Egyptaland - Eyðimerkurferð - Bahariyya Oasis - Sahara.

Egyptaland - Eyðimerkurferð - Bahariyya Oasis - Sahara.

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Eyðimerkurferð - The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur

Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The White Desert í Egyptalandi:

SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/



Til að byrja með þurfti að finna hentugt stæði fyrir búðir í eyðimörkinni, en það var komið svarta myrkur og því ekki góð birta til að athafna sig. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til stóð að sofa úti á eyðimörkinni undir berum himni. Hér eru leiðsögumennirnir í óða önn að setja upp skjólvegg og tína til teppi og matvæli fyrir kvöldið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Guides are putting up the camp. The night is spent in the desert, dinner and overnight camping. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það er auðvita strax byrjað á matseldinni enda komið svarta myrkur. Til stóð að elda vinsælan egypskan kjúkklinga og hrísgrjónarétt. Einnig var skorið mikið niður af tómötum og öðru grænmeti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Finally, we camp and enjoy the egypt food with siwan tea and sleep over night under the clear sky and enjoy watching stars in Oasis desert. Overnight 4x4 trip in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er refur mættur á svæðið í von um að fá bein og annað góðgæti frá ferðalöngunum. Líklega mamma á ferð að leita af fæði fyrir unganna sína. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

This momma fox was looking for food for her young. We watched as she came quite close while cooking. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á einni myndinni mátti svo sjá draug í 9 mismunandi útgáfum á sömu myndinni. Það er greinilega margt sem ber að varast úti í svona eyðimörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

I got this marvelous picture of Ghost in the Desert while we were preparing the food. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þegar maturinn var orðin klár, þá var ekki annað eftir en að gefa á garðann svöngum og óþreyjufullum ferðalöngum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now the food is ready. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Seinna um nóttina/kvöldið var brugðið á leik fyrir myndavélina. En myndataka sem þessi tekur alt upp í 30 sek. og er ekki auðvelt fyrir módelin að standa hreyfingalaus í svo langan tíma. Á myndinni má sjá stjörnubjartan himininn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Playtime in front of the camera. Long exposing time up to 30 sec! Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Seinna um nóttina/kvöldið var brugðið á leik fyrir myndavélina. En myndataka sem þessi tekur alt upp í 30 sek. og er ekki auðvelt fyrir módelin að standa hreyfingalaus í svo langan tíma. Á myndinni má sjá stjörnubjartan himininn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Playtime in front of the camera. Long exposing time up to 30 sec! The models under the clear sky and enjoy watching stars, may not move for up to 30 sec! Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Ekki er annað hægt en að segja að svæðið er magnað. Samspilið milli sandsins og klaksteinsins er flott og gaman að sjá hvernig sandurinn hefur náð að slípa til yfirborðið á löngum tíma og skilið eftir eyjar hér og þar á sléttunni. Fólk var á göngu í tunglskyninu út um allt svæðið og nokkrir hópar höfðu komið upp tjaldbúðum sínum á svæðinu. Söngur og tónlist glumdi um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Singing and Playing Around The Camp Fire into the night. Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Leiðsögumennirnir höfðu tekið með sér stóran trjádrumb til að elda með og halda hita á mannskapnum. Í ljós kom að drumburinn náði að loga alla nóttina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Oasis desert overnight trip. 4x4 safari tours in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það var verulega kalt um nóttina, þó svo að ég væri með tvö þykk teppi yfir mér. Mest var ég hræddur við að rebbi myndi koma og bíta í nefið á mér og því stakk ég hausnum vel undið teppið líka. Okkur var ráðlagt að passa vel upp á skóna okkar.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:

Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/

Skólahald í Egyptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/

NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/

SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
mbl.is Nasrallah staðfestir tengsl við Egyptaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað þarf maður að eiga mörg líf til að sjá allan heiminn.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2009 kl. 03:18

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það dugar varla eitt líf til að sjá allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Ef við ætlum okkur aðeins að skoða land á yfirborði jarðar, að þá þekur það um 29,2% jarðarinnar eða 148.940.000 ferkílómetra. Ísland er um 103.000 ferkílómetrar eða um 0,07%! Samkvæmt því, þá tæki það okkur minnst 1.446 mannslíf að skoða þau lönd sem eru til á yfirborði jarðar!

Svo er annað mál að ég tel að Ísland fái mun meiri athygli í heimssögunni en þessi 0.07% gefa til kynna. Annars eru fáir staðir til sem hafa upp á eins mikið að bjóða á eins litlu svæði og Ísland gerir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband