var ég greinilega komin með kvef á háu stigi og því lítið annað að gera en að leggjast skjálfandi undir sæng. Ég notaði þó daginn í 3D teikni- og skipulagsvinnu fyrir World EXPO 2010 samkeppnina heima á Íslandi.
Til að slá aðeins á kvefið, þá fékk ég rótsterkt kínverskt vín (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Wine from China (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það var vel hugsað um mig að venju og fékk ég flottan margréttan morgunverð og síðan fínana hádegismat. Vatnakrabbi af fínustu gerð sem er lifandi þar til sjóðandi vatni er hellt yfir hann, rétt áður en hann er borðaður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft undir vatnakrabbann. En það er mikil list að borða svona krabba og það er allt borðað sem hægt er að borða. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. Da Zha Xie(大闸蟹) a special crab found in the Yangtze River. And it is normally consumed in the winter (September & October in every year). The crabs are tied with ropes/strings, placed in bamboo containers, steamed and served. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
og svona er hann opnaður. Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie(大闸蟹) a special crab found in the Yangtze River. And it is normally consumed in the winter (September & October in every year). The crabs are tied with ropes/strings, placed in bamboo containers, steamed and served. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Samdráttur 5. mánuðinn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 07:32
KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu
KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu - 14
Dagur - 14 / Day - 14 Fimmtudagur 1. jan. 2009
Zhu Jia Jiao, Quingpu China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Þar sem ferðasagan frá Kína var ekki lokið, að þá kemur framhald hér með fullt af nýjum myndum:
Dagurinn byrjaði með því að fara með lest á Stadium, en Heng vildi kynna sér aðstæður fyrir næstu samkeppni sem við vorum að spá í að taka þátt í. Hún plataði mig síðan rækilega. Sagði að við þyrftum að fara og kanna þorp fyrir utan borgina sem þyrfti að endurskipuleggja (kom svo í ljós að það var rétt að sumu leiti) og til þess þurfti að taka tvo strætisvagna. Sá fyrir var frekar hrörlegur og bílstjórinn skoraði ekki hátt fyrir stórhættulegt aksturslag. Ef vélin var ekki á yfirsnúning, þá var stigið svo harkalega á bremsuna að fólkið í vagninum mátti hafa sig alla við að halda sjó í látunum.
Næst komum við í nýlegt þorp (ca. 600.000 íbúar) og fórum við inn á lítinn veitingastað þar sem hitastigið var líklega við frostmark. Fengum okkur hádegismat sem voru súpur þar sem mátti finna í þurkaða svínapuru og svínamaga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
To keep food fress in China, the best way it to keep it live! A small resturant in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. There we got a delicious soup which include stomage and skin from pig! (to view gallery: click image)
Næst var haldið aftur út á götuna þar sem reynt var að finna vagn sem færi áfram á staðinn sem Heng var með í huga. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, enda allir vagnar troðnir út úr dyrum. Hér var ekki annað að gera en að treysta á frumskógarlögmálið og á milli þess sem að við hlupum á milli vagna, eltu okkur 2-3 betlarar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
In China they can easily handle rush-hour loads, they only put more people into the bus! A overloaded bus in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. (to view gallery: click image)
Að lokum komumst við inn í vel troðin strætó. Þar var ung og falleg kona sem réði þar ríkjum (ásamt bílstjóra) þar sem hún reyndi sem best hún gat að troða sem flestum inn í vagninn á hverri stoppustöð og alltaf tókst henni að troða fleirrum. Hún lét mig snúa mér 180° svo að það raðaðist betur inn í vagninn. Á meðan tróð hún sér á milli með seðlabúntið í annarri og rukkaði stíft með hinni. Gengið virtist vera mismunandi eftir því hver átti í hlut og rukkaði hún mig meira en aðra og líklega út af því að hún hefur séð að ég væri útlendingur. Ég skildi annars ekki orð af því sem að hún sagði. Þetta var annars mögnuð upplifun og náði ég videói af atburðinum og þessari óvenjulegu nálægð sem að ég lenti í við fjölda fólks. Ég mæli ekki með þessari reynslu fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd.
Hér er myndband sem að ég tók á síman hjá mér sem sýnir þegar aðstoðarkonan í vagninum fer á milli farþega og rukkar þá:
http://www.youtube.com/watch?v=uPrgqlfqZkM
Hálftíma síðar var þrýstingnum létt og við bárumst út úr vagninum með mannhafinu. Núna vorum við komin í gamalt þorp með þröngum götum.
Það fyrsta sem tók á móti okkur voru nokkrir dansandi kjúklingar sem búið var að hengja upp á þvottasnúru til þerris innan um annan nærfatnað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
It is winter, it is cold the trip with overloaded bus to the town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. The first to see was a strange things: 14 chicken legs hanging for drying on the washing lines with some bra and knickers! (to view gallery: click image)
Þetta var eins og að ferðast aftur í tímann. Þarna var allt orginal með gömlum húsum og allt var troðið af fólki! Í ljós koma að þetta var ferðamannaþorpið Zhu Jia Jiao með hundruðum smáverslanna í þessum þrögnu götum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
It was like going back in time. An old orginal Chines town, which now is very popular for the tourist to visit. Town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. (to view gallery: click image)
Hér er verið að baka risa pönnukökur. En það er gert á stórri eldavélahellu sem snýst á meðan skafið er með sköfu til að gera pönnukökuna þunna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Chinese Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (to view gallery: click image)
Ferðamönnum var jafnframt boðið og að sigla með gondólum með undirspili með rómantískri tónlist um síkin sem lágu allt um kring. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Boat trip in Zhou Zhuang close to Shanghai in China. (to view gallery: click image)
Þarna var mikið úrval af mat og öðru góðgæti ásamt flottu handverki. Heng viðurkenndi að hún hefði verið að plata mig, það átti EKKI að fara að leggja þennan stað niður og hanna einhverja stórborg í staðin, að vísu átti að hanna stórborg á stórt akursvæði sem tengja átti þetta litla þorp við borgina sem að við vorum ný komin frá! Næstu klukkutímarnir fóru síðan í að skoða ótrúlegt mannlíf og skraut.
Heng keypti lifandi fiska og skjaldböku sem hún henti svo í kanalinn fram af hárri göngubrú. Áður þurfti hún að labba hring í kringum tákn á miðri brúnni. Á meðan pössuðu 2 gamlar konur upp á að allt færi fram samkvæmt ritualinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng is throwing turtle and fish into the canal in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)
Þar sem lífeyrirskerfið er ekki sterkt í Kína, að þá þarf mikið að fólki að finna sér aðrar aðferðir til að komast af. Her er ein gömul kona að biðja um smá aur og bregst Heng vel við beiðni hennar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Old women in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)
Heimferðin var allt annar lúxus, fundum nýlega rútu sem var öll í leðri og flottheitum. Ferðin byrjaði rólega og hafði ég á orði að þessi bílstjóri kynni sko að keyra. En Adam var ekki lengi í paradís. Það færðist skyndilega mikið kapp í bílstjórann sem sönglaði hástöfum á milli þess sem hann byrjaði að æpa á farþeganna um að drífa sig nú fljótt inn eða út úr rútunni. En það var stoppað víða til að safna fólki í rútuna og það sem verra var að hann var í kappakstri við aðra rútu við að ná sem flestum farþegum inn á leiðinni og skiptust rúturnar um foristuna. Það kemur manni ekki á óvart að maður varð vitni að 2-3 árekstrum á dag. Líklega mætti bæta umferðarmenninguna töluvert en flautan er mikið notað samskiptsatæki í umferðinni.
Kvöldið endaði svo með ENN EINU MATARBOÐINU. Það var eitthvað um 20 réttir og má þar nefna lifandi rækjur í sojasósu, sterkt vín með sporðdreka, þunnar sneiðar í raspi.
En hér má svo sjá tillögur sem að við sendum inn í keppni sem tengdist gagnaöflun í þessari ferð:
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design
(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Erfitt ár fyrir Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.1.2009 | 10:02
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA LJÓSMYNDABÚÐ - 9
Dagur - 9 / Day - 9 27. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國
Dagurinn byrjaði að venju á "léttum" 10 rétta morgunverði. Byrjað var á sykursætri súpu. Í súpunni voru vatnskenndar bollur fylltar með sætum vökva. Ég verð að viðurkenna að mér þótti þær ekkert sérstaklega lystugar til að byrja með.
A ligth 10 course breakfast in Shanghai. This is a slightly sweet "soup" with soft balls. Tāngyuán is a Chinese food made from glutinous rice flour. Glutinous rice flour is mixed with a small amount of water to form balls and is then cooked and served in boiling water. Tangyuan can be either filled or unfilled. It is traditionally eaten during Yuanxiao, or the Lantern Festival. (汤圆 or 汤团) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég fékk nýja tegund af poppkorni, það voru brún lítil hrísgrjón sem voru poppuð og mótað í litlar 5x10x1 cm kökur ásamt hnetum og öðru bragðbætandi korni - ótrúlega gott!
Chinese Shanghai rice popcorn cake with mixed beans, very tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því næst fékk ég örþunnar risa nýbakaðar pönnukökur (ca. 1 meter í þvermál), rifnar niður í litla 20-30 cm sneiðar og sett á disk. Síðan er grænmeti og öðru góðmeti sett ofan á og öllu rúllað upp (virkilega gott).
Chinese Shanghai Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við áttum pantaðan tíma með atvinnuljósmyndara sem bauðst til að fara og sýna okkur allt það sem skiptir máli þegar þarf að kaupa inn alvöru ljósmyndadót í Shanghai borg. Á leið okkar til hans varð á vegi okkur kona með 2 litla hunda og voru þeir í "alklæðnaði" og skóm eins og lítil börn.
Chihuahua (dog), Chihuahua Puppies in a Warm Dog Coats, Small Dog Clothes. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndarinn fór með okkur í búð sem var upp á heilar 8 hæðir með um 100 - 200 smáverslunum sem seldu "bara" ljósmyndavörur! Ég fann mikið magn af spennandi dóti og fékk m.a. tilboð í útprentun á risa ljósmynd (panorama mynd 60 x 250 cm á Canvas Satin striga (svipað og málarar nota) sem kostaði með útprentun, plöstun og innrömmun ¥420 (12 lita prenntari HP Z3100 Photo með UV vörn og 100 ára endingu).
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. No. 288 Luban Road, Luwan District, Shanghai 上海市泸湾区鲁班路288号上海星光摄影器材城 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hægt var að kaupa Canon linsur á: 35mm F1.6 ¥8.300, 85mm F1.2 ¥11.800, 24-105mm F4 ¥5.500, 16-35mm F2.8 ¥8.200, 17-40mm F4 ¥4.300, 14mm F2.8 ¥12.000, Sigma 20mm F1.8 ¥2.400, Canon 5D II 3200 ASA ¥16.200 (án linsu með video i1080 mguleika), Torsiba var með nýtt 32Gb SD kort á ¥900, Panasonic LX3 ¥2.950 (seinna í ferðinni samdi ég verðið niður í ¥3.245 með auka rafhlöðu + 16Gb SD class 6 minniskorti), 16 Gb SD kort class 6 ¥230, 16 Gb CF x133 ¥280 ...
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. Our professional photographic guide show us around the shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan ég var í Shanghai, þá notaði ég kort sem virkar í lestir, strætó, leigubíla, ferjur sem hægt er að fylla á reglulega. Nóg er að bera kortið upp að skynjara og þá lækkar fyrirfram greidd upphæð.
Um kvöldið, hittum við vinafólk Heng sem að hún var í skóla með. En þau eru bæði lærð sem Arkitektar. Farið var á mjög fínan veitingastað og borðaður sterkkryddaður matur
Kvöldmatur: svínalappir ásamt öðru góðmeti. Lunch with some architect from Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Kínverskar leigukærustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 08:41
KÍNAFERÐ - Shanghai - Tannlæknir - RISA tölvu búð - Matur - 4
Dagur - 4 / Day - 4
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Spurning um að renna aðeins yfir nokkra af þeim 20-30 réttum sem að við fengum kvöldið áður. En matarmagnið þann daginn var svo mikið að það dugar varla að það sé eitt blogg pr. dag til að gera því skil svo vel sé.
En auk hinna hefðbundnu kínvesku rétta, þá fékk ég hænuhaus (mér varð svo um að ég klikkaði alveg ferlega á lýsingunni og vona ég að mér sé fyrirgefið.). En annars hafði ég það fyrir venju að borða allt sem aðmér var boðið og náði ég að standa við það í ferðinni.
Að sjálgsögðu áttum ég og hænuhausinn gott spjall saman á meðan ég reyndi að naga það litla kjöt sem er utan á hausnum. Help - Chicken head! Where is the Headless Chicken running? I look around :| (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brauðskeljar eða hvað á að kalla þennan mat. Ég fékk þennan mat í ýmsum útfærslum og var mismunandi hvaða matur var settur inn á milli.
Shanghai bread sandwich with sweet pork (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum núna í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri.
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég fór aðeins yfir fjölmiðlana á Íslandi og uppfærði smá bloggið hjá mér. Það var ekki að spyrja að gömlu hjónunum, þau voru búinn að galdra fram þvílíka veislumáltíð að vanda sem var "matmikil" súpa.
Í súpunni voru hveitikögglar (Dumpling) með einhverju grænmetisdóti inn í (ekki ósvipað og kjötbollur í káli), niðurskorin hvítlaukur, þari og smárækjur ca. 1 cm á lengd (sem voru að sjálfsögðu borðaðar í heilu lagi). Home made Shanghai wild vegetables and pork wonton soup with pork and garlic chive dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessu var svo öllu rennt niður með nýmalaðri heitri sojamjólk og te í hitaglasi ásamt eftirréttum kíví og risa jarðaberjum. Á meðan við "unga" fólkið erum að drattast á lappir, þá fóru gömlu hjónin út á hinn fræga markað til að kaupa inn fyrir hádegismatinn!
Shanghai home made breakfast, endless array of delicious food :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og lesa má, þá snýst nánast ALLT hér í Kína um mat, Mat og aftur MAT en ekki endalaust um helv... veðrið eins og er heima á Íslandi. Það sem mér fannst fyndið í gær var að Heng var að spjalla við fólkið sem var ný komið úr stórveislu með okkur. ÞAU VORU AÐ FARA AFTUR ÚT AÐ BORÐA! Bara á næsta stað við hliðina. Mér er sagt að þeirra stærsta menning sé matarmenning!
Ég tek eftir því að þeir eru síborðandi og ég er meira og minna búinn að vera á blístri hér alla tímann og þó virðist Heng borða meira en ég ef eitthvað er!
Er hægt að segja að Kínverjar séu feitir? NEI!
En annars hafði ég mjög gaman að því að lesa þessa frétt á netinu sama morgun sem var lítil frétt frá Kína
Sjá HÉR.
Líklega er ég að verða svona ...
Hádegismatur: Súpa sem svipar til Íslenskrar kjötsúpu, þar má finna ávexti eins og baby bambu (bambus sem er ný sprottin upp úr jörðinni), þurrkaðir villisveppir, niðursneydd svínarif (Kínverjar leggja mikla áherslu á að borða kjöt sem er næst beinum), gulrætur, og hvítur ávöxtur sem minnir á kartöflur (í sama flokki) ásamt hrísgrjónum og sallati sem minnir á spínat. Að steikja mat fer eftir mjög ákveðinni forskrift þar sem mismunandi grænmeti er bætt á pönnuna í ákveðinni tímaröð til að sumt grænmeti verði ekki of- eða vansteikt (soðið). Við fengum líka steiktan vatnafisk (sem er ekki til í Evrópu og minnir pínu á rauðsprettu), salat eins og við þekkjum og svo stóran skammt af rækjum. Ég fékk þá skýringu að borða með prjónum valdi því að maður borði hægar og njóti matarins mun betur en ella. Einnig er maturinn tuggin mun betur og mikilvægum ensímum sem er í munnvatninu er bætt meira út í fæðuna strax í upphafi meltingarinnar.
Þegar ég hugsa út í alla þessa matarmenningu svona eftir á, þá kemur það mér ekki á óvart að uppáhalds matur Heng á Íslandi skildi vera sviðakjammi úr Melabúðinni og hann ver étinn upp til agna frá fyrsta degi. Hún benti mér þá á að mjög mikilvægt væri að borða skinnið á kjammanum.
Það hafði víst brotnað aðeins úr einum jaxli hjá mér daginn áður en ferðin til Kína hófst og þurfti því að finna tannlæknir í snatri. Pabbi Heng á bróðir sem er vinamargur. Sá þekkti einn tannlæknir sem haft var strax samband við og fór bróðirinn með okkur til tannsa í leigubíl.
Staðurinn var magnaður og þarna var her af tannlæknum og stólum og fyrir utan biðu sjúklingar í röðum. Combine Your China Trip with Your Dentist Trip and Save Big! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við vorum drifin fram fyrir allan hópinn og í gamlan og mikið notaðan tannlæknastól. Ég settist í stólinn og var allt nánast í beinni útsendingu.
Þurfti fólkið í setustofunni aðeins að líta yfir smá gler til að sjá það sem var að gerast á tannlæknastofunni. A Chinese dentist examines the broken teeth in my mouth in a luxury dental chair from Shanghai China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir snögga skoðun, þá var borinn settur í gang og hreinsað í kringum brotið og efni til að fylla upp í tönnina beið tilbúið. Aðgerðin tók 10-15 mín og var án deyfingar og hér var greinilega vanur maður á ferð.
Á efri hæðinni sat svo tannsmiður sem bjargaði því að ég fékk svona skjóta og góða þjónustu. On the top floor we fond the dentist master "how give us this quick help" (Dentures, Dental Hygiene, Polishing, Dental Drill, Copy Space, One Person, Men, Human Teeth) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sagt er að Kínverskir læknar séu með þeim bestu í heiminum og stafar það líklega af þeirri gríðarlegu reynslu sem að þeir fá. Heng fór í augnaðgerð (kostar ca. 100 þús) eins og boðið er upp á heima (tæpar 300 þús.) og var sá augnlæknir víst búinn að framkvæma um 100.000 augnaðgerðir!
Sem dæmi um sterk fjölskyldutengsl í Kína, þá vildi tannlæknirinn ekki taka neina greiðslu fyrir sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum kosta 15-20 þús. heima á Íslandi!
Frá tannsa tókum við leigubíl í "litla tölvubúð" til að kaupa harðan disk í ferðatölvu. Þegar inn í búðina var komið, kom í ljós að hún var á stærð við Kringluna og seldi bara tölvur og dót þeim tengt ásamt stafrænum myndavélum. Inni í þessari risa tölvuverslun voru líklega nokkur hundruð smáverslanir og var hægt að kaupa ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR á þessum stað.
Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er ólíklegt að flestir tölvunördar séu samankomnir á þessum einn stað. Í hverjum tölvukrók sem var eins og eitt meðalstórt herbergi, var hlaðið upp í loft af tölvudóti og var ekki óalgengt að fjöldi starfsmanna væri 3-5 á hverjum stað!
It is a gadget lover’s paradise. Imagine a store the size of Best Buy, three floors tall but with two-hundred tiny shops specializing in some particular product. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég keypti 16 Gb Compact Flash (x 133, CF) minniskort á ¥300 og tvo 320 Gb Hitatchi SATA ferðatöludiska á um ¥400 (dagsettir nov-2008). Næst var farið í fataverslun og keyptur forlátur leðurjakki sem átti að kosta ¥2700. Ég endaði á að fá jakkann á ¥700!
Þar sem stóra glerkúlan er, er risa Digital Mall (2 stórar búðir). Shanghai Metro City - 美罗城 Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场
These are two big computer markets, and there are several shops ... every store, every kiosk, every nook, and every cranny is crammed full of computers, computer parts, cameras, media players, games and consoles, phones, monitors, and every other kind of electronics you can think of (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á neðstu hæð er risa veitingastaður (ca. 50) með mikið úrval af alvöru Kínverskum og alþjóðlegum mat. Veitingastaðurinn fær 5 stjörnur fyrir fjölbreitni.
There are lot of good restaurants in Metro City, including a great vegetarian place called L’Arbe de Provence. Starbucks, Haagen Dazs, Pizza Hut, and a large food court fill the basement level. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir verslunarferðina tókum við underground (eða yfirground). Lestin sem að við ætluðum að hoppa um borð í var bókstaflega stappfull og nokkur hundruð metrar á lengd. Þarna fékk maður í fyrsta skiptið að upplifa alvöru mannmauramenningu en þvílíkt var mannhafið!
Kvöldmatur: Djúpfiskur (langur og flatur) ásamt fullt af öðru góðmeti.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Kynlíf í þrívídd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.1.2009 | 08:10
KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir
Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Dagur - 2 / Day - 2
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.
Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.
Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).
Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið
Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð
Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).
Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.
Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).
Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína
ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.
Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna
The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Fuglaflensa í Nepal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 07:25
SKOTSVÆÐI OG AÐSTAÐA - MYNDIR
Hús sem hefur verið byggt á afviknum stað rétt hjá Hestfjalli við Hvítá. Shooting in Iceland is very popular sport, both with cameras and guns. A special made hut for shooting icelandic polar fox. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotsvæði Iðavöllum Hafnarfirði _ Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. http://www.photo.is/07/06/3/pages/kps06070448.html http://www.photo.is/07/06/3/index_3.html Hér er verið að skjóta á leirdúfu á skotsvæði Iðavallar í Hafnarfirði
Að sjálfsögðu er veiðihundurinn hafður með til að venja hann við hvellinn í byssunni. Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af skotsvæðinu á Iðavöllum. Vonandi iðar allt af lífi á slíkum stað.
Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotveiðifélag Íslands 30 ára og hér má sjá nýtt skotsvæðið á Álfsnesi. Á Álfsnesi er bæði aðstaða fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi
Á Álfsnesi er líklega fullkomnasta aðstaða sem um getur til að æfa skotfimi á Íslandi í dag. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Æfingarsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Hér má svo sjá nýjustu myndina sem tekin var af Álfsnesi
Þessi mynd er tekin í lok sumars 2008 og eins og sjá má, þá eru vellirnir að verða tilbúnir og græni liturinn óðum að taka yfir. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorlákshöfn og mörg minni bæjarfélög hafa komið sér upp aðstöðu úti á landi
Hér má sjá æfingaraðstöðu fyrir skotveiðar fyrir austan fjall. Picture of a shooting area close to Thorlakshofn on south coast in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo er spurning hvort að það séu einhverjir skotjaxlar sem þekkja þessa mynd hér?
Íþróttagreinar eins og skotfimi hefur átt undir högg að sækja vegna ört stækkandi byggðar og hefur það gerst margoft að það hefur orðið að flytja aðstöðu á nýja staði. Old picture of a shooting area close to Reykjavik in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skotveiðifélag Íslands 30 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 11:03
BRÚ OG STAÐARSKÁLI VIÐ HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR
Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hóteli. Litla húsið við hótelið var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús.
Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað
Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni
1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo lón og stíflan í Ormsá sem má sjá þegar ekin er leið sem heitir Haukadalsskarðsleið sem liggur úr Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða var yfir Haukadalsskarð að Brú í Hrútafirði
En þó svo að virkjunin sé orðin gömul, þá má sjá enn upprunalega leiðslu úr timbri sem var greinilega orðin míglek á leiðinni því að það var fullt af litlum gosbrunnum sem stóðu upp úr leiðslunni á leið til byggðar. Picture of damp for power station for post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Staðarskáli á nýjum stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2008 | 11:49
FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM
Fyrri blogg og myndagetraunir má svo sjá hér og er búið að svara sumum af spurningunum rétt, einnig er ég búinn að setja linka inn á myndirnar þannig að það er hægt að skoða aðrar myndir af svæðinu með því að smella á myndirnar:
FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/
HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/
FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/
RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/
En hér kemur svo síðasta getraunin um Íslenskar fjárréttir:
ÍSLENSKAR FJÁRRÉTTIR - MYNDAGETRAUN 5
Hér kemur svo myndasería númer 5 um réttir á Íslandi og vona ég að viðtökur verði jafn góðar og í þeim fyrri :)
41) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
42) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
43) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur svo ein hrikalega erfið og því læt ég fleiri myndir fyrlgja af svæðinu og á þá að vera nóg að smella á myndina til að sjá þær myndir.
44) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
45) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
46) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
47) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni og hvaða saga tengist þessum stað?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
48) Myndagetraun
a) Hvaða heita fjárréttirnar sem er verið að smala fyrir?
b) Hvar eru þær fjárréttir?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
49) Myndagetraun
a) Hvar er verið að smala?
b) Hvar eru fjárréttir fyrir þetta svæði?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þær fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
50) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 08:05
ANDARNEFJA HVALUR - MYNDIR
Hvalinn rak á fjörur rétt fyrir neðan Knarrarósvita sem er á Suðurlandinu rétt hjá Stokkseyri. Mælingar sýna að u.þ.b. 40-50 þús. dýr eru á hafssvæðinu umhverfis ísland á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er greinilegt að einhverjir fuglar er byrjaðir að gæða sér á hvalnum enda mikill og góður matur þar á ferð.
Ekki er óalgengt að hval reki á land við strendur landsins. Andarnefja lifir aðallega á smokkfiski. Hún er mjög forvitin og er auðvelt að lokka hana að með hljóðum. Hún er einstaklega félagslynd og trygglynd og yfirgefur ekki særðan félaga fyrr en hann deyr. Andarnefjur eru mjög öflugir kafarar og geta kafað niður 1000 m dýpi og verið 1-2 kl.st. í kafi. Andarnefja er farhvalur og aðeins hér við land á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést svo betur nefið á hvalnum eða andarnefjunni sem fannst við suðurströndina rétt hjá Knarrarósvita. Andarnefja er tannhvalur. Nafn sitt dregur hún af höfuðlaginu, trýnið er mjótt og ennið hátt og kúpt eins og sjá má
Andarnefjan er grásvört á litinn og heldur ljósari að neðan en á bakinu. Með aldrinum þá lýsist litur hennar. Algeng lengd er 7-9 m og þyngdin um 6-8 tonn. Kýrin er talsvert minni en tarfurinn. Kvendýrin eru tannlaus. Aldur 40-60 ár. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Knarrarósviti sem er þarna rétt hjá er 26 metra hár og svæðið heitir Knarrarós sem er rétt austan við Stokkseyri.
Knarrarósviti var byggður árið 1939. Picture of Knarrarós lighthouse that was built in 1938. It is the tallest building in southern iceland. It is close to the whale that was found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég átti í einhverjum erfiðleikum með að átta mig á því hvernig orðið væri skrifað en það er víst beygt svona andarnefja, andarnefju, andarnefju, andarnefju og í fleirtölu andarnefjur, andarnefjur, andarnefjum, andarnefja
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Dauð andarnefja í Höfðahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)